Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 30
ins 15. apríl, heldur myndu segja sögu, sem höfðaði til allra um hjartað í menningu þjóðar og hvað lífið sjálft væri brothætt. Öryggisvörður sá viðvörun á tölvu- skjá um að eitthvað væri að klukkan 6.18 síðdegis á háaloftinu og síðan fylgdi runa talna og bókstafa. Bruna- vari fór í gang klukkan 6.23. Kirkjan var tæmd, en í fyrstu gerðu menn sér ekki grein fyrir að eldur hefði brotist út. Eftir tíu mínútur fékk fólkið að fara inn aftur. Prestur, sem leiddi guðsþjónustu í aðdraganda páska þegar þetta gerðist, fór ekki einu sinni út úr kirkjunni. Guðsþjónustan hélt svo áfram í myrkri. Fyrstu log- arnir sáust klukkan 6.45, slökkvilið var kvatt á staðinn klukkan 6.51 og kom á vettvang 7.05. Þá höfðu eld- tungurnar þegar læst sig í þakið. Meðal þeirra fyrstu á vettvang var Myriam Chudzinski, varðstjóri í slökkviliðinu í París, sem sagði að kirkjan hefði verið alelda þegar hún sá hana. Hún klifraði upp þröngan hringstigann á háaloftið yfir kirkju- skipinu, opnaði dyr og við henni blasti „sýn úr víti“ eins og hún orðaði það. Níu tímum síðar hafði eldurinn verið slökktur. Forseti Frakklands lofaði að hún yrði endurreist á fimm árum. Nú eru sex mánuðir liðnir frá brunanum og við blasir að það verði mun flóknara og umfangsmeira að gera við kirkjuna en talið var. Hreinsa þurfti gríðarlegt magn af blýi, sem bráðnaði í þakinu og meng- aði svæðið í kringum kirkjuna. Þá ríkir ósætti um hvernig kirkjan eigi að líta út. Fyrst og fremst er þó enn talin hætta á hruni í kirkjunni og hef- ur áhersla verið lögð á að gera hana örugga áður en hafist verður handa við endurbyggingu. Heimurinn fylgdist agndofameð þegar Notre Damestóð í björtu báli í París í vor. Nú hefur verið ákveðið að gera leikna sjónvarpsþáttaröð um elds- voðann og ætlar kvikmyndafyrir- tækið Pathé að framleiða hana í sam- starfi við fjölmiðlafyrirtækið Vendome Group. Verður verkefnið unnið með bandaríska dagblaðinu New York Times, sem fjallað hefur rækilega um tildrög eldsvoðans. „Notre Dame er meira en bygging, í henni birtist sál franskrar menning- ar og hún er perla arfleifðar okkar í arkitektúr og trúarmálum,“ sagði Phillippe Rousselet, framleiðandi og stofnandi Vendome, á sjónvarps- messunni Nipcom í Cannes þegar greint var frá því að ráðast ætti í gerð þáttaraðarinnar í liðinni viku. Pathé hefur hingað til framleitt kvikmyndir, en ætlar nú að reyna fyrir sér í gerð sjónvarpsþátta. Und- irbúningur undir þættina um Notre Dame er skammt kominn. Var keypt- ur einkaréttur á að nota umfjöllun New York Times um það hvernig eld- urinn kviknaði allt frá því að viðvörun barst um eld á háalofti kirkjunnar og hvernig slökkvilið og lögregla börð- ust við að bjarga henni frá algerri eyðileggingu. Rousselet sagði í viðtali við tímarit- ið Variety að þáttaröðin Tsjernóbíl hefði kveikt hugmyndina að því að gera þætti um Notre Dame. Þar er sagan sögð frá sjónarhorni margra persóna og þeim fylgt eftir. Stefnt er að því að þættirnir um Notre Dame verði að mestu leyti á ensku, en þó verði þar einnig persónur, sem muni tala önnur tungumál til að gera þá trúverðugri. Sagði Rousselet að þættirnir yrðu þó ekki aðeins um atburði mánudags- Eldtungur standa upp úr dómkirkj- unni Notre Dame í París 15. apríl í vor. Nú stendur til að gera leikna sjónvarpsþætti um eldsvoðann. AFP SJÓNVARPSÞÆTTIR UM ELDINN Í NOTRE DAME Sál franskrar menningar Iðnaðarmaður gerir við á þaki Notre Dame. Í forgrunni er ufsagrýla. AFP 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Blíða og Blær 07.50 Mæja býfluga 08.00 Dagur Diðrik 08.25 Dóra og vinir 08.50 Skoppa og Skrítla 09.05 Latibær 09.30 Stóri og Litli 09.40 Lukku láki 10.05 Ævintýri Tinna 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Það er leikur að elda 11.20 Ellen’s Game of Games 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 One Nation Under Stress 14.55 Grand Designs 15.45 Seinfeld 16.10 Ísskápastríð 16.50 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Leitin að upprunanum 20.05 Cristiano Ronaldo with Piers Morgan 21.00 Grantchester 4 21.50 Prodigal Son 22.40 Alternative Endings: 6 New Ways to Die in America 23.50 Temple 00.35 The Righteous Gemstones ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að austan 20.30 Landsbyggðir 21.00 Nágrannar á Norður- slóðum (e) 21.30 Nágrannar á Norður- slóðum (e) 22.00 Eitt og annað (e) endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 20.00 Mannamál 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta 21.00 Kíkt í skúrinn 21.30 Stóru málin endurt. allan sólarhr. 17.55 The Kids Are Alright 18.20 Ást 18.55 Top Gear 19.45 Top Gear: Extra Gear 20.10 Four Weddings and a Funeral 21.00 Billions 22.00 The Handmaid’s Tale 22.55 Black Monday 23.25 SMILF 23.55 Heathers 00.40 The Walking Dead 01.30 Hawaii Five-0 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 13.50 Þjóðsögur Jóns Árna- sonar. 14.20 Víðsjá. 15.00 Skyndibitinn. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Reyk- holtshátíð 2019 – II. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Loftslagsþerapían. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.40 Sara og Önd 07.47 Minnsti maður í heimi 07.48 Hæ Sámur 07.55 Söguhúsið 08.02 Letibjörn og læmingjarnir 08.09 Stuðboltarnir 08.20 Alvin og íkornarnir 08.31 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.25 Sögur úr Andabæ – Ókindin 09.45 Krakkavikan 10.05 Attenborough: Furðudýr í náttúrunni 10.30 Eldað með Niklas Ekstedt 11.00 Silfrið 12.10 Menningin – samantekt 12.40 Blikkið – saga Mela- vallarins 13.40 Hótellíf 14.25 Í leit að fullkomnun – Félagslíf 14.55 Svikabrögð 15.25 Sporið 15.55 Svona fólk 16.45 Liljur vallarins 17.40 Fisk í dag 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Orlofshús arkitekta 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.00 Landinn 20.30 Svona fólk 21.20 Pabbahelgar 22.05 Poldark 23.05 Mamma 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Tónlistarkonan Jess Glynne fagnar þrí- tugsafmæli í dag. Hún fæddist 20. október árið 1989 í Hampstead í Norður- London og hlaut skírnarnafnið Jessica Hannah Glynne. Hún byrjaði snemma að syngja og sótti meðal annars um þátttöku í X- Factor keppninni aðeins 15 ára gömul en fékk ekki þátt- tökurétt þar sem hún var of ung. Síðar átti frægðar- sólin svo sannarlega eftir að rísa eftir að hún landaði samningi hjá Atlantic Records. Glynne skaut upp á stjörnuhimininn árið 2014 þegar hún söng lagið „Rather Be“ með hljómsveitinni Clean Bandit en lagið komst m.a. á topp breska vinsældalistans. Stórafmæli í dag

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.