Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Traust og fagleg
starfsmannaveita
sem þjónað hefur íslenskum
fyrirtækjum í áraraðir
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
England
Everton – Norwich.................................. 0:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
fyrir Everton.
Watford – Burnley................................... 0:3
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
West Ham – Tottenham .......................... 2:3
Bournemouth – Wolves ........................... 1:2
Arsenal – Southampton ........................... 2:2
Brighton – Leicester................................ 0:2
Crystal Palace – Liverpool ...................... 1:2
Manchester City – Chelsea ..................... 2:1
Sheffield Utd – Manchester Utd ............ 3:3
Staðan:
Liverpool 13 12 1 0 30:11 37
Leicester 13 9 2 2 31:8 29
Manch.City 13 9 1 3 37:14 28
Chelsea 13 8 2 3 28:19 26
Wolves 13 4 7 2 18:16 19
Sheffield Utd 13 4 6 3 16:12 18
Burnley 13 5 3 5 20:18 18
Arsenal 13 4 6 3 18:19 18
Manch.Utd 13 4 5 4 19:15 17
Tottenham 13 4 5 4 21:19 17
Bournemouth 13 4 4 5 16:17 16
Brighton 13 4 3 6 15:19 15
Crystal Palace 13 4 3 6 11:18 15
Newcastle 12 4 3 5 11:18 15
Everton 13 4 2 7 13:20 14
West Ham 13 3 4 6 16:23 13
Aston Villa 12 3 2 7 17:20 11
Norwich 13 3 1 9 13:28 10
Southampton 13 2 3 8 13:31 9
Watford 13 1 5 7 8:26 8
B-deild:
Swansea – Millwall.................................. 0:1
Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 76 mín-
útur leiksins fyrir Milwall.
A-deild kvenna:
West Ham – Reading............................... 2:3
Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Þýskaland
Wolfsburg – Bayern München ................1:1
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn fyrir Wolfsburg.
Köln – Leverkusen .................................. 4:3
Sandra María Jessen lék fyrri hálfleik-
inn fyrir Leverkusen.
B-deild:
Arminia Bielefeld – Sandhausen........... 1:1
Rúrik Gíslason kom inn á sem varamað-
ur á 83. mínútu hjá Sandhausen.
Rússland
Dinamo Moskva – Rostov ....................... 2:1
Ragnar Sigurðsson lék ekki með Rostov
vegna meiðsla. Björn Bergmann Sigurðar-
son sat á varamannabekknum allan leikinn.
CSKA Moskva – Krilia Sovetov ..............1:0
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn fyrir CSKA. Arnór Sigurðsson fór
af leikvelli á 58. mínútu.
Rubin Kazan – Zenit Pétursborg .......... 1:2
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem
varamaður á 82. mínútu hjá Kazan.
Arsenal Tula – Krasnodar...................... 1:2
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn hjá
Krasnodar.
KNATTSPYRNA
Mourinho var látinn taka poka sinn
á Old Trafford fyrir tæpu ári. Nú
þegar gengið er jafn slæmt og það er
og Pochettino skyndilega samnings-
laus virðist það nær óumflýjanlegt
að dagar Solskjær séu taldir.
Mourinho snúinn aftur
Portúgalinn geðþekki José Mour-
inho sneri aftur í enska boltann um
helgina eftir tæplega árs fjarveru
þegar hann stýrði Tottenham í
fyrsta sinn á laugardaginn, auðvitað
til sigurs, eins og hann gerir alltaf í
fyrsta leik hjá nýju félagi. Totten-
ham hafði betur á útivelli gegn West
Ham, 3:2, og var sigurinn öruggari
en úrslitin gefa til kynna. Heima-
menn klóruðu í bakkann með tveim-
ur mörkum seint í leiknum en leik-
menn Tottenham spiluðu afbragðs
leik og sýndu sínar bestu hliðar eftir
erfiða undanfarna mánuði. Mour-
inho virtist kampakátur á hliðarlín-
unni og sagðist ánægður að vera
snúinn aftur í þjálfarastólinn. Hann
var oft vesaldarlegur og þrætugjarn
á síðustu metrunum hjá United á
síðasta ári en virðist nú endur-
nærður. Spennandi verður að sjá
hvað einn sigursælasti knatt-
spyrnustjóri síðustu ár getur gert
hjá Tottenham, félagi sem þyrstir í
titla og árangur og hefur verið að
færast nær og nær síðustu ár.
Liverpool óstöðvandi
Það virðist ekkert geta stöðvað
topplið Liverpool sem vann enn einn
sigurinn um helgina, 2:1 á útivelli
gegn Crystal Palace. Liverpool liðið
var langt frá sínu besta og jafnvel
nokkuð lánsamt að bera sigur úr
býtum en það hefur lengi þótt að-
alsmerki meistaraliða að vinna þrátt
fyrir að spila illa. Liverpool hefur nú
spilað 30 deildarleiki í röð án þess að
tapa, afrek sem fá lið hafa leikið, og
þá er liðið strax komið með átta
stiga forystu á toppnum eftir aðeins
13 umferðir. Það virðist vera að
helsti andstæðingur Liverpool í titil-
baráttunni sé einfaldlega Liverpool
sjálft. Englandsmeistaratitilinn hef-
ur ekki heimsótt Bítlaborgin í nærri
30 ár og sú staðreynd virðist oft
hanga ógnvænlega yfir félaginu og
leikmönnum þess. Þeir fá sennilega
aldrei betra tækifæri en nú til að
yfirstíga þá hindrun.
Nýliðarnir þrautseigir
Dramatík á Bramall Lane José Mourinho sneri aftur Liverpool ekki tap-
að í 30 leikjum Englandsmeistararnir höfðu betur í stórleik helgarinnar
AFP
Jafnar Skotinn Oliver McBurnie í þann mund að jafna metin fyrir Sheffield United gegn Manchester Unted í gær.
ENGLAND
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Sheffield United kreisti fram
dramatískt en verðskuldað jafntefli
á lokamínútunum á Bramall Lane
gegn Manchester United í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Nýliðarnir, sem hafa verið
spútniklið deildarinnar til þessa,
voru mikið betri en gamla stórveldið
frá Manchester og komust verð-
skuldað tveimur mörkum yfir þökk
sé John Fleck og Lys Mousset. Þeg-
ar staðan virtist vera orðin ómögu-
leg hjá gestunum vaknaði líf með
drengjum Ole Gunnar Solskjær og
þeir skoruðu þrjú mörk á sjö mín-
útum. Táningarnir Brandom Willi-
ams og Mason Greenwood jöfnuðu
metin áður en Marcus Rashford
kom gestunum yfir stundarfjórðungi
fyrir leikslok og ótrúleg, jafnvel
óverðskulduð endurkoma virtist í
spilunum. Það var þó tími fyrir
dramatík í lokin þegar Oliver
McBurnie tróð boltanum í netið á
lokamínútu leiksins til að sjá til þess
að Sheffield United endaði umferð-
ina fyrir ofan Manchester United á
töflunni. Hver hefði trúað því fyr-
irfram?
Eru dagar Solskjær taldir?
United heldur áfram að slá óeft-
irsótt met; liðið hefur nú ekki haldið
hreinu á útivelli í 12 leikjum í röð í
fyrsta sinn í meira en 50 ár og þá
hefur liðið aðeins unnið einn af síð-
ustu 11 deildarleikjum á ferðalögum
sínum. Liðið situr nú níu stigum frá
Meistaradeildarsætinu sem margur
myndi halda að væri lágmarks-
árangur á Old Trafford og ekki hef-
ur það farið fram hjá neinum að
Mauricio nokkur Pochettino er
skyndilega á lausu.
United var sagt tilbúið að flytja
fjöll til að fá Argentínumanninn til
að færa sig frá Lundúnum í Man-
chester-rigninguna þegar José
Skautafélag Akureyrar vann sigur,
6:3, á Skautafélagi Reykjavíkur á
laugardag í Hertz-deild karla í ís-
hokkí. Egill Þormóðsson kom
heimamönnum yfir snemma í fyrsta
leikhluta en Andri Mikaelsson jafn-
aði metin fyrir gestina áður en þeir
Alex Sveinsson og Jóhann Leifsson
komu SA yfir í öðrum leikhluta, 3:1.
Bjarki Jóhannesson minnkaði mun-
inn fyrir SR undir lok leikhlutans
en áfram bættu gestirnir í.
Andri Mikaelsson skoraði sitt
annað mark og kom SA í 4:2
snemma í þriðja og síðasta leikhlut-
anum áður en Egill Birgisson og Jó-
hann Leifsson bættu við mörkum.
Markús Ólafarson klóraði svo í
bakkann fyrir heimamenn undir
lok leiks, lokatölur 6:3.
SA er á toppi deildarinnar með
18 stig eftir sjö leiki en Fjölnir, sem
einnig hefur leikið sjö leiki, er með
15 stig. SR er á botninum án stiga.
Morgunblaðið/Eggert
Einbeittir Bjarki Jóhannesson t.v., leikmaður SR, og Egill Birgisson, SA,
berjast um pökkinn í viðureign liðanna í Laugardal.
Akureyringar eru einir
efstir eftir sigur syðra