Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9:30-12.30, nóg pláss. Hreyfi- salurinn er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda kl. 10.20. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Göngu- bretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 10.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir. S: 535 2700. Áskirkja Okkar árlega jólahlaðborð verður 28. nóvember kl 19. Mæting kl. 18.30. Matur frá Grillvagninum. Síldartvenna, hangikjöt, hamborgarhryggur og lambalæri ásamt meðlæti. Ís og ávextir. Söngur og gleði. Happdrætti á sínum stað. Verð 6500 kr. Skráning hjá Petreu í síma 891 8165 fyrir 26. nóvember. Allir velkomnir. Safnaðar- félag Áskirkju Dalbraut 18-20 Brids kl.13 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10 ef verður leyfir. Byrjen- dur í línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30. Handavinnuhornið kl. 13. Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Minnum á Jólamarkaðinn 30. nóv. kl. 10-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Hjúkrunarfræðingur kl. 10. Núvitund kl. 10.30. Silkimálun kl. 12.30. Göngutúr um hverfið kl. 13. Handaband kl. 13. Bridge kl. 13. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10- 13.30. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist kl. 15.30. Verið öll hjartan- lega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikf. Sjál. kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9.30. Kvennaleikf. Ásg. kl. 11. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Zumba salur Ísafold. kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9 Boccia æfing, kl. 9.30 postulíns- málun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 kóræfing hjá Söngvinum, kl. 19 skapandi skrif. Gullsmára Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9 og 17. Handavinna og Bridge kl. 13. Félagsvist. kl. 20. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12. Myndmennt kl. 9. Ganga í Haukahúsi kl. 10. Gaflarakórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 8.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20 og kaffi kl. 14.30-15.30. Jóga með Ragnheiði kl. 12.05. Tálgun – opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki í stólum kl. 13.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll. Dans í Borgum kl. 11. Prjónað til góðs í listasmiðju Korpúlfa í Borgum kl. 13 og félagsvist í Borgum kl. 13. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum í umsjón Gylfa kl 13 í dag og kóræfing Korpusystkina kl. 16 í dag í Borgum í umsjón Kristínar kórstjóra. Allir hjartanlega velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16. Gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri stofunni kl. 15.30. Uppl í s.411 2760. Selfoss Kl. 9-16 dagskrá samkvæmt stundaskrá. Seltjarnarnes Gler, neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 13. Handavinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. "Gaman sam- an nk. fimmtudag 28. nóvember kl. 17. Veitingar, dans og söngur. Skráning á Skólabraut, Eiðismýri og í síma 893 8900. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30, umsjón Tanya. Enska, námskeið kl. 12.30 og 14.30. Leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Vantar þig fagmann? FINNA.is Gabríel, einn af mínum elstu og allra nánustu vinum, það er svo sárt að halda áfram lífsgöngunni án þess að hafa þig mér við hlið. Við gátum setið saman heilu klukkutímana, hlustað á tónlist og talað saman um öll okkar vandamál eða hvað sem okkur lá á hjarta. Samband okkar var einstakt, það skipti engu máli þó að við hittumst ekki í einhvern tíma, við bættum upp all- an tímann sem við höfðum ekki hist og meira en það á nokkrum mínútum. Ég gat sagt þér allt og þú mér, fáum treysti ég betur en þér. Allar fallegu, fyndnu, skemmtilegu minningarnar sem við sköpuðum saman verða í hjarta mínu þangað til að það slær í síðasta skipti. Ég veit að þú vakir yfir okkur og verndar okkur, enda fallegasta sál sem hægt er að finna. Ég og þú að eilífu, engillinn minn. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson. Gabríel Jaelon Skarpaas Culver ✝ Gabríel JaelonSkarpaas Cul- ver fæddist 17. júlí 1998. Hann lést 9. nóvember 2019. Útför Gabríels fór fram 22. nóv- ember 2019. Elsku Gabríel minn, ég á mjög erf- itt með að tjá mig um nýliðna atburði. Ekki er langt síð- an við fórum saman að hitta Gumma sósu í Star Wars og kúr. Síðustu mánuðir voru erfiðir, ég veit það. Takk fyrir að hafa leyft mér að vera þinn trúnaðar- vinur undanfarna mánuði. Ég man í sumar þegar okkur leið báðum illa yfir stelpumálun- um okkar og hughreystum hvor annan. Við ætluðum að læra saman rafvirkjun og fara saman í harkið í iðnaðinum. Við fylgdumst að eig- inlega allt okkar líf, hittumst fyrst í sex ára bekk og urðum strax góð- ir vinir, við vorum góðir saman. Mikið af minningum kemur strax upp í huganum, t.d. allar árshátíðirnar undanfarin ár og útilegurnar með gamla liðinu úr Langó. Það var aldrei langt í gleðina og vitleysuna þegar maður var í kringum þig, kallinn minn. Í dag mun ég koma í Lang- holtskirkju og kveðja þig. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu og huga að eilífu, elsku vinur minn. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þinn vinur, Birgir Þór. Árið er 1999. Lítill krullhærður strákur með bollukinnar og spé- koppa verður til þess að gamlar vinkonur hittast á ný eftir að lífið hafði leitt þær í ólíkar áttir í nokk- ur ár. Nú tuttugu árum síðar kveður hann okkur þessi fallegi strákur en skilur eftir óteljandi minningar sem enginn getur frá okkur tekið. Minningar um leiðir okkar fjölskyldnanna tveggja, sem legið hafa saman frá kjallara- íbúðunum á Bugðulæk og Brekkustíg yfir í fullorðinsíbúð- irnar á Sólvallagötu og Dyngju- vegi. Minningar um bros og barnaafmæli, grát og gleði en fyrst og fremst um væntumþykju og vinabönd sem aldrei munu slitna. Allt vegna þín, elsku Gabrí- el. Takk fyrir að elska okkur og leyfa okkur að elska þig. Tilhugs- unin um vanlíðan þína undanfana mánuði er óbærileg en við brosum í gegnum tárin því þannig munum við þig best – brosandi út að eyr- um, með „glimt i øyet“ og óstýri- látar krullurnar í allar áttir. Elsku hjartans Eva mín og Þórólfur, Lilja ljósið okkar og Sonja sólskinsbros. Þetta tökum við saman. Guðrún Harpa og Erlendur (Elli sprelli), Kristín María og Bjarni Magnús. ✝ Halldóra Ing-unn Guðmunds- dóttir fæddist í Hafnarfirði 16. október 1927. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. nóv- ember 2019. Foreldrar Hall- dóru voru Þórunn Matthildur Þor- steinsdóttir frá Tungu í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi f. 30. jan- úar 1896, d. 24. júní 1934, og Guðmundur Bergmann Guð- mundsson eldsmiður, f. 8. febr- úar 1897 á Setbergi við Hafnar- fjörð, d. 16. desember 1977. Þau bjuggu í Hlíð í Hafnarfirði. Seinni kona Guðmundar var Sig- urbjörg Vigdís Guðbrandsdóttir, f. 14. desember 1909, d. 21. júlí 1988. Bræður Halldóru eru Gunnar, f. 1925, og Þorsteinn, f. 1931. Uppeldissonur Guðmundar og Sigurbjargar Vigdísar: Hjört- ur, f. 1942. Eiginmaður Halldóru var Friðrik Ingimar Jónsson raf- virki, frá Gjögri í Árneshreppi á Ströndum, f. 12. október 1922, d. 20. maí 2016. Foreldrar hans voru Benónía Bjarnveig Frið- riksdóttir, f. 1897, d. 1976, og Jón Magnússon sjómaður, Fögru- brekku á Gjögri, f. 1886, d. 1946. Systkini Ingimars eru: Fjóla, f. 1918, látin, Magnús, f. 1920, urðsson. Sonur Halldóru er Guð- mundur Bergmann Pálsson, f. 1978. Dóttir Péturs er Olga, f. 1980. Synir Halldóru og Péturs eru Pétur Valur, f. 1988, og Frið- rik Þór, f. 1991. Barnabörn Hall- dóru og Péturs eru 12, ellefu eru á lífi. 6) Bergþóra Vigdís, f. 15. júlí 1957. Maður hennar er Einar Th. Jónsson. Börn þeirra eru Guðrún Margrét, f. 1983, og Jón, f. 1987. Barnabörn Bergþóru og Einars eru þrjú. 7) Jón, f. 1963. Kona hans er María Ósk Stein- þórsdóttir. Börn þeirra eru Þengill, f. 1993, og Sara Glóð, f. 1994. Jón og María eiga eitt barnabarn Halldóra fæddist á Vest- urbraut 1 í Hafnarfirði en flutti stuttu síðar á Merkurgötu 7. Þegar hún var fimm ára flutti fjölskyldan í Hlíð, hús sem föð- urafi hennar og -amma byggðu 1907 og stóð skammt frá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar ólst hún upp. Halldóra vann á sínum yngri árum á St. Jós- efsspítala, Ljósafossi og á Djúpa- vík en síðar húsmóðir og við ræstingar hjá Pósti og síma frá 1967 til 1997. Lengst af bjuggu Halldóra og Ingimar á Tunguvegi 74 í Reykjavík en síðar í Naustahlein 18 í Garðabæ. Útför Halldóru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25. nóvember 2019, klukkan 15. látinn, Guðbjörn Gunnar, f. 1926, lát- inn, Margrét Jóna, f. 1928, látin, Lilja, f. 1930, Kristín, f. 1932, Guðrún, f. 1933, Gísli, f. 1935, Guðríður Hall- fríður, f. 1936, Ingi- björg Jakobína, f. 1938, og Guð- mundur Þ., f. 1939. Halldóra og Ingi- mar kynntust á Djúpavík 1947 og gengu í hjónaband 31. desember 1949. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Matthildur, f. 6. janúar 1949. Börn hennar eru Ingimar Friðrik Jóhannsson, f. 1967, Kristín Hraundal, f. 1974, og Pálína Ósk Hraundal, f. 1982. Barnabörn Þórunnar eru sex, fimm eru á lífi. Hún á eitt barnabarnabarn. 2) Bjarnveig, f. 25. janúar 1952, d. 2. apríl 1952. 3) Bjarnveig, f. 4. mars 1953. Maður hennar er Magnús Agnarsson. Börn þeirra eru Agnar, f. 1971, Halldóra Ing- unn, f. 1976, Anna Guðný, f. 1977, og Jón, f. 1984. Barnabörn Bjarnveigar og Magnúsar eru níu. 4) Guðrún Ingunn, f. 20. júlí 1954. Maður hennar er Kristinn G. Ólafsson. Börn þeirra eru Kol- brún, f. 1975, Atli Rúnar, f. 1990, og Ingunn Erla, f. 1993. Barna- börn Inngunnar og Kristins eru fimm. 5) Halldóra, f. 15. júlí 1956. Maður hennar er Pétur M. Sig- Við fráfall Dóru ömmu streyma fram myndir og minningabrot sem gott er að ylja sér við. Hún skipaði stóran sess í mínu lífi frá bernsku og var alltaf til staðar. Fyrir nokkuð mörgum árum bauð ég ömmu með mér í ferða- lag. Hún var heldur betur til í það. Ferðinni var heitið upp í Hraun- eyjar og nutum við samverunnar bæði. Á leiðinni austur fór hún að segja mér eitt og annað frá æsku- árum sínum í Hafnarfirði. Margt hafði ég ekki heyrt áður en þó sumt. Ég valdi eitt sinn æsku- heimili hennar sem ritgerðarefni í skóla og þá lýsti hún fyrir mér Hlíð og umhverfinu þar. Nú fór- um við að rifja þetta upp. Hún sagði mér frá afa sínum og ömmu sem einnig bjuggu í Hlíð, hestin- um Bleik sem afi hennar átti og hundinum Kóp. Þá stóru kistunni sem var inni í herbergi ömmu hennar, en það herbergi var alltaf kallað baðstofa, og í kistunni geymdi gamla konan matvæli, að- allega þurravöru. Niðri í kjallar- anum var svo súrmaturinn í tunn- um og saltkjötið og fannst mér þessar lýsingar minna á sveita- heimili og gamla þjóðmenningu. Hafnarfjörður var auðvitað ólíkur því sem hann er nú og var sam- bland af sveit og bæ þegar amma var að alast upp. Ég var ein eyru, hlustaði með athygli á frásögn hennar enda alltaf verið sólginn í gamlan fróðleik. Varð ég margs vísari og sá þarna inn í gamla tíma. Ég fann að hún naut þess að segja frá góðum stundum, atburð- um og fólki í Firðinum. En lífsbar- áttan var líka hörð hjá ömmu á þessum árum, sérstaklega eftir móðurmissinn 1934 eins og nærri má geta. Við náðum svo vel saman í þessari ferð að hún hefur greypst í huga mér. Það var siður ömmu og afa að gefa barnabörnum og barna- barnabörnum sálmabók á ferm- ingardaginn. Amma sá um að kaupa bækurnar og koma þeim til mín. Ég skrifaði svo nafn ferming- arbarnsins í bókina og blessunar- óskir gömlu hjónanna. Vandaði ég til verks eins og ég best kunni með skrauti og litum. Þetta var sam- eiginlegt verkefni okkar ömmu um árabil og alltaf var hún ánægð og þakklát fyrir verkið, sem ég vann fyrir hana með mikilli gleði. Þær eru orðnar býsna margar bækurnar í gegnum tíðina enda hópurinn þeirra stór. Amma var ekki manneskja sem bar tilfinningar sínar á torg en heilsteypt og traust. Hún var fé- lagslynd, hafði gaman af að spjalla við fólk og tók þátt í félagsstarfi á Hrafnistu meðan hún gat. Sjón- depra háði henni hins vegar síð- ustu árin. Ég vildi helst hvergi annars staðar vera en hjá henni og afa þegar ég var lítill. Var reyndar mikið hjá þeim þá og síðar bjó ég hjá þeim um tíma. Þar var afar gott að vera. Í heimsóknum seinna meir fann ég oft öryggistilfinn- inguna frá æskuárunum þegar komið var á heimilið. Allt var þar í föstum skorðum og haldið í hefðir. Eitthvað svo notalegt og gott. Þegar ég heimsótti ömmu síðustu árin á Hrafnistu, í vistlega her- bergið hennar þar, fylgdi hún mér fram ganginn þegar ég fór, kvaddi innilega og þakkaði kærlega fyrir komuna. Þetta var regla. Svo tók ég lyftuna niður og gekk út í dag- inn, enn umvafinn væntumþykju hennar. Með þakklæti og virðingu kveð ég nú elsku ömmu mína með þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og ógerlegt er að segja í fáum orð- um. Blessuð sé minning hennar. Ingimar Friðrik Jóhannsson. Nú hefur elsku amma Halldóra kvatt þetta líf og er komin á fund afa og litlu stúlkunnar þeirra sem hún saknaði svo sárt og talaði svo oft um. Ég á svo margar góðar minningar sem ég ylja mér við nú þegar amma er farin. Þegar ég vissi að nú væri stutt í að hún myndi kveðja sóttu á mig allar góðu minningarnar sem ég á frá því ég var lítil stelpa og fram á síðustu ár. Kleinubakstur á Tunguveginum, jólasmáköku- bakstur, hálfmánar og súkku- laðikökur voru þar efst á blaði, all- ar dásamlegu ferðirnar í Fögru- brekku norður á Ströndum, jóla- boðin á Tunguveginum og seinna í Naustahleininni. Þegar við amma fórum saman í Kringluna fyrir jól- in að kaupa jólagjafir og það var alltaf fastur liður að koma við á kaffihúsi og fá okkur gott að borða saman. Ég veit að ömmu þótti jafnvænt um þessar samveru- stundir og mér. Allt eru þetta svo góðar minningar sem ég hlýja mér við og er þakklát fyrir hverja stund með ömmu og afa sem hafa nú sameinast í sumarlandinu. Takk elsku amma fyrir alla hlýjuna og góðvildina í gegnum tíðina, eitt er víst, að alltaf átti ég skjól hjá ykkur afa. Mig langar að enda þessi fátæk- legu orð á bæn sem minnir mig á ömmu: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Halldóra Ingunn Magnúsdóttir. Halldóra Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.