Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Ve
rð
m.
v.
7n
æt
ur
áA
pa
rtm
en
ts
Pa
ra
de
ro
Iþ
an
n1
4.
jan
úa
r2
02
0.
595 1000
.7
næ
tur
A
ar
tm
en
ts
Pa
ra
de
ro
Iþ
a
Janúar útsala!
Tenerife og Gran Canaria
NÁNAR Á HEIMSFERDIR.IS
Flug frá kr.
39.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri
Verð frá kr.
62.945Flug og gistingm.v. 2 fullorðna
LOKADAGUR Í DAG
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur
samþykkt að taka fyrir mál Guð-
laugs Jakobs Karlssonar sem árið
2017 tapaði máli á hendur Happ-
drætti Háskóla
Íslands, Íslands-
spilum og innan-
ríkisráðherra þar
sem hann krafðist
skaða- og miska-
bóta vegna spila-
fíknar sinnar.
Kæra Guðlaugs
byggist á því að
íslenska ríkið
brjóti lög með því
að leyfa rekstur
spilakassa, en þeir hafi leitt hann til
spilafíknar sem hefur valdið honum
fjárhagslegu og andlegu tjóni. Hann
krefst 76.800.000 króna frá íslenska
ríkinu í skaða- og miskabætur, auk
greiðslu málskostnaðar.
Þórður Sveinsson, lögmaður Guð-
laugs, tjáir sig um málið fyrir hönd
skjólstæðings síns. Hann segir að
málið sé komið á dagskrá Mannrétt-
indadómstólsins, en óvíst sé hvenær
það verði tekið fyrir. Hann segir
málið líklega einstakt á þessu dóm-
stigi. „Mér skilst að einhver mál af
þessu tagi hafi komið fyrir dómstóla
í hinum norrænu löndunum,“ segir
Þórður.
Forsendur málsins eru að Guð-
laugur telur leyfisveitingar til handa
HHÍ og Íslandsspilum, sem eiga og
reka spilakassa, vera í andstöðu við
183. grein almennra hegningarlaga
um bann við fjárhættuspili. Hann
hafi orðið spilafíkn að bráð snemma
á lífsleiðinni vegna þess sem í skjöl-
um málsins er kallað „ólögmæt opin-
ber leyfi og innleiðing á spilakassa-
starfsemi hér á landi í þágu
tiltekinna aðila á kostnað hans“.
Í greinargerð með stefnu Guð-
laugs segir að spilakassarnir hafi
svipt hann frelsinu. „Þeir koma fyrir
sem saklausir og litríkir „söfnunar-
kassar“ eða „peningahappdrættis-
vélar“ líkt og Íslandsspil, HHÍ og ís-
lenska ríkið af einlægu sakleysi
kölluðu þessar miskunnarlausu vélar
á Alþingi. Það er engin skynsemi í
því að leyfa þessum vægðarlausu
spilakössum að halda áfram að
leggja líf fólks í rúst,“ segir þar.
Segir réttindi hafa verið brotin
Rauði kross Íslands, Landsbjörg,
SÁÁ, Háskóli Íslands og íslenska
ríkið hafi haft hag af „stjórnleysi og
óviðráðanlegum löstum fólks sem
hefur ánetjast því vægðarlausa
skrímsli sem spilakassar eru“. Guð-
laugur hafi ekki notið stjórnarskrár-
bundinna réttinda sinna hér á landi
þar sem íslenska ríkið hafi gert út á
spilafíkn hans, en hann segist hafa
eytt tugum milljóna í spilakassana.
Í dag og næstu daga verður fjallað
um spilakassa og spilafíkn frá ýms-
um sjónarhornum á mbl.is.
Spilakassar Guðlaugur freistar þess nú að fá úrlausn mála sinna hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Þeir koma fyrir sem
„saklausir og litríkir“
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál spilafíkils
Í október 2017 vísaði Héraðs-
dómur Reykjavíkur frá kröfu
Guðlaugs um að leyfi Íslands-
spila og HHÍ til reksturs spila-
kassa yrði afturkölluð og hafn-
aði kröfu hans um skaða- og
miskabætur. Landsréttur stað-
festi síðan niðurstöðuna, Guð-
laugur sótti þá um áfrýjunar-
leyfi til Hæstaréttar, en því var
hafnað. „Kærandi hefur því leit-
að allra leiða eftir íslenskum
dómstólum til að fá réttláta nið-
urstöðu í sínu máli. Hann getur
ekkert annað í dag en leitað til
Mannréttindadómstóls Evr-
ópu,“ segir í málsskjölum.
Hefur leitað
allra leiða
MÁL GUÐLAUGS
Þórður Heimir
Sveinsson
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Allrahanda GL ehf., sem m.a. rekur
rútufyrirtækið Gray Line, hefur tví-
vegis í haust stefnt Isavia og hafa
bæði málin verið þingfest og bíða nú
aðalmeðferðar.
Þetta staðfestir
Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður
Allrahanda, en
málin varða annars
vegar meint samn-
ingsbrot Isavia og
hins vegar viður-
kenningu á skaða-
bótaskyldu Isavia
vegna ákvörðunar
um að hafna tilboði Allrahanda í út-
boði um aðgang að hópbifreiðastöðu
við flugstöðina í Keflavík.
Þá segir Þórir að til skoðunar sé að
stefna Isavia vegna tveggja annarra
mála til viðbótar.
„Það er álit okkar lögmanna að
Isavia hafi tekið tilboði sem ekki
stóðst þær kröfur sem gerðar voru í
útboðsgögnunum,“ segir Þórir um
síðara dómsmálið, sem var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur 7. nóvem-
ber. Bakgrunnur málsins er að í kjöl-
far útboðs Isavia á aðstöðu hópbif-
reiða við flugstöðina í Keflavík var
gerður samningur við Kynnisferðir
ehf. og Hópbíla hf., en þau buðu hæst.
Byggist málsgrundvöllur Allrahanda
hins vegar m.a. á því að í útboðsgögn-
um hafi verið sett það fortakslausa
skilyrði að fyrirtæki hefði yfir að ráða
aðalstoppistöð á höfuðborgarsvæð-
inu. Hópbílar hf. hafi ekki uppfyllt
þetta skilyrði, hvorki þegar tilboð var
lagt fram né síðar, þegar gengið var
til samninga, og því hafi Isavia borið
að vísa tilboðinu frá. „Hvort sem það
var sanngjörn krafa eða ekki að setja
þetta skilyrði, þá var þetta í útboð-
inu,“ segir Þórir. Þar að auki hafi
Hópbíla skort þá reynslu sem útboðs-
gögn gerðu ráð fyrir. Sem fyrr segir
krefst Allrahanda viðurkenningar á
skaðabótaskyldu, en Þórir segir
skaðabótakröfu vegna málsins hljóða
upp á ríflega 720 milljónir króna, m.a.
vegna hagnaðarmissis á samnings-
tímabilinu.
Auglýsingin tekin niður
Hitt málið, sem þingfest var fyrr í
haust, snýr að því þegar Isavia tók
auglýsingu Gray Line á auglýsinga-
skilti í flugstöðinni úr birtingu þrátt
fyrir skriflegan samning. „Það kom
alveg skýrt fram í útboðinu að auglýs-
ingakerfi flugstöðvarinnar væru ekki
hluti af því,“ segir Þórir og bætir við:
„Daginn sem nýir aðilar tóku við
akstrinum var slökkt á okkar auglýs-
ingum og auglýsingar frá þeim settar
upp í staðinn.“
Hann segir að að auki sé nú til
skoðunar að stefna Isavia vegna „mis-
mununar í kynningu á þjónustu við
flugfarþega á heimasíðu félagsins“. Á
vefsíðu Isavia er nú einungis kynning
á rútuferðum á vegum Kynnisferða
og Hópbíla, en kynning á þjónustu
Gray Line hafi verið tekin niður. Seg-
ir Þórir að Isavia hafi fært fram þau
rök að kynningin á vefsíðunni eigi
bara við þá sem hafa með samningi
við félagið skuldbundið sig til að veita
þjónustu í tengslum við komur og
brottfarir. Segir hann þessi rök ekki
halda vatni, m.a. vegna þess að Gray
Line sé með samning um að greiða
gjald fyrir bílastæði, „ólíkt Strætó bs.
sem fær að vera með kynningu á vef-
svæði Isavia án þess að greiða neitt til
Isavia og er aðeins með þjónustu við
nokkur flug á dag“.
Þá sé beðið niðurstöðu Samkeppn-
iseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia á
svokölluðum fjarstæðum, og segir að
ef niðurstaðan verður að „okurverð-
lagningin“ verði ekki stöðvuð, komi
fátt annað til greina en að stefna
Isavia.
Hafa höfðað tvö mál gegn Isavia
Gray Line telur Isavia bótaskylt vegna samnings við Hópbíla Hafi tekið tilboði sem stóðst ekki út-
boðskröfur Til skoðunar að stefna Isavia vegna fleiri mála Bíða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins
Rúta Gray Line flytur m.a. farþega frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið er
þó ekki kynnt á vefsíðu Isavia. Þá var auglýsing fyrirtækisins tekin niður.
Þórir Garðarsson
Þriggja karlmanna er leitað eftir
fólskulega árás á dyraverði á
skemmtistað í miðborg Reykjavíkur
aðfaranótt sunnudags. Lögregla hef-
ur undir höndum myndband af árás-
inni, en ekki hefur tekist að bera
kennsl á árásarmennina. Einn dyra-
varðanna var fluttur á bráðadeild
Landspítala.
Ár er síðan ráðist var á dyravörð á
skemmtistaðnum Shooters, með
þeim afleiðingum að hann lamaðist
fyrir neðan háls. Í kjölfarið voru
starfsskilyrði dyravarða til mikillar
umræðu og var meðal annars blásið
til samstöðutónleika með dyraverð-
inum, auk þess sem hópur starfs-
bræðra hans fundaði með forseta Ís-
lands. Davíð Blessing var einn þeirra.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Davíð að hann hafi fundið fyrir tölu-
verðum vilja til breytinga, bæði hjá
Reykjavíkurborg og lögreglunni.
„Við vorum mjög stórhuga og sum at-
riði kannski of stór til að hrinda beint
í framkvæmd,“ segir Davíð og nefnir
sem dæmi stéttarfélag dyravarða.
Davíð segir samtalið þó ekki hafa
verið til einskis. „Við höfum séð að
það er almennt lítið um árásir á dyra-
verði, og almennir borgara hafa sýnt
okkur mikinn samhug eftir þetta mál
[á Shooters],“ segir Davíð og bætir
við að málið virðist hafa opnað augu
margra fyrir því hve krefjandi starf
dyravarðarins er. „Hins vegar er það
þannig að þegar áfengi og fíkniefni
eiga samleið með fólki í andlegu
ójafnvægi þá er auðvitað alltaf ákveð-
in hætta á líkamsárásum.“
Frá því í fyrra hafa dyraverðir ver-
ið skyldugir til að sækja sérstök nám-
skeið þar sem meðal annars er farið
yfir áfengislöggjöf, samskipti við lög-
reglu, sjálfsvörn, brunavarnir og
fleira, og hljóta dyraverðir þjálfun
hjá lögreglu- og sjúkraflutninga-
mönnum. Davíð segir tilkomu nám-
skeiðsins mjög jákvæða og fyrir vikið
hafi samskipti lögreglu og dyravarða
batnað til muna.
alexander@mbl.is
Lögregla leitar
árásarmanna
Þrír menn réðust á dyraverði í miðbæn-
um Starfsumhverfi dyravarða hættulegt