Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
skoðið úrvalið á facebook
Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu
okkar og fengið sent hvert á land sem er.
Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17
Úrval af Hummel b
arnafatnaði
Breytt og
bætt búð
Allir velkomnir
SKÓR, FATNAÐUR, ,LEIKFÖNG, HANDKLÆÐI, YOGA DÝNUR, BAKPOKAR, GÖNGUSTAFIR, ÍSBRODDAR, GLERAUGU, LOPI,
PRJÓNAR, NÁLAR, NEON VETTLNINGAR, GUMMITÚTTUR, SUNDGLERAUGU, SPIL, HÁRBURSTI, BENDLABÖND, VETTLINGAR,
HÚFUR, GJAFAPOKAR, KORT, NAGLAKLIPPUR, DÚKKUR, TÖSKUR, TÓBAKSKLÚTAR, NÆLONSOKKAR, SKÓHORN, INNLEGG,
BOLTAR, SÁPUKÚLUR, HLAUPASOKKAR, GJAFAVARA O.M.FL.
á frábæru verði – fyrir alla fjölskylduna
Austurríski rithöfundurinn Peter
Handke, sem hlaut Nóbelsverð-
launin í bókmenntum fyrir fáeinum
dögum, segist aldrei aftur ætla að
tala við blaðamenn. Ástæða þessa
er spurningar sem hann hefur feng-
ið um afstöðu sína til stríðsins í
Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu
aldar. Handke segir blaða- og
fréttamenn hafa látið slíkar spurn-
ingar dynja á honum eftir að hann
hlaut Nóbelsverðlaunin og kvartar
yfir því að enginn þeirra virðist
hafa áhuga á bókunum hans, að því
er fram kemur á vef dagblaðsins
Guardian.
Handke skrifaði sögu um ferð
sína til Serbíu sem birt var í Süd-
deutsche Zeitung árið 1996 og olli
miklum usla. Í sögunni má finna
gagnrýni höfundarins á umfjöllun
vestrænna fjölmiðla um stríðið á
Balkanskaga og sakaði hann þá
m.a. um að gefa falska mynd af
ástandinu sem leitt hefði til þess að
Evrópubúar héldu að aðeins einn
aðili átakanna væri vondur, þ.e.
Serbía. Þá telur hann lýsingar á
fjöldamorðunum í Srebrenica árið
1995 vera rangar.
Segist hættur að tala við blaðamenn
AFP
Umdeildur Peter Handke.
Menningar-, íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt tillögu þess efnis að níu tón-
leikastaðir og menningarhús sem
sinna lifandi tónlistarflutningi hljóti
styrki úr nýjum úrbótasjóði tón-
leikastaða í Reykjavík. Iðnó hlaut
hæsta styrkinn, 2.250.000 kr., til
kaupa á nýju hljóðkerfi og Gauk-
urinn og Hannesarholt hlutu styrk
að upphæð 1.700.000 kr. hvor staður
til kaupa og uppsetningar á hjóla-
stólalyftu.
Kex hostel og Bryggjan brugghús
hlutu eina milljón hvort til kaupa á
nýju hljóðkerfi, Stúdentakjallarinn
styrk til að bæta hljóðkerfi sitt að
upphæð kr. 250.000 og Mengi
380.000 kr. til kaupa á veggtjöldum.
Tveir nýir staðir hlutu styrki,
Bakkaskemman í Sjávarklasanum
styrk til að hljóðdempa rýmið að
upphæð kr. 470.000 og Stelpur
rokka! 750.000 kr. styrk til að gera
nýtt tónleikarými í Breiðholti klárt
til tónleikahalds.
Iðnó hlaut hæsta styrk úrbótasjóðs
Ímyndin af drykkfellda rann-sóknarlögreglumanninum erlífseig í spennubókum. Þessitýpa er vandmeðfarin, en
Jesper Stein er með hana og gefur
henni líf svo um munar. Fyrir vikið
stendur glæpa- og spennusagan
Aisha vel undir nafni sem slík með
Axel Steen í aðalhlutverki.
Árið er 2011. Fyrrverandi leyni-
þjónustumaður finnst myrtur í íbúð
sinni í Kaupmannahöfn. Líkið er illa
farið. Viðbjóður strax á fyrstu síðu.
Fær eflaust suma til þess að kúgast
og ástandið á bara eftir að versna.
Málið tengist hryðjuverkaógn fyrir
rúmum þremur árum og ekki er allt
sem sýnist.
Axel Steen, sem einna helst minn-
ir á norska rannsóknarlögreglu-
manninn Harry Hole í bókum Jos
Nesbøs, stjórnar rannsókninni.
Hann á við ýmsa
fortíðardrauga að
glíma og rekur
sig stöðugt á
vegg þegar hann
reynir að átta sig
á hlutunum.
Tengingar helstu
persóna eru
flóknar og þær
auðvelda ekki lausn mála. Leyndar-
hyggjan á æðstu stöðum bætir ekki
úr skák.
Aisha er frábær bók og því kemur
ekki á óvart að danskir bóksalar hafi
valið hana bók ársins 2016 og Jesper
Stein fengið Gyllta lárviðarsveiginn.
Spennan er mikil og rannsakendur
verða að hafa sig alla við til að halda
rétt á málum. Það er ekki auðvelt og
brestir koma í ljós. Axel Steen eflist
við mótlætið enda þolir maðurinn
ekkert umhyggjukjaftæði heldur
þrífst hann á því að réttlætið nái
fram að ganga. En það getur verið
dýrkeypt.
Þótt mikið fari fyrir Axel Sten í
sögunni eru aðrar persónur mikil-
vægar og í raun synd að sumar
þeirra eiga ekki eftir að koma fram
aftur. En þótt málinu ljúki í sögulok
eru ekki öll kurl komin til grafar.
Væntanlega er einhverjum spurn-
ingum svarað í bókinni Papa, sem
kom út á dönsku fyrir tveimur árum.
Öllu fórnað fyr-
ir málstaðinn
Glæpasaga
Aisha Eftir Jesper Stein.
Þýðing: Ólafur Arnarson.
Kilja. 402 bls. Krummi útgáfa 2019.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Útgáfubækur Bókabeitunnar hafa
aldrei verið fleiri, en forlagið gef-
ur út bækur fyrir börn og ung-
menni undir því merki og einnig
sem Björt bókaútgáfa og Töfra-
land.
Ragnheiður Gestsdóttir sendir
frá sér sína fyrstu spennubók og
nefnir hana Úr myrkrinu. Í bók-
inni, sem er fyrir fullorðna, segir
frá Margréti sem barnavernd-
arnefnd hefur fjarlægt af heimili
sínu vegna vanrækslu og komið
fyrir á heimili fyrir ungmenni í af-
skekktri sveit. Þegar hún uppgötv-
ar hvað er að gerast í húsinu hin-
um megin við hæðina halda starfs-
menn barnaverndar að hún sé
loksins að opna sig, að hún sé að
vísa í eigin lífsreynslu því það býr
jú ekkert barn í nágrenninu. En
Margrét veit hvað hún sá. Eina
sem hún þarf er einhver sem trúir
henni.
Raunverulegt líf Guðbjargar
Tómasdóttur heitir fyrsta skáld-
saga Þórarins Arnar Þrándar-
sonar og er einnig fyrir fullorðna.
Ljóðskáldið Guðbjörg Tómas-
dóttir, nú fimmtíu og fimm ára,
hefur í gegnum árin skrifað niður
minningar sínar og hugrenningar.
Við kaflaskil í lífi sínu rifjar hún
upp skrifin og tekst í leiðinni á við
líf sitt og samferðafólk, en minn-
ingaleitin tekur óvænta stefnu og
varpar jafnframt nýju ljósi á for-
tíðina.
Koparborg Ragnhildar Hólm-
geirsdóttur hlaut góðar viðtökur á
sínum tíma og var tilnefnd til
verðlauna. Villueyjar heitir ný
skáldsaga eftir hana sem gerist í
sama heimi. Í henni segir frá
Arildu sem kemst á snoðir um
fornan hrylling sem er flestum
gleymdur, en þeir sem þekkja til
hans kjósa að þegja.
Skáldsagan Húsið í september
eftir Hilmar Örn Óskarsson segir
frá Áróru sem býr í bænum Gálga
á afskekktri eyju og þráir ekkert
heitar en komast burt þaðan. En
þótt Áróra vilji burt af eyjunni
virðist eyjan ekki tilbúin að sleppa
henni lausri.
Vinirnir Guðrún, Kjartan og
Bolli eru á leið í skólaferðalag að
Laugum eins og rakið er í bókinni
Ys og þys út af … ÖLLU! eftir
Hjalta Halldórsson. Þar hyggjast
þau skemmta sér konunglega, en
áður en þau eru svo mikið sem
komin á staðinn fara allar áætlanir
út um þúfur.
Nornasaga: Hrekkjavakan er
fyrsta bókin í nýjum þríleik Krist-
ínar Rögnu Gunnarsdóttur sem
hún myndskreytir sjálf. Katla opn-
ar óvart galdragátt á hrekkjavök-
unni og ævaforn norn, Gullveig,
smýgur í gegn, uppfull af hefndar-
þorsta.
Sögunni af vináttu þeirra Rögn-
valdar og Eyju lýkur í bókinni
(lang)Elstur að eilífu eftir Berg-
rúnu Írisi Sævarsdóttur. Dag einn
er lífi Eyju snúið á hvolf. Mamma
og pabbi færa henni gleðifréttir –
sem gleðja bara alls ekki neitt. Á
sama tíma hrakar heilsu Rögn-
valdar, hins 97 ára gamla besta
vinar hennar og bekkjarfélaga.
Bergrún Íris kemur einnig að
bókinni Ró sem hún semur með
Evu Rún Þorgeirsdóttur. Í henni
er að finna æfingar fyrir krakka
sem kalla fram slökun og innri ró,
en bókin byggist á margra ára
reynslu Evu Rúnar af því að
kenna börnum jóga, slökun og
hugleiðslu.
Álfarannsóknin heitir skáldsaga
eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.
Kvöldið áður en Baldur fer austur
í sveitina hans afa með pabba sín-
um kemst hann að því að þar hef-
ur ýmislegt undarlegt gengið á.
Þegar Baldur mætir á staðinn ger-
ist fleira furðulegt og hann grunar
að eitthvað óhreint sé á sveimi.
Fyrir yngstu lesendurna koma
út bækurnar Sipp og systur henn-
ar eftir Blæ Guðmundsdóttur,
Saga um þakklæti eftir Evu Ein-
arsdóttur og Lóu Hjálmtýsdóttur,
Stelpan sem sigldi kafbát niður í
kjallara eftir Guðna Líndal Bene-
diktsson og Ryoko Tamura, og
Ævintýri Munda lunda og Hvutta-
sveinar, báðar eftir Ásrúnu Magn-
úsdóttur.
Þegar hafa komið út bækurnar
Kennarinn sem hvarf eftir Berg-
rúnu Írisi og tvær bækur í bóka-
flokknum Kepler 62, Landnem-
arnir og Veiran.
arnim@mbl.is
Aldrei fleiri Bókabeitur
Bókabeitan, Björt bókaútgáfa og Töfraland gefa út fjöl-
breyttar bækur fyrir börn og ungmenni, já og fullorðna líka
Ragnhildur
Hólmgeirsdóttir
Benný Sif
Ísleifsdóttir
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Eva Rún
Þorgeirsdóttir
Kristín Ragna
Gunnarsdóttir
Ragnheiður
Gestsdóttir
Ásrún
Magnúsdóttir
Blær
Guðmundsdóttir
Spenna B́ók Jesp-
ers Stein, Aisha,
er spennandi.