Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 Skotið var úr launsátri á mexí-kóska hermenn meðan þeirvoru á eftirlitsferð í Culiacán, höfuðborg Sinaloaríkis í Mexíkó, á fimmtudaginn. Brugðust þeir við með því að ráðast til inngöngu í hús- ið, þaðan sem kúlnahríðin kom, og handtaka fernt sem þar var statt, þeirra á meðal Ovidio Guzmán, einn fjölmargra sona fíkniefnabarónsins Joaquín „El Chapo“ Guzmán sem framseldur var til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Þungvopnaðir menn úr samtökum þeirra Guzmán-feðga, mun fjöl- mennari en hermennirnir, um- kringdu húsið þegar í stað, auk þess að fara með dólgslátum um borgina. Það staðfestir Alfonso Durazo, ör- yggismálaráðherra Mexíkó. Upphófst svo skotbardagi sem stóð í nokkrar klukkustundir, log- andi bifreiðar voru á víð og dreif og felmtri slegnir íbúar hverfisins áttu fótum sínum fjör að launa. Vernduðu líf og limi „Til að gæta almannahagsmuna og vernda líf og limi íbúa Culiacán ákvað öryggisráðið að hætta við að- gerðina,“ sagði Durazo í mynd- bandsskilaboðum eftir að rimmunni var lokið. Mexíkóskir fjölmiðlar drógu strax þá ályktun að sú ákvörðun hefði meðal annars þýtt að Ovidio Guzmán hefði verið látinn laus úr haldi. Hvorki Durazo né Andrés Manuel López Obrador forseti tjáðu sig frekar um málið á fimmtudag og voru upplýsingar fyrir vikið nokkuð á reiki. Varnarmálaráðherra landsins, Luis Sandoval, staðfesti síðan á blaðamannafundi síðdegis í gær að Ovidio Guzmán hefði verið handtek- inn og síðar sleppt í aðgerð sem hefði verið „misráðin“. Á myndum sem sýndar voru í mexíkóska sjónvarpinu á fimmtudag sáust þungvopnaðir menn þjarma að her- og lögreglumönnum og skelf- ingu lostnir borgarar skilja bíla sína eftir á víðavangi til þess að komast undan kúlnahríðinni. Óstaðfestar fregnir herma að lögreglumenn hafi særst í átökunum og því hefur einn- ig verið haldið fram að fangar hafi sloppið úr Aguaruto-fagelsinu í Culiacán meðan á ringulreiðinni stóð. Samkvæmt frétt AFP-fréttastof- unnar var götum og hraðbrautum lokað fram á kvöld og 750 þúsund íbúar borgarinnar þar með í reynd innlyksa. Stjórnvöld í borginni sögð- ust vinna hörðum höndum að því að lægja öldur og báðu íbúana að halda sig innandyra á meðan og fylgjast vel með opinberum fyrirmælum. „El Chapo“ var sem kunnugt er dæmdur í lífstíðarfangelsi í júlí síð- astliðnum fyrir að smygla hundr- uðum tonna af hörðum fíkniefnum yfir landamærin til Bandaríkjanna en samtök hans gera sig eigi að síð- ur ennþá breið í Mexíkó. Styggð kom að samtökunum eftir framsal „El Chapo“og bárust synir hans, Ovidio þeirra á meðal, og Ismael „El Mayo“ Zambada, sem sofnaði samtökin ásamt „El Chapo“ á banaspjót. Fjöldi manna lá í valn- um. Vopnahlé var síðan komið á og hefur ástandið innan hópsins verið stöðugt að kalla síðan. „El Chapo“ er gjarnan álitinn valdamesti fíkni- efnabarón heims eftir að Pablo Es- cobar bar beinin árið 1993 eftir skot- bardaga við lögreglu í Kólumbíu. Ovidio og bræður hans hafa reynt að fara í skó föður síns en sérfræð- ingar hafa lýst þeim sem hálf- gerðum partípinnum sem hafi litla sem enga burði til að annast fjár- hagshlið fíkniefnaviðskiptanna. 28 féllu í vikunni Fregnir þess efnis að Ovidio hafi verið tekinn höndum en sloppið á ný eru vatn á myllu pólitískra andstæð- inga Obradors forseta en öryggis- áætlun hans við þær eldfimu að- stæður sem uppi eru í landinu hafa verið harðlega gagnrýndar. Obra- dor, sem er vinstrimaður, tók við embættinu í desember á síðasta ári en hefur gengið illa að stemma stigu við ofbeldi og glæpum í Mexíkó. Fyrr í vikunni féllu 28 manns í tveimur aðskildum skotbardögum í ríkjunum Michoacán og Guerrero. Meira en kvartmilljón manna hef- ur fallið frá því að stjórnvöld tóku umdeilda ákvörðun um að láta her- inn berjast við fíkniefnasamtök í landinu árið 2006. Margir sérfræð- ingar kenna fíkniefnastríðinu um aukið ofbeldi í landinu enda berjist fíkniefnasamtök ekki aðeins við her- inn heldur einnig innbyrðis. Sonur „El Chapo“ slapp úr haldi Bifreiðar í ljósum logum á götum borgarinnar Culiacán í Mexíkó á fimmtudaginn var. Þungvopnaðar glæpasveitir buðu hernum þá birginn og fengu sitt fram. AFP Ovidio Guzmán, einn af sonum hins alræmda fíkniefnabaróns „El Chapo“, var handtek- inn í borginni Culiacán í Mexíkó á fimmtudag en sleppt aftur eftir að þungvopnaðir menn úr sveitum hans réðust gegn hernum. Málið er mikið áfall fyrir Obra- dor forseta og öryggis- stefnu hans. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Joaquín „El Chapo“ Guzmán er sem kunnugt er utan þjónustusvæðis en synir hans og bíræfnir bandamenn þeirra leika lausum hala í Mexíkó. AFP 81 árs gamall Breti, Ian Hemmens, hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað meintan fíkni- efnasala að flýja land. Hemmens, sem er fyrrverandi at- vinnubílstjóri frá Chichester í Vestur-Sussex, mun hafa ekið manninum í öruggt skjól á bifreið sinni, af gerðinni Citroën C3. Hann gaf þá skýringu fyrir dómi að hann hefði tekið verkefnið að sér vegna þess að hann hefði verið einmana og þetta hefði gefið honum tækifæri til að spjalla við og hafa samskipti við fólk. „Þú gerir þér grein fyrir því að þú varst notaður sem bílstjóri vegna þess að aldur þinn og atgervi eru ólíkleg til að vekja grunsemdir,“ sagði dómarinn við Hemmens. Hvorki datt né draup af gamla manninum þegar hann hlýddi á dómsuppkvaðninguna. Talið er að téður fíkniefnasali heiti Mahamud Sami en hann er jafnframt grunaður um að stinga mann skömmu áður en hann stökk upp í bílinn hjá Hemmens. Sami leik- ur enn lausum hala og leitar Interpol hans nú logandi ljósi. Framdi glæp vegna leiðinda Citroën C3 þykir með liprari bifreiðum. Þetta eintak tengist málinu þó ekki með beinum hætti. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Fjaðrafok frá Valkyrja

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.