Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 LÍFSSTÍLL Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Pier leðursófi Fáanlegur 3 lengdum Verð frá 259.000 kr. Frá einu af grænbláu húsunum við höfn-ina leggur ilm af framandi kryddi. Inn-andyra er hlýlegt um að litast og hús- gögn og litríkar veggskreytingar beint frá því heita landi Marokkó. Úr hátölurum ómar sér- stök marokkósk tónlist sem dregur gestina enn frekar inn í þennan fjarlægja heim. Þarna inni er gott að gleyma lægðinni sem gengur yfir og láta sig dreyma um Casablanca og Marrakesh yfir ilmandi kúskúsi og kjúklingi, krydduðu kaffi eða dásamlegri köku. Glaðlegur maður með skrítinn rauðan hatt með skúfi tekur á móti blaðamanni. Þar er mættur eigandinn Mohamed, ávallt kallaður Simo. Hann hefur búið hér á landi í yfir tutt- ugu ár en ástin dró hann til Íslands á sínum tíma. Marokkóskur frændi eldar „Ég var að vinna sem þjónn á veitingastað í Par- ís og hún kom þar inn,“ segir hann en kona hans er Harpa B. Nadhir Bragadóttir. „Það var ást við fyrstu sýn,“ segir Simo og nefnir að þau hjón hafi nýlega fagnað tuttugu ára brúðkaupsafmæli og eigi saman þrjú börn. Eitt barna hans, Kristófer Karim, vinnur á vökt- um á Kasbah á móti pabba sínum og heillar víst gestina upp úr skónum. Simo segir fyrstu árin hér hafa verið erfið en eftir sjö ár fór hann að kunna við sig hér. „Núna finnst mér Ísland paradís.“ Hann er lærður þjónn og hefur unnið fyrir Icelandair-hótelin í gegnum árin. Simo lét svo loks gamlan draum rætast; að opna sinn eigin veitingastað, og auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á mat frá heimaland- inu. „Ég opnaði fyrir um þremur mánuðum. Það gengur ágætlega en margir vita enn ekki af okkur. En þeir sem koma eru ánægðir með matinn og staðinn,“ segir Simo og segir staðinn opinn alla daga frá 11 til 11. Á boðstólum er hefðbundinn marokkóskur matur en Simo réð til sín kokk frá Marokkó. „Kokkurinn er frændi minn. Þetta er hefð- bundinn matur frá Marokkó en ekki „fusion“. Þetta er matur eins og við borðum heima. Við notum mikið af alls kyns kryddi eins og saffr- an, engifer og pipar og svo kryddjurtir eins og kóríander. Maturinn er ekki sterkur heldur bragðmikill,“ segir Simo og mælir með að fólk komi í hádegismat eða kvöldmat. „Svo er líka hægt að koma á miðjum degi og fá sér kaffi og kökur.“ Eldað í leirpottum Margir réttir á Kasbah eru eldaðir og fram- reiddir í þar til gerðum leirpottum sem kallast tagine. „Tagine-potturinn er settur beint á hellu eða yfir eld. Allt hráefnið er sett inn og lokað og það má ekki opna mikið. Þetta er eld- að hægt með gufu,“ segir hann. „Vinsælasti rétturinn er lamba-tagine með sveskjum og kjúklinga-tagine með sítrónu. Svo er kúskús með karmeliseruðum lauk, rúsínum og kjúklingi mjög vinsæll réttur; Ís- lendingar elska smá sætt,“ segir Simo og seg- ir kúskús mikið notað í marokkóskri matar- gerð. „Allt tagine er svo borðað með sérstöku marokkósku brauði. Það er svo gott að dýfa því í sósuna. Sósan skiptir öllu máli,“ segir Simo sem gefur lesendum nokkrar uppskriftir. Þær flóknu hafa verið einfaldaðar aðeins. „Það er ekki erfitt að elda marokkóskan mat en maður verður að vera með rétta kryddið. Ég mæli með að fólk kaupi krydd þegar það fer til Marokkó og svo er gott að kaupa sér tagine-pott.“ Morgunblaðið/Ásdís Sósan skiptir öllu máli Simo stendur vaktina á nýjum veit- ingastað sínum Kasbah sem er við Geirsgötu. Þar er borinn fram hefðbundinn marokkóskur matur. Kasbah, marokkóskur veitingastaður, er eitt best geymda leyndarmál Reykja- víkur. Þar ilmar allt af engifer og saffran og marokkósk tónlist fyllir loftið. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Marokkóskar rækjur Forréttur fyrir 4-6 Aðalréttur fyrir 2 500 g risarækjur, skel- flettar 5 miðlungsstórir tóm- atar 1⁄4 bolli fínt skorin stein- selja 1⁄4 bolli fínt skorið kórí- ander 2 msk. ólífuolía 1 msk. tómatpurré (tomato paste) ½ msk. hvítlaukur, rifinn steinselju, kóríander, hvítlauk, ólífuolíu og öll kryddin í u.þ.b. 15 mínútur. Hrærið af og til. Leggið rækjur í eld- fast mót, hellið smá ólífuolíu yfir og þekið þær svo með sósunni. Hitið ofninn í 200°C og bakið rækjurnar í ofni í 15-20 mínútur. Berið fram með góðu ristuðu brauði. 1 tsk. kummín 1⁄4 tsk. paprika 1 tsk. salt 1⁄4 tsk. pipar Skerið tómata til helminga og fjarlægið fræin. Skóflið innvolsið úr tómötunum en hend- ið hýðinu. Yfir miðlungshita, eldið saman tóm- atana, tómatpurré, 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.