Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Qupperneq 6
Elsku hjartað mitt. Það er svolítið magnað hve margar merkar konur bera nafnið Nanna svo ég ætla að byrja á að óska þér til hamingju með það. Þú ert fædd á þeim merkilega degi 9. maí árið 1978 og ef þú reiknar töl- urnar þínar saman er útkoma þeirra talan þrjátíu og fimm, en summan af þeim gefur okkur töluna þína, sem er átta. Átta er tákn lífs og dauða eða eilífðarinnar og hún gefur þeim sem hana ber heil- mikinn kraft. Töl- unni er einnig tengdur ótrúlegur húmor og hægt að segja að orð- heppni sé sér- einkenni þeirra sem eru svo heppnir að vera áttur. Þú, kæra mín, ert búin að lifa ansi hröðu lífi, miklar sviptingar og breytingar hafa átt sér stað á veg- ferð þinni án þess að þú hafir haft nokkurn grun um það stuttu áður hvað væri í kortunum þínum. Eina leiðin fyrir þig til þess að halda tíðn- inni þinni í jafnvægi er að hanga heima. Þá á ég svo sannarlega ekki við að þú gerist heimavinnandi hús- móðir því það myndi ekki henta þér. Þú þarft nefnilega svolítið að vera allt í öllu og nærist almennt á orða- kristöllum fólks. Þú verður svona eins og rafmagnsbíll í hleðslu þegar þú ert í góðri hópvinnu með skap- andi fólki en þess á milli ertu svolít- ill hellisbúi sem vill helst slökkva á dyrabjöllunni og setja símann inn í frysti. Tilfinningar æða yfirleitt áfram hjá þér á ógnarhraða og þess vegna sérðu allt litrófið í veröldinni. Þú átt það líka til að berja þig niður með óraunhæfri gagnrýni, læsa orkunni og hugsa að allt sé ómögu- legt og þú gerir ekki nokkurn skap- aðan hlut rétt. Þetta er sterkur hluti af áttunni og þar af leiðandi þarftu að halda góðu flæði og passa vel upp á þig. Þú ert nefnilega ekki bara tal- an átta heldur er tala ársins einnig átta. Þá gætirðu mögulega lent í að hlaupa aðeins of hratt og þá er bara að muna að fara inn í hellinn, hvíla sig örstutta stund og halda svo aftur af stað. Þú hefur átt mjög erfitt en þroskandi líf að mörgu leyti og mér finnst eins og ég geti sagt að þú sért mjög þakklát fyrir vegferð þína. Þú ert búin að plægja akurinn í 45 ár og núna er verð- skulduð uppskera allt í kring. Það er sérstakur kraftur yfir árinu 2020 sem gefur þér nýtt upp- haf að skemmtilegum áskorunum. Þú átt eftir að tengjast víðs vegar um heiminn og munt elska það. Hugrekki er eitt af því sem ein- kennir þig og þú ert mjög tilfinn- ingarík og djúp sál. Langflestir stjórnmálamenn eru sem dæmi með töluna átta vegna þess að það þarf hugrakkt keppnisfólk í pólitík sem lætur ekki skít og drullu frá meðal- manninum buga sig. Notaðu því þetta stórkostlega hugrekki þitt til að hafa áhrif á heiminn. Ást – Sigga Kling Stjörnumerki Nönnu Kristínar er naut. NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR LEIKKONA FÆDD 9.5. 1974 Verðskulduð uppskera ’ Þú átt eftir aðtengjast víðs vegarum heiminn og muntelska það. Hugrekki er eitt af því sem einkennir þig og þú ert mjög til- finningarík og djúp sál. VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 Ástkær eiginkona mín átti afmæli.Eins og hún gerir árlega. Og égslæ alltaf í gegn með afmælisgjöf- inni. Að þessu sinni gaf ég henni þráðlaus heyrnartól. Svona tappa sem hún setur í eyrun. Hún lítur að vísu út eins og sendi- bílstjóri með þau en hún er alsæl. Svo, þegar ég var að ganga frá pakkn- ingunum, fór ég að skoða umbúðirnar. Þetta er sem sagt tæki sem gengst upp í því að vera lítið. En umbúðirnar voru risa- stórar. Sem er náttúrlega merkilegt þegar allir eiga að vera að hugsa um umhverfið. En það sem vakti sérstaka athygli mína var sextíu síðna bæklingur á tuttugu tungumálum sem fylgdi með. Ekki með leiðbeiningum um hvernig ætti að tengja og nota, heldur svona eins og einhver hafi verið verulega pirraður í verksmiðjunni og sannfærður um að allir sem kaupa svona séu bjánar. Og bara eins og til að athuga hvað við erum miklir bjánar þá er þetta með örsmáu letri. Og ég gekk í gildruna og las þetta allt. Þar kemur til dæmis fram að það er mikilvægt að börn gleypi ekki heyrnartólin og ekki gæludýr heldur. Það er ekki mælt með því að vera með græjurnar alltaf í botni. Ég virðist ekki geta farið með heyrnartólin í sund. Ég má ekki taka hleðslustöðina í sundur og heldur ekki halda henni lengi yfir eldi. Það er reyndar sérstaklega tekið fram að ég ætti ekki mikið að vera með hana í kringum eld. Það reynir kannski ekki mikið á notkun heyrnartóla við eldstæði á Íslandi. Það má aldrei kveikja varðeld hér án þess að ein- hver sérfræðingur taki upp gítar. Ég á að tala við lækni um hvort það sé í lagi að nota þessi tæki af því í þeim er lít- ill og aumingjalegur segull sem gæti mögulega haft áhrif ef ég ákveð að sofa alltaf með þau ofan á gangráðnum í mér. Svo koma langir útdrættir úr allskonar lögum og reglum um svona tæki og þá fjarlægu möguleika að það gæti haft áhrif á útvarps- eða sjónvarpssendingar og svo leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við því. Það má svo ekki gleyma löngum texta um ýmsar reglugerðir bandaríska fjar- skiptaeftirlitsins og þess kanadíska og svo fer heil síða í tilvísanir í ýmsar reglugerðir Evrópusambandsins. Þegar maður er búinn að þræla sér í gegnum allan þennan texta segir: Mikil- vægt er að lesa allar þessar upplýsingar áður en tækið er notað. Sem gerir það enn merkilegra að nota svona agnarsmátt letur. En auðvitað les þetta enginn. Nema ég, greinilega. Og að sjálfsögðu er bjánalegt að setja saman þessar upplýs- ingar. Hvað þá á 20 tungu- málum. Mætti ekki frekar benda fólki á leiðbeiningar á netinu? Ég get lofað ykkur því að þeir sem geta tengt þráðlaus heyrnartól við farsíma hafa einhvern tímann komist í kast við netið. En í raun er þetta sóun. Sóun á pappír og tíma og lítilsvirðing við fólk sem kaupir svona vöru. Einhverjir embættismenn hafa sennilega samið reglugerð um svona hluti. Og kannski á þetta líka einhverjar rætur að rekja til hræðslunnar við bandaríska skaðabótahefð, sem útskýrir hugsanlega af hverju allir plastpokar eru merktir á þann hátt að við eigum að passa okkur á því að kafna ekki í þeim. Og að litli kúturinn sem við kaupum fyrir börnin okkar sé ekki „life saving device“. Ég get róað þetta fólk sem stóð fyrir framleiðslu þessa bæklings með því að þegar ég er búinn að kaupa heyrnartól fyrir mörg þúsund krónur hef ég hvorki í hyggju að gleypa þau né kveikja í þeim. ’En í raun er þetta sóun.Sóun á pappír og tímaog lítilsvirðing við fólk semkaupir svona vöru. Ein- hverjir embættismenn hafa sennilega samið reglugerð um svona hluti. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Leiðbeiningar fyrir bjána SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun- verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun. Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35 NÝTT BYLTINGARKENNT ÆFINGAHJÓL Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.