Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 Þ egar dagsverkinu lýkur, stóru eða smáu, þykir okkur mörgum gott að hverfa á vit einhvers sem er ólíkt hinu daglega dútli. Ritstjórum þykir notalegt ef þeir rekast á mann á göngustígnum og spyrja tíðinda og sá segir umhugsunarlaust að það sé eiginlega ekkert að frétta. Það er eiginlega besta frétt þess dags þótt maður hefði ekki viljað fá hana í fangið mikið fyrr en þarna. Svo kemur auðvitað í ljós í spjallinu að það er sitt- hvað áhugavert að frétta þótt það teljist ekki fjöl- miðlamatur í hefðbundnum skilningi. Falið vald er farið Áður fyrr voru fjölmiðlamenn tiltölulega fámennur hópur og talinn geta haft mikið um það að segja hvort atburðir hvers dags yrðu færðir til bókar í sögunni eða ekki. Væri það ekki frétt yrði það aldrei saga. Netið, sem heimurinn er nú fastur í, hefur tekið stóra klípu af þessu valdi frá fjölmiðlungum. Frétta- miðlun bloggheima er andstyggileg um margt og ljóst orðið að ofsagróðafyrirtækin sem eiga „netið“ hafa óskráðar samsærisreglur sem ráða sífellt meiru um það hvað telst sannleikur, hvað skuli falið, feikað eða fíflað eða skuli skína fyrst, efst og skærast á skermi þess sem spyr. En þrátt fyrir allt þetta og margt fleira vont sem þessu fylgir er það sennilega gott að vald fjöl- miðlanna hafi verið takmarkað og er þetta fullyrt þótt ekki sé það endilega óskastaða að öllu leyti. Sama gildir um skoðanamyndun, þótt þar rísi and- styggðin í hæstu hæðir, eins og bent hefur verið á. En það er á hinn bóginn mikils virði að glufur hafa opnast fyrir sjónarmið og upplýsingar sem veikja samsæri og oflæti þagnarblokkarinnar. Og þótt þar sé enn aflsmunur er eðli sannleikans það sama og dropans sem holar steininn. En það er stutt síðan fjölmiðlar misstu stóran hluta af alræðisvaldi sínu og í því felst einmitt gildið, því að alræðið breytist í meinseimd sem engu eirir. Sem síst skyldi Sá fjölmiðill sem misnotar stöðu sína umfram alla aðra er sá sem er sérstaklega ætlað að lögum að gera það ekki. Þetta er ríkisfjölmiðillinn sem almenningur kostar. Fyrir fáeinum árum var í senn þrengt að almenn- ingi sem hafði engin úrræði lengur til að sýna óbeit á nauðungarstuðningi við fjölmiðil sem daglega og oft á dag af fullkominni ósvífni og brotavilja gengur á svig við þau lög sem eru forsenda tilveru hans. Og um leið var tryggt að borgararnir ættu ekki lengur neina aðkomu að því að hemja mestu mis- brúkun miðilsins. Fólk kvartar við þetta blað ef grein sem það sendir inn til birtingar bíður vegna plássleysis í fáeina daga. Og þeir eru til sem birt hafa fjölda greina í blaðinu sem kalla það ritskoðun sé varlega bent á að best sé fyrir þá sjálfa, blaðið og lesendur þess að hóf sé á. Blöð í nágrannalöndunum birta ekki nema í undan- tekningartilvikum greinar frá öðrum en eigin starfs- mönnum eða völdum pistlahöfundum. Hér eru aðsendar greinar mikilvægur þáttur í bland við annað efni og blaðinu þykir mikill fengur að því að fólkið í landinu telji sig eiga rétt á aðgengi að því, óháð þeim sjónarmiðum sem ritstjórn þess legg- ur áherslu á. Enginn maður á þess háttar aðgang að fjölmiðl- inum sem þeir eru neyddir til með skattfógetavaldi að styðja. Það eru bara sérstakir vildarvinir og skoðana- bræður „okkar“ sem hafa „frjálsar hendur“ á þeim miðli. Þá var þessi kostur til Tvö dæmi, annað að utan og hitt innan lands, sýna glöggt hversu hin lokaða fjölmiðlun hefur breyst og stór hluti af ofurvaldi hennar hefur horfið. Winston Churchill tapaði kosningum sárgrætilega illa eftir að hann hafði birst og barist sem bjargvætt- ur þjóðarinnar í heimsstyrjöldinni síðari. Hann varð foringi stjórnarandstöðu og sendi á þeim árum frá sér stórvirki um hina nýliðnu sögu og hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels fyrir. Sjálfum þótt honum að betur hefði farið á að veita sér friðarverðlaun þess sama. Þegar Churchill fékk bókmenntaverðlaunin 1953 var hann orðinn forsætisráðherra á nýjan leik (’51) en hann gat ekki vegna lasleika tekið sjálfur á móti þeim. Churchill hafði fengið tiltölulega vægt heilablóðfall ári fyrr og jafnaði sig vel en hinn 23. júní 1953 fékk hann mun alvarlegra áfall í lok kvöldverð- arboðs í Downing-stræti. Hann kvaddi heiðurs- gestinn. Um morguninn var komið í ljós að Churchill hafði lamast öðru megin, en hann lét koma sér fyrir við ríkisstjórnarborðið og hélt ríkisstjórnarfund án þess að nokkur áttaði sig á hvað hefði gerst. Blaðakóngar alþýðuna geta... Læknar og hjúkrunarlið fylgdi honum svo til Chart- well, sumarseturs hans. Þangað komu helstu „blaða- kóngar“ Bretlands til leynifundar og ákváðu þeir að þessum veikindum skyldi leynt fyrir þingi og almenn- ingi. Þess var gætt að BBC fengi ekki veður af því að neitt hefði gerst. Opinberlega var sagt að nú væri sumartíð og læknar teldu að forsætisráðherrann hefði ofreynt sig og ætti að nýta næstu vikur til hvíldar. Tvennt undra- vert gerðist. Þetta samsæri fréttabarónanna hélt og gamli forsætisráðherrann tók að braggast hægt en örugglega. Í október kom Churchill loks fram opin- berlega á ný er hann flutti stórræðu á ársþingi Íhaldsflokksins og þótti takast vel. Þar með var frétt- in um hið alvarlega heilablóðfall hans orðin að ekki- frétt. Er óumdeilt að þetta gæti ekki gerst á síðari tímum, þótt vilji sambærilegs hóps stæði til þess. Og það að hin glæfralega áætlun barónanna gekk upp byggðist að nokkru á hinni óvenjulegu og einstæðu persónu sem í hlut átti og þeim mikla lífsvilja sem Churchill sýndi. Hefðu þessar ráðagerðir farið út úr þúfur hefðu komið kröfur um að forsætisráðherrann segði þegar í stað af sér, en svo illa vildi til að „krónprinsinn“ Eden lá einnig veikur um sömu mundir. Ógleymanlegur morgunn Hið íslenska atvik var um enn alvarlegri atburð, brunann á Þingvöllum fyrir 49 árum. En þar þurfti aðeins að halda fréttabann í tiltölulega stuttan tíma. Á þeim tíma hófst dagskrá Ríkisútvarpsins kl. 7 á morgnana. Þennan morgun byrjaði hún á flutningi sorgarlaga. Smám saman tók almenningur að átta sig á að eitthvað mjög alvarlegt hefði skeð. Símalínur hitnuðu. Ekki hefur verið athugað af þessu tilefni hversu lengi þetta stóð, en í minningunni var það lengi, hversu margir sem stundarfjórðungarnir voru sem þurfti til að ná til þess fólks sem næst stóð, og ótækt þótti að þyrfti að heyra þessi miklu ótíðindi í útvarpi. Hraðahindranir óæskilegar á vonarstrætum ’ Enginn maður á þess háttar aðgang að fjölmiðlinum sem þeir eru neyddir til með skattfógetavaldi að styðja. Það eru bara sérstakir vildarvinir og skoðanabræður „okk- ar“ sem hafa „frjálsar hendur“ á þeim miðli. Reykjavíkurbréf18.10.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.