Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 17
Síðar hafa menn minnst þess að heima við og á vinnustöðum hafi verið uppi miklar getgátur um hvaða ósköp hefðu orðið. Hvað sem því líður er augljóst að nú myndu fréttir af þess háttar atburðum fara um með óstöðvandi hraða og allt væri það óviðráðanlegt. Slökunarstundir, ímyndunin og veruleikinn Og svo aftur sé vikið að slökunarbrögðum tilver- unnar sem margir eiga sameiginlega, þá er ein sú að fylgjast með spennumyndum ótal sjónvarpsrása síð- ustu stundir áður en koddinn kallar. Og þykir þá heppilegra að spennan sé ekki óhófleg hjá þeim sem þola ekki umframörvun síðla kvölds. Og þeir sömu verða að temja sér gagnrýnisleysi og grufla ekki of mikið í því hvort söguþráðurinn gangi upp eða ekki. Þeir sem hafa oft flúið á vit þessa efnis sjá ótal sinnum vonda karlinn og þann skárri þjóta eftir göt- um og gangstígum á ofurhraða, skjótandi í allar áttir. Þegar bílarnir flengjast óvænt eftir gangstéttum kastar mannfólkið sér, þótt það eigi einskis ills von, eins og fimleikameistarar í allar áttir og ávaxta- sölubásar og bretti bakara eru keyrð í spað, hundruð bifreiða eyðilögð, allar nema þessar tvær sem taka þátt í eltingaleiknum. Almennt manntjón er lítið eða óþekkt og ekki hefur heyrst af kvörtunum trygg- ingafélaga. Og plottin eru jafn götótt og eltingaleik- irnir. Í yfirheyrslum um löngu liðinn tíma hafa flestallir allt á hreinu. Hver man hvað? Bréfritari veit ekki hvernig það er með ykkur hin, en væri hann spurður af yfirvöldum að því hvaða leið hann hefði ekið úr Hádegismóum og heim til sín fyrir átta vikum, mánuðum eða árum myndi hann giska á leiðina sem hann fer jafnan og þykjast góður. En það væri auðvitað gáleysislegt hættuspil, því maðurinn væri kominn í vond mál ef á daginn kæmi og eftirlits- myndavélar staðfestu að hann hefði á nefndum degi skotist í Herragarðinn á leiðinni heim, jafnvel farið í apótek, fatahreinsun eða blómabúð og jafnframt væri upplýst síðar að til hans hefði sést fyrr um þennan nefnda dag í jarðaför og helst talið að hann hefði borið líkið úr kirkju. Leynilögregluforinginn myndi horfa með blandi af ásökun og fyrirlitningu á bréfritara um leið og hann spyrði fast hverju hann væri að reyna að leyna með svona samansúrrandi lygaþvælu. Enda vitum við sjónvarpsgláparar að jafnvel rúll- andi fullir menn og dópistar muna svona smáatriði meira og minna rétt í mörg ár, eins og væru þeir allir Jón Espólín afturgenginn. Flott fordæmi En svo koma undantekningarnar þegar maður getur upplýst um smáatriði áratugi aftur í tímann algjörlega óvænt. Þetta kom fyrir bréfritara í fyrradag. Þá var hann að laga til í bókaskáp rétt einu sinni og rakst þá á bók sem hann var búinn að gleyma að hann ætti, fyrstu ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð vega salt. Já, hugsaði bréfritari með sér, þegar hann horfði á bókarkápuna: „Hvenær skyldi ég hafa eignast þessa góðu bók?“ Þegar hann opnaði bókina stóð: „V/ klukkuna eintak selt davíð á lækjartorgi odds- syni hinn 10.7.75. með kveðju, Sigurður Pálsson.“ Bréfritara var hugsað til þess hvað það hefði verið frábært ef hann hefði verið dreginn um hánótt inn í kjallara lögreglustöðvarinnar og eftir dramatíska þögn hefði sá fílefldasti af þeim þremur spurt með þunga: Átt þú bók eftir Sigurð Pálsson, Ljóð vega salt? Og ef svo er, hvenær komst þú yfir hana og hvernig? Bréfritari: Ég keypti hana á Lækjartorgi fyrir 44 árum, það var hinn 10. júlí 1975 og ég stóð við klukk- una þar, sem er að vísu horfin núna!“ Upplitið á þeim maður! En veruleikinn er hins vegar sá að það gerist bara í einu tilviki af milljón sem maður hefur betur í svona tilviki þannig að ákæruvaldið sé heimaskítsmát og geti sig hvergi hrært. En fullyrða má að breska lögreglan mun næstu ár- in eiga eftir að finna fyrir því að margir Bretar munu muna nákvæmlega hvar þeir voru á miðnætti 31. október 2019 og hafa þar með fjarvistarsönnun, þótt margir þeirra muni ekki nákvæmlega muna hvar þeir voru tveimur, þremur tímum síðar og ekki hvers vegna þeir sjálfir og aðrir sem nefndir eru til sög- unnar hafi fengið öll þessi glóðaraugu sem séu til at- hugunar hjá yfirvöldum. En svo er auðvitað hitt til að ekkert sérstakt muni gerast og að enginn Breti muni muna sérstaklega eft- ir því hvar hann var á miðnætti 31. október 2019 fremur en um önnur miðnætti endranær. Spennan eykst. Morgunblaðið/Eggert 20.10. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.