Morgunblaðið - 25.11.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
✝ Sverrir Guð-mundsson
fæddist í Reykja-
vík 27. október
1937. Hann lést á
Landspítalanum
14. nóvember
2019.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Jónas Helgason, f.
28.12. 1899 á
Görðum í Útskála-
kirkjusókn, d. 23.5. 1989, og
Torfhildur Guðrún Helgadótt-
ir, f. 18.12. 1897 í Elínarhöfða
á Akranesi, d. 5.3. 1971. Systk-
ini Sverris:
Guðríður Lilja, f. 5.8. 1924,
látin. Drengur, f. 11.2. 1926,
látinn. Helga Halldóra, f. 20.1.
1927, látin. Helgi Ingvar, f.
11.6. 1929. Gísli, f 2.7. 1931,
látinn. Stúlka, f. 30.7. 1932,
látin. Jónas Gunnar, f. 14.11.
1933, látinn. Finnur, f. 31.3.
1935, látinn. Sigurþór, f. 12.6.
1936. Guðmundur Tómas, f.
4.2. 1940.
Sverrir giftist 15. júní 1963
Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, f.
5.8. 1939, d. 7.7. 2018.
Börn þeirra eru: 1. Guðlaug
Sverrisdóttir, f. 25.7. 1958.
Börn: a) Benedikta Lilja Karls-
dóttir, f. 6.7. 1980. Eig-
inmaður: Böðvar Ægisson, f.
24.5. 1982. Börn: Maddý Ósk
Bjarkadóttir, f. 15.10. 2002,
Hekla Dís Sigurðardóttir, f.
21.04. 2005 og Eva
Sól Böðvarsdóttir,
f. 20.9. 2006. b)
Sverrir Karlsson,
f. 3.11. 1981. Eig-
inkona: Alina Gor-
deeva, f. 24.10.
1984. Barn: Daniel
Sverrisson, f. 7.4.
2017. c) Þorgeir
Karlsson, f. 7.1.
1984. d) Karl Eiður
Karlsson, f. 7.11.
1986. Unnusta: Aníta Sonja
Karlsdóttir, f. 2.8. 1991. Barn:
Sóldís Ósk Karlsdóttir, f. 16.11.
2013.
2. Aðalsteinn Sverrisson, f.
13.10. 1964. Eiginkona: Rann-
veig Ragnarsdóttir, f. 12.1.
1965. Sonur þeirra er Loftur
Georg Aðalsteinsson, f. 9.12.
1991. Unnusta: Petra María
Gunnarsdóttir, f. 23.10. 1991.
Barn: Svavar Þór Loftsson, f.
1.11. 2017.
3. Guðmundur Sverrisson, f.
29.10. 1966. Eiginkona: Björk
Berglind Arnljótsdóttir, f. 17.7.
1969. Sonur þeirra er Róbert
Guðmundsson, f. 4.4. 1988.
Unnusta: Sara Fanney Hilm-
arsdóttir, f. 22.3. 1986. Börn:
Írena Líf Róbertsdóttir, f. 12.3.
2011, Viktor Elí Róbertsson, f.
16.4. 2014 og Elísa Bríet Ró-
bertsdóttir, f. 20.12. 2015.
Útför hans fer fram í Digra-
neskirkju í Kópavogi mánudag-
inn 25. nóvember klukkan 13.
Mágur minn og kær vinur okk-
ar hjóna Sverrir Guðmundsson
er fallinn frá. Ég kynntist honum
þegar hann var unglingur og kom
í kaupamennsku til föður míns að
Nesi á Seltjarnarnesi. Hann vann
hjá föður mínum í nokkur ár í
Nesi, fluttist með honum að
Korpúlfsstöðum árið 1961 og
vann þar áfram í nokkur ár við
búskap. Dúna systir mín og hann
rugluðu saman reytum ung að ár-
um, giftu sig og eignuðust þrjú
börn og svo komu barnabörnin og
barnabarnabörnin. Þegar ég
kynntist mínum manni þá mynd-
aðist með þeim Sverri mikill vin-
skapur sem hélst alla tíð. Örlögin
réðu því að við bjuggum alltaf í
göngufæri við hvort annað og
varð samgangur mikill milli fjöl-
skyldna okkar. Það voru ekki fá
skiptin sem þau löbbuðu niður
brekkuna til okkar á Þinghóls-
brautina og við upp brekkuna til
þeirra.
Sverrir vann mestan hluta ævi
sinnar við bílaviðgerðir en hann
var mjög handlaginn og gat gert
alla skapaða hluti. Við hjónin nut-
um oft góðs af handlagni hans því
hann var alltaf boðinn og búinn
að koma og hjálpa okkur við
smíðar og allskonar viðgerðir og
ég tala nú ekki um að gera við bíl-
ana okkar. Hann var alltaf boðinn
og búinn að aðstoða börnin okkar
við bílaviðgerðir og eru þau hon-
um þakklát fyrir það og hans vin-
áttu, enda honum líkt að aðstoða
alla sem til hans leituðu. Það var
gaman að heimsækja Sverri og
Dúnu í sumarbústaðinn og virða
fyrir okkur handverkin hans, því
hann smíðaði þar allt sjálfur.
Sverrir var ekki mikið fyrir að
ferðast til útlanda fannst hann
hafa séð nóg af útlöndum þegar
hann vann á millilandaskipi í
nokkur ár. Við fengum hann samt
til að koma með okkur til Dan-
merkur fyrir nokkrum árum,
fyrst heimsóttum við Braga son
okkar Jóns í Kaupmannahöfn og
síðan Aðalstein bróður okkar
Dúnu í Svíþjóð og þar á eftir
keyrðum við um Danmörku í
nokkra daga og það var hin
skemmtilegasta ferð. Síðustu sex
árin bjuggu þau á Kópavogs-
braut beint á móti okkur og gát-
um við vinkað hvert til annars frá
svölunum, oftast á hverjum degi.
Þegar Sverrir var ungur mað-
ur greindist hann með góðkynja
æxli við heila sem var fjarlægt.
Það var erfiður tími fyrir fjöl-
skylduna en með dugnaði tókst
honum að ná heilsu á ný. Dúna
systir dó fyrir einu og hálfu ári og
þá var Sverrir orðinn veikur.
Hann gat þó að mestu verið
heima eða þar til fyrir einum
mánuði að hann fór á sjúkrahús.
Við höfum sárt saknað systur
minnar og eigum eftir að sakna
Sverris, þau voru svo stór þáttur í
lífi okkar hjóna. Við kveðjum
Sverri með þakklæti fyrir góða
vináttu í gegnum árin og sendum
Guðlaugu, Aðalsteini, Guðmundi
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Þorgerður og Jón.
Sverrir
Guðmundsson
✝ Þorlákur Tóm-ason fæddist í
Kollafirði, Fær-
eyjum, 24. febrúar
1930. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri, 15.
nóvember 2019.
Foreldrar hans
voru: Theanjudus
Dam, f. 1885, d.
1966, og Niclauna
Dam, f. 1891, d.
1961.
Þorlákur var næst yngstur 13
systkina. Þau eru: Turit, f. 1914,
d. 1973, Alma, f. og d. 1914,
Hilma, f. og d. 1916, Hilma Est-
rid, f. 1917, d. 2014, Hildegerd, f.
1919, d. 2000, Judith, f. 1920, d.
1934, Drongur, f. og d. 1922,
Paul, f. og d. 1923, Johan Klem-
int, f. 1924, d. 2007, Paul Martin,
f. og d. 1927, Nancy,
f. 1925, Brynjolvur,
f. 1933.
Þorlákur kvæntist
Snjólaugu Jóhanns-
dóttur, f. 16. febrúar
1938. Börn: Baldvin,
f. 1957, Guðrún, f.
1960, Þuríður (Tú-
rit), f. 1962, Ásta, f.
1964, María, f. 1969.
Barnabörnin eru
orðin 18 og barna-
barnabörnin 15.
Mestallan sinn starfsferil vann
Þorlákur sem togara- og bátasjó-
maður, sem háseti og síðan báts-
maður. Síðustu árin var hann síð-
an vaktmaður í togurum
Útgerðarfélagsins.
Útför hans fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 25. nóv-
ember 2019, klukkan 13.30.
Faðir minn var alltaf kallaður
Dammi, fæddur og uppalinn í
Kollafirði í Færeyjum og stoltur
af uppruna sínum. Í minningu
minni var hann alltaf á sjónum.
Segja má að hann hafi verið sann-
kallaður togarajaxl sem sótti sjó-
inn á þeim tímum þegar líka var
verið á sjó um hátíðar. Var sjó-
maður á Íslandi frá sextán ára
aldri og fram yfir sextugt Þá kom
hann í land og gerðist vaktmaður
hjá ÚA. Sjómennska varð hans
ævistarf, vinna hans hverfðist öll í
kringum skip og veiðar. Pabbi var
dagfarsprúður og gekk hljóðlega
um dyr. Þéttur á velli og þéttur í
lund. Sterklegur og svipmikill,
með stórar hendur og sterkar, í
minningunni alltaf gráhærður
með fallegan þykkan og hvítan
makka.
Þorláksmessa var fyrir mér
alltaf dagurinn hans pabba. Þá
var jólaölið frá Pétri í Sana komið
í hús, hangikjöt og eplailmur. Þá
ríkti einstök stemning sem aðeins
fylgdi návist hans. Ef hann varð
að vera á sjó um jólin ríkti öðru-
vísi andrúmsloft og við urðum að
láta hann hafa jólagjafirnar sínar
með sér svo hann gæti tekið upp
pakkana frá okkur á sjónum.
Pabbi var traustur eins og klett-
ur, væntumþykja hans var öllum
ljós og birtist meðal annars í því
að hann var alltaf til staðar til
þess að bjarga málum. Hann bjó
yfir mýkt og hlýju sem hafði góð
áhrif á alla sem hann umgekkst.
Ef hann hefði mátt ráða hefði
ekkert okkar systkinanna flutt að
heiman því hann vildi hafa okkur
sem lengst hjá sér. Hann passaði
upp á okkur og er okkur systk-
inum það minnisstætt þegar hann
keyrði framhjá skemmtistöðun-
um þegar við á yngri árum vorum
úti að skralla fram eftir nóttu.
Þegar tímar liðu og við eignuð-
umst eigin heimili og börn stóð
hann kannski allt í einu inni á eld-
húsgólfi hjá okkur á kvöldin og
spurði viðstadda gjarnan hvar
þeir væru sem ekki voru í sjón-
máli þá stundina. Hann þurfti að
vita að allir væru komnir í hús –
hafa yfirsýn yfir hópinn sinn.
Þannig birtist hans kærleikur til
okkar.
Pabbi naut þess að vera á ferð-
inni og keyrði rúntinn meðal ann-
ars niður í Bót við öll tækifæri þar
til hann fékk ekki skírteinið sitt
endurnýjað og varð upp á
mömmu og aðra kominn með bíl-
túra. Honum leiddist mjög að fá
ekki að keyra enda mikil frelsis-
svipting. Þessi þörf hans fylgdi
honum alltaf, líka þegar hann
gekk um gangana á elliheimilinu
þar sem hann dvaldi síðustu ár.
Pabba hrjáði heilabilun síðustu
árin. Lund hans einkenndist svo
auðvitað af þeim vanmætti sem
fylgir slíku ástandi, varð illa átt-
aður og skapstirður. Það reyndi á
okkur öll.
Margs er að minnast eins og
þess þegar pabbi kom til okkar í
sveitina þá tók hann til hendinni
og hjálpaði. Hann tíndi sér gæsa-
egg til átu en líka til þess að brasa
við útungun eggja með Óla vini
sínum fyrir norðan. Hann skrapp
eitt sinn í bíltúr um sveitina og
þegar hann kom aftur eftir langa
mæðu kom í ljós að hann hafði
skroppið yfir Hellisheiðina til
þess að kíkja í Vopnafjörðinn.
Svona mætti lengi telja.
Mér fannst pabbi minn alltaf
fallegasti pabbinn í heiminum og
ég er svo stolt af því að hafa átt
hann sem slíkan.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Ásta Þorláksdóttir.
Komið er að kveðjustund.
Elsku afi minn, í dag kveðjum
við þig í hinsta sinn. Ég eins og
svo margir aðrir er þér svo ein-
staklega þakklát fyrir það sem þú
bæði gerðir fyrir okkur og kennd-
ir.
Að fá þig sem fyrirmynd í lífinu
er eitthvað sem ég mun alltaf vera
þakklátur fyrir því þú varst einn
sá hraustasti og besti maður sem
ég mun kynnast á minni lífsleið.
Sem krakka tókstu mann oft í
fangið og söngst fyrir mann hinar
ýmsu vísur á færeysku. Svo var
dottið í sprell þar sem þú straukst
skegginu á þér við kinnina á
manni svo maður skrækti eins og
hægt var. Tókst svo fast utan um
mann og kysstir. Maður fann
hvað þér þótti vænt um mann og
gerði alla tíð. Vildir vita svo til allt
sem maður var að gera og ósjald-
an sem þú hringdir til að forvitn-
ast eða bara til að spjalla um dag-
inn og veginn. „Farðu svo að
koma til að kíkja á tölvuna fyrir
mig,“ eða „kíktu á mig niður í ver-
búð“, eru setningar sem ég heyrði
þig svo oft segja. Brösuðum
margt niðri í verbúð og aldrei
mátti maður fara tómhentur það-
an. Allt mögulegt matarkyns sem
þú vildir að maður tæki með sér
og svo má ekki gleyma harðfisk-
inum sem þú gerðir, sem var nú
eitthvað annað, þar sem hann var
svo góður. Sögurnar sem maður
hefur heyrt af þér og þínum tíma
á sjónum eru eins og að heyra
sögu af ofurhetju. „Dammi Fær-
eyingur er einn sá duglegasti og
harðasti sem ég hef verið með til
sjós,“ hefur verið sagt svo oft við
mig þegar menn hafa tengt okkur
saman og þekkt til þín. Brosið
sem þú brostir til mín daginn áður
en þú yfirgafst var eins og þú vild-
ir að ég vissi að allt yrði nú í lagi.
Hélt í höndina á þér allt til loka og
vona að ég hafi leitt þig á góðan
stað þar sem þú kemur til með að
taka á móti mér þegar minn tími
er liðinn. Þakklátur þér fyrir svo
margt og það er þannig sem ég vil
kveðja þig í dag og mun alltaf
minnast þín á fallegan hátt. Dæt-
ur mínar koma til með að heyra af
þér í komandi tíð og minningu
þinni verðu alltaf haldið á lofti.
Takk fyrir allt.
Páll, Helga Berglind
og Tinna Ósk.
Þorlákur
Tómasson
Elsku tengda-
móðir mín er látin.
Betri tengda-
mömmu hefði ég
ekki getað hugsað mér. Skiln-
ingsrík, glaðleg og góð. Aldrei
kom hún með neikvæðar athuga-
semdir. Á sama tíma tók hún
samt virkan þátt. Umburðarlyndi
var hún rík af. Hún var afslöppuð
heim að sækja og hafði ekki
áhyggjur af veraldlegum hlutum
og barnabörnin fengu að leika sér
frjáls á heimilinu. Það lýsir því
kannski best hversu umburðar-
lynd hún var hvernig hún tók á
móti hundum fjölskyldunnar.
Hún hafði nefnilega alltaf verið
hrædd við hunda en hún bauð
þeim líka inn á heimilið og þeir
urðu bestu vinir hennar.
Alltaf var hún huggulega til
fara, hafði gaman af að fara í búð-
ir og á kaffihús í góðum fé-
Kristín
Haraldsdóttir
✝ Kristín Har-aldsdóttir
fæddist 18. júní
1929. Hún lést hinn
8. nóvember 2019
Útför Kristínar
fór fram 14. nóv-
ember 2019.
lagsskap. Þá var nú
ekki úr vegi að fá
sér góða tertusneið,
enda var Kristín
mikill sælkeri.
Síðustu árin var
skammtímaminni
og heyrn hennar
farin að skerðast.
Margir brandarar
komu í kjölfarið á
því, og þar kom
húmor hennar
sterkt í ljós því hún gat líka séð
spaugilegu hliðarnar á því og við
hlógum dátt saman.
Alltaf var hún tilbúin að prófa
nýja hluti ef hún hætti að geta
gert eitthvað sem hún hafði alltaf
getað. Kristín elskaði að spila;
kani og manni voru þar efst á
lista og hún lagði mikið kapal.
Hún var mjög nösk og þótt hún
væri farin að gleyma tókst henni
mjög oft að vinna okkur í spilum.
Þakklæti er mér efst í huga nú
á kveðjustundu. Ég mun sakna
þín mikið elsku Kristín mín. Ég á
bara góðar minningar um þig.
Takk fyrir allt og allt, yndislega
kona.
Þín tengdadóttir,
Berit.
Elskuleg móðir okkar, amma, tengdamóðir,
systir, mágkona og frænka,
HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR,
Yrsufelli 11, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 6. nóvember á
Landakotsspítala eftir erfið veikindi.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar
þakkir til starfsfólks á deild K1 á Landakoti.
Agnes Arnardóttir og fjölskylda
Rúnar Hafsteinsson og fjölskylda
Alda S. Björnsdóttir og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
KRISTÍN JÓHANNA EIRÍKSDÓTTIR
fv. stuðningsfulltrúi,
Sóltúni 2,
áður Sogavegi 94,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju 28. nóvember
klukkan 15.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Sóltúns fyrir frábæra
umönnun og umhyggju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Minningarsjóð Sóltúns.
Gerður Jensdóttir
Anna Birna Jensdóttir Stefán S. Gunnarsson
Eiríkur Bragi Jensson Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Jens R. Kane
Orri Freyr Indriðason
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir,
mágur og frændi,
RIKKI ÞÓR VALSSON,
Hafnarbraut 2b, Dalvík,
lést á heimili foreldra sinna, Svarfaðarbraut
9, Dalvík, 19. nóvember.
Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30.
nóvember kl. 13.30.
Guðrún Þóra Friðriksdóttir Yannick Warge Hoeing
Þóra Sigrún Friðriksdóttir Valur Harðarson
Ásdís Ósk Valsdóttir
Íris Dögg Valsdóttir Atli Mar Gunnarsson
Hörður H. Valsson
Katrín María Ipaz
og systkinabörn hins látna
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HÓLMFRÍÐUR JÓNA ARNDAL
JÓNSDÓTTIR,
Gullsmára 7, Kópavogi,
lést þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í
Kópavogi föstudaginn 6. desember
næstkomandi kl. 13.00.
Óskar Herbert Þórmundsson Helga Ragnarsdóttir
Ragnheiður Lilja Georgsdóttir
Þórður Rúnar Þórmunds. Ingibjörg Harðardóttir
Jóhanna Steinunn Hannesd.
Sóley Arndal Þórmundsd. Gunnar Þór Magnússon
Fanney Þórmundsdóttir Hilmar Jóhannesson
Sigurbjörn Jakob Þórmunds. Anna Guðný Friðleifsdóttir
Bjarni Gaukur Þórmundsson Sóley Ægisdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, langalangömmustelpa og
fjölskyldur