Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 Morgunblaðið/Ómar Heilbrigð sál í hraustum lík-ama. Þetta máltæki hafaflestir heyrt. Rannsóknir sýna að þetta má segja að sé að öllu leyti rétt. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Öll viljum við efla mögu- leika barna á góðu upphafi á lífsins braut. Eitt af þeim atriðum sem er mikilvægt er að efla er hreyfifærni og hreysti. Hreyfifærni má segja að sé sam- hæfing þar sem fínhreyfingar, sam- hæfing augna og handa, samhæfing augna og fóta, grófhreyfingar og jafn- vægi eru lykilatriði. Próf fyrir hreyfi- færni mæla þessa þætti. Oftast er prófunum skipt upp í þætti eins og að raða kubbum á plötu, byggja kubba í turn, skrifa, grípa eða kasta bauna- poka eða bolta og jafnvægispróf, bæði fyrir stöðujafnvægi og jafnvægi í hreyfingu. Hreysti má segja að sé bæði styrk- ur, hraði, samhæfing, liðleiki og út- hald. Hreystipróf geta innihaldið verkefni eins og að hoppa (t.d. lang- stökk án atrennu, hopp á öðrum eða báðum fótum á tíma), hlaupa (t.d. 20 m sprett og sex mínútna hlaup) kasta (t.d. tennisbolta og medisínbolta) og klifra. Líkamleg hreyfing er lykill að auk- inni hreyfifærni og aukinni hreysti. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á, meðal annars okkar rannsókn í samvinnu við fræðimenn við Háskól- ann í Verona á Ítalíu. Í alþjóðlegum ráðleggingum er talað um að börn eigi að hreyfa sig minnst 60 mínútur á hverjum degi. Okkar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing sem er að hluta til stýrð, sem sagt stjórnað af kennara, sé jákvæðari en frír leikur fyrir virkni 4-5 ára barna. Hreyfing er einnig lykill að því að geta tekið þátt í leik og þannig öðlast dýrmæta reynslu sem er mikilvæg fyrir félagslegan þroska barnsins. Rannsóknir sýna einnig að hreyf- ing á unga aldri hefur jákvæð áhrif á grunnleggjandi heilastarfsemi (e. ex- ecutive functions) það er að segja ein- beitni, eftirtekt, athygli og vinnu- minni. Heilinn vex og verður öflugri við þjálfun svipað og vöðvi. Tauga- tengingum fjölgar með þjálfun. Eitt af þeim atriðum sem væri hægt að gera til að styrkja áhersluna á aukna hreyfingu er að fá íþrótta- kennara inn í alla leikskóla landsins. Íþróttakennarar eru sérfræðingar á sviði hreyfingar og heilsu. Þeir gætu sett upp dagskrá fyrir börnin byggða á ráðleggingum alþjóðlegra fræði- manna. Með alhliða hreyfingu í öllum leik- skólum erum við að skapa góðan grunn fyrir áframhaldandi þróun barnsins í gegnum námsferlið. Mikilvægi hreyfingar í leikskólum Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’Öll viljum við eflamöguleika barna ágóðu upphafi á lífsinsbraut. Eitt af þeim atriðum sem er mikilvægt er að efla er hreyfifærni og hreysti.  Ákvæði um sölu notaðra muna skv. lögum um verslunaratvinnu verði felld brott  Sextán úrelt lög falli úr gildi í heild sinni Næstu skref Þetta er aðeins fyrsta skrefið. Í öðr- um og þriðja áfanga ætlum við að draga enn frekar úr óþarfa reglu- byrði. Þar horfum við ekki síst til til- lagna stýrihóps ráðuneytisins um endurmat á eftirlitsreglum sem heyra undir málefnasvið þess. Einnig munum við leggja til breytingar til að efla samkeppni á grundvelli hins umfangsmikla sam- keppnismats sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samkeppn- iseftirlitið og fleiri eru að vinna að í samstarfi við OECD, þar sem sér- stök áhersla er lögð á ferðaþjónustu og byggingageirann. Síðast en ekki síst munum við auka rafræna þjónustu hins opin- bera til að einfalda fyrirtækjum samskipti við stjórnvöld. Ekki „villta vestrið“ Gagnrýnendur einföldunar reglu- verks vara gjarnan við því að gengið verði of langt. Full ástæða er því til sáttmála að gera átak í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og al- mennings. Þetta hefur verið eitt af forgangsmálum okkar Kristjáns Þórs Júlíussonar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fyrsti áfangi kynntur Í vikunni var kynnt frumvarp um fyrsta áfanga af þremur í einföldun regluverks í þeim málaflokkum sem undir mig heyra. Í þessum áfanga eru lagðar til fjölmargar breytingar til einföldunar, meðal annars:  Iðnaðarleyfi verði lagt af, enda er það ekki lengur talið hafa neina þýð- ingu og felur því í sér óþarfa reglu- byrði  Krafa um að opinbert leyfi þurfi til sölu notaðra bifreiða verði felld niður, þó að seljendur muni eftir sem áður bera tilteknar skyldur  Skráningarskylda verslana og verslunarreksturs skv. lögum um verslunaratvinnu verði afnumin, enda er um tvíverknað að ræða gagnvart fyrirtækjaskrá  Ákvæði um skyldur seljenda gagnvart viðskiptavinum skv. lögum um verslunaratvinnu verði felld nið- ur, enda er fjallað um skyldur þeirra í öðrum lögum Stjórnvöld hafa alla jafna miklumeiri áhuga á því að setja nýj-ar reglur en að velta fyrir sér réttmæti þeirra reglna sem fyrir eru. Þetta veldur því að með tímanum verður regluverkið bólgið af óþarfa og þannig óþarflega hamlandi. Við sem trúum á mátt framtaksins vitum hversu skaðlegt þetta er. Þung reglubyrði – vilji til að breyta Samkvæmt gögnum OECD er reglubyrði atvinnustarfsemi á Ís- landi með því mesta sem þekkist innan OECD-landanna, einkum í þjónustustarfsemi. Þetta er til þess fallið að auka kostnað, draga úr skil- virkni, hamla samkeppni, hækka vöruverð og skerða samkeppnis- hæfni okkar gagnvart öðrum lönd- um. Afleiðingin er lakari lífskjör. Til að bæta úr þessu einsettu rík- isstjórnarflokkarnir sér í stjórnar- að árétta að hér er enginn á þeirri vegferð að skapa eða viðhalda skað- legu „villta vesturs-ástandi“ á nokkru sviði. Það er eftirtektarvert að á meðal þeirra sem vara við óhóflegri ein- földun regluverks eru ekki bara áhyggjufullir stjórnmálamenn held- ur líka stærri fyrirtæki. Ástæðan er auðvitað sú að ólíkt minni fyrir- tækjum hafa þau burði til að upp- fylla strangar kröfur. Frá þeirra sjónarhóli eru þær því ekki bara sá öryggisventill sem stjórnvöld höfðu í huga við setningu þeirra, heldur líka vörn gegn samkeppni frá smærri að- ilum. Það er vandasamt verkefni að meta hvaða kröfur eru nauðsynlegar og hverjar eru óhóflegar. Í þeirri viðleitni koma ólíkir hagsmunir úr fjölbreyttri flóru atvinnulífsins fram með misvísandi óskir. Við stjórnmálamenn þurfum að vega þær óskir og meta, með hags- muni almennings og neytenda að leiðarljósi. Verk að vinna Mín pólitíska sýn er að gera þurfi mjög ríkar kröfur til rökstuðnings fyrir íþyngjandi kröfum og reglum. Svo að nærtækt dæmi sé tekið hef ég þannig haft töluverðan fyrirvara á því hvort löggilda eigi störf leið- sögumanna í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir það hef ég staðið að því að auka kröfur til ferðaskipuleggjenda um að þeir setji sér öryggisáætl- anir, enda hefur að mínu mati verið töluvert misræmi í þeim örygg- iskröfum sem við gerum almennt á ýmsum sviðum samfélagsins í sam- anburði við þá starfsemi að fara með fólk um jökla og önnur hættu- leg svæði. Það er því alveg skýrt að ég úti- loka ekki að rök geti verið fyrir nýj- um reglum. Meginverkefni okkar á hins vegar að vera að horfa á þær gagnrýnum augum og lágmarka þær eins og mögulegt er, til að stuðla að aukinni verðmætasköpun, meiri skil- virkni, meiri samkeppni, lægra verði og betri lífskjörum. Þar höfum við svo sannarlega verk að vinna. Einföldun regluverks – fyrsti áfangi Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Mín pólitíska sýn erað gera þurfi mjögríkar kröfur til rökstuðn-ings fyrir íþyngjandi kröfum og reglum. Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.