Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019 LÍFSSTÍLL MEÐLÆTI EÐA SMAKK Fyrir 8-10 ½ kíló eggaldin ½ kíló tómatar, veljið mjög rauða ½ rauð paprika kummín salt rifinn hvítlaukur matarolía til steikingar Byrjið á að fjarlægja mestallt hýðið af eggaldininu. Skerið það svo langsum í meðalstórar sneiðar. Saltið og steikið sneiðarnar í heitri olíu. Eftir nokkurra mínútna steikingu notið þið gaffal til að gata sneiðarnar. Munið að snúa sneiðunum svo þær steik- ist á báðum hliðum og verði gullinbrúnar. Þegar þær eru tilbúnar, takið þær þá úr olí- unni og sigtið alla olíu frá. Geymið olíuna því þið mun- uð þurfa að nota aðeins af henni síðar. Grillið paprikuna í ofni á háum hita þar til hýðið er brennt. Takið út og setjið í ís- kalt vatn í eina mínútu þannig að hýðið losni frá. Afhýðið og skerið í litla bita. Undirbúið tómatana með því að afhýða þá og fræhreinsa. Skerið í litla bita. Bætið við smá salti og eldið á miðlungs til háum hita þar til safinn úr þeim er gufaður upp og eftir stendur þykkur tóm- atgrunnur. Skerið eggaldin- sneiðarnar í litla bita og bland- ið við elduðu tómatana og grillaða papriku. Setjið allt hráefnið í pönnu og bætið við ögn af olíunni sem þið geymduð. Nú er gott að bæta við kummíni, salti og hvítlauk og smakka til. Eldið á miðlungshita og hrærið stanslaust þar til tilbú- ið. Berið fram með brauði. Geymist í fjóra daga í ísskáp. Zaalouk (eggaldinmauk) MEÐLÆTI EÐA SMAKK Fyrir 4-6 4 tómatar 2 grillaðar grænar paprikur 2 hvítlauksrif 1 msk steinselja 1⁄8 tsk pipar 1⁄4 tsk salt 1⁄4 tsk kummín 2-3 tsk vínedik papriku, hvítlauk og stein- selju í skál og blandið. Setjið í ísskáp ef þið ætl- ið ekki að bera fram strax. Þegar bera á fram, lát- ið þá standa á borði til að ná stofuhita. Bætið við salti, pipar, kummíni, ol- íu og vínediki. Blandið og berið fram. 1 msk olía Grillið paprikuna í ofni við háan hita þar til hýð- ið er byrjað að grillast. Þá er paprikan snögg- kæld í köldu vatni í eina mínútur þannig að hýðið losni. Afhýðið. Setjið tómata, grillaða Chakchouka TFAYA 1 kg skorinn laukur ¼ bolli rúsínur, lagðar í bleyti 2 msk smjör 2 msk hunang (eða sykur) 1 msk orange blossom- vatn 1⁄4 bolli vatn 1 tsk salt ¼ tsk svartur pipar 1 tsk engiferkrydd 1 tsk túrmerikduft ½ tsk kanill KJÖTIÐ 1 heill kjúklingur, eða í bit- um 1 lítill laukur, smátt skorinn búnt af steinselju búnt af kóríander 2 msk ólífuolía ½ tsk salt 1⁄4 tsk pipar 1 tsk engiferduft 1⁄4 tsk túrmerik slatti saffranþræðir 1 kanilstöng 1 bolli vatn 1 dós kjúklingabaunir (til- búnar) lúka ristaðar möndlur KÚSKÚS 280 g kúskús 2 tsk matarolía ½ tsk salt 1 bolli vatn Eldið kúskúsið eftir leið- beiningum á pakka. Byrjið á að útbúa tfaya. Leggið rúsínur í heitt vatn og geymið. Skerið laukana í tvennt og skerið þá í þunna strimla. Hendið þeim út í pott jafnóðum. Bætið úti í pottinn smjöri, kryddi og vatni og hrærið saman. Setjið lok á pottinn og eldið á frekar lágum hita í 45 mínútur. Hrærið í þessu af og til. Bætið rúsínunum út í ásamt tveimur mat- skeiðum af sykri og einni af orange blossom-vatni. Lækkið hitann og eldið áfram í 20 mínútur. Hrærið af og til. Laukurinn verður dökkbrúnn og karmelí- seraður. Hægt er að elda kjúk- linginn á botninum á kús- kús-potti en til að auð- velda lesendum matseldina er hægt að elda kjúklinginn á hefð- bundinn hátt í ofni. Setjið kjúklinginn í eld- fast mót og hellið tveim- ur matskeiðum af ólífu- olíu yfir hann. Bætið út í fínt skorna lauknum ásamt kryddjurtunum og kryddinu. Bætið kjúklingabaun- um út í fatið. Eldið kjúklinginn í klukkutíma. Takið kar- melíseraða laukinn og hellið yfir kúskúsið. Setjið blönduna yfir kjúklinginn, stráið ristuðum möndl- um yfir og berið fram. Kjúklingakúskús með tfaya BOTN 120 g ósaltað smjör við stofuhita, skorið í kubba 75 g flórsykur, sigtaður, og smá auka til skreytingar 3 eggjarauður 250 g hveiti 2 msk vatn FYLLING 5 miðlungsstór egg 150 g sykur 85 ml sítrónusafi 2 msk fínt rifinn sítrónubörkur 150 ml rjómi Byrjið á deiginu. Blandið sam- an í stórri skál, með sleif eða sleikju, smjöri og flórsykri. Bætið svo tveimur af þremur eggjarauðum út í. Bætið hveitinu við og blandið þessu saman með fingrunum þar til kominn er mulningur. Bætið vatni saman við og hnoðið saman í kúlu. Hnoðið deigið á hveitistráðu borði. Hnoðið þar til blandað saman, en ekki meira en í þrjá- tíu sekúndur. Deigið á að vera laust í sér. Fletjið það aðeins út með lóf- unum og setjið í plast. Geymið í ísskáp í hálftíma. Næst er að búa til sítrónufyll- ingu. Blandið í stórri hrærivél- arskál saman eggjum, sykri, sítrónusafa og sítrónuberki og þeytið í stutta stund. Bætið rjómanum út í, hrærið, og setj- ið svo inn í ísskáp. Dreifið aftur smá hveiti á borð og takið deigið úr ísskáp. Notið kökukefli og fletjið deigið út og hafið það hringlaga svo það passi í bökunarform. Þykktin á að vera um 3 mm. Rúllið deiginu upp á kökukeflið og rúllið því af yfir 24 cm hring- laga bökunarform með lausum botni. Komið því varlega fyrir í forminu með því að þrýsta nið- ur í kantana þannig að það passi. Passið að það teygist ekki á því. Skerið af það deig sem lafir yfir. (Þið getið notað aukadeig- ið til að fylla í samskeytin til að fá deigið til að passa betur.) Gatið deigið með gaffli og setjið í ísskáp í hálftíma. Á meðan er gott að hita ofn- inn í 160°C. Setjið álpappír ofan á botn og fyllið með hráum baunum til að þyngja. Bakið í tíu mínútur og takið út. Fjarlægið baunir og álpappír. Setjið aftur í ofninn og bakið í aðrar 20 mínútur. Takið út og penslið botninn með síðustu eggjarauðunni og setjið inn í ofn í eina mínútu. Það lokar botninum þannig að hann verði ekki blautur þegar fyllingin er sett yfir hann. Lækkið hitann niður í 140°C. Hellið fyllingunni í pott og vermið varlega, en passið að hita ekki um of því þá endið þið með hrærð egg. Hellið fylling- unni í bökuðu skelina og bakið í 25 mínútur. Takið úr ofni og látið kólna í a.m.k. klukkutíma. Dreifið smá flórsykri yfir kantana. Takið úr forminu og setjið á fallegan disk og berið fram. Sítrónukaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.