Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 ✝ BergþóraÓlafsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1923 í Kefla- vík. Hún lést á Nes- völlum í Reykjanesbæ 17. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru þau Guð- björg Vilhjálms- dóttir frá Stóra-Hofi á Rang- árvöllum, f. 9. nóvember 1896, d. 8. ágúst 1986, og Ólafur Ás- grímsson frá Gljúfri í Ölfusi, f. 19. nóvember 1884, d. 12. ágúst 1926. Systkini hennar eru: Magnús, Dagbjört, Hallveig og Úlfhildur. Faðir hennar drukknaði 12. ágúst 1926 og fór hún þá í fóstur til Magnúsar Magn- ússonar, f. 24. sept- ember 1869, og Önnu Sigríðar Guð- mundsdóttur, f. 6. desember 1873, í Króki í Garði. Þar ólst hún upp og eru fóstursystkini hennar: Guðrún, Sesselja, Magnea og Sigurður. Á nýársdag 1942 giftist hún Björgvin Ingimundarsyni frá Garðstöðum í Garði, f. 25. jan- úar 1917, og fluttu þau þá í ný- byggt hús sitt í Háteig í Garði. Bjuggu þau þar næstu 60 árin eða þar til Björgvin lést. Börn þeirra eru: a) Anna Magnea, f. 19. júlí 1941, maki Jósep Benediktsson og eiga þau fjögur börn. b) Ólafur, f. 22. október 1942, maki Ella Sjöfn Ellertsdóttir, d. 20. september 2012, og eiga þau fimm börn. c) Magnús, f. 7. ágúst 1945, maki Hulda Matthíasdóttir, og eiga þau þrjú börn. d) Inga Jóna, f. 23. ágúst 1959, maki Freymóður Jensson og eiga þau þrjú börn. Langömmubörnin eru 38 og langalangömmubörnin orðin 21. Bergþóra var heimavinnandi húsmóðir, ásamt því tók hún virkan þáttt í fiskvinnslufyr- irtæki þeirra hjóna. Útför Bergþóru fer fram frá Útskálakirkju í dag, 25. nóv- ember 2019, klukkan 15. Elsku Þóra, mín kæra frænka. Ég kom sem barn reglulega til þín og Björgvins í Háteig með for- eldrum mínum og ömmu. Það voru notalegar heimsóknir. Þið fullorðna fólkið sátuð og spjölluðu og ég naut þess að vera með. Allt- af var eitthvert heimabakað góð- gæti á boðstólum. Seinna þegar bæði Björgvin og amma höfðu kvatt okkur komum við mamma oft til þín. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn, því þú hafðir frá svo mörgu að segja. Skemmtileg- ar sögur frá því þegar þú varst ung og frá búskaparárum þínum. Amma mín og afi komu þar oft við sögu. Mér fannst dýrmætt að heyra hversu ánægð þú varst að hafa alist upp hjá Önnu og Magn- úsi í Króki. Þau voru ekki blóð- skyld þér en þangað komst þú fyrst þriggja mánaða, og varst al- komin til þeirra þriggja ára. Þú fékkst ástríkt uppeldi og áttir þar uppeldisbróður og þrjár systur. Guðrún amma mín var ein þeirra og þið voruð miklar vinkonur. Enginn skildi tengslin og kærleik- ann á milli okkar, frænka. En hjörtu okkar slógu í takt og við nutum þess að vera saman. Þegar ég kom í heimsókn spurðir þú allt- af um fjölskylduna og gleymdir aldrei neinum. Þú vildir vita hvort það væru ekki allir við góða heilsu. Einnig hvort eitthvað skemmti- legt væri um að vera hjá fólkinu. Þú varst mjög fróð. Mundir ótrú- legustu hluti. Það var oft sagt á heimili foreldra minna og þegar systurnar frá Sjónarhóli hittust: „Við verðum að muna að spyrja Þóru að þessu.“ Oftast hafðir þú svarið á reiðum höndum. Það var sama hvort það var eitthvað gam- alt úr Sandgerði eða eitthvað sem sneri að fjölskyldunni. Þú kunnir ógrynnin öll af ljóð- um. Gast þulið upp ljóð sem voru mörg erindi. Davíð Stefánsson var í uppáhaldi hjá þér. Þú varst iðin í höndunum og gerðir marga fal- lega hluti. Perlufestar eru eitt af því sem þú gerðir. Ég er svo hepp- in að eiga fallega festi frá þér sem ég ber í jarðarförinni þinni í dag. Þér þótti erfitt hin síðustu ár að geta ekki gert meira í höndunum. Þig vantaði félagsskap og meira líf í kringum þig. Það er dálítið síðan þú byrjaðir að tala um að þetta væri orðið gott. Þú værir tilbúin að sofna og vakna ekki hér aftur. Oft varstu heldur döpur þegar við komum og þér leiddist. En þú hresstist fljótlega og varst í sólskinsskapi þegar við kvödd- umst. Fyrir tveimur vikum hugsaði ég mikið til þín. Þú fórst ekki úr huga mér og ég ákvað að fara í heimsókn til þín eftir vinnu. Það var mjög dregið af þér og þú móktir fyrst í stað, en síðan gátum við spjallað saman. Mikið er ég þakklát í dag að hafa hlustað á til- finninguna um að fara til þín, því við áttum saman yndislega kvöld- stund. Þú talaðir um ömmu og að þú vildir fara að hitta hana. Spurð- ir mig hvort ég héldi að þeir sem væru farnir fylgist með okkur. Við vorum sammála um það að fólkið okkar fylgdist með okkur úr Sum- arlandinu. Við kvöddumst eins og við vissum að þetta yrði í síðasta skiptið. Ákváðum að ef við hefðum rétt fyrir okkur myndir þú láta mig vita. Elsku Þóra mín, mér þykir óendanlega vænt um þig. Ég mun geyma minningar um þig í hjarta mínu um ókomin ár. Þín Guðbjörg Harpa. Kveðja til Bergþóru frænku. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Í dag kveðjum við yndislega móðursystur okkar sem var okkur svo kær. Með þessum orðum þökkum við Bergþóru frænku alla gæskuna og þolinmæðina við okkur systur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Soffía, Ólöf, Selma og Guðbjörg Antonsdætur. Þegar komið er að kveðjustund hellast minningar yfir. Þóru hef ég þekkt nánast alla mína ævi eða allt frá því að Hulda, systir mín, og Maggi, sonur Þóru, felldu hugi saman og á ég ótelj- andi hlýjar og yndislegar minn- ingar frá samferð okkar. Ein er mér þó kærust. Fyrir sex árum var svo komið að Bergþóra og móðir mín, Stef- anía Bergmann, fluttu á sama sól- arhringnum á hjúkrunarheimilið Garðvang og bjuggu þar saman í herbergi þar til ári seinna að starf- semi Garðvangs var lokað. Voru vistmenn fluttir á glæsilegt hjúkr- unarheimili Hrafnistu í Reykja- nesbæ. Þær voru „prinsessurnar“ og fengu að velja sér herbergi. Fyrir valinu urðu herbergi hlið við hlið, með útsýni yfir sjóinn og öll ljósin í Reykjavík og Bláfjöllum. Það er ekki auðvelt skref að taka, flutningur á hjúkrunarheimili, og þó að fjölskyldur beggja legðu sig allar fram við að létta skrefin þá jafnaðist ekkert á við þann styrk sem þær veittu hvor annarri og með tímanum myndaðist milli þeirra einstök vinátta þar sem virðing, umhyggja og traust voru í fyrirrúmi. Fyrir þessa fallegu einstöku vináttu erum við systkinin enda- laust þakklát. Ég vil trúa að draumur Þóru hafi ræst, að Björgvin hafi loksins sótt hana og þau brunað á Volvo- inum inn í eilífðina. Hjartans þakkir fyrir alla elsk- una, Þóra mín. Þín Guðlaug (Gulla). „Þetta líður allt eins og lækur sjávar til,“ sagði hún Bergþóra móðursystir í einni heimsókninni fyrir nokkrum árum þar sem við sátum við eldhúsborðið og rædd- um einhver tilbrigði við lífið og til- veruna. Þetta sambland af gam- ansemi og æðruleysi fannst mér einkenna afstöðu hennar til lífsins. Bergþóra og Björgvin. Það þarf ekki annað en að segja þessi nöfn saman, þá vita þeir sem til þekkja að þau eiga saman í tíma og eilífð. Með aðdáun horfði ég á þau bjástra hlið við hlið við eldhús- borðið, að finna til með kaffinu þegar maður kom í heimsókn. Milli þeirra var einhver látlaus samhljómur sem fór ekki framhjá manni. Háteigur stendur hvítt og reisulegt á vegamótum aðeins ut- an við aðalbyggðina í Garði. Volvó- inn þeirra á hlaðinu við bílskúrinn og saltfiskverkunarhúsin hinum megin við húsið. Þau tóku á móti manni í dyrunum brosandi með opinn faðminn. Heimilið var eins og húsráðendur fallegt og umvefj- andi. Þegar ég kom fyrst til þeirra voru elstu börnin þeirra, Anna, Óli og Maggi, flutt að heiman en bara örverpið hún Inga Jóna heima. Ég kynntist Bergþóru fyrir al- vöru, nú á síðari árum, þegar ég fór með mömmu í bíltúra suður í Garð í heimsókn og seinna á Hrafnistu í Keflavík. Þetta voru engar skylduheimsóknir, þær voru skemmtilegar og gefandi. Bergþóra var alvörugefin en samt líka svo stelpuleg, stálminnug og fróð. Hún spurði spurninga af áhuga og nennti að hlusta á svör og vangaveltur. Hún hafði svo sterka og hlýlega nánd þegar hún sagði kannski við mömmu „Hadda, manstu eftir skyrinu hjá henni ömmu á Ásabergi“ eða „Nína, mér finnst það svo gaman þegar þið komið með vínarbrauð úr bakaríi, það minnir mig svo á hana mömmu þegar hún var að koma til mín með fullar töskur“. Það var gaman að hlusta á þær systur rifja upp ýmislegt frá því þegar Bergþóra kom austur á Eyrarbakka í heimsókn til afa þeirra og ömmu þegar þær voru stelpur. Þær rifjuðu líka upp ljóð og fóru með hvor fyrir aðra og var unun að hlusta á hvað þær töluðu gerðarlegt og fallegt mál. Berg- þóra hafði leyndardómsfulla og góða frásagnarhæfileika. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir og kunni að segja til á notalegan hátt og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Berg- þóra náði því að verða níutíu og sex ára og var orðin lúin að leið- arlokum. Þegar ég sagði henni frá andláti mömmu núna í sumar, þá sagði hún blátt áfram „það vildi ég að hún hefði tekið mig með sér“ líkt og þetta væri bara eins og að fara í hvert annað ferðalag. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessa ein- stöku frænku. Þessa bæn fór hún með í einni heimsókninni og sagð- ist halda mikið upp á hana: Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgrímur Pétursson Ps. 4) Ég bið Bergþóru allrar Guðs- blessunar og öllum hennar mikla ættlegg. Jónína Óskarsdóttir. Bergþóra Ólafsdóttir ✝ GunnarTryggvi Reyn- isson fæddist 1. mars 1971 á fæð- ingarheimilinu við Eiríksgötu í Reykja- vík. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. nóvember 2019. Foreldrar hans eru Björg Rósa Thomassen, f. 29. janúar 1947, og Reynir Ásgeirs- son, f. 30. júní 1945. Bræður Gunnars eru: Björn Þór, f. 1966, maki Ragnheiður Júlíusdóttir; Róbert Már, f. 1967, maki Berg- þóra Sigurðardóttir; og Einar Þröstur, f. 20. mars 1981, sam- býliskona Maggý Jónsdóttir. Samfeðra bróðir er Arnar Þór. Gunnar kvæntist 25. júní 2005 Ingibjörgu S. Frostadóttur, f. 29. júlí 1975. Börn þeirra eru: Björg Valdís, f. 25. september 1997, Ísak Logi, f. 7. maí 1999, og Tristan Freyr, f. 13. febrúar 2010. Áður hafði Gunnar eignast dóttur, Alexíu Rós, f. 1991, sem var ættleidd. Gunnar ólst upp í Reykjavík til fimm ára aldurs en flutt- ist þá með fjöl- skyldu sinni í sveit að Svarfhóli í Hval- fjarðarstrand- arhreppi, síðar Hvalfjarðarsveit. Hann lauk grunn- skólanámi frá Heið- arskóla í Leirár- sveit og fór síðan í framhaldsnám að Reykholti í Borgarfirði. Eftir það fór Gunn- ar til Flateyrar og sótti þaðan sjóinn í nokkur ár. 1995 flutti Gunnar til Reykja- víkur, þar sem hann kynntist Ingibjörgu og þau hófu búskap. Gunnar stundaði síðan sjó- mennsku, vann sem skiltasmiður hjá fyrirtækinu Augljós merk- ing, starfaði hjá Norðuráli um tíma og að lokum hjá bílabúðinni H. Jónssyni. Útför Gunnars Tryggva fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 25. nóvember 2019, klukkan 13. Eftir harða baráttu við krabbamein er frændi minn, Gunnar Tryggvi Reynisson, lát- inn, langt um aldur fram, frá eig- inkonu, uppkomnum börnum og ungum syni. Hann var þriðji í röð fjögurra sona Bjargar Thom- assen og Reynis Ásgeirssonar bróður míns frá Svarfhóli í Hval- fjarðarsveit, þar sem þessi öfluga og samhenta fjölskylda úr Reykjavík bjó af dugnaði og rausn í þrjátíu ár. Gunnar Tryggvi var hávaxinn, þrekinn og rammur að afli eins og faðir hans og bræður. Á okkar harðbýla landi gátu slíkir menn valið úr vinnu áður fyrr og geta það enn. Gunnar Tryggvi fór til sjós á togurum og þótti skipa sitt rúm. Hann hafði ekki einungis mikla líkamsburði heldur bar hann einnig mikla persónu. Hvar sem hann fór fundu förunautar hans fyrir því hreinlyndi, rósemi og festu sem voru honum eigin- leg. Þegar hvalveiðar voru at- vinnuvegur dvaldi ég oft að Svarfhóli á vorin áður en vertíðar hófust og stundum tók ég þátt í smölun á haustin. Ég var þá ung- ur maður en frændur mínir á barnsaldri og okkur gafst tóm til að tala margt saman. Ég man hvað Gunnar Tryggvi var íhugull og gjörhugull drengur. Á Svarf- hóli sér vel til stjarna því Esjan skyggir á birtu borgarljósanna. Undir stjörnubjörtum himni horfðum við á leiðir vetrarbraut- arinnar logagulli drifnar og reyndum að áætla ótölulega mergð reikistjarnanna sem hlyti að hverfast um sólnasæginn. Við urðum vissir um að alheimurinn væri fullur af lífi því það sam- rýmdist ekki Skaparans gæsku- ríka tilgangi að enginn fengi að sjá fegurð allra sólarupprásanna. Einhvern tímann hitti ég Gunnar Tryggva á krossgötum þegar hann var unglingur í heim- sókn í höfuðborginni. Að honum höfðu safnast menn sem þótti sopinn helst til góður og voru af þeim sökum utangarðs. Vísast höfðu þeir lítt að segja af alúð samborgaranna. En þarna höfðu þeir mætt ungum stæðilegum manni sem ekki aðeins virti þá viðlits, heldur kom til móts við þá þar sem þeir voru á vegi staddir og ræddi við þá lífsins rök af ígrundun og skynsemi. Þannig var hann ætíð; yfirvegaður, hlýr og traustur. Þegar stofnað var mótorhjóla- félagið Norse Riders spurði for- maðurinn hvern við gætum feng- ið í þá mikilvægu stöðu sem nefnist „road captain“ hjá sum- um en hann vildi að héti „ármað- ur“ að sið víkinga. Gunnar átti hjól og ég vissi að óhætt var að mæla með honum ef hann vildi ganga í okkar raðir. Mér kom ekki á óvart hversu fljótt hann ávann sér virðingu og vináttu hinna snjáðu vélhjólagarpa sem eru þó heldur seinteknir og fárra manna viðhlæjendur. Við ætluð- um saman langar leiðir en nú verður það ekki framar í þessum heimi. Þar til yfir lauk tókst frændi minn á við sjúkdóminn af aðdáun- arverðu þolgæði og hugrekki. Það lýsir honum vel að þegar sýnt var að hverju stefndi var það hann sem huggaði ástvini sína og taldi í þá kjark þar sem hann lá á dánarbeði. Nú er lítt til siðs að tala um trú. En við Gunnar Tryggvi erum báðir skírðir og fermdir til krist- innar trúar. Og ég segi: Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir. Þá hlakka ég til að hitta þig aftur, frændi og vinur. Baldur Gunnarsson. Leiðir okkar lágu saman vest- ur á Flateyri veturinn 1991 en okkar einstaka vinátta byrjaði þegar við ákváðum að fara í smá bíltúr til Evrópu. París er ein af borgunum sem eru eftirminnileg- ar. Það eina sem við vissum um París var Eiffel-turninn. Þegar við komum leist okkur ekkert á blikuna; svona umferð höfðum við aldrei séð áður. Við vorum skíthræddir að keyra þarna. Eina markmiðið í þessari stöðu var að koma auga á Eiffel-turninn, leggja bílnum og finna hótel. Það tók okkur um þrjá klukkutíma að finna þennan turn og þegar við sáum hann var hann í margra kílómetra fjarlægð. Þau voru snör handtökin við stýrið þegar Gunni sá turninn; ég tók u- beygju á gatnamótum á rauðu ljósi og keyrði beint inn á bílaplan á einhverju hóteli. Á eftir okkur kom annar bíll þar sem snarbrjál- aður franskur ökumaður frussaði út úr sér skömmum yfir aksturs- lagi mínu og var hann mjög fljót- ur að hlaupa út úr bílnum sínum að okkar bíl þar sem hann baðaði út höndunum og var mjög við- skotaillur því ég hafði svínað á honum. Þessi lágvaxni maður lækkaði talsvert róminn og róað- ist aðeins þegar ég steig út úr bílnum, því franski froðukallinn rétt náði mér að öxlum. En skelf- ingarsvipurinn gjörbreyttist þeg- ar Gunni stóð upp úr bílnum enda Gunni höfðinu hærri en ég. Varð hann svo hræddur að hann hljóp eins og eldibrandur í bílinn sinn og botnaði hann þannig að Hamilton í formúlunni hefði verið stoltur. Okkur þótti þetta svo fyndið að við vorum brosandi að þessu það sem eftir lifði ferðar. Daginn eftir tókum við leigubíl að Eiffel-turninum. Síðan löbbuð- um við að Notre-Dame-kirkjunni þar sem við kláruðum filmuna á myndavélinni. Þaðan tókum við leigubíl að Versölum, nema þetta var sami leigubílstjóri og við höfðum tekið fyrr um daginn þegar við fórum í turninn. Hon- um þótti það svo magnað að hann bauð okkur í flotta útsýnisferð um það helsta í París. Hann var svo glaður því þetta hafði aldrei gerst áður og líkurnar á því sennilega ansi litlar. Í allri gleðinni hjá bílstjóranum var okkur ekkert sérstaklega skemmt því okkur fannst lyktin alveg hræðileg í bílnum. Þar sem bílstjórinn var franskur og kunni enga íslensku gátum við talað um þetta án þess að móðga hann. Við vorum sammála um að hann hlyti að vera algjör sóði miðað við alla þessa lykt sem var í bílnum. Gunni var með þá kenningu að það væri mögulega lík í skottinu. Okkur var orðið verulega flökurt þegar við komumst loksins að höllinni. Eftir að við vorum búnir að borga bílinn áttuðum við okk- ur á því að eftir alla gönguna í París voru allar rifurnar undir íþróttaskónum fullar af frönskum hundaskít sem útskýrði lyktina í bílnum! Eftir París fórum við sunnar í álfuna þar sem væri heitara og var stefnan tekin á Portúgal. Eft- ir þessa þriggja vikna ferð varð vinátta okkar innsigluð og mun ég sakna þín mikið. Ég votta vin- konu minni og eftirlifandi eigin- konu Gunna mína dýpstu samúð, börnum, foreldrum og systkin- um. Ólafur Kristjánsson og Andrea Hilmarsdóttir. Gunnar Tryggvi Reynisson HINSTA KVEÐJA Pabbi minn. Ég elska þig út fyrir endimörk alheimsins og til baka. Þinn Tristan Freyr. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningar- greinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.