Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2019, Blaðsíða 12
H
öfnin blasir við fyrir utan gluggann og Harpa
gleður augað í gráu haustveðrinu þar sem
blaðamaður situr með kaffið sitt og bíður eftir
leikstjóranum Silju Hauksdóttur. Hún skund-
ar inn í Marshall-húsið þar sem viðtalið fer
fram, kápan flaksar til og það gustar af henni. Hún Silja er töff
týpa; með sitt dökka hár, skæran varalit og undur vatnsblá
augu. Undir kápunni leynist hvítur samfestingur sem fer henni
vel. En við erum ekki komnar til að ræða tískuna eða töffheit,
heldur skemmtilegan feril hennar og nýjustu kvikmynd,
Agnesi Joy, sem frumsýnd var á fimmtudaginn.
Eins og það átti að fara
Vegferðin í leikstjórastólinn hefur verið löng og skemmtileg en
Silja hóf hana í heimspeki í Háskólanum um tvítugt. Mikið vatn
hefur runnið til sjávar síðan þá og nokkur háskólapróf hafa
bæst í safnið. Silja lærði kvikmyndagerð í Tékklandi, hand-
ritaskrif í Hollandi og endaði svo á meistaraprófi í sviðslistum
frá MHÍ í fyrra. Á leiðinni hefur hún leikstýrt fjölda verka,
skrifað bók og nokkur handrit, gert eina bíómynd og eignast
dóttur, svo eitthvað sé nefnt. Agnes Joy er því kvikmynd núm-
er tvö, en fyrsta kvikmynd Silju var Dís, frá árinu 2004, sem
gerð var í kjölfar samnefndrar bókar sem hún skrifaði ásamt
tveimur vinkonum sínum, þeim Birnu Önnu Björnsdóttur og
Oddnýju Sturludóttur.
„Ég var ekki með neitt „masterplan“ en það kom foreldrum
mínum ekkert sérstaklega á óvart að ég færi í eitthvað tengt
listgreinum. Ég fékk áhuga á kvikmyndum í gegnum það að
leika sjálf en ég var í leikfélaginu í Menntaskólanum við
Hamrahlíð,“ segir hún.
„Ég lék svo aðalhlutverk í kvikmyndinni Draumadísir þarna
sem unglingur en þar var einmitt kona í brúnni; Ásdís Thor-
oddsen. Þannig að á mínum fyrsta tökustað í lífinu var kona að
stýra. Ég áttaði mig ekki á að það var ekki endilega normið,“
segir Silja sem segist fljótlega hafa heillast af leikstjórastarf-
inu.
„Ég sá þá að það væri möguleiki; að verða leikstjóri. Og mér
fannst alltaf gaman á tökustað, mér leið alltaf vel í því sam-
félagi.“
Silja segir árin hafa liðið og úr vöndu að ráða hvaða leið ætti
að velja í lífinu. Hún byrjaði því í heimspekinni sem hún hafði
alltaf haft áhuga á. „Ég var samt að daðra við að fara í leiklist-
arskólann en á meðan ég var að átta mig á því hvort ég vildi
kýla á þessa braut fór ég í heimspekina. Það var alltaf einhver
fyrirstaða að ég færi í leiklistarskólann en ég veit ekki alveg
ástæðuna. En ég finn alveg núna að þetta fór bara nákvæm-
lega eins og þetta átti að fara,“ segir hún.
„Ég lenti á réttum stað.“
Að segja sögur með öðrum
Hvað heillar þig við leiklist og kvikmyndalist?
„Í grunninn það að segja sögur með öðru fólki. Og leita að
kjarna sögunnar í samstarfi og í speglun. Það er það skemmti-
legasta við þetta,“ segir Silja og segist hún mest hafa unnið í
sjónvarps- og kvikmyndageiranum en hún hefur m.a. leikstýrt
gamanþáttum á borð við Ástríði, Stelpunum svo og áramóta-
skaupum.
Ertu mikið fyrir gamanleikinn?
„Já, en ég lagði ekkert beint upp með það. Grínið hefur fund-
ið mig,“ segir hún.
„Mig hefur líka lengi langað að fara inn í leikhúsið og gera
það meðfram kvikmyndum. Ég er mjög spennt fyrir því; ég fæ
svona spennutilfinningu eins og barn fær,“ segir hún en á döf-
inni er leikrit í Þjóðleikhúsinu.
„Ég er oft spurð að því hver sé munurinn á að leikstýra kvik-
mynd og sjónvarpsþáttum. Í grunninn er það ekki svo ólíkt og
þótt ég sé ekki farin að leikstýra í leikhúsi held ég að kjarninn
sé sá sami. Að finna eitthvað sem þú raunverulega tengir við og
hvernig þér finnst spennandi að koma því áfram. Að finna hvar
hjartað slær í verkinu og hver er kjarni þess og láta kjarnann
stýra því hvernig verkið þarf að þróast og þroskast. Þetta finn
ég í samstarfi, þótt ég leiði oft það samstarf. Það verður að
vera dýnamískt samtal á milli þeirra sem eru að skapa til þess
að þetta verði spennandi,“ segir Silja og segist yfirleitt skrifa
handrit með öðrum.
„Mér finnst ekki erfitt að skrifa með öðrum en það skiptir
máli að fólk sé með sömu áherslur, vilji segja sömu söguna í
grunninn. Því minna sem við erum hrædd við að vera ósam-
mála því auðveldara verður það. Þegar fólk velst saman sem
getur skipst á skoðunum án þess að egóið sé að þvælast fyrir
og það er með sömu hagsmuni að leiðarljósi skiptir ekki máli
þótt það séu einhver smá ágreiningsmál. Það blessast alltaf.“
Hef ofurkraft sem kona
Silja hefur unnið mikið með konum, skrifað handrit með kon-
um og gert kvikmyndir og þætti um konur, eins og Ástríði,
Stelpurnar, Dís og nú Agnesi Joy. Spurð um ástæðuna fyrir
þessum kvenlæga vinkli hugsar Silja sig vandlega um áður en
hún svarar.
„Það er alveg klárt að mér finnst þessar sögur vanta. Svo
eru í kringum mig konur og vinkonur sem eru að gera áþekka
hluti og ég og við veljumst saman til að vinna að verkefnum.
Ég er samt ekki búin að leggja þær skyldur á mig að ég megi
bara segja kvennasögur. En mig langar að gera það en mun
alveg taka mér leyfi til að gera sögur með körlum ef ég vil.
Eins og staðan er núna finnst mér mikil þörf á kvennasögum.
Þegar ég sé íslenskar myndir sem hverfast um kven-
karaktera, eins og við höfum séð svolítið upp á síðkastið, þá
hríslast um mig góð tilfinning og ég átta mig á hvað ég þarf
svona sögur sjálf sem áhorfandi. Þegar sögur með konum í
forgrunni hætta að vera skilgreindar sem „kvennasögur“,
eins og það sé sérstök hilla á vídéóleigunni eins og karate-
myndir, dansmyndir eða geimmyndir, þá mun ég gleðjast.“
Finnst þér kvenleikstjórar nálgast kvikmyndamiðilinn á
annan hátt en karlar?
„Ég veit það ekki. Yfirborðskennda svarið væri sennilega að
svara bara játandi. En mér finnst pínu gaman að skilja það eft-
ir opið og vita það ekki. Kannski finna einhverjir mun sem hafa
prófað að vinna með bæði kven- og karlkyns leikstjórum. Ef
Silja væri karlmaður og væri að gera kvikmyndir þá myndi
hann sennilega gera öðruvísi myndir en ég geri. En ég er farin
að líta á þetta sem „superpower“, að hafa það sem við köllum
kvenlega eiginleika sem listamaður. Það er eitthvað mjög dýr-
mætt sem kvenkynslistamaður hefur því hennar reynslu-
heimur er sannarlega annar heldur en hjá karlkyns kollega, og
ég lít á það sem gjöf,“ segir Silja.
„Ég er þess vegna mjög þakklát fyrir að vera kona í þessum
bransa því mér finnst ég hafa einhvern ofurkraft; eins konar
þriðja auga.“
Enn í dag er leikstjórastéttin karllæg en Silju finnst mikið
hafa áunnist á síðustu árum og finnur ekki fyrir öðru en hlýju
frá sínum karlkyns kollegum.
„Þeir sem eru í kringum mig núna styðja konur og vilja veg
þeirra sem mestan held ég. Nýja Ísland í kvikmyndum hleypir
fleirum inn og það verður æ auðveldara og sjálfsagðara fyrir kon-
ur að styðja hver aðra. Svo auðvitað vel ég fólk sem ég get unnið
með og sem finnst ekki flókið að vinna með mér þótt ég sé kona.
Enda er það orðið frekar fátítt að fólk hugsi þannig, held ég.“
Miðaldra kona á krossgötum
Árið hjá Silju, sem og síðustu ár, hafa verið annasöm. „Agnes
Joy er frumsýnd núna en við skutum hana akkúrat fyrir ári. Öll
eftirvinnsla hefur gengið hratt og vel en þróun og handritaskrif
tóku lengri tíma og áttu sér aðdraganda,“ segir hún og segir
þess hafa þurft. Silja er sátt við útkomuna og spennt að sýna
myndina þjóðinni.
„Agnes Joy er nákvæmlega eins og hún þurfti að vera. Þetta
ævintýri byrjaði allt við eldhúsborð þar sem við Gagga (Jóns-
dóttir), sem er ein af handritshöfundum, sátum og skoðuðum
hugmynd frá Mikael Torfasyni,“ segir hún en þess má geta að
þriðji handritshöfundur er Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir.
„Mikael sendi okkur fullskrifað handrit og bað okkur að
gera eitthvað við það. Það tók okkur dálítinn tíma að finna hvað
væri í þessu fyrir okkur. Við enduðum á að nota karakterinn
frá honum, Agnesi. Hún er unglingur af erlendum uppruna af
Skaganum; nokkurs konar fiskur á þurru landi. Það fannst
Ég lenti á
réttum stað
Leikstjórinn Silja Hauksdóttir frumsýndi í vikunni kvikmynd sína Agnesi Joy.
Silja segist heillast af samskiptum fólks því öll erum við full af breyskleikum
og brestum. Í kvikmyndinni nýju er fjallað um miðaldra konu á krossgötum
sem á í flóknu sambandi við fólkið sitt, ekki síst við dótturina sem er ættleidd.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2019