Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 1

Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 1
M Á N U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  277. tölublað  107. árgangur  ÓLÍK LÍÐAN OG LÍFSÁNÆGJA UNGMENNA ALLT GEKK UPP – LYFTI 405,5 KG SKUGGASÓL GETI FÆRT FÓLKI VON BÆTTI EIGIÐ HEIMSMET 24 BJÖRG GUÐRÚN 29DOKTORSRANNSÓKN 6  Rútufyrirtækið Gray Line hefur höfðað tvö dómsmál á hendur Isavia. Annars vegar vegna samn- ings sem Gray Line telur Isavia hafa brotið og hins vegar til við- urkenningar á skaðabótaskyldu vegna ákvörðunar Isavia um að hafna tilboði Gray Line í útboði um aðgang að hópbifreiðastöðu við flugstöðina í Keflavík. Þórir Garðarsson stjórnar- formaður segir í samtali við Morgunblaðið að Isavia hafi sam- þykkt tilboð Hópbíla þrátt fyrir að Hópbílar hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar voru í útboðinu. Þá hafi Isavia tekið auglýsingu úr umferð sem Gray Line og Isavia höfðu gert skriflegan samning um. Isavia hafnar öllum ásökunum Gray Line að sögn upplýsingafull- trúa Isavia og bíður dóms í mál- unum. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarformaðurinn Þórir Garðarsson hefur farið með deiluna fyrir dómstóla. Gray Line hefur stefnt Isavia tvisvar í haust  Skref í átt að virkjun Hagavatns var nýverið tekið þegar Íslensk vatnsorka hóf umhverfismat vegna verkefnisins. Hugmyndir um virkj- un vatnsins hafa lengi verið uppi en nú hefur verið dregið úr fyrri áformum þannig að í fyrsta áfanga verði aðeins farið í virkjun með 9,9 MW afl. Tilgangurinn með virkjuninni er ekki síst að draga úr jarðvegseyð- ingu en vatnið minnkaði úr 23 í 4 ferkílómetra árið 1939. »10 Stefna að minni virkjun en áður Hrein raunávöxtun hjá samtrygg- ingardeild lífeyrissjóðsins Gildis var 12,4% á fyrstu tíu mánuðum ársins. Kynnti Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, þetta á sjóð- félaga- og fulltrúaráðsfundi í síðustu viku en til samanburðar var hrein raunávöxtun í samtryggingu sjóðs- ins 2,4% í fyrra. Hrein eign samtryggingardeildar sjóðsins jókst um rúma 82 milljarða á þessu sama tímabili og stóð í 638,4 milljörðum 31. október síðastliðinn. Í samtali við Morgunblaðið segir stjórnarformaður sjóðsins, Gylfi Gíslason, þetta vitanlega vera ánægjulegar fréttir en segist þó ætíð hugsa hlutina í stærra samhengi. „Ég vil nú alltaf horfa á þetta yfir lengra tímabil. Kannski yfir tuttugu ár eða svo,“ segir hann. Gildi er þriðji stærsti lífeyris- sjóður landsins og eiga 237.875 rétt- indi í honum. »2 Raunávöxtun hjá Gildi 12,4% við lok október Fyrirtækið Hesska stefnir á útflutning á ís- lensku lýsi til Indlands. Að fyrirtækinu standa íslenskir og indverskir at- hafnamenn, þeirra á meðal Páll Ásgeir Björns- son, fyrrverandi háseti. Páll segir töluverða vinnu hafa farið í að öðl- ast tilskilin leyfi til innflutnings en þau séu nú í húsi og ráðgert að senda fjögur bretti af lýsi og lýs- istöflum til Indlands í febrúar í samstarfi við Lýsi hf. Salan mun einkum fara fram á netinu og í ind- verskum líkamsræktarstöðvum, og því allur Indlandsmarkaður undir. Umfang frekari útflutnings muni svo ráðast af viðtökunum en hann ætti að vera kominn á skrið með vorinu. »2 Hefja útflutning á lýsi til Indlands í febrúar Fjöldi ungra fjörkálfa lagði leið sína í Laugardalshöllina um helgina og tók þátt í Silfurleikum ÍR, sem þá voru haldnir í 24. sinn. Þar á meðal voru þessar ungu frjálsíþróttastelpur sem hvíldu sig að keppni lokinni og virtu fyrir sér verðlaunagripina sem héngu um hálsinn. Morgunblaðið/Eggert Frjálsíþróttameistarar framtíðar Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE hefur samþykkt að taka fyrir mál Guðlaugs Jakobs Karlssonar gegn ríkinu þar sem hann stefnir ríkinu fyrir að hafa leyft Íslands- spilum og Happdrætti Háskóla Ís- lands að reka spilakassa. Guðlaugur er spilafíkill og segir fíkn sína hafa valdið sér miklu fjár- hagslegu og andlegu tjóni. Rekstur kassanna brjóti í bága við almenn hegningarlög sem kveði á um bann við fjárhættuspili og því eigi hann skilyrðislausa bótakröfu á hendur íslenska ríkinu. Guðlaugur krefst 76.800.000 króna frá íslenska ríkinu í skaða- og miskabætur, auk máls- kostnaðar. Þórður Sveinsson, lögmaður Guðlaugs, tjáir sig um málið fyrir hönd skjólstæðings síns. Hann staðfestir að málið sé komið á dag- skrá Mannréttindadómstólsins, en óvíst sé hvenær það verði tekið fyr- ir. Hann segir málið líklega ein- stakt á þessu dómstigi. „Mér skilst að einhver mál af þessu tagi hafi komið fyrir dómstóla á hinum lönd- unum á Norðurlöndum, en ég get ekki fullyrt hvernig þau fóru,“ segir Þórður. Skilar skömminni til ríkisins Með málsókninni vill Guðlaugur „skila skömminni“ til íslenska rík- isins eins og það er orðað í mál- skjölum. Hann hafi ekki notið stjórnarskrárbundinna mannrétt- inda sinna þar sem ríkið hafi gert út á spilafíkn hans. Mál spilafíkils fyrir MDE  Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál íslensks karlmanns með spilafíkn  Krefst hátt í 80 milljóna í skaða- og miskabætur frá ríkinu  „Einstakt mál“ Mál Guðlaugs » 2017: Héraðsdómur vísar frá kröfu um að afturkalla leyfi til reksturs spilakassa. Kröfu um miskabætur einnig hafnað. » 2018: Landsréttur staðfestir dóm héraðsdóms og áfrýjun til hæstaréttar hafnað. » 2018: MDE samþykkir að taka mál Guðlaugs fyrir. MKoma fyrir sem saklausir … »4 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.