Morgunblaðið - 25.11.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Björg Guðrún Gísladóttir sendi ný-
verið frá sér bókina Skuggasól sem er
eins konar framhald af fyrri minn-
ingasögu hennar, Hljóðin í nóttinni.
Sú síðarnefnda vakti mikla athygli
og var tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Þar gerir
Björg grein fyrir erfiðum uppvexti
sínum í Reykjavík og kynferðisof-
beldi sem hún varð fyrir.
„Í Skuggasól segi ég frá því hvern-
ig er að koma inn í fullorðinslífið með
svona reynslu á bakinu. Hvernig lífið
birtist manni þegar maður er með
skakka og brenglaða sjálfsmynd,“
segir Björg.
Spurð hvers vegna hún kjósi að af-
hjúpa sína lífssögu segir Björg:
„Ég starfa sem ráðgjafi hjá Stíga-
mótum, hef gert það í 21 ár og heyrt
ótal lífssögur. Ég held að flestir fari í
gegnum einhver áföll á lífsskeiðinu,
það er bara spurning hvenær þau
gerast og hvernig þau eru. Hugsun
mín með Skuggasól er að gefa fólki
von sem elst upp við erfiðar að-
stæður. Að setja í orð hvernig það er
að koma inn í fullorðinslífið með
brotna sjálfsmynd og koma því til
skila að það sé hægt að vinna sig í
gegnum brotna sjálfsmynd og öðlast
meiri lífsgæði.“
Skuggasól hefst þegar Björg er á
nítjánda ári og er flutt að heiman en
sagan teygir sig fram að deginum í
dag. Spurð um söguþráð bókarinnar
segir Björg:
„Þetta er svolítið um þessa beygl-
uðu eða brotnu sjálfsmynd, hvernig
hún birtist í líðan og ekki síst í hugs-
unum. Hvernig óvelkomnar hugsanir
geta bankað upp á og hvað þær gera
við mann. Bókin fjallar líka um það
hvernig afleiðingarnar birtast í sam-
böndum og um þessa leit að því að
tengjast sjálfum sér og finna sinn
stað í lífinu.“
Sólin líka hættuleg
Titillinn virðist nokkuð þversagna-
kenndur við fyrstu sýn.
„Titillinn kom óvænt til mín. Ég
kem með þessa brotnu sjálfsmynd
sem inniheldur skugga frá fortíðinni
sem banka upp á reglulega. Vegna
þess hugsaði ég að ég vildi að titillinn
vísaði til skugga því það er svo erfitt
að losna við þessar minningar og af-
leiðingar,“ segir Björg.
Sólina hugsaði hún um sem birtu til
mótvægis við dimma skugga.
„Maður fæðist inn í þessa veröld og
það er svo mikið sakleysi og varn-
arleysi í börnum. Fæðing barns er
svo mikil lífsgjöf, og færir mikla birtu
inn í líf okkar, eins og sólin er líf, gef-
ur öllu líf. Þannig að ég hugsaði með
mér að maður gæti líka verið svo
þakklátur fyrir lífið því það er svo
dýrmætt og fallegt líka. Þess vegna
skellti ég þessum tveimur orðum
saman og úr varð þetta nýyrði,
skuggasól,“ segir Björg og bætir við:
„Sólin getur samt líka verið hættu-
leg. Ég fjalla um það í bókinni, að sól-
in geti brennt okkur eins og lífið og
áföll geta brennt okkur í tilfinninga-
lífinu. “
Björg segir aðspurð að henni hafi
þótt nauðsynlegt að ljúka þeirri sögu
sem hún hóf með Hljóðunum í nótt-
inni og það geri hún með Skuggasól.
„Í Hljóðunum í nóttinni gaf ég
barninu röddina eða börnum sem búa
við heimilisofbeldi og alkóhólisma en í
þessari bók gaf ég ungu konunni rödd
og ég vona að Skuggasól geti fært
fólki von sem kemur úr svona brotnu
umhverfi, um að það sé hægt að öðl-
ast betra líf og finna sjálfan sig þó að
það taki tíma og orku.“
Brotin sjálfsmynd
og skuggar fortíðar
Björg Guðrún Gísladóttir gefur út aðra minningabók
Hefur starfað sem ráðgjafi hjá Stígamótum í 21 ár
Morgunblaðið/Eggert
Birta „Hugsun mín með Skuggasól er að gefa fólki sem elst upp við erfiðar
aðstæður von,“ segir Björg Guðrún um ástæðu þess að afhjúpa lífssöguna.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Tilfinningar og trúarhiti
Gústi – alþýðuhetjan, fiskimaðurinn
og kristniboðinn bbbnn
Eftir Sigurð Ægisson.
Hólar, 2019. Innbundin, 450 bls.
Að skrifa sögu Gústa guðsmanns – Ágústs
Gíslasonar – var þarft og nauðsynlegt. Í lif-
anda lífi fóru miklar sögur af þessum ákafa
trúmanni í síldarbænum, sem prédikaði á
torgum af miklum til-
finningahita. Áheyr-
endur voru sjaldnast
margir en boðskapurinn
og áhrifamáttur orðanna
var mikill, slíkur að
dropinn holaði steininn.
Fór svo að guðsmað-
urinn varð þjóðkunnur
fyrir trúarorðin sem lifa
enn þótt predikarinn sé
látinn fyrir um 35 árum.
Um manninn hafa verið sungin lög, af honum
reist stytta og nú er komin út bókin Gústi –
alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn.
Bók sr. Sigurðar Ægissonar er fróðleg.
Saga Gústa guðsmanns er rakin; æskuárin
vestur á fjörðum, trúarlegur mótunartími og
heimshornaflokk farmannsins sem fann sína
heimahöfn á Siglufirði, hvar hann bjó í meira
en hálfa öld. Lifði þar meinlætalífi í gömlum
bragga og sótti sjóinn. Ágóðinn fyrir aflann
sem veiddist rann svo nánast allur til trú-
boðastarfs eða annarra skyldra verkefna um
veröld víða.
Fjölmargar góðar ljósmyndir prýða bókina
og glefsur úr samtímaheimildum dagblaða,
sem nú eru auðfinnanleg á netinu, eru prýði-
legt innlegg.
Fram kemur í formála bókarinnar að höf-
undur hóf að afla gagna og heimilda árið
2002. Útkoman er 464 blaðsíðna bók, fræð-
andi og ítarleg í meira lagi. Segja verður þó
að höfundurinn hefði mátt grisja efnivið sinn
betur, sleppa ýmsum tilvitnunum en nota þær
frekar í heildstæða frásögn. Á færri blaðsíð-
um, knappari texta og grimmari úrvinnslu
heimilda hefði mátt draga fram skarpari
mynd af manni sem svo sannarlega markaði
spor með orðum sínum og athöfnum. Bókin er
því í raun fremur hröð sagnfræði en falleg
saga til yndislestrar. Slíkt hefði sömuleiðis
verið meira í ætt við boðskap Gústa guð-
manns, sem lengi mun lifa, meðal annars fyrir
tilstilli hinnar ágætu bókar, sem hér er til
umfjöllunar.
Skáldkonan og samtími hennar
Jakobína: saga skálds og konu bbbbn
Eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur.
Mál og menning, 2019. Innb., 240 bls.
Bókin Jakobína – saga skálds og konu er
fróðleg. Er reyndar miklu meira en lýsing á
lífi og ævi manneskju sem lét að sér kveða í
bókmenntum þjóðarinnar. Athygli lesandans
er strax vakin þegar segir frá æsku Jakobínu
við ysta norður á Hornströndum; í byggð á
fallanda fæti þar sem lífsskilyrðin voru þröng
og tilveran basl. En í þeirri auðn voru bók-
menntirnar sem ljós og lind.
„Hælavíkurheimilið er menningarsetur
bókmennta og kristinna fræða, því guðsorðið
snýst um fleira en þylja bænir hugsunarlaust.
Bína er snemma læs og fljót að læra kvæði …
Löngun Bínu til að verða
eitt af höfuðskáldunum
kviknar snemma,“ segir í
bókinni (bls. 40). Í þess-
um orðum er tónninn
gefinn; líf stúlkunnar
verður upp frá þessu
stranslaus barátta við að
skapa sér nafn á skálda-
þingi, og sá draumur er
samofinn þránni eftir
menntun. Slíkt stóð þó fátækri stúlku úr af-
skekktri byggð ekki til boða, fremur en flest-
um stúlkum sem fæddar voru snemma á 20.
öldinni. Hvernig Sigríður Kristín Þorgríms-
dóttir skrifar sögu móður sinnar er því öðrum
þræði fróðleg lýsing á ömurlegu hlutskipti
kvenna í íslensku samfélagi fyrr á tíð.
Sældardaga átti Jakobína ekki heldur í
Mývatnssveit, en þangað dró ástin hana.
Þrengsli, veikindi, fátækt og fjölskylduböl
gerðu lífið grátt. „Geðillska, rifrildi og læti
hafa ef til vill verið hluti af gamla sveita-
samfélaginu. Of mikil nánd þar sem enginn á
sitt einkarými og getur ekki farið í fýlu í friði.
Allir sofa í sama herberginu,“ segir á bls.
219.
Ævisaga Jakobínu Sigurðardóttur er að
stórum hluta byggð á bréfum úr fórum henn-
ar – og svo ýmsum frásögnum samferðafólks
og persónulegum minningum Sigríðar Krist-
ínar. Í miklu návígi við söguefnið er óhætt er
að segja að henni hafi tekist vel upp að skrifa
flókna sögu – bæði um móður sína en ekki
síður samfélag hennar og aldarfar. Í því
liggja góðir galdrar bókarinnar.
Trúarhiti
og góðir galdrar
Yfirlit yfir nýútkomnar ævisögur
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Ljósmynd/Guðni Einarsson
Trúmaður Guðmundur Ágúst Gíslason, Gústi guðsmaður, í Antonsbragga á Siglufirði árið 1980.