Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 19
Borðstofan er í miklu uppáhaldi enda útsýn- ið óviðjafnanlegt. og hlaupandi umferð af fólki á öllum aldri. Það veitir mér svo mikla ró að fylgjast með heim- ilisfólki Hrafnistu í göngutúr annars vegar og leikskólabörnum á leið í fjöruferð hins vegar. Mér finnst allt lífið birtast mér út um gluggann.“ Veik fyrir blómum Spurð hvað hjónin kaupi helst inn á heimilið nefnir Bergrún bækur og blóm. „Ég hlusta líka gríðarlega mikið á hljóðbækur, en stenst sjaldnast mátið þegar út kemur ný og falleg barnabók. Það sem ekki er pláss fyrir heima fyllir hillurnar á vinnustofunni minni. Svo er ég ósköp veik fyrir blómum, kakt- usum, þykkblöðungum og öllu sem færir heimilinu meira líf.“ Þá segir hún bækurnar sjálfar vera eftirlætisgripi á heimilinu. „Ég get ómögulega valið einn hlut en ef ég hugsa hvaða hlutur gefur okkur mesta gleði þá eru það bækur enda má finna þær í næstum hverju rými. Bestu samverustundir okkar strákanna eru með bók í hendi, að lesa fyrir svefninn eða fletta upp einhverjum fróð- leik.“ Heimilisstíllinn er fyrst og fremst hlý-legur og heimilislegur. Ég vil að öll-um líði vel um leið og þeir ganga inn um dyrnar, bæði heimilisfólki og gestum. Við erum með marga persónulega muni uppi við, elskum að blanda saman gömlu og nýju og leggjum okkur fram um að kaupa sem minnst- an óþarfa. Maðurinn minn er sérlega handlag- inn og enn eimir eitthvað eftir af borvélafim- inni síðan ég var annar þáttastjórnandi Innlits-Útlits forðum daga. Við reynum því að gera við það sem er bilað, lappa upp á, breyta og bæta, frekar en að hlaupa og kaupa,“ út- skýrir Bergrún. Stofuglugginn í uppáhaldi Fjölskyldan flutti í húsið í desember 2013 eftir að hafa haft augastað á því í heilt ár. „Það var ást við fyrstu sjávarsýn,“ segir hún en íbúðin er einstaklega vel staðsett, beint við hafið, og aðspurð segir Bergrún eftirlætisrými sitt á heimilinu alls staðar í íbúðinni þar sem sér til sjávar. „Stofuglugginn er líklega í mestu uppá- haldi. Þar er hægt að fylgjast með fjölbreyttri veðráttu, skipum og bátum, gangandi, hjólandi Reynir að vera græn Við innréttingu heimilisins segist Bergrún yfirleitt reyna að vera eins græn og hún getur og kaupa ekki hluti sem fylgja miklar plast- umbúðir eða þungt kolefnisspor. „Húsgögnin flakka milli herbergja eftir því sem þarfirnar breytast og við erum lítið í því að henda ef hlutir geta þjónað nýju hlutverki með smá- vægilegum breytingum.“ Aðspurð hver sé eftirlætisstaður fjölskyld- unnar á heimilinu nefnir Bergrún borðstofu- borðið næst stofuglugganum. „Okkur finnst óskaplega gott að borða saman. Svo er hjóna- rúmið líka vinsæll kúru- og kitlustaður þar sem er notalegt að lesa saman eða horfa á bíó- mynd í einni klessu.“ Þá segir hún fjölskylduna jafnframt njóta samverustunda á Víðistaðatúni, sem er algjör útivistarperla. „Á túninu eru alls kyns leiktæki; aparóla, ærslabelgur, klifurgrind og fleira. Þar er líka dásamleg tjörn þar sem hægt er að veiða síli, frisbívöllur, sleðabrekka og útigrill. Túnið lifnar svo við á sumrin með Víkingahá- tíðinni og þegar uppáhaldið okkar, Leikhóp- urinn Lotta, setur upp sýningarnar sínar.“ Stofan er sérlega hlýleg. Línuteikningarnar á veggnum eru eftir Hrannar Þór og Bergrún stækkaði þær upp. Morgunblaðið/Eggert Bergrún Íris lauk nýverið við bókina Langelstur að eilífu og að myndskreyta bók eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur sem heitir Ró. Ást við fyrstu sjávarsýn Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og barnabókahöfundur, og Andri Ómarsson sem starfar hjá Hafnarfjarðarbæ búa á litríku og skemmtilegu heimili ásamt sonum sínum Hrannari Þór fjögurra ára og Darra Frey 10 ára. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is 20.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19  * Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum og jafn- gildir 19,35% afslætti. Gildir ekki ofan á önnur tilboð eða af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. Gildir til 10. nóvember eða á meðan birgðir endast. SICILIA 2ja og 3ja sæta sófar, sófaskemlar og stólar. Grænt eða ljós- grátt áklæði og brúnt og koníaksbrúnt bonded leður. Verð frá (2ja sæta áklæði: 158 x 94 x 82 cm) 64.508 kr. 79.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.