Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Minsk. AFP. | Stjórnarandstaðan í
Hvíta-Rússlandi fékk ekkert sæti á
þingi landsins í kosningum sem fóru
fram á sunnudaginn var, samkvæmt
kjörtölum sem birtar voru í gær.
Yfirvöld í landinu hafa verið sökuð
um stórfelld kosningasvik, auk þess
sem þau komu í veg fyrir framboð
stjórnarandstöðuleiðtoga.
Samkvæmt kjörtölunum fengu
flokkarnir sem styðja Alexander
Lúkasjenkó, forseta landsins, öll
sætin 110 í neðri deild þingsins sem
hefur verið sökuð um að samþykkja
tillögur stjórnarinnar gagnrýnis-
laust. Stjórnarandstaðan var aðeins
með tvö sæti í þingdeildinni fyrir
kosningarnar.
Rúmur helmingur nýju þing-
mannanna kemur úr röðum em-
bættismanna stjórnarinnar og
fréttamanna ríkisfjölmiðla landsins.
Þekktust nýju þingmannanna er
Maria Vasilevítsj, sem var valin
ungfrú Hvíta-Rússland á síðasta ári.
Lúkasjenkó, sem er 65 ára, hefur
verið völd í Hvíta-Rússlandi frá
árinu 1994 og honum hefur verið
lýst sem „síðasta einræðisherra
Evrópu“. Forsetakosningar verða
haldnar í landinu á næsta ári og
Lúkasjenkó staðfesti þegar hann
greiddi atkvæði í þingkosningunum
að hann hygðist sækjast eftir endur-
kjöri. Hann kvaðst skilja að vestræn
ríki vildu fylgjast með þingkosning-
unum en það væru Hvít-Rússar sem
hefðu lokaorðið. „Við höldum þessar
kosningar í landi okkar fyrir fólkið
okkar, til að bæta ástandið og við
höldum þær með þeim hætti sem við
skiljum,“ sagði hann.
Meinað að bjóða fram
Þeir sem eru andvígir Lúkasj-
enkó höfðu lítið val í kjörklefanum
því að leiðtogum stjórnarandstöð-
unnar og báðum þingmönnum henn-
ar hafði verið meinað að bjóða sig
fram. Níkolaj Kozlov, leiðtogi eins
stjórnarandstöðuflokkanna, Sam-
einuðu borgarafylkingarinnar, sak-
aði stjórnina um kosningasvik.
„Með þessum blygðunarlausu og
kaldrifjuðu fölsunum eru yfirvöldin
að ýta fólki út á göturnar – það á
ekkert annað val,“ sagði Kozlov.
Stjórnarandstöðuflokkarnir
skipulögðu eftirlitshóp sem sagði að
yfirvöld hefðu gerst sek um fjöl-
mörg kosningabrot og kjörsóknin
hefði ekki verið eins mikil og þau
héldu fram. „Kosningasvikakerfið
hefur verið fullkomnað endanlega,“
sagði Pavel Úsov, forstöðumaður
hugveitunnar CEAPP. „Enginn
greiðir atkvæði, enginn telur at-
kvæðin, en birtar eru kjörtölur sem
enginn getur vefengt.“
Fulltrúar mannréttindahreyfinga
sem fylgdust með kosningunum
kvörtuðu yfir því að eftirlitsmönn-
um þeirra hefði verið vísað frá kjör-
stöðum og bannað að taka myndir.
Yfirvöldin sögðu að rúmlega 35%
þeirra sem voru á kjörskrá hefðu
greitt atkvæði utankjörstaðar fyrir
kjördaginn. Kjörsóknin var sögð
hafa verið 77%.
Biðlar til Vesturlanda
Lúkasjenkó hefur síðustu mánuði
reynt að bæta samskiptin við vest-
ræn stjórnvöld sem hafa gagnrýnt
hann fyrir að brjóta mannréttindi
og skerða lýðræði. Hann hefur
sjaldan farið í heimsóknir til ann-
arra landa en fór til Vínar fyrr í
mánuðunum til að ræða við stjórn-
völd í Austurríki. Hann kvaðst vilja
auka samstarfið við Evrópusam-
bandið á sviði stjórnmála og við-
skipta. Hann átti einnig fund með
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa
Bandaríkjaforseta, og sagði að „nýr
kafli“ væri að hefjast í samskipt-
unum við bandarísk stjórnvöld.
Talið er að Lúkasjenkó sækist
eftir mótvægi við stjórnvöld í
Moskvu sem er umhugað um að
Hvíta-Rússland verði áfram á
áhrifasvæði Rússlands. Fyrr á árinu
komst á kreik orðrómur í Moskvu
um að Pútín hygðist sameina Rúss-
land og grannríkið Hvíta-Rússland
og verða forseti nýs sambandsríkis,
að sögn stjórnmálaskýrandans
Chris Millers í grein í tímaritinu
Foreign Policy. Löndin tvö hafa ver-
ið mjög náin, eru t.a.m. í tollabanda-
lagi, og Rússar efna reglulega til
heræfinga í Hvíta-Rússlandi. Tutt-
ugu ára gamall sáttmáli milli land-
anna kveður á um að þeim beri að
vinna að ríkjasambandi með einum
gjaldmiðli og einum fána og sátt-
málinn gæti orðið lagalegur grunn-
ur að stofnun sambandsríkis. Talið
er þó ólíklegt að Lúkasjenkó og
bandamenn hans fallist á að afsala
sér völdunum.
Stjórnarandstaðan án þingsætis
Flokkarnir sem styðja forseta Hvíta-Rússlands fengu öll sætin í neðri deild þingsins Leiðtogum
stjórnarandstöðunnar var meinað að bjóða sig fram Lúkasjenkó vill aukið samstarf við Vesturlönd
AFP
Einráður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á kjörstað í Minsk.
Réttindi virt að vettugi
» Öryggis- og samvinnustofn-
un Evrópu sagði í gær að fram-
kvæmd þingkosninganna í
Hvíta-Rússlandi hefði verið til
marks um „almennan skort á
virðingu“ fyrir lýðræði.
» Stofnunin sendi 400 eftir-
litsmenn til að fylgjast með
kosningunum og sagði að þeir
hefðu komist að því að grund-
vallarréttindi til frelsis hefðu
verið virt að vettugi.
Um hundrað mótmælendur reyndu í gær að komast af
háskólalóð sem lögreglumenn í Hong Kong hafa setið
um síðustu daga. Lögreglumennirnir beittu táragasi og
skutu gúmmíkúlum til að stöðva mótmælendurna.
Nokkrir þeirra voru handteknir en aðrir komust í
burtu með því að nota kaðalstiga til að fara niður af
göngubrú og á umferðargötu. Þar biðu félagar þeirra á
bifhjólum og óku þeim í burtu, að sögn fréttaveitunnar
AFP. Á sama tíma gengu þúsundir mótmælenda að há-
skólalóðinni til að reyna að binda enda á umsátrið.
Talið er að hundruð mótmælenda hafi verið í bygg-
ingum tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga og ekki
komist í burtu vegna umsáturs lögreglunnar. Hún hef-
ur sakað mótmælendur um að hafa kastað bensín-
sprengjum á nálægar götur og hótaði að beita skot-
vopnum gegn þeim ef þeir féllust ekki á að láta vopn
sín af hendi og gefast upp. Hópur kínverskra her-
manna birtist á götum borgarinnar um helgina, að því
er virðist til að fjarlægja vegartálma sem mótmæl-
endur höfðu reist, og það kynti undir vangaveltum um
að kínversk stjórnvöld kynnu að beita hervaldi til að
reyna að kveða mótmælin niður.
Læknar í Hong Kong sögðu að 116 manns hefðu
særst í átökunum í gær, þar af nokkrir alvarlega.
Þrettán særðust á sunnudag, einn alvarlega, að sögn
fréttavefjar breska ríkisútvarpsins.
Hópur mótmælenda í Hong Kong slapp af háskólalóð sem lögreglan sat um
AFP
Mótmælendur handteknir á flótta
Pete Buttigieg, borgarstjóri South
Bend í Indíana, er nú fylgismesti
frambjóðandinn í forkosningum
demókrata í Iowa-ríki þar sem
kosningarnar hefjast 3. febrúar á
næsta ári, samkvæmt nýrri könnun
fyrir CNN-sjónvarpið og dagblaðið
Des Moines Register. Um 25% lík-
legra kjósenda í ríkinu sögðust
styðja Buttigieg, 16 prósentustig-
um fleiri en í sams konar könnun í
september. Um 16% sögðust styðja
Elizabeth Warren, öldungadeildar-
þingmann Massachusetts, 15% Joe
Biden, fyrrverandi varaforseta
Bandaríkjanna, og 15% Bernie
Sanders, öldungadeildarþingmann
Vermont.
Buttigieg er 37 ára að aldri og
kemur úr röðum miðjumanna í
bandarískum stjórnmálum. Fylgi
hans er hlutfallslega álíka mikið
meðal óflokksbundinna kjósenda
og meðal demókrata, að því er fram
kemur á fréttavef CNN. Fylgi hans
meðal þeirra kjósenda í Iowa sem
skilgreina sig sem miðjumenn er
um 32%, en að aðeins 12% meðal
þeirra sem segjast vera mjög frjáls-
lyndir. Um 72% líklegra kjósenda í
Iowa sögðust hafa jákvæð viðhorf
til Buttigiegs og 68% sögðu hann
vera fyrsta eða annað val sitt í for-
kosningum demókrata þegar for-
setaefni þeirra í kosningunum í
nóvember á næsta ári verður valið.
Pete Buttigieg hefur náð forskoti í
Iowa í forkosningum demókrata
AFP
Í sókn Borgarstjórinn Pete Buttigieg.