Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Pandora 25.990 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kippur í sölu miðborgaríbúða  Þingvangur hefur síðustu vikur selt 30 miðborgaríbúðir  Margir umsækjendur falla á greiðslumati Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignafélagið Þingvangur hefur síðustu vikur selt um 30 íbúðir á Brynjureit í miðborg Reykjavíkur. Verðmæti viðskiptanna er vel á annan milljarð króna. Þegar Morgunblaðið skoðaði söluvef verk- efnisins um miðjan október voru fjórar íbúðir skráðar seldar. Síðdegis í gær var búið að merkja við 37 seldar íbúðir. Þar af eru 27 af 49 íbúðum seldar á Hverfisgötu 40-44. Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs, segir markaðinn hafa tekið við sér í haust eftir rólegt sumar. Fjárfestar og fyrstu kaupendur hafi verið í hópi kaupenda. Fjárfestarnir horfi meðal annars til þess að íbúðir séu betri fjárfesting en að geyma pen- inga á bankareikningum með lágum vöxtum. Þá vilji sumir af skattaástæðum fjárfesta fyrir áramót. Það henti þeim mjög vel að kaupa íbúðir sem séu tilbúnar til afhendingar. Væntingar hafa áhrif Pálmar segir hluta íbúðanna í fjármögnun. Hann eigi ekki von á öðru en að það gangi eftir. „Húsgagnasalar segja mér að það hafi orðið kippur í sölu á húsgögnum í október og nóvem- ber. Ef það gengur vel að selja íbúðir fylgir húsgagnasalan með. Væntingar eru um að næsta ár verði betra, sem kann að hafa áhrif á að fólk er farið af stað með fjárfestingar,“ segir Pálmar um markaðinn í haust. Íbúðirnar komu í sölu í sumarbyrjun en voru nær samstundis teknar frá fyrir fjárfesti. Áformin rættust hins vegar ekki og komu íbúðirnar í sölu á ný. Önnur hver íbúð er seld Á Brynjureit er 71 íbúð í húsum sem standa við Hverfisgötu og bakhúsum sem snúa að Laugavegi. Með sölunni á Brynjureit hefur dregið úr framboði nýrra íbúða á Hverfisgötu. Á Hverfisgötu 96-98 eru 23 af 38 íbúðum seldar en á Hverfisgötu 85-93 alls 21 íbúð af 70. Hafa því selst um 90 af 180 nýjum íbúðum í götunni. Tveir sérfræðingar sögðu það hægja á sölu íbúða í miðborginni að óvenju margir féllu á greiðslumati, ekki síst fyrstu kaupendur. Morgunblaðið/Eggert Brynjureitur Íbúðirnar eru í nokkrum húsum. Gamlar byggingar viku fyrir nýbyggingum. „Það er kominn biðlisti hjá okkur í fyrsta sinn. Það er hræðileg staða. Fólk sem er í sjálfsvígshættu á ekki að þurfa að bíða. Okkur bráð- vantar fleiri fag- menntaða til starfa og meira fjármagn. Við vilj- um ekki vísa fólki frá,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta- samtakanna sem vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Fagfólk sem hjá þeim starfar er geðhjúkrunarfræð- ingar, sálfræðingar og félagsráðgjaf- ar. Samtökin starfa með leyfi land- læknis. Kristín sagði að þeim fjölgaði stöð- ugt sem leituðu aðstoðar hjá Píeta- samtökunum. Áberandi fjölgun hefur orðið í þremur hópum, það er hópi ungra karla 18-25 ára, karla 55 ára og eldri og kvenna sextugra og eldri. Píeta-samtökin voru stofnuð í apríl 2018. Kristín sagði að framan af hefðu aðallega konur leitað til samtakanna en nú væru kynjahlutföllin orðin nokkuð jöfn. Hún kvaðst vera ánægð með að jafnt eldri konur og eldri karl- ar væru farin að leita sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana. Hún taldi líklegt að vandinn hefði verið til stað- ar en opnari og meiri umræða orðið til þess að fólk hefði farið að leita sér hjálpar í auknum mæli. „Sjálfsvígshugsanir virðast ekki spyrja ekki um aldur, stétt eða stöðu þeirra sem þær leita á,“ sagði Kristín. Hún sagði að sér virtist að lífið breytt- ist t.d. hjá mörgum konum þegar þær hættu að vinna, væru jafnvel fráskild- ar og börnin farin að heiman. Þá sækti einsemd og erfiðar hugsanir á þær. Ef fólk sem leitar hjálpar hjá Píeta- samtökunum glímir við neyslu vímu- gjafa, er greint með geðsjúkdóm eða virðist glíma við andleg veikindi að mati ráðgjafa er reynt að koma því í viðeigandi meðferð, að sögn Kristín- ar. gudni@mbl.is Biðlisti hjá Píeta-samtökun- um í fyrsta sinn frá stofnun  Fólk í sjálfsvígshættu á ekki að þurfa að bíða  Skortir fé Kristín Ólafsdóttir Oddgeir Ottesen, formaður Skák- félags Selfoss og nágrennis (SSON), setti alþjóðlegu Ísey skyr skákhá- tíðina á Hótel Selfossi í gærkvöld. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra, flutti ávarp og sést hér hampa Suðurlandsriddaranum sem Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, út- skurðarmeistari á Grund í Flóa, skar út. Suðurlandsriddarinn er einn af verðlaunagripum mótsins. Einnig var dregið í töfluröð og flutt tónlist. Skákhátíðin er haldin í tilefni af 30 ára afmæli SSON og stendur til 29. nóvember. Aðalviðburður hátíð- arinnar verður heimsmeistaramót í skák þar sem tíu skákmenn og -konur tefla. Þau hafa unnið sam- tals 14 heimsmeistaratitla í mis- munandi aldursflokkum. Ljósmynd/Guðmundur Karl Ísey skyr skákhátíðin var sett í gærkvöld á Hótel Selfossi Öflugir skákmeistarar tefla Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Minnihlutinn í borgarstjórn hefur sameinast um tillögu þess efnis að efnt verði til almennrar atkvæða- greiðslu á meðal íbúa Reykjavíkur um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73, sem er innan Elliðaársvæðisins, „svo borgarbúum verði gert kleift að koma á framfæri afstöðu sinni til gróðurhvelfingar og atvinnureksturs á reitnum“. Lagt er til að allir sem kosninga- rétt hafa í sveitarfélaginu verði kjör- gengir, að atkvæðagreiðslan verði rafræn og Þjóðskrá Íslands falið að annast hana. Flokkarnir sem standa að tillögunni eru Sjálfstæðisflokkur- inn, Sósíalistaflokkur Íslands, Mið- flokkurinn og Flokkur fólksins. Til stendur að leggja tillöguna fram í borgarstjórn í dag. Mál sem á að kjósa um „Málið er mjög umdeilt. Íbúar á svæðinu og Hollvinasamtök Elliða- árdalsins hafa gagnrýnt þessi áform mjög sem og stofnanir eins og Um- hverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Þetta er umhverfismál og ætti að mínu mati að vera yfir pólitíska flokkadrætti hafið. Þetta er græn- asti reiturinn í Reykjavík. Ef eitt- hvað mál ætti að setja í íbúakosningu þá ætti það einmitt að vera svona mál,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. Bendir hann á að Píratar hafi talað mikið um það fyrir síðustu kosningar að íbúar hefðu áhrif á skipulagsmál en þegar á reyndi virtist minni áhugi á því. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að þótt hún sé hlynnt íbúalýðræði hafi hún ekki séð rök fyrir því að íbúakosning eigi við um umrætt mál frekar en einhver önnur. „Auðvitað styð ég íbúakosningu ef það kemur formleg krafa frá íbúum um það. Það eru lög sem kveða á um að ef ákveðið hlutfall kjósenda biður um atkvæðagreiðslu þá á að verða við því. En lýðræðið á að vera á for- sendum almennings, ekki á forsend- um flokka sem nenna ekki einu sinni að búa til tillögur sem standast fag- legar formkröfur,“ segir Dóra Björt. Hún sakar Sjálfstæðisflokkinn um að misnota íbúalýðræði með því að leggja til kosningar um einstök mál „til þess að valda fjaðrafoki“. Vilja kjósa um Stekkjarbakka Eyþór Arnalds  Tillaga lögð fram í borgarstjórn í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.