Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 19
✝ Katrín Eð-valdsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 2. janúar 1929.
Hún lést hinn 10.
nóvember 2019 á
Hrafnistu. For-
eldrar hennar voru
þau Eðvald Einar
Stefánsson, skipa-
smiður í Reykja-
vík, f. 6. júlí 1887,
d. 2. október 1971,
og kona hans Ingibjörg Sigríð-
ur Andrésdóttir, f. 25. júlí
1893, d. 15. september 1955.
Systkini Katrínar eru þrjú:
Hólmfríður Andrea Eðvalds-
dóttir, f. 9. október 1926, d. 14.
október 1932; Stefán Gunn-
laugur Eðvaldsson, f. 24. októ-
ber 1927, d. 3. febrúar 2009; og
tvíburasystir hennar Ragnhild-
ur Rósa Eðvaldsdóttir, f. 2. jan-
úar 1929.
Hinn 30. mars 1950 giftist
Katrín eiginmanni sínum Árna
Sófússyni, f. 30. mars 1920, d.
25. mars 2006. Foreldrar hans
voru þau Sófús Alexander
geirssyni, f. 19. apríl 1949 á
Stokkseyri. Eiga þau þrjú börn.
Þau eru: a) Kristín Oktavía
Hafsteinsdóttir, sambýlismaður
Kristjón Daníel Bergmundsson,
börn þeirra eru Stefanía Katr-
ín og Ísafold Iðunn; b) Katrín
Ásta Hafsteinsdóttir, gift
Björgu Haraldsdóttur, synir
þeirra eru Haraldur Benedikt,
Sigurður Hafsteinn og Þorlák-
ur Krummi; og c) Sófús Árni
Hafsteinsson, sambýliskona
Ella Navarro, börn hans Alex-
ander Árni og Sara Lind; 2)
Ingibjörg Sigríður Árnadóttir,
f. 7. mars 1956 í Reykjavík,
gift Jóni Baldurssyni, f. 23.
október 1955 í Reykjavík. Eiga
þau tvö börn. Þau eru: a) Árni
Jónsson, sambýliskona Kolbrún
Ýr Guðmundsdóttir, dætur
þeirra eru Hrafnkatla Líf og
Saga; og b) Guðný Jónsdóttir,
gift Símoni Guðmundssyni, son-
ur þeirra Kormákur Sveinn.
Útför Katrínar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 19. nóv-
ember 2019, og hefst athöfnin
kl. 11.
Árnason, birgða-
vörður og hús-
vörður í
Laugavegsapóteki
í Reykjavík, f. 5.
júlí 1893 í Reykja-
vík, d. 11. október
1955, og Kristín
Oktavía Þorsteins-
dóttir, f. 18. októ-
ber 1893 í Reykja-
vík, d. 12. ágúst
1966.
Eftir giftingu byggðu Katrín
og Árni hús í Heiðargerði 94
en þar áttu þau eftir að búa öll
sín hjúskaparár. Katrín starf-
aði lengst af í Grænmet-
isverslun ríkisins og síðar
Ágæti hf., en síðustu ár starfs-
ævinnar starfaði hún sem ritari
hjá SPRON á Skólavörðustíg.
Eftir andlát Árna bjó Katrín í
Sóltúni 18 í Reykjavík, og síð-
ustu tvö árin á Hrafnistu í
Reykjavík.
Dætur Árna og Katrínar
eru: 1) Kristín Oktavía Árna-
dóttir, f. 25. júní 1951 í Reykja-
vík, gift Hafsteini Viðari Ás-
Nú er hún amma búin að
leggja sig í síðasta skipti og ég
veit að hún er búin að fara með
bænirnar sínar. Hún kvaddi okk-
ur og hvílir sig nú hjá afa, með
hreint fyrir sínum dyrum, skuld-
laus við menn og sátt við sinn
Guð.
Takk, elsku amma mín, fyrir
dýrmætu stundirnar uppi í litla
risi í Heiðargerðinu þar sem þú
hlýddir okkur yfir bænirnar og
fórst með ljóð og raulaðir vísur og
lög á kvöldin þangað til við sofn-
uðum. Þú fórst aldrei fyrr en við
vorum sofnuð og fyllti það mig
miklu öryggi því ég var nú óttaleg
kveif. Ég er svo þakklát fyrir að
börnin mín fengu líka að njóta
svona stunda með þér. Þú ert
aldrei langt undan því það er svo
margt í lífinu sem ég tengi við þig
og þín gildi og um leið og þú kem-
ur upp í hugann þá heyri ég fal-
lega sönginn þinn. Takk líka fyrir
að kenna mér að maður geti kom-
ist langt í lífinu með vinnusemi og
alúð, og að lífið þarf ekkert endi-
lega að vera flókið.
Ég gæti sagt svo margt og
mikið en ég geymi það allt í hjart-
anu. Það er nóg fyrir mig. Það er
sárt að kveðja en samt svo gott
því ég veit að þú hefur það betra
núna.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið; gleymdu‘ ei mér.
Væri ég fleygur fugl,
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
Leggjum svo kinn við kinn,
komdu með faðminn þinn.
Hátt yfir hálsinn minn,
hönd þína breið.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
Kristín Oktavía Hafsteinsdóttir,
Kristjón Daníel Bergmundsson,
Stefanía Katrín Daníelsdóttir,
Ísafold Iðunn Daníelsdóttir.
Elsku amma er farin. Dáin. Þar
sem amma hefur verið að kljást
við veikindi síðustu árin eru þetta
orð sem ég hef óttast jafn mikið að
heyra og að þurfa að segja, en lík-
lega mest af öllu að þurfa að sætta
mig við.
Amma var mikill og sterkur
persónuleiki. Hún umfaðmaði
mann með gæsku og hlýju, tók vel
á móti þegar komið var í heim-
sókn og passaði að sjálfsögðu upp
á að gestkomendur fengju nóg að
borða. Og þegar var kvatt var
maður knúsaður fast og kysstur –
en ég held að amma hafi haft
heimsins mýkstu varir. Með sömu
vörum kyssti hún okkur barna-
börnin góða nótt þegar við gistum
í Heiðargerðinu eftir að hafa farið
með bænir fyrir okkur og jafnvel
raulað eitt eða tvö lög. Hún átti
það svo til að sitja hjá okkur á
meðan svefninn sótti á og fyllti
það ungan hugann öryggi að vita
af ömmu passa okkur í nóttinni.
Síðustu daga ömmu minnar í
þessari jarðvist fékk ég tækifæri
til þess að endurgjalda henni yf-
irsetuna. Ég sagði henni hve
barnabörnin og dætur hennar
hefðu verið lánsöm að eiga hana
að og hve mikið ég hefði viljað að
langömmubörnin hennar hefðu
fengið lengri tíma með henni. Ég
fór með bænirnar fyrir hana á
kvöldin og ég bauð góðan dag að
morgni. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að fylgja henni síðasta
spölinn og ég er þakklát fyrir að
hafa átt slíka eðalmanneskju fyrir
ömmu.
Elsku amma er nefnilega ekki
farin, hún er frjáls og hún mun
ávallt lifa með mér. Ég mun halda
áfram að segja strákunum mín-
um; Haraldi Benedikt, Sigurði
Hafsteini og Þorláki Krumma frá
Katrínu ömmu með mjúku varirn-
ar sem passaði alla svo vel.
Síðasta kvöldið sem ég sat hjá
henni fannst mér ég heyra hana
syngja textabrotið „Væri ég
fleygur fugl, flygi ég til þín“ úr
laginu „Blátt lítið blóm eitt er“.
Þegar ég hlustaði svo á lagið með
ömmu og lygndi aftur augunum
sá ég ömmu og afa sólbrún fyrir
mér. Í glaðasólskini voru þau að
snurfusa í garðinum í Heiðargerði
94, hann að fúaverja með mikið
notaða málningarderhúfu á höfð-
inu, í ljósdröppuðum vinnubuxum
og vinnuskyrtu og hún í ljósum
buxum á hvítum brjóstahaldara
að klippa rósirnar. Kóteletturnar
biðu svo í maríneringunni hans
afa eftir því að vera grillaðar eftir
kúnstarinnar reglum.
Með vængjunum sínum varð
amma fleygur fugl og gat loksins
flogið til afa sem hún saknaði svo
ósköp mikið. Og í mínum huga
verða þau heiðurshjón ávallt
svona. Sameinuð að nýju í eilífu
sumri í Sumarlandinu.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku amma, takk fyrir að
leyfa mér að fylgja þér síðustu
skrefin og hjálpa mér að finna
sátt.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Hvíldu í friði, elsku amma mín,
ég elska þig.
Þín nafna og ömmustelpa,
Katrín Ásta.
Elsku hjartans amma mín.
Nú hefur þú kvatt okkur og
fært þig yfir til hans afa, sem ég
veit að tók vel á móti þér.
Það var alltaf rosalega gott að
koma til ömmu og afa í Heiðar-
gerði því gleðin og umhyggjan var
allsráðandi. Fá hjá þeim lagköku
og mjólk og þá þýddi heldur ekk-
ert að þykjast saddur, lagkakan
skyldi borðuð enda amma ákveðin
og föst á sínu. Rétt skyldi vera
rétt og þegar fólk mun spyrja mig
útí hvort það sé ú eða u í nafninu
mínu mun ég alltaf segja þeim
söguna af ömmu minni sem barð-
ist alltaf fyrir því að það væri
skrifað með ú-inu. Enda var það
rétt.
Amma var alltaf ótrúlega
skipulögð og allt hafði sitt pláss í
hennar skipulagi. Það var allt á
sínum stað og það mátti mjög fáu
breyta. Aftan á öllum mynd-
arömmum mátti finna skriftina
hennar ömmu með ártali og upp-
lýsingum um hvaðan myndin var
komin, og jafnvel hver væri á
myndinni.
Trú var ömmu mikilvæg. Þegar
við barnabörnin gistum hjá þeim
þá fór hún ávallt með bæn fyrir
svefnin. Ég man svo vel þegar
þegar hún kraup á kné milli rúma
í risinu og fór með bæn. Við hvert
tilefni föndraði hún kort og pass-
aði alltaf vel upp á að hafa viðeig-
andi bæn eða ljóð í kortinu. Ég er
fullviss um að hún hafi vitað að
trúin myndi vernda sig, hafi
verndað hann afa og myndi sjá til
þess að þau myndu hittast þegar
allt myndi líða hjá. Af því tilefni
fannst mér eftirfarandi sálmur
viðeigandi, í minningu um hana
ömmu:
Ég vil dvelja í skugga vængja þinna.
Ég vil þiggja þann frið, er færir þú.
Nóttin kemur, en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.
Undir vængjum hans má ég hælis leita,
trúfesti hans er skjöldur minn.
Örvar fljúga en ég mun ekki hræðast,
er ég dvel í skugga vængja þinna.
(Sálmur 91, Gunnar Böðvarsson)
Elsku hjartans amma mín.
Að fá að vera með þér og fjöl-
skyldunni síðustu dagana þína,
spjalla við þig síðustu nóttina,
kveðja þig og halda í höndina þína
þegar þú hófst ferðalagið til hans
afa var mér algjörlega ómetan-
legt.
Takk fyrir allt elsku amma,
gefðu afa knús frá mér. Þinn
Sófús.
Katrín Eðvaldsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
Svæfillinn minn og sængin mín
sé önnur mjúka höndin þín.
En aðra breið þú ofan á mig
er mér þá værðin rósamleg.
(Sigurður Jónsson frá
Presthólum)
Takk fyrir allt, ég elska
þig.
Kristín og Hafsteinn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sjáumst síðar.
Þín systir,
Rósa.
Fleiri minningargreinar
um Katrínu Eðvaldsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
✝ Nonni Ragn-arsson fæddist
í Reykjavík 23.
ágúst 1951. Hann
lést 29. okt. 2019.
Nonni var skírður
Jón Þorgeir en lét
nýlega breyta nafni
sínu og hét eftir
það Nonni Ragn-
arsson.
Foreldrar hans
voru Sigríður Þóra
Konráðsdóttir, f. 15. nóvember
1928, d. 31. desember 1982, og
Ragnar Guðjón Karlsson, f. 2.
janúar 1920, d. 8. febrúar 1959.
Systkini Nonna eru Erlingur
Einarsson, f. 28. maí 1945; Guð-
rún Einarsdóttir, f. 5. mars
1947; Þorgerður
Margrét, f. 9. júlí
1949, d. 18. apríl
1951.
Nonni var lista-
maður, gleðigjafi,
fræðari, heilari,
dansari, húmoristi
og mannvinur.
Hann hélt fjölmarg-
ar myndlistarsýn-
ingar og fylgdi
mörgum í svett,
sem jafnan var ógleymanleg
reynsla þeim sem lögðu leið sína
til þeirra Nonna og Heiðars á
Skálará í Elliðaárdal.
Útför hans fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 19.
nóvember 2019, klukkan 16.
Nonni er dáinn. Nonni, með
stóra hjartað og brosið bjarta.
Nú dansar hann við englana, nú
dansar hann við David Bowie og
Kjarval, með regnbogablævæng
og heiðblá gleraugu.
Það var snemma á áttunda
áratug síðustu aldar að leiðir
okkar Nonna lágu fyrst saman.
Hann var ljósvera, með sítt,
fjólublátt og silfurlitað hár, bros-
mildur og geislandi glaður. Þar
með hófst vinátta sem aldrei bar
skugga á. Margt áttum við sam-
eiginlegt, til dæmis örlagatöluna,
heillalitinn og Bowie-delluna.
Nonni kenndi mér ótalmargt og
er ég honum óendanlega þakklát
fyrir það: að dansa í trans, leita
svara í svettinu, umgangast
engla og láta draumana lifa og
rætast. Við hjónin fórum oft í
Elliðaárdal til þeirra Heiðars,
bæði meðan börnin voru lítil og
eins eftir að við urðum aftur tvö
í kotinu. Þangað var gott að
koma. Þetta skynjuðu bæði kan-
ínur og endur og flykktust þang-
að líka.
Nonni ferðaðist víða um dag-
ana, hann hélt á vit annarra
landa, heimsálfa og tilverusviða,
en gleðin bjó alltaf í hjarta hans,
líka þegar svartir skuggar ógn-
uðu lífi hans og tilveru. Hann
átti listina og gleðina að vopni,
litir og myndir voru líf hans og
yndi. Blævængurinn var honum
sverð, dansinn trans.
Nú skulum við ekki gleyma
því að dansa í djúpri þökk fyrir
samfylgdina.
Ólöf Pétursdóttir.
Elsku Nonni vinur, listamað-
ur, ljósgeisli og gleðigjafi. Nú
ertu farinn frá okkur og yfir
móðuna miklu, en andinn, gleðin
og litirnir eru enn hér hjá okkur.
Okkur sem fengum að njóta
þinnar nærveru og vináttu.
Nonni var einstakur og
ógleymanlegur. Nonni gaf alltaf
mikið af sér. Það var alltaf mikil
litadýrð, gleði, tónlist og dans í
kringum Nonna. Vertu dansinn
en ekki dansarinn, sagði hann.
Nonni lifði í núinu og ég á marg-
ar minningar af honum þar sem
við sátum saman í kaffi heima
hjá honum og Heiðari í Skálará í
Elliðaárdalnum. Við töluðum
saman um allt og ekkert, hlust-
uðum á tónlist og eða fórum í
sweat. Margir hafa farið í sweat
hjá Nonna og Heiðari og var það
einstök upplifun.
Hjartað hans Nonna sló í takt
við hið andlega og almættið og
hann hafði einstakt lag á að sjá
hlutina í öðru ljósi. Hann var á
undan sínum tíma. Það kom fyr-
ir að maður sótti Nonna heim í
einhverri andlegri leit eða þurfti
bara einfaldlega á Nonna að
halda. Nonni gaf manni aldrei
nein bein ráð við einhverju sem
var að flækjast fyrir manni.
Hann hafði alveg einstakt innsæi
og hann var mjög næmur. Oft
lagði hann fyrir mann spil og
alltaf kastaði maður teningunum
góðu sem lágu alltaf á borðinu
hjá honum. Ég kom alltaf bjart-
ari og með bros á vör eftir að
hafa verið hjá Nonna og svörin
sem ég var stundum að leita að
komu til manns áreynslulaust.
Oft talaði Nonni um andana
„hinum megin“ og ég veit að þeir
eru að springa úr gleði og njóta
þess að fá hann til sín. Nonni
hafði mikla visku sem endur-
speglaðist í listinni, dansinum og
orðum. Hann hafði gaman af því
að leika sér með orð og búa til
skemmtilegar setningar. Kær-
leikurinn er kær leikur. Ef þú
ert ekki að skapa þá ertu að
tapa. Með sól í hjarta er ekki yf-
ir neinu að kvarta.
Elsku Nonni. Þú ert gjöf. Ást-
in, gleðin og lífið var þitt leið-
arljós. Þú gafst mér svo mikið og
ég mun sakna þín. En ég veit að
ljósið lifir áfram og eins og þú
sagðir stundum: Bara það besta.
Góða ferð, elsku vinur.
Sigurður Freyr Björnsson.
Nonni Ragnarsson
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR J. HJARTAR
lést sunnudaginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju laugardaginn
23. nóvember klukkan 14. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á MND félagið eða önnur líknarfélög.
Jakobína Sigtryggsdóttir
Sigtryggur Klemenz Hjartar Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ragna Hjartar Simon Reher
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
ÓLAFUR BÚI GUNNLAUGSSON,
fv. framkvæmdastjóri
Háskólans á Akureyri,
lést föstudaginn 15. nóvember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26.
nóvember klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent Oddfellowregluna á
Akureyri eða Góðvini Háskólans á Akureyri.
Agnes Jónsdóttir
Gunnlaugur Búi Ólafsson Eydís Unnur Jóhannsdóttir
Ólafur Búi Ólafsson Ingibjörg Zophoníasdóttir
Arna Sigríður, Zophonías Búi, Karen Lilja,
Elvar Búi og Sólbjartur Búi
Halla Gunnlaugsdóttir Haukur Harðarson
Helga Gunnlaugsdóttir Stefán Birgisson