Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 63

Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Sýningin Ocean Dwellers. Art, Science and Science Fiction verður opnuð í dag í tilefni af tuttugu ára af- mæli norrænu sendiráðsbygginganna í Berlín. Sýningin er haldin í Felles- hus sem er sýningarrými norrænu sendiráðanna við Tiergarten og stendur yfir til 30. janúar á næsta ári. Rúrí og Hulda Rós Guðnadóttir eru fulltrúar Íslands á sýningunni og frá öðrum löndum eru það Elsa Salonen og Tellervo Kalleinen/ Oliver Kochta Kalleinen frá Fin- mlandi, Johannes Heldén, Andrew Merrie og Simon Stålenhag (Radical Ocean Futures) frá Svíþjóð, Labora- tory for Aesthetics and Ecology, Ja- cob Remin og Kirstine Roepstorff frá Danmörku og Sissel Tolaas og Jana Winderen frá Noregi. Rúrí sýnir nýja innsetningu í listrann- sóknarverkefninu Future Cartog- raphy þar sem könnuð eru áhrif bráðnunar jökla á yfirborð hafsins, að því er fram kemur í tilkynningu. „Verkið snertir strendur landa við Bengalflóa, suðurströnd Miðjarð- arhafs og við Kattegat/Eystrasalt,“ segir þar. Hulda Rós sýnir í fyrsta sinn verk úr nýju listrannsókn- arverkefni, S-I-L-I-C-A, sem teygir anga sína til Íslands, Ástralíu, Þýskalands og hafsins þar á milli, eins og því er lýst. Verkin eru fimm stór ljósmyndaprent og verða einnig sýnd efni sem notuð eru við fram- leiðslu kísilmálms í kísilverksmiðj- unni á Bakka við Húsavík. Sýningarstjóri er Solvej Helweg Ovesen og er haft eftir henni að sýn- ingin leggi fram spurningar um sam- band okkar við hafið og gefi færi á sjá hlutina út frá sjónarhóli Sjávar- búanna. „Á sýningunni má sjá úrval innsetninga- og rannsóknarlistar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Nor- egi og Svíþjóð þar sem list, vísindi og vísindaskáldskapur koma saman. Sýningarstaðurinn umbreytist í sjáv- arrými og lögð er fram spurningin: Hvaða merkingu hefði það að tileinka sér heimsmynd hafsins? Hvernig fást listamenn, sjávarlíffræðingar, kaf- arar, hugsuðir og mannfræðingar við sjóinn sem búseturými, í sögulegu og í ímynduðu samhengi? Hvernig geta stjórnmál og lagasetningar komið að gagni við að takast á við afleiðingar vistfræðilegra breytinga í hinu dýr- mæta rými sem hafið er,“ segir í til- kynningu. Rúrí og Hulda Rós sýna í Felleshus í Berlín Rúrí Hulda Rós Andri Snær Magnason ersnjall og hugmyndaríkurrithöfundur. Hann lætursig málefni líðandi stund- ar varða og leitast við að færa þau í búning skemmtilegrar sögu – jafnvel þótt leiddar séu líkur að endalokum heimsins. Vegna bókar sinnar Drauma- landið flutti Andri Snær fyrirlestur á ráðstefnu í München og tók þátt í pallborðsumræðum með ónafn- greindum yfirmanni Loftslagsrann- sóknastofnunarinnar í Potsdam í Þýskalandi. Hann spurði Andra Snæ af hverju hann skrifaði ekki um loftslags- málin, „mikilvæg- asta málefni sam- tímans“, heldur um „landslag, fossa og leynidali á fjöllum“. Andri Snær sagði loftslagsmálin flókin og vís- indaleg, betra væri að láta sérfræð- inga um þau. Þjóðverjinn gaf sig ekki og sagði sérfræðingana ófæra um þetta, þeir kynnu ekki að miðla upplýsingum og töluðu því fyrir daufum eyrum. „Ef þú ert rithöf- undur og finnur enga þörf hjá þér til að skrifa um þessi mál þá skilur þú ekki vísindin eða alvöru málsins. Sá sem skilur hvað er í húfi setur ekki annað í forgang.“ Andri Snær segist eiga til að brosa þegar eitthvað alvarlegt sé á seyði og maðurinn segir: „Ég er ekki að grínast, maðurinn skilur ekki tölur og línurit en hann skilur sögur. Þú kannt að segja sögur og þú verður að segja sögur.“ Síðar segir Andri Snær þetta: „Ég hlustaði á hann og fann hvað honum var mikið niðri fyrir. Það er eitt að hafa áhyggjur af stíflu á hálendi Ís- lands en er eitthvert vit í því að hafa áhyggjur af öllum heiminum? Hverslags Pandórubox gæti það ver- ið að setja sig inn í þessi mál og kasta lífshamingjunni ofan í óendanlega hít?“ (Bls. 64-66.) Þarna mótaðist rammi bókarinnar Um tímann og vatnið. Eitt enn má nefna sem verður þráður í bókinni. Þjóðverjinn telur stjórnmálamenn ekki átta sig á alvöru málsins. Hann segir: „Ef þeir skildu þetta af djúpri alvöru myndu þeir hrinda af stað Manhattan-áætlun. Þar voru tíu þús- und manns sendir út í eyðimörkina til að vinna fram á nótt, sleppa sum- arfríum, jólafríum þar til þeir næðu markmiðinu að búa til kjarnorku- sprengju. Jafnvel milljón manns er ekki mikið þegar framtíð jarðar er í húfi!“ Andri Snær tengir sig og þar með lesandann Manhattan-áætluninni vegna þess að skurðlæknirinn Björn Þorbjarnarson, afi hans, gerði að- gerð á Robert Oppenheimer, stjórn- anda Manhattan-verkefnisins. Hon- um er lýst á þann veg í bókinni að hann hafi á 20. öldinni líklega verið sú manneskja sem „kemst næst því að hafa goðsögulega stöðu“. Oppen- heimer er líkt við gríska guðinn Prómeþeif sem færði mannkyni eld- inn. Oppenheimer „færði leiðtogum heimsins kjarnorkusprengjuna“ og þar með „guðlegt vald“. Guðirnir refsuðu Prómeþeifi með því að binda hann við klett þar sem örn nagaði úr honum lifrina. Andri Snær spurði Björn, afa sinn, hvað hann hefði gert við Oppenheimer. Hvort það hefði nokkuð verið lifrin? Afinn vísaði til þagnareiðs síns sem læknis en svaraði: „Segðu bara að það hafi verið gyllinæð.“ (Bls. 124- 125.) Aðeins góður, agaður sögumaður og rithöfundur hefur á valdi sínu að tengja persónur og staði á þann listi- lega hátt sem Andri Snær gerir í þessari bók. Sem prentgripur er hún vel úr garði gerð. Sagan birtist ekki aðeins í textanum heldur einnig í ljósmyndum. Það hefði auðveldað lesandanum að efnisyfirlit og nafna- skrá hefðu fylgt. Aftast í bókinni er tilvísanaskrá og myndatextar. Kýrin Auðhumla úr norrænni goðafræði Snorra Sturlusonar er meðal leiðarstefja í bókinni. Andri Snær vekur máls á Auðhumlu í sam- tali við Dalai Lama af því að hann sér líkindi með henni og Kailash- fjalli í Himalaja sem hann kallar „al- heimskú“. Viðbrögðunum lýsir hann með þessum orðum: „Hans heilag- leiki horfir á mig. Hann hvíslar að túlkinum sínum spyrjandi og horfir svo aftur á mig og fer að skelli- hlæja.“ Þetta var hér á landi í júní 2009. Enginn æðstu manna þjóðarinnar treysti sér til að hitta Dalai Lama. Líklega af hræðslu við reiði Kínverja sem óttast andlegan leiðtoga Tíbeta þótt hann segi aldrei styggðaryrði um kúgara þjóðar sinnar. Þegar Andri Snær gekk á fund hans heil- agleika á Indlandi í júní 2010 man gestgjafinn auðvitað eftir „The Mag- ic Cow“ – töfrakúnni Auðhumlu. Aðeins hugmenn taka sér fyrir hendur að lýsa á 300 bls. áhrifum loftslagsbreytinganna til að almenn- ur lesandi skilji hvað er í húfi. Sögu- maðurinn Andri Snær leitast við að gera þetta með dæmum sem tengj- ast einstaklingum og stöðum – allt frá Melrakkasléttu til kóralrifja í Karabíska hafinu. Stórt sögusviðið og skírskotun til staða, manna og málefna um heim allan gera verkið alþjóðlegt á íslenskum grunni. Forfeður hans og frændur koma við sögu og lýsingar á framtaki og af- rekum þeirra eru til þess fallnar að auðvelda skilning á heimssögulegum breytingum. Tímaásinn myndar hann með aldri forfeðra sinna og hve langt fram í tímann hann sér nán- ustu afkomendur sína lifa. Allt í framtíðinni er óþekkt og breytingar gera ekki boð á undan sér, ekki einu sinni þegar um ákvarðanir manna eða stjórnvalda er að ræða. Nægir þar að nefna að 9. nóvember 2019 verða 30 ár frá því að Berlínarmúrinn hrundi og þar með járntjaldið milli austurs og vesturs. Fram til þess tíma töldu margir sögulega óhjákvæmilegt ef ekki náttúrulögmál að kommúnisminn sigraði auðvaldið. Undir lok bókarinnar segir Andri Snær: „Jarðarbúar standa frammi fyrir áskorun sem á sér aðeins fordæmi í vísindaskáldsögum, að ná tökum á og stýra hlutfalli gastegundar í loft- hjúpi hnattarins. Þetta markmið þarf að hafa náðst þegar börn í efstu bekkjum grunnskóla hafa náð mín- um aldri [46 ára] og mín kynslóð fer á eftirlaun. Verkefnið snýst um að bjarga jörðinni og það verður ekki umflúið.“ Þegar Oppenheimer fékk tíu þús- und manns til að smíða kjarnorku- sprengjuna var hættan af aðgerð- arleysi öllum ljós. Skynjum við hættuna núna á sama hátt? Andri Snær leggur fyrir okkur verkefni. Hann bendir á leiðir til að leysa það af hendi. Aðrir kynna önnur sjón- armið og aðrar leiðir. Andri Snær hafði kjark til að leggja til atlögu gegn vágestinum og gerir það á glæsilegan hátt. Andri Snær leggur til atlögu Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkefni „Andri Snær leggur fyrir okkur verkefni. Hann bendir á leiðir til að leysa það af hendi. Aðrir kynna önnur sjónarmið og aðrar leiðir,“ skrifar gagnrýandi meðal annars um bók Andra Snæs Magnússonar. Loftslagsmál Um tímann og vatnið bbbbb Eftir Andra Snæ Magnason. Mál og menning, 320 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.