Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 HEIÐI Hlý parka úlpa fyrir börn Kr.18.990.- Stærðir 98-164 Listagalleríið BERG Contempor- ary tekur þátt í hinni miklu lista- messu FIAC í París sem hefst í dag og lýkur 20. október. Messan er sú stærsta sem haldin er í Evr- ópu og galleríið það fyrsta frá Ís- landi sem tekur þátt í henni. Mess- an er haldin í Grand Palais í miðri Parísarborg og sækja hana að jafnaði um 75 þúsund gestir ár hvert. BERG Contemporary sýnir víd- eóverk og prentverk eftir listfrum- kvöðlana Steinu og Woody Vas- ulka og þá m.a. „Orku“ frá árinu 1997 eftir Steinu en verkið var frumsýnt á Feneyjatvíæringnum það ár. Steina varð fyrst mynd- listarkvenna til að taka þátt í Feneyjatvíær- ingnum fyrir Ís- lands hönd. Hægt er að sjá öll verkin sem verða til sýnis á FIAC á vefslóð- inni artsy.net/show/berg- contemporary-berg-contemporary- at-fiac2019. Auk þess er hægt að fræðast meira um galleríið, lista- mennina og messuna á slóðunum bergcontemporary.is og fiac.com. BERG Contemporary á FIAC í París Steina Vasulka Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli sitt á þessu ári og býður til sýningar í Kirsuberjatrénu í dag kl. 17. Á sýningunni verða sýnd fjölbreytt verk 45 félags- manna, að því er fram kemur í til- kynningu, og segir þar að áherslur verkanna séu ólíkar og að unnið sé með ólíka tækni. „Textílfélagið var stofnað árið 1974 með það að markmiði að kynna list og hönnun félags- manna, bæði á innlendum og er- lendum vettvangi, og er félagið meðal aðildarfélaga Hönnunar- miðstöðvar Íslands og SÍM, Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. Félagar textílfélagsins eru í dag 100 talsins,“ segir í tilkynningu. 45 ára afmælissýning Textílfélagsins Förukona „Vigga gamla förukona“ eftir Jónu Sigríði Jónsdóttur. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ragna Sigurðardóttir sendi nýverið frá sér smásagnasafnið Vetrargul- rætur sem fjallar um óvæntar að- stæður, mannlegt eðli og kraftinn til þess að skapa eigið líf. „Sögurnar eiga það sameiginlegt að í þeim stýrast aðalpersónur af sterkri innri þörf, þær lenda í ákveðnum aðstæðum þar sem þær eru neyddar til að taka slaginn og þurfa síðan að ákveða hvernig þær ætla að gera það. Sögurnar gerast bæði á Íslandi og í Evrópu og á ólíkum tímum. Tengingarnar á milli þeirra liggja ekki á yfirborðinu eða í atburða- rásinni heldur í undirliggjandi til- finningum sem persónur eiga sam- eiginlegar, þvert á tíma og rúm. Mér finnst áhugavert að skrifa um aðstæður fólks, einstaklinginn í stærra samhengi,“ segir Ragna. Að hennar sögn eru sögurnar all- ar nokkuð dramatískar. „Í sögunum er ákveðið drama og uppgjör sem persónurnar horfast í augu við. Fyrsta sagan segir frá konu sem týnir barni og þarf að takast á við það, hún verður altekin þeirri þörf að finna barnið og hlúa að því. Smám saman kemur svo í ljós að kannski snýst sagan um eitthvað annað en virðist í fyrstu. Í þessari sögu eins og fleirum í bókinni er stríð óbeint eða beint áhrifavaldur í lífi sögupersóna, en við hér á Íslandi erum auðvitað hluti af umheiminum og hræringum á al- þjóðavettvangi. Í annarri sögu fer ungur maður furðulega leið að því að færa þung- lyndri kærustu sinni gleði sína á ný en áður en hann veit af hefur at- burðarásin snúist í höndunum á honum.“ Óvænt þöggun listakonu Tvær sögur gerast í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar og um miðja síðustu öld. „Stríð er sterkur áhrifavaldur í þeim báðum. Kannski er hægt að skoða viðhorf okkar til flóttamanna í dag í gegnum sögu af þýskri flótta- konu á fjórða áratugnum. Í sögu frá miðri síðustu öld verður listakona fyrir óvæntri þöggun á eigin heimili og sagan snýst um viðbrögð hennar, um leið snýst hún um stöðu konunn- ar á þessum tíma. Þótt sögurnar gerist á ólíkum tímum er hinn mannlegi grundvöllur alltaf sá sami. Þótt tæknin breytist er kjarninn alltaf eins. Einnig skapar þetta flakk á milli tíma möguleika á ýms- um tengingum og snertiflötum á milli persóna.“ Spurð hvers vegna hún hafi viljað skrifa um þennan mannlega grund- völl segir Ragna: „Ég lagði ekki sérstaklega upp með það. Þessar sögur urðu til á nokkrum árum og smám saman uxu þær saman. Ég byrjaði ekki með það í huga að skrifa fimm langar sögur sem ger- ast á ólíkum tímum. Tvær þeirra áttu reyndar að verða skáldsögur. Þessar sögur fundu smám saman sitt form og fengu að vaxa saman. Eftir á sá ég tengingar á milli þeirra sem ég ákvað ekki fyrir fram, eins og þessa þörf fyrir að bjarga öðrum eða sjálfum sér og það hvernig mað- ur í raun neyðist alltaf til þess að skapa eigið líf. Sem rithöfundur og manneskja þá finnst mér mannlegt eðli og fólk svo ótrúlega áhugavert, eins og líklega mörgum. Það er allt- af fleira sem sameinar okkur sem manneskjur en það sem skilur okk- ur að.“ Titill bókarinnar, Vetrargulræt- ur, kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir enda vetrar- gulrætur ekkert sérstaklega þekkt- ar á Íslandi. „Það er reyndar enginn í bókinni að rækta gulrætur. Í garðyrkju eru þetta gulrætur sem eru geymdar í mold fram á haust og teknar upp þegar liðið er á veturinn. Í bókinni er þetta tákn um eitthvað gott sem leynist, um uppskeru sem bíður. Ef þú sáir fræi í mold er mikilvægt að hafa trú á að eitthvað komi upp. Það er líka það sem einkennir þessar sögur svolítið. Þetta eru persónur sem sumar hverjar hafa margt á móti sér,“ segir Ragna. Frjósemi úr hafgolu að norðan Hún bætir því við að ofangreint komi skýrt fram í síðustu sögu bók- arinnar, „Ávöxtur hafgolunnar“, sem gerist á átjándu öld á Íslandi. „Þessi saga byggist m.a. á heim- ildum um ávaxtarækt á Íslandi, en til eru frásagnir af þroskuðum per- um á tré í garði kaupmanns á Akur- eyri árið 1779. Á þeim tíma lagði Danakonungur áherslu á tilraunir í ræktun hér á landi en þekkingin var oft af skornum skammti. Þannig var því til dæmis trúað að hafgola að norðan fæli í sér mikla frjósemi og maður getur ímyndað sér árang- urinn eftir því. Í þeirri hugmynd felst einhvers konar kjarni í þessari bók, sú sjálfsbjargarviðleitni sem persónur sýna en aðalpersónan í þeirri sögu er blindur unglings- drengur. Mér finnst þessi hugmynd um að rækta upp í norðanvindinn líka skemmtileg og birta ákveðna mynd af íslensku samfélagi.“ Bókin er að forminu til ólík fyrri verkum Rögnu. „Ég hef hingað til skrifað skáldsögur sem gerast að mestu í samtíma. Þarna urðu til tvær sögur upp úr lestri um líf lista- manna á Íslandi á fyrri hluta og á miðri tuttugustu öld. Núna er ég síðan að vinna að skáldsögu sem gerist í París og Reykjavík um miðja tuttugustu öld en það voru mjög dramatískir tímar í lífi lista- manna og ótrúlegir atburðir sem áttu sér stað.“ Ragna lagði ekki upp með að skrifa smásögur. „Það gerðist bara óvart. Sögur finna sér form. Þarna voru allt í einu komnar þrjár sögur sem gengu mjög vel upp í þessari lengd og síðan voru tvær til við- bótar sem mig langaði að skrifa og bættust við. Ég ákvað ekki beinlínis að takast á við þetta form. Það hent- aði bara í þetta sinn,“ segir Ragna. Kjarninn alltaf sá sami  Persónur sem stýrast af sterkri innri þörf prýða fyrsta smásagnasafn Rögnu Sigurðardóttur, Vetrargulrætur  Týnt barn, íslensk peruræktun, þunglynd kærasta, staða konunnar og stríð Morgunblaðið/Hari Samvaxnar „Þessar sögur fundu smám saman sitt form og fengu að vaxa saman,“ segir Ragna Sigurðardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.