Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Stjórnir tveggja af þremur stóru
bönkunum íslensku eru með mál
Samherja, sem tengjast ásökunum
um meintar brotalamir í starfsemi
útgerðarfyrirtækisins í Namibíu,
til skoðunar. Stjórnarformaður Ar-
ion banka, Brynjólfur Bjarnason,
segir að „stjórnin hefur beðið um
ítarlega athugun á þessum mál-
um,“ en að öðru leyti hyggist
stjórnin ekki tjá sig um mál ein-
stakra viðskiptavina bankans.
Stjórn Íslandsbanka mun funda í
dag, að sögn Friðriks Sophus-
sonar, stjórnarformanns Íslands-
banka. Hann segir að mál Sam-
herja verði „væntanlega rædd“ á
fundinum.
Helga Björk Eiríksdóttir, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
segir í skriflegu svari til Morg-
unblaðsins að bankinn geti ekki
tjáð sig um málefni sem snúi að
einstaka viðskiptavinum bankans.
Þá segir hún að bankinn hafi sam-
kvæmt lögum reglubundið eftirlit
með viðskiptavinum og viðskipta-
samböndum sínum. Ef fram komi
upplýsingar um mögulegt misferli
viðskiptavina sé sérstaklega farið
yfir viðskiptasambandið, færslur
skoðaðar og lagt mat á hvort þörf
sé á frekari athugunum.
DNB mögulega þátttakandi
Stjórnarformaður DNB bankans
í Noregi, Olaug Svarva, sagði á
föstudag að stjórn hefði beðið um að
umfang viðskipta félaga tengdra
Samherja yrði kynnt fyrir stjórn-
inni og að allra leiða yrði leitað til
þess að upplýsa málið. Þáttur bank-
ans er talinn þó nokkur í þeim fjár-
málagerningum sem fjallað var um í
þætti Kveiks um starfsemi Sam-
herja í Namibíu, en gögn sem þar
voru kynnt gefa til kynna að bank-
inn hafi hugsanlega átt beinan þátt í
að millifæra um 70 milljónir banda-
ríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða
króna, í gegnum félagið Cape Cod
FS á Marshall-eyjum á Kyrrahafi.
Í kjölfar þess að Bank of New
York Mellon stöðvaði millifærslu
var Cape Cod FS rannsakað, sem
leiddi til þess að DNB lokaði reikn-
ingi félagsins og hætti að þjónusta
það í maí 2018.
Umfang viðskipta við
íslenska banka ekki þekkt
Aðkoma norska bankans að er-
lendri starfsemi Samherja kann að
vera annars eðlis en íslenskra
banka, þar sem ekki liggur fyrir
hversu mikil viðskipti útgerðar-
félagsins við banka hér á landi ná til
erlendrar starfsemi þess. Því er
ekki vitað hvort skoðun innlendra
banka muni varpa ljósi á starfsemi
Samherja í Namibíu og tilheyrandi
fjármálagerninga.
Aðspurður segir Björgólfur Jó-
hannsson, starfandi forstjóri Sam-
herja, eitt skip sem sé hluti af er-
lendri starfsemi fyrirtækisins vera
fjármagnað í gegnum íslenskan
banka. „En það er bara skipið sem
slíkt,“ útskýrir hann.
Spurður hvort fyrirtækið muni
veita bönkum upplýsingar um við-
skipti sín og fjármálagerninga, fari
þeir í sambærilega skoðun og DNB
hefur ákveðið að hefja í Noregi,
svarar Björgólfur því játandi. „Það
er algjörlega klárt að við munum
gera það. Við teljum það mikilvægt
að öll atriði sem vekja spurningar
séu skoðuð og munum aðstoða op-
inbera aðila eða aðra eins og okkur
er kostur til þess að upplýsa málið.“
Hann segir fyrirtækið í góðum
rekstri víðs vegar. „Þetta er auðvit-
að að hafa áhrif á okkur og við þurf-
um að huga að starfsemi og þeim
mikla fjölda starfsmanna sem starf-
ar hjá fyrirtækinu. Það er mikil-
vægt fyrir okkur að þetta upplýsist
á allan hátt sem best og sem fyrst.
Ef bankar ætla að skoða þetta mun-
um við að sjálfsögðu upplýsa eins og
kostur er. Við höfum ekkert að
fela.“
Samherji til skoðunar
Athugun Viðskipti Samherja við innlenda banka verða skoðuð í að minnsta
kosti einum af stærstu bönkum landsins. Annar mun ræða málið í dag.
Stjórn Arion hefur beðið um „ítarlega athugun“ Væntanlega rætt í stjórn
Íslandsbanka í dag Eitt skip sem starfrækt er erlendis fjármagnað hér á landi
infjárhlutfall er 31%. Guðjón Auð-
unsson forstjóri félagsins segir í
tilkynningunni að rekstur félags-
ins hafi gengið vel það sem af er
ári og afkoma á þriðja ársfjórð-
ungi hafi verið í samræmi við út-
gefnar horfur. Þá segir hann að
árinu hafi fylgt framhald á endur-
fjármögnun félagsins. „Góður ár-
angur hefur náðst en til þessa hef-
ur félagið gefið út skuldabréf
fyrir um 10,2 milljarða og greitt
niður óhagstæð eldri lán í þeim
tilgangi að lækka vaxtakostnað fé-
lagsins.“
Fasteignafyrirtækið Reitir hagn-
aðist um 629 milljónir króna, eða
0,91 krónu á hlut, á þriðja fjórð-
ungi þessa árs. Til samanburðar
var hagnaður félagsins 1,2 millj-
arðar á sama tíma á síðasta ári.
Þetta kemur fram í tilkynningu fé-
lagsins til Kauphallar Íslands.
Eignir félagsins námu í lok
tímabilsins 154 milljörðum króna
en þær væru tæplega 144 millj-
arðar króna í lok síðasta árs. Eig-
ið fé Reita nemur nú 48 millj-
örðum króna, en var tæplega 47
milljarðar í lok árs 2018. Eig-
Reitir hagnast um 629 milljónir
Eignir félagsins nema 154 millj-
örðum króna Eigið fé 48 milljarðar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rekstur Guðjón Auðunsson forstjóri segir rekstur Reita hafa gengið vel.
● Úrvalsvísitala aðallista kauphallar
Íslands lækkaði í gær um 0,43%.
Mesta lækkun varð á bréfum fast-
eignafélagsins Regins, eða um 1,45%.
Þá lækkaði Icelandair um 1,11%. Enn
fremur lækkuðu bréf Haga um 0,91%.
Bréf sex hlutafélaga hækkuðu í
verði í kauphöllinni í gær. Mest hækk-
uðu bréf Skeljungs, eða um 2,94% í
581 milljón króna viðskiptum. Þá
hækkuðu bréf upplýsingatæknifyr-
irtækisins Origo um 2,09% í mun
minni viðskiptum, eða átta milljóna
króna viðskiptum. Þriðja mesta hækk-
unin varð á bréfum sjávar-
útvegsfyrirtækisins Brims, en þau
hækkuðu um 1,39% í 466 milljóna
króna viðskiptum. Gengi bréfa félags-
ins er nú 40 krónur á hlut.
Úrvalsvísitala aðallista
lækkaði um 0,43%
19. nóvember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.99 123.57 123.28
Sterlingspund 158.31 159.07 158.69
Kanadadalur 92.76 93.3 93.03
Dönsk króna 18.135 18.241 18.188
Norsk króna 13.444 13.524 13.484
Sænsk króna 12.711 12.785 12.748
Svissn. franki 124.22 124.92 124.57
Japanskt jen 1.1311 1.1377 1.1344
SDR 168.89 169.89 169.39
Evra 135.52 136.28 135.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9817
Hrávöruverð
Gull 1465.6 ($/únsa)
Ál 1740.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.47 ($/fatið) Brent
● Landsbankinn er
í sjötta sæti af 376
bönkum í Evrópu á
sviði samfélags-
ábyrgðar, sam-
kvæmt úttekt al-
þjóðlega mats- og
greiningarfyrirtæk-
isins Sustainlyt-
ics. Frá þessu segir
í tilkynningu frá
bankanum.
Mat Sustainlytics snýr að samfélags-
ábyrgð bankans, nánar tiltekið um-
hverfis- og félagslegum þáttum og
stjórnarháttum (UFS-þáttum).
„Landsbankinn fékk 17,5 stig á 100
stiga skala sem þýðir að lítil áhætta er
talin vera á að bankinn verði fyrir fjár-
hagslegum áhrifum vegna UFS-þátta,“
segir í tilkynningunni.
„Þetta er góð niðurstaða fyrir Lands-
bankann en við höfum lagt mikla vinnu í
samfélagsábyrgð á undanförnum ár-
um,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir
bankastjóri í tilkynningunni.
Landsbankinn í sjötta
sæti í samfélagsábyrgð
Banki Lítil áhætta
á UFS áhrifum.
STUTT