Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 15
„Þjálfun snýst um að fá fólk til að gera eitthvað og hann hefur áttað sig á því að því fleiri sem sameinast um eitt markmið þeim mun meiri möguleiki er á því að markmiðið náist,“ segir Raphael Honigstein um Jürgen Klopp. lkj flæskdj flæk Klopps, Wolfgang Frank, hafði notast við hana nokkrum árum áður og kynnt Klopp fyrir þessari uppstillingu þar sem enginn varnarmaður var fyrir aftan varnarlínuna eins og tíðkaðist þá. „Það er fyndið að hugsa til þess núna að á þessum tíma hugs- uðu allir: „En hver á að vera fyrir aftan varnarlínuna?“,“ segir Honigstein. Þetta gerði Klopp kleift að notast við há- pressu þar sem leikmenn liðsins pressa andstæðinginn hátt uppi á vellinum þegar þeir eru með boltann í þeirri von að ná hon- um sem næst marki andstæðinganna. „Þetta var mjög áhættusamt, sérstaklega í næstefstu deild hjá Mainz sem hafði haft marga lélega þjálfara.“ Fær stuðningsmennina með sér í lið Annað sem Klopp hefur tekist vel er að fá alla með sér í lið; sýna fólki að allir skipta máli fyrir árangur liðsins, ekki bara leikmenn heldur einnig aðrir starfs- menn liðsins og ekki síst stuðnings- menn þess. „Þjálfun snýst um að fá fólk til að gera eitthvað og hann hefur áttað sig á því að því fleiri sem sameinast um eitt markmið þeim mun meiri möguleiki er á því að markmiðið náist. Ég held að þegar hann hugsi um liðið hugsi hann ekki aðeins um leikmennina heldur einnig um stuðningsmennina, fólkið sem vinnur í kringum liðið og fólkið sem vinnur í borginni sem liðið er í. Ég held að það sé hugarfar sem hann fær frá tíma sín- um hjá Mainz. Liðið var svo illa statt fjár- hagslega að hann þurfti að finna einhvern annan vinkil til að ná árangri. Að deila ár- angrinum með stuðningsmönnum og fá þá virkilega með sér í lið skiptir miklu máli. Og þetta leiddi til þess að önnur lið vildu fá hann í til sín, fyrst Dortmund og svo Liver- pool.“ Engin hætta á öðru en farsælum endi – Heldurðu að Liverpool muni loksins vinna stóra titilinn, Englandsmeistaratitilinn, næsta vor? „Það kom mér á óvart hve vel þeir spiluðu á síðasta tímabili. Ef þú hefðir spurt mig fyrir tímabilið hvort þeir hefðu stöð- ugleikann til að ná 97 stigum og tapa aðeins einum leik hefði ég sagt að þeir væru ekki klárir í það strax. Þeir gætu komið mér á óvart aftur því þeir virðast hafa fundið sama stöðugleikann í ár sem er mjög erfitt ásamt því að Manchester City er ekki jafn stöðugt í ár eins og á síðasta tímabili. Ég held að þetta muni snúast meira um hvað City gerir frekar en hvað Liverpool gerir. Ef City fer niður á eðlilega getu og Liverpool heldur sér í þessu formi eiga þeir mjög góða möguleika.“ – Klopp hefur ýj- að að því að hætta þegar samningi hans lýkur hjá Liverpool vorið 2022. Held- urðu að það gerist? „Tilfinning mín er sú að hann hafi ekki enn ákveðið sig. Það er hægt að líta á það svo að það sé slæmt að hann hafi ekki end- urnýjað samning sinn. En fyrir Klopp snýst þetta ekki um peninga. Hann mun ekki skrifa undir nýjan samning til að fá betri laun. Ef hann fer 2022 verða það góðar fréttir og ef hann verður lengur verða það líka góðar fréttir því ég held að hann muni aldr- ei fara nema hann hafi unnið allt hjá Liver- pool. Og eins og þú veist þá er það að vinna Englandsmeistaratitilinn. Ég held að það sé engin hætta á að sagan fái ekki farsælan endi.“ ’Hann hefur þetta jákvæðaviðhorf og maður getur ekkiannað en hrifist af honum. Égheld að það sé mikilvægur þáttur í þjálfunaraðferð hans. Fólk stendur sig betur ef því líður eins og það sé metið að verðleikum og hér sé maður sem vilji hjálpa því. Klopp í látbragðsleik á hliðarlínunni er hann þjálfaði Dormund í Þýskalandi. AFP Jürgen Klopp er ávallt líflegur á hliðarlínunni er hann stýrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. AFP 20.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.