Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 7

Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 SKRÁMIG Opinnmorgunverðarfundur í tilefni af 100 ára afmæli LSR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica á afmælisdegi LSR þann 28. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp ámorgunverð frá kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00. Fundur settur Unnur Pétursdóttir formaður stjórnar LSR. Ávarp Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. LSR í 100 ár Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri LSR. Creating Value Through Sustainability Philip Ripman sjóðstjóri hjá Storebrand í Noregi. Pallborðsumræður: Mikilvægi samtryggingar í nútímasamfélagi Anna Björk Sigurðardóttir sérfræðingur í lífeyrismálum hjá LSR. Bergur Ebbi rithöfundur. Gunnar Baldvinsson höfundur bóka um fjármál einstaklinga. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Fundarstýra: Brynja Þorgeirsdóttir fjölmiðlakona. Skráning fer fram áwww.lsr.is FAGNAÐUMEÐ OKKUR DAGSKRÁ ÁRA AFMÆLI LSR „Það er ánægjulegt að kjarasamn- ingur hafi verið undirritaður við Blaðamannafélag Íslands en ég hefði kosið að aðstæður hefðu verið aðrar,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is á laugardag. Eins og greint var frá fyrir helgi skrifaði Blaðamannafélag Íslands á föstudag undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, eftir að hafa frestað verkfallsaðgerðum. Félagsmenn í Blaðamannafélag- inu munu á morgun greiða atkvæði um samninginn og segist Halldór Benjamín vona að samningurinn verði samþykkt- ur. „Við höfum farið í gegnum fjöldamargar af- greiðslur hjá verkalýðsfélögunum hringinn um landið. Um 97% launamanna á almennum vinnu- markaði hafa nú þegar samþykkt lífskjarasamninginn eða samninga sem byggjast á honum og það er grunnurinn að samningnum við blaðamenn; sömu launahækkanir og allir aðrir viðsemjendur Sam- taka atvinnulífsins hafa fengið.“ „Farsælast fyrir alla aðila“ Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagðist sjálfur ekki geta mælt með samn- ingnum. Um hvað myndi gerast ef blaðamenn höfnuðu samningnum sagði Halldór Benjamín: „Ég kýs að taka þetta í réttri tímaröð. Fyrst fer atkvæðagreiðslan fram og síðan koma úrslit úr henni. Að því loknu metum við næstu skref í málinu en ég vona að þessu ljúki þar og tel að það væri farsælast fyrir alla aðila.“ Þá sagði hann það ekkert einsdæmi að formenn stétt- arfélaga mæltu ekki með kjara- samningi. „Sem formaður félagsins getur hann verið hlutlaus í yfirlýsingum sínum í aðdraganda kosningar um kjarasamning. Það er hans réttur og ég virði hann. Hlutleysi í kosn- ingum sem þessum er ekki óþekkt fyrirbæri.“ Atkvæðagreiðslan kl. 9-17 Eins og áður segir verða greidd atkvæði um samninginn á morgun, og mun kjörfundur standa milli kl. 9 og 17. Atkvæðagreiðslan mun fara fram á vinnustöðum og á skrif- stofu Blaðamannafélagsins í Síðu- múla 23. johann@mbl.is Segir hækkanir þær sömu og aðrir fengu  Halldór Benjamín vonar að blaðamenn samþykki samninginn sem var undirritaður fyrir helgi Halldór Benjamín Þorbergsson „Ummæli Jóns Steinars þess efnis að dómarar Landsréttar hafi greini- lega viljað gera umbjóðanda mínum til geðs og að þeir hafi verið vilhall- ir honum dæma sig sjálf í ljósi niðurstöðu máls- ins.“ Þetta sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Bene- dikts Bogasonar í meiðyrðamáli Benedikts gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, í viðtali við mbl.is á laugardag. Eins og Morgunblaðið greindi frá sl. laugardag var Jón Steinar sýkn- aður af kröfum Benedikts. Snerist málið um ummæli Jóns í bók hans Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar. Jón Steinar hélt því fram að tengsl Benedikts við dómstóla hefðu orðið þess valdandi að Bene- dikt var ekki gert að greiða máls- kostnað. Vilhjálmur sagði við mbl.is að sótt yrði um leyfi til að áfrýja mál- inu til Hæstaréttar. Þá sagði hann það kunnuglegt stef, þegar Jón Steinar tapaði málum eða nið- urstaðan væri óhagstæð vinum hans eða Sjálfstæðisflokknum, að hann segði dómara hlutdræga. „Ég man hins vegar ekki eftir því að Jón Steinar hafi áður gengið svo langt í málum sem hann vinnur að segja að dómararnir séu hlutdrægir.“ Vilhjálmur sagði ekkert við máls- meðferð Landsréttar hafa gefið Jóni Steinari tilefni til að vega með þessum hætti að dómurum málsins. Jón Steinar fjallar um dóminn í aðsendri grein í blaðinu í dag. 15 Ummæli Jóns dæmi sig sjálf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson  Tilefnislaus um- mæli, segir lögmaður Greiðslur úr sjúkrasjóði Verka- lýðsfélags Akraness jukust um 138% á þessu ári frá árinu á und- an og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, í pistli á vef- síðu þess að það veki athygli og spurningu hvort kvíði og streita sé að aukast hjá félagsmönnum sem kalli á að þeir séu duglegri að leita sér sálfræðiþjónustu. VLFA hefur fjölgað styrkjum og hækkað upphæðir styrkja til félagsmanna. Ákveðið var t.d. í vor að hækka fæðingarstyrk úr 100.000 kr. í 150.000 kr. og í 300 þús. kr. ef báðir foreldrar eru félagsmenn. Alls hafa 1.033 félagsmenn nýtt sér hina ýmsu styrki sem sjúkra- sjóður félagsins býður upp á frá 1. janúar til 1. nóvember á þessu ári. Greiðslur vegna sálfræðiþjónustu jukust um 138%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.