Morgunblaðið - 25.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Jólaleyndarmál
Matarkjallarans
Tryggðu þér borð á
www.matarkjallarinn.is
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
25.-30. nóvember
Af yfir
1000
vörum
90%
Afslátt
ur
Allt að
Af fartölvum
Allt að50.000Afsláttur
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslensk vatnsorka hefur hafið um-
hverfismat á Hagavatnsvirkjun
sunnan undir Langjökli. Dregið hef-
ur verið úr áformum þannig að í
fyrst áfanga verði aðeins farið í
virkjun með 9,9 MW afl. Það minnk-
ar niðurdrátt í Hagavatni og er um-
hverfisvænni virkjanakostur en sú
18 MW virkjun sem sett var í bið-
flokk í Rammaáætlun 3. Áformin
eru sem fyrr ekki aðeins að afla
orku heldur ekki síður að stækka
Hagavatn til að draga úr jarðvegs-
eyðingu.
Lengi hefur verið áhugi á að
virkja við Hagavatn. Landeigendur
og sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hafa verið því fylgjandi vegna já-
kvæðra áhrifa virkjunar á gróður og
Landgræðslan studdi þessar að-
gerðir á sínum tíma.
Stækkun í aðalskipulagi
Svo háttar til að eftir hlaup úr
Hagavatni á árinu 1939 minnkaði
vatnið úr um 23 í 4 ferkílómetra.
Síðan hefur verið mikið fok úr
gamla vatnsbotninum, meðal annars
yfir byggðina. Gert er ráð fyrir
stækkun vatnsins og virkjun í gild-
andi aðalskipulagi Bláskógabyggð-
ar. Þar kemur meðal annars fram
að endurheimt Hagavatns er for-
senda þess að hægt er að ráðast í
frekari landgræðsluaðgerðir sunnan
vatnsins.
Orkuveita Reykjavíkur fékk
rannsóknarleyfi til undirbúnings
virkjunar á árinu 2007 og Íslensk
vatnsorka tók síðar við verkefninu
og vinnur nú að því í nafni Haga-
vatnsvirkjunar ehf. Upphaflega
voru hugmyndir um stórvirkjun á
þessum stað en undirbúningurinn
síðan í þann farveg að stefna að
byggingu 35 megavatta virkjunar.
Íslensk vatnsorka tónaði áformin
niður í 18 MW og dró með því veru-
lega úr sveiflum á vatnsyfirborði.
Verkefnisstjórn 2. áfanga Ramma-
áætlunar flokkaði kostinn í biðflokk
og verkefnisstjórn 3. áfanga breytti
því ekki. Ekki tókst að hnika því
þrátt fyrir tilraunir áhugafólks um
málið. Tillögur þriðja áfanga hafa
ekki verið lögfestar. Rök verkefn-
isstjórnarinnar voru einkum þau að
óvissa var talin ríkja um áhrif virkj-
unarinnar á jarðvegsfok og ferða-
mennsku. Verkefnisstjórnin fékk
mjög misvísandi einkunnir frá fag-
hópum sínum. Hagavatn var ekki
talið verðmætt hjá sumum enda líf-
ríki þess og umhverfis talið fá-
breytt. Svæðið fékk hins vegar
hæstu mögulegu verðmætaeinkunn-
ir fyrir víðerni og jarðgrunn. Verk-
efnisstjórn taldi rétt að bíða með
ákvörðun um ráðstöfun svæðisins.
18 MW áformin miðuðust við
þrjár 6 MW vélar og yrði ein þeirra
aðeins í notkun hluta úr árinu. Nú
hefur Íslensk vatnsorka kynnt nýja
útfærslu, sem fyrsta áfanga þessara
áforma. Þar yrðu tvær tæplega 5
MW vélar sem væru keyrðar allt ár-
ið. Afl virkjunarinnar yrði 9,9 MW.
Virkjanakostir undir 10 MW falla
ekki undir Rammaáætlun og ekki
þarf skilyrðislaust að gera umhverf-
ismat vegna þeirra. Eigi að síður
hefur fyrirtækið hafið umhverfis-
matsferli með því að kynnt hefur
verið matsáætlun vegna mats á um-
hverfisáhrifum virkjunarinnar.
Eiríkur Bragason, framkvæmda-
stjóri Íslenskrar vatnsorku, segir að
fyrirtækið hafi í samvinnu við land-
eigendur og Bláskógabyggð hafið
þetta ferli. Þessi áfangi snúist að-
allega um endurheimt Hagavatns.
Hann segir að unnið sé að því að
meta hvaða áhrif nýting þessa virkj-
anakosts hafi á svifryk og sandfok.
Virðist áhrifin vera jákvæð.
Fram kemur í matsáætluninni að
í þessari atrennu sé gert ráð fyrir
að aðeins verði virkjað til að nýta
tiltæka orku. Endanleg aflsetning
ráðist af hagkvæmniathugun á síð-
ari stigum og mati á umhverfisáhrif-
um.
Áform um minni Hagavatnsvirkjun
Ný tilhögun virkjunar sett í umhverfismat Tilgangurinn einnig að að draga úr jarðvegseyðingu
Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun
og lega Hagavatns
Eystri
Hagafellsjökull
Vestari Hagafellsjökull
Hagafell
Hagavatn
4-5 km2
23 km2
Hæsta staða
Bláa línan sýnir stærð Hagavatns fyrir hlaupið
úr vatninu árið 1939. Áætlað er að Hagavatn verði
23 km2 í hæstu stöðu og 17 km2 í lægstu stöðu.
17 km2
Læmið
Núverandi stærð
Hagavatns
Stærð Hagavatns fyrir
1939, um 12,5 km2
Tilhögun virkjunarinnar er sú að
Farið sem er útfall Hagavatns
verður virkjað og hækkað vatns-
borð vatnsins notað sem miðl-
un. Byggð verður stífla ofan við
Farið og einnig í gömlu útrás-
inni ofan við Leynifoss. Áform-
að er að reisa stöðvarhús undir
Brekknafjöllum, á vesturbakka
gamla farvegarins. Gert er ráð
fyrir að tenging virkjunarinnar
við raforkukerfið verði með
jarðstreng sem tengdur verður
dreifikerfi RARIK niðri í byggð.
Farið verði
virkjað
TILHÖGUN VIRKJUNAR
Atvinna
Starfsmenn hverfastöðva borgarinnar hafa haft í nægu
að snúast síðustu vikur við að koma upp jólaskreyt-
ingum. Undirbúningur hófst í september en 10 kíló-
metrar af jólaseríum, 19 jólaklukkur og hátt í 30
jólatré hafa verið sett upp og lýsa nú upp borgarlandið.
Ekki veitir af í svartasta skammdeginu.
Morgunblaðið/Eggert
Jólin
koma