Morgunblaðið - 25.11.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 Viljayfirlýsing var undirrituð um helgina um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgár- sveit. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu yfirlýs- ingu en fyrsti þáttur verkefnisins felur í sér breytingu á húsnæði á Laugalandi á Þelamörk, sem áður var heimavist fyrir Þelamerk- urskóla, í hagkvæmt íbúðar- húsnæði. Gert er ráð fyrir að þannig megi fjölga leiguíbúðum um allt að níu í sveitarfélaginu. Samkvæmt frétt velferðarráðu- neytisins á að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hafi verið á húsnæði í Hörgársveit um lengri tíma meðal annars vegna nálægðar við Akureyrarbæ, þar sem mikill vöxtur hefur verið undanfarin ár. „Það er spennandi kostur að nýta húsnæði sem fyrir er í sveit- arfélaginu til þess að fjölga íbúð- um í stað þess að láta það standa óhreyft og byggja nýtt,“ er haft eftir Ásmundi Einari eftir und- irritunina. Íbúðalánasjóður veitir þriggja milljóna króna þróun- arstyrk vegna útfærslu verkefn- isins. Heimavist verði íbúð- arhúsnæði  Fjölga leiguíbúð- um í Hörgársveit Ljósmynd/félagsmálaráðuneytið Þelamörk Samkomulagið um hús- næðisuppbygginguna innsiglað. Ljósaganga UN Women verður gengin í dag, á alþjóðlegum bar- áttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Markar hún upphaf 16 daga átaks þess efnis, sem UN Women á Íslandi og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. Gangan hefst klukkan 17 við Arnarhól og verður gengið að Bríetartorgi á horni Amtmanns- stígs og Þingholtsstrætis. Yfirskrift göngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Al- þýðusambandsins, leiða gönguna. Kerti veða seld á staðnum, málefn- inu til stuðning, og kosta 500 krónur. Mikilvægt að yfirlýsingum fylgi aðgerðir Í tilkynningu frá UN Women segir að í kjölfar MeToo- hreyfingarinnar hafi ýmis fyrir- tæki og stofnanir tekið af skarið og lýst því yfir að kynbundið of- beldi verði ekki liðið innan veggja fyrirtækisins. Gríðarlega mikil- vægt sé að vel unnin aðgerðaáætl- un fylgi slíkum yfirlýsingum, svo ekki standi orðin tóm. Stjórnendur fyrirtækja verði að tryggja að „al- gjört umburðarleysi gagnvart kyn- bundnu ofbeldi og áreitni verði að vinnustaðamenningu sem allt starfsfólk tileinkar sér“. Í því fel- ist meðal annars að úrvinnsla mála sé miðuð að þolanda, auk þess sem tryggja þurfi öruggar tilkynningaleiðir starfsfólks sem verði fyrir áreitni. Gengið gegn kynbundnu ofbeldi Ljósmynd/Birta Rán Ljósaganga Gengið verður frá Arnarhóli um Þingholtin.  16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst í dag Karlmanni um tvítugt hefur verið gert að sæta áframhaldandi gæslu- varðhaldi til 20. desember vegna al- varlegrar líkamsárásar á 17 ára gamla stúlku. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október. Héraðsdómur Reykjavíkur stað- festi á föstudaginn kröfu lög- reglustjóra um áframhaldandi varð- hald. Lögmaður mannsins sagði í samtali við vef Fréttablaðsins að niðurstöðunni yrði áfrýjað til Lands- réttar. Árásin var mjög harkaleg og gróf og fram hefur komið í fréttum að málið hafi jafnvel verið rannsakað sem tilraun til manndráps. Varðhald framlengt til 20. des.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.