Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 29
Rockwell, sem leikur drykkfelldan þýskan höfuðsmann; Steven Merc- hant, sem fer með hlutverk gestapó- njósnara, og Rebel Wilson, sem túlk- ar leiðbeinanda í æfingabúðunum og lætur út úr sér frasa eins og „O M Gott“. Þá fer Waititi sjálfur með hlutverk Hitlers sem hlýtur að snú- ast í hringi í gröfinni en leikstjórinn er maóríi í aðra ættina og rúss- neskur gyðingur í hina. Já, þið mun- ið, þetta er satíra. Öll þykja þau leika hlutverk sín af ísmeygilegri kímni, ef marka má BBC og fleiri miðla. Ekki öllum að skapi Þrátt fyrir almennt jákvæðar við- tökur gagnrýnenda er Jojo Rabbit þegar farin að vekja blendið umtal en ekki þykir öllum við hæfi að gera gys að helförinni og ægivaldi nasista – enda þótt það sé augljóslega í sat- írískum tilgangi. Hvað þetta varðar hefur myndinni verið líkt við ítölsku Óskarsverðlaunamyndina La vita è bella frá árinu 1997 en eins góð og sú mynd þótti var hún umdeild vegna efnistaka – spé og útrýmingarbúðir nasista þóttu eldfimur kokteill. Það virðist lítið hafa breyst á þeim tveimur áratugum sem síðan eru liðnir. Kvikmyndvefurinn Rotten Tom- atoes kemur inn á þetta í umsögn sinni. „Blandan í Jojo Rabbit af lotn- ingarlausum húmor og alvarlegri hugmyndum verður án efa ekki öll- um að skapi en þessi andhaturs- satíra verður ekki sökuð um skort á dirfsku,“ segir í umsögn um mynd- ina. Öðrum finnst að ganga hefði mátt ennþá lengra; þannig hnýtir gagn- rýnandi BBC, sem gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, helst í þá staðreynd að myndin hefði getað verið kraftmeiri enda sé ljóst frá upphafi að Jóhannes sé ekki í raun og sann sá dólgur sem hann þykist vera. „Eins er Elsa tíu sinnum hug- djarfari og harðari en hann, þannig að lítið leggst fyrir háskann og spennuna sem alla jafna væri hluti af sögu um ákafan ungan nasista sem finnur gyðingastúlku heima hjá sér,“ segir Barber í umsögn sinni. Eins furðar hann sig á því hversu aulaleg- ur Hitler er hafður í myndinni, hálf- gerður sprellikarl, sem fari illa við þá hugmynd að drengurinn dýrki og dái leiðtogann. Hugmyndafræðileg hrösun Þetta truflar Barber þó ekki mikið. „Það er lítið mál að fyrirgefa hug- myndafræðilega hrösun af þessu tagi þegar niðurstaðan er eins sprenghlægileg og Jojo Rabbit. Og ef til vill kemst myndin nær kjarn- anum en hefðbundnar myndir um Þriðja ríkið með því að mála nas- istana svona bjánalegum litum; eins hrollvekjandi og hugmyndafræði nasistanna var þá var hún um leið í grunninn barnaleg þvæla.“ Þegar kemur að miðasölu er Jojo Rabbit spáð velgengni en myndin vann áhorfendaverðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Toronto í síðasta mánuði sem jafnan þykir skýr vís- bending um það að myndir séu við alþýðuskap. Jóhannes og Adolf vinur hans á góðri stundu. Fox Searchlight Pictures 20.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 MET Sweet Child O’ Mine með Guns N’ Roses varð á dögunum fyrsta myndbandið frá níunda ára- tugnum til að fá yfir milljarð áhorfa á efnisveitunni YouTube. Í fyrra varð annað myndband við GNR-lag, November Rain, fyrsta og eina myndbandið frá tíunda áratugnum til að ná sama marki. Sweet Child O’ Mine er sem kunnugt er af Appe- tite For Destruction sem er sölu- hæsta fyrsta plata hljómsveitar í sögunni í Bandaríkjunum; seldist í 30 milljónum eintaka. Sweet Child O’ Mine slær met W. Axle Rose Í Laugardalnum í fyrra. Morgunblaðið/Valli BÓKSALA 9.-15. OKTÓBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Um tímann og vatniðAndri Snær Magnason 2 Stelpur sem ljúgaEva Björg Ægisdóttir 3 SkuggasólBjörg Guðrún Gísladóttir 4 Rannsóknin á leyndar- dómum eyðihússins Snæbjörn Arngrímsson 5 Kjarval málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir 6 Við erum ekki morðingjarDagur Hjartarson 7 Korngult hár grá auguSjón 8 Aðferðir til að lifa afGuðrún Eva Mínervudóttir 9 Óstýriláta mamma mín …og ég Sæunn Kjartansdóttir 10 LeðurjakkaveðurFríða Ísberg 1 LeðurjakkaveðurFríða Ísberg 2 HeimskautGerður Kristný 3 Ljóð 2007-2018Valdimar Tómasson 4 StökkbrigðiHanna Óladóttir 5 VelkominBubbi Morthens 6 Til í að vera tilÞórarinn Eldjárn 7 Í senn dropi og haf – ljóðSteinunn Ásmundsdóttir 8 JósefínubókJósefína Meulengracht Dietrich 9 Nú sker ég netin mínÝmsir höfundar 10 Þaðan er enginnHrafn Harðarson Allar bækur Ljóðabækur Bækur hafa alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Svo mikill hluti að ég átta ára ákvað að smakka á nokkrum bókasafnsbókum sem ég hafði tekið að láni. Veit ekki alveg hve há sektin var við að hafa innbyrt bækurnar á fleiri máta en hinn hefðbundna en grimmdarlegur svipur bókasafns- varðarins í Fannborg næstu mán- uði aftraði mér ekki frá því að innbyrða eins mikinn fróðleik og ég mátti. Tom Swift, Bob Moran og vinur hans, Bill Ballantine, rauðbirkni maðurinn með hnefa á stærð við barnshöfuð, léðu kvöldstundum mínum ævintýra- blæ. Ég hef svo ekkert stansað og hefur valið á bók- menntum verið eins fjölbreytt og verkefnin sem ég tek mér fyrir hend- ur. Síðustu mánuðir hafa verið býsna krefjandi vegna opnunar á Vínstúkunni Tíu sop- um og lestur ekki verið í fyrir- rúmi. Ég er samt með nokkrar bækur í handraðanum. Ég náði mér í heitasta bitann á mark- aðnum, var fyrstur í Mál og menningu og keypti Kokkál eftir Dóra DNA. Búinn að blaða í henni og átti erfitt með að stoppa mig í morgun. Fínn texti sem rennur vel niður með góðu glasi af nátt- úruvíni. Og tal- andi um nátt- úruvín. Eigandi vínbars þarf að halda sér upp- lýstum. Hef haft bókina Natural Wines eftir Isa- belle Legeron við höndina síð- ustu misserin. Frábær lesning sem gefur góða mynd af nátt- úruvínsheiminum. Það eru nokkur ár síðan ég gerðist áskrifandi að Audible og þar hef ég hlustað mig í gegnum eina tvær bækur á mánuði. Síðasta leshlustunin þar var A Connecticut Yankee in King Arthur’s Court eftir Mark Twain lesið af Nick Offerman Lagavul- in-aðdáanda. Stephen Fry er svo alger uppá- haldshöfundur eftir að hann hóf að dæla út bókum um mýtur Grikkja. Bæði bókin Heroes og svo Mythos eftir Jeeves gamla. Guð- ir Grikkja og hetjur þeirra birtast ljóslifandi með morgunkaffinu. Las bækurnar og hlustaði. Mæli með hlustuninni. Herra Fry nær að mála myndir með blæbrigð- um raddarinnar á stórkostlegan hátt. Ég hef svo verið að manna mig upp í að enduruppgötva söguna um Gargantúa og Pantagrúl eftir Francois Rabelais, klassík sem aðdáendur risabarnabókmennta geta varla látið hjá líða að lesa. Þýðingin hjá Erlingi E. Halldórs- syni verður líka að teljast stór- kostleg. Ýkjusagnastíll sem vekur hláturrokur svo háar að róa þarf bæði börn viðkomandi sem og vel meinandi nágranna. Húrra Karíóka! BRAGI SKAFTASON ER AÐ LESA Smakkað á bókum Bragi Skafta- son er veit- ingamaður. Íslenskt fóður - íslenskar afurðir. Við höfum val og við eigum samleið. Val um að standa saman um innlenda framleiðslu frá fóðri til fæðu. Vinnum saman - veljum íslenskt fóður. fodur.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.