Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Stjórnvöld í Íran eru sökuð um að fela
lík þeirra sem fallið hafa í mótmælum
gegn stjórnvöldum undanfarið í þeim
tilgangi að falsa tölur um mannfall.
Breska dagblaðið Telegraph grein-
ir frá þessu. Tvítugi laganeminn
Mehdi Nekouee var einn af þeim
fyrstu sem voru skotnir í skotárás
sem beindist að mótmælendum sem
mótmæltu stjórnvöldum í síðustu
viku.
Nekouee lést ekki samstundis en í
stað þess að fá að berjast fyrir lífi sínu
á sjúkrabeði telur fjölskylda hans að
Nekouee hafi verið færður til af leyni-
þjónustumönnum. Þeir eru sagðir
færa látna og slasaða mótmælendur
til þess að breiða yfir raunverulegt
umfang herferðar stjórnvalda gegn
mótmælendum.
„Ástand hans var alvarlegt þegar
hann kom á spítalann en hann var á
lífi. Við höfum ekki heyrt frá honum
síðan,“ sagði Ahmed, frændi Nekou-
ee, í samtali við Telegraph.
Hjúkrunarfræðingur á spítalanum
staðfesti að Nekouee hefði komist
undir læknishendur áður en hann var
numinn á brott með fjölda annarra
sjúklinga. Hjúkrunarfræðingurinn
vissi ekki hvert átti að flytja sjúk-
lingana.
Mótmælin hófust 15. nóvember síð-
astliðinn og áætla mannréttindasam-
tökin Amnesty International að fleiri
en 115 hafi látið lífið í mótmælunum
síðan þá.
Frásagnir um að líkum hafi verið
fargað leynilega eða þau falin benda
þó til þess að enn fleiri hafi látið lífið.
Írönsk stjórnvöld halda því fram að
einungis 12 manns hafi látist í mót-
mælunum.
Þau spruttu út frá tilkynningu olíu-
félags þjóðarinnar um mikla hækkun
á eldsneytisverði.
Íranir höfðu þá þegar fundið fyrir
mikilli efnahagskreppu og urðu mót-
mælin fljótlega ofbeldisfull uppreisn
gegn stjórnvöldum sem mótmælend-
ur saka um spillingu.
Til að byrja með réðust mótmæl-
endur á banka og bensínstöðvar en
áður en langt um leið miðuðu þeir á
valdameira skotmark, æðsta leiðtoga
landsins, Ayatollah Ali Khamenei.
Í borginni Islamashahr, borg suður
af höfuðborginni Teheran, voru vegg-
spjöld með myndum af Khamenei
brennd. Á götum Teheran kallaði fólk
eftir dauða leiðtogans.
Mótmælin hafa farið fram í fleiri en
50 borgum víðs vegar um Íran og hef-
ur mótmælendum verið mætt með
skotárásum.
Lýsa yfir sigri á eigin þjóð
Síðastliðinn fimmtudag hélt Hass-
an Rouhani, forseti Írans, því fram að
mótmælunum væri haldið í skefjum.
Þar sem nettenging í Íran hafði legið
niðri um nokkurt skeið var erfitt að
sanna samstundis að svo væri ekki. Á
föstudag var tengingin orðin aðeins
betri, nógu góð til þess að Íranir gætu
birt myndbönd og skilaboð um fram-
gang mála á netinu.
„Ríkisstjórnin hefur lýst yfir sigri á
mótmælendum,“ sagði hinn 55 ára
gamli Reza sem búsettur er í norð-
vesturhluta Íran við The Telegraph í
dulkóðuðum skilaboðum á föstudag.
„Ég veit ekki hvernig stjórnvöld
geta lýst yfir sigri yfir eigin þjóð
nema þau líti á eigin þjóð sem óvin
sinn,“ bætti Reza við.
Mótmælendur í Íran hafa gagn-
rýnt þá milljarða dollara sem Íran
eyðir á ári hverju til að styðja við er-
lendar herbúðir á meðan yfirvöld
hafa varla efni á að fæða eigin þjóð.
Efnahagur Írans er illa staddur.
Ákvörðun Bandaríkjanna um að
draga sig út úr kjarnorkusamningn-
um í fyrra og taka upp refsiaðgerðir
hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir
Írani.
AFP
Eldur Fréttaljósmyndurum hefur einungis verið leyft að mynda mótmæli sem eru hliðholl ríkisstjórninni. Hér
kveikja íranskir karlmenn í bandaríska fánanum í þeim tilgangi að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn Írans.
Stjórnvöld sökuð um að fela lík
Tilgangurinn sagður sá að falsa tölur um mannfall í mótmælum í Íran Tvítugur laganemi var færð-
ur af spítala ásamt fleiri sjúklingum Fjölskylda hans óttast að leyniþjónustan hafi numið hann á brott
Lýðræðishreyfingin í Hong Kong,
sem til þessa hefur verið í stjórnar-
andstöðu, bætti miklu fylgi við sig í
héraðsstjórnarkosningum í Hong
Kong sem fóru fram í gær.
Met var slegið í kjörsókn sem fór
upp í 71,2% en tæpar þrjár milljónir
manns kusu.
Í síðustu héraðsstjórnarkosningum
var kjörsókn 47%.
Ástæðan fyrir hinu mikla stökki í
kjörsókn er talin vera mótmæli sem
geisað hafa í Hong Kong síðustu mán-
uði.
Kosningin er álitin stuðningspróf
fyrir Carrie Lam, leiðtoga heima-
stjórnarinnar í Hong Kong, en hún er
hluti af þeim stjórnmálamönnum í
sjálfsstjórnarhéraðinu sem eru hlið-
hollir Kína og komu illa út úr kosn-
ingum gærdagsins.
196 sæti á móti 27
Mótmælendur sem hafa kallað eftir
auknu lýðræði vilja að atkvæða-
greiðslan sendi kínverskum stjórn-
völdum skýr skilaboð. Í fimm mánuði
hefur ríkt ólga í Hong Kong og mót-
mæli gegn ríkisstjórninni verið dag-
legt brauð.
Kosið var um hvert einasta sæti af
452 sætum héraðsstjórnarinnar og
þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi hafði rúmur helmingur at-
kvæða verið talinn. Af fyrstu 236 sæt-
unum sem gengu út fékk lýðræðis-
flokkurinn 196 þeirra.
Frambjóðendur hliðhollir Kína
höfðu þá einungis fengið 28 sæti svo
Lam virðist hafa fallið á þessari próf-
raun en frambjóðendur hliðhollir
Kína voru áður í miklum meirihluta
innan héraðsstjórna.
Niðurstöður kosninganna munu
hafa áhrif á löggjafarráðskosningar
sem haldnar eru á næsta ári því fram-
bjóðendur í þeim eru farsælir fulltrú-
ar í héraðsstjórnum, samkvæmt frétt
South China Morning Post. Héraðs-
stjórnirnar hafa sömuleiðis nokkur
völd þegar kemur að því að velja leið-
toga heimastjórnar Hong Kong.
Þegar Lam kaus í gær lofaði hún að
hlusta af meiri ákefð á sjónarmið hér-
aðsstjórnanna.
Stórsigur lýðræðissinna
Met slegið í kjörsókn Niðurstöð-
urnar geta haft áhrif á val á leiðtoga
AFP
Fjör Stuðningsfólk lýðræðishreyf-
ingarinnar fagnaði ákaft í fyrrinótt.
Michael Bloom-
berg, auðjöfur og
fyrrverandi borg-
arstjóri New
York-borgar, til-
kynnti í gær
formlega fram-
boð sitt til for-
kosninga demó-
krata vegna
forsetakosning-
anna í Bandaríkj-
unum sem fram fara á næsta ári.
Í gær hófst 30 milljóna dollara
auglýsingaherferð Bloombergs sem
hann segir fjármagnaða af sér sjálf-
um. Herferðin felst meðal annars í
myndbandi þar sem Bloomberg er
sagður einn af ríkustu mönnum í
heimi og „miðstéttarstrákur sem
hefur verið fengsæll“.
Bloomberg segist ætla að endur-
reisa Bandaríkin. „Ég býð mig fram
sem forseta til að sigra Donald
Trump,“ sagði forsetaframbjóðand-
inn í yfirlýsingu í gær.
„Við höfum ekki efni á fjórum ár-
um í viðbót þar sem Trump sýnir af
sér gáleysislega og siðleysislega
hegðun. “
Bloomberg er 77 ára gamall og
kemur óvenjuseint inn í kosninga-
baráttuna.
Hann hefur lýst yfir áhyggjum af
því að enginn þeirra sem hafa gefið
kost á sér í forvali demókrata sé lík-
legur til að ná að sigra Trump í
næstu kosningum.
Bernie Sanders hefur verið einn
af sigurstranglegustu frambjóðend-
unum í forvali demókrata en hann er
lítt hrifinn af framboði Bloombergs.
„Mér býður við því að Michael
Bloomberg eða hvaða milljarðamær-
ingur sem er telji sig geta sniðgeng-
ið hið pólitíska ferli og eytt tugum
milljóna dollara til þess að kaupa
kosningarnar.“
Bloomberg
vill „sigra
Trump“
Michael
Bloomberg
Býður sig form-
lega fram til forseta