Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 LESBÓK Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Leiðandi í litum Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð Svansvottuð KVIKMYNDIR Í lok mánaðarins kemur út glæný heim- ildarmynd eftir Zak Knutson, The Rainbow, sem fjallar um hina sögufrægu staði Rainbow Bar & Grill og Whisky A Go Go á Sunset Strip í Hollywood, en báðir tengjast þeir rokksögunni órofa böndum. Mario heitinn Maglieri opnaði báða staði á sínum tíma, The Rainbow er veitingastaður og Whisky A Go Go tónleikastaður og næturklúbbur, þar sem fjölmörg rokkbönd stigu sín fyrstu skref. Má þar nefna The Doors, Led Zeppelin, Van Halen og fleiri. Í myndinni er meðal annars rætt við Gene Simmons úr Kiss, Slash úr Guns N’ Roses, Ozzy Osbourne, Litu Ford og Lemmy heitinn Kilmister úr Motörhead. Maglieri gekk undir nafninu „Kóngurinn á Sunset Strip“ en fjölskylda hans rekur nú staðina. Regnbogaviskí Lemmy heitinn fyrir utan The Rainbow. SJÓNVARP Breska leikkonan og handritshöfundurinn Sharon Horgan fagnar því í ítarlegu samtali við breska blaðið The Independent að sögur kvenna séu loksins farn- ar á flug í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Það sé á hinn bóginn svekkjandi að til þess hafi þurft byltingu á borð við Metoo sem hún kallar raunar „kynferðis- brotaheimsendi“ í líflegu viðtalinu. Hún segir ennfremur að menn hagi sér nú betur en áður enda beinist kastljósið enn að kynferðis- legum brotum í faginu. „Nú snýst þetta hins vegar um þrautseigju; við meg- um ekki slá slöku við. Þá fer allt í sama horfið aftur,“ segir Sharon Horgan. Sharon Horg- an er með mörg járn í eldinum. AFP Sarah Greene í hlutverki sínu. Morð framin í Dyflinni SJÓNVARP Nýr glæpaþáttur, Dublin Murders, hóf á dögunum göngu sína í breska ríkissjónvarp- inu, BBC. Sögusviðið er Dublin árið 2006 og eru tvö mál til rannsóknar; annars vegar finnst efnileg ball- erína látin og hins vegar er rykið dustað af gömlu máli, þar sem þrjú ungmenni hurfu í skóglendi og að- eins eitt sneri til baka. Þættirnir byggjast á bókum Tönu French en Sarah Phelps skrifar handritið. Með aðalhlutverk fara Killian Scott og Sarah Greene. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að Dyflinnarmorðin skili sér á skjáinn hér í fásinninu enda breskir og írskir glæpaþættir í miklu uppá- haldi hjá landanum. BBC/Euston Films Jóhannes er ósköp venjulegur tíuára drengur. Hann fylgir nas-istum að málum og veit ekkert skemmtilegra en að kasta hnífum og brenna bækur í æfingabúðum Hitlersæskunnar úti í skógi í Þýska- landi undir lok seinna stríðs. Svo miklar mætur hefur Jóhannes á Führernum að sá síðarnefndi skýtur annað veifið upp kollinum sem ímyndaður besti vinur. Að berjast fyrir Hitler er í senn skylda og heið- ur. En hvað er a’tarna? Jóhannes, sem ber hakakrossinn á brjóstinu, fær sig ekki til þess að kála kanínu í æfingabúðunum og hlýtur fyrir vikið gælunafnið Jójó kanína frá hendi miskunnarlausra leiðbeinendanna. Bóndinn berst, dóttirin dáin Þegar Jóhannes snýr heim úr búð- unum virkar móðir hans, Rosie, af einhverjum ástæðum ekki eins höll undir nasista og áður. Með hjálp einnar rauðvín á kvöldi tekst henni að vera þokkalega hýr fyrir son sinn enda þótt bóndi hennar sé að berjast við ofurefli í einhverju framandi landi og dóttir hennar sé látin. Jóhannes áttar sig á sinnaskiptum móður sinnar þegar hann kemst að því að hún hefur falið gyðingastúlku á táningsaldri, Elsu, milli þilja í her- bergi systur hans heitinnar. Hann fyllist að vonum hryllingi en bregður í brún þegar hann sér að ófreskjan er ekki með horn eins og Myrkra- höfðinginn. En þegar þau taka tal saman er Jóhannes knúinn til að spyrja sig áleitinnar spurningar: Hefur mér verið sagður sannleik- urinn um gyðinga? Mun ástin jafnvel sigra hatrið á endanum? Aldrei hreyft meira við mér Út frá þessum þræði blasir ekki endilega við að nýjasta kvikmynd nýsjálenska leikstjórans Taika Wai- titi, Jojo Rabbit, sé gamanmynd en það er hún nú samt; nánar tiltekið svört satíra. Myndin byggist á skáldsögu Christine Leunens, Cag- ing Skies, og var frumsýnd í Banda- ríkjunum fyrir helgina. Jojo Rabbit hefur mestmegnis fengið góða dóma, ekki síst aðalleik- ararnir en hin ungu Roman Griffin Davis og Thomasin McKenzie fara með hlutverk Jóhannesar og Elsu. Þá þykir Scarlett Johansson eiga stórleik sem móðirin. „Einhvern veginn heldur Johansson áfram að vera stórkostleg í hlutverki eftir hlutverk,“ segir Nicholas Barber í umsögn á vefsíðu breska ríkis- útvarpsins, BBC. „Eins frábær og hún alltaf er, þá hefur hún aldrei hreyft eins mikið við mér og hér.“ Af öðrum leikurum má nefna Sam Nasisti sem drepur ekki kanínur Adolf Hitler er meðal persóna í kvikmynd leik- stjórans Taika Waititi, Jojo Rabbit, sem komin er í kvikmyndahús vestra. Þar er óvenjulegur snún- ingur tekinn á nasismanum og helförinni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Scarlett Johansson er sögð eiga stórleik sem þjökuð móðir Jóhannesar litla. Fox Searchlight Pictures Sögur kvenna loksins farnar á flug

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.