Morgunblaðið - 27.11.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  279. tölublað  107. árgangur  KEPPIR TIL ÚRSLITA ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ TÍMABIL SÓFA- VEIÐANNA TUGMILLJ- ARÐA EIGNIR STJÓRNENDA NÝ VEIÐIBÓK 29 VIÐSKIPTAMOGGINNUNGUR PÍANÓLEIKARI 4 Það var glatt á hjalla hjá skautandi fólki á Rauða- vatni þegar sólin var að setjast síðdegis í gær. Indælir litatónar böðuðu fólkið og svellið þó að varla hafi verið rauða slikju að sjá. Friðsælt en kalt vetrarveður er á landinu þessa dagana og er útlit fyrir að það haldist þannig næstu daga. Morgunblaðið/Eggert Skautandi skuggamyndir skemmtu sér á svellinu „Ég hélt sjálfur áður fyrr að spila- fíkn væri einhvers konar hliðarfíkn með áfengis- eða vímuefnavanda. Ég áttaði mig engan veginn á því hvað hún er sterk fyrr en ég kynntist fólki sem er að berjast við þetta.“ Þetta segir Jónas, karlmaður á fimmtugsaldri, en fyrrverandi eigin- kona hans er spilafíkill og spilaði eingöngu í spilakössum. Hann vill ekki koma fram undir nafni af tillitssemi við fyrrverandi konu sína og segir að spilafíknin hafi valdið þeim nægilegum þjáningum nú þegar. „Hún spilaði fyrir skírnargjöf son- ar okkar. Lét sig hverfa og eyddi hátt í milljón á mánuði. Eitt það versta var þegar við höfðum mælt okkur mót í Grasagarðinum á af- mælisdegi sonar okkar þar sem við ætluðum að eiga skemmtilegan dag. Þegar hún kom ekki fór ég að leita að henni og fann hana á næsta spila- kassastað,“ segir Jónas, sem segir fyrrverandi konu sína hafa verið spilafíkil þegar þau kynntust. Hún leitaði sér þá aðstoðar og var óvirk í um tíu ár en hóf þá að spila aftur og eyddi, að sögn Jónasar, 4-5 milljónum í spilakassa á 5-6 mán- uðum. »10 Spilaði fyrir um milljón á mánuði  Skírnargjöf sonarins fór í spilakassa Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Spilafíkn Jónas segir sögu fyrrverandi konu sinnar sem er spilafíkill. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er auðvitað nauðsynlegt að geta gripið til einhverra úrræða, en að nýta heimild til götulokana og banna umferð hefur ekki verið rætt og yrði hvergi vinsælt,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til heimildar til að takmarka eða tímabundið banna um- ferð ökutækja þegar mengun fer yfir heilsufarsmörk eða hætta er talin á að svo verði. Heimild þessa er að finna í nýjum umferðarlögum sem að óbreyttu taka gildi 1. janúar nk. Til grundvallar slíku banni skal liggja fyrir rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna mengunar. Ásthildur segir umferðarbann hljóta að vera „allra síðasta úrræði“ sem sveitarfélög myndu grípa til. „Þegar menn grípa til þess ráðs að banna umferð, þá hljóta þeir að hafa reynt öll önnur úrræði án árangurs“. Morgunblaðið setti sig í samband við flesta bæjarstjóra á höfuðborgar- svæðinu í þeim tilgangi að leita álits þeirra á hugsanlegu umferðarbanni á mengunardögum. Enginn þeirra tók vel í hugmyndina. „Mín fyrstu viðbrögð eru nei,“ sagði bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Sagði sá einnig nauðsynlegt að horfa til „hófstilltari og vægari úrræða“. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ sagði meðal annars „ekki skynsamlegt“ að loka fyrir bílaumferð á stofnæð á borð við Vesturlandsveg. Bæjarstjóri Kópavogs sagði götu- lokun vegna mengunar einungis leiða til enn verra ástands og bæjar- stjórinn í Garðabæ sagði götulokanir ekki koma til greina nema „í ýtrustu neyð“ að vel ígrunduðu máli. „Yrði hvergi vinsælt“  Bæjarstjórar eru ekki hrifnir af hugsanlegu umferðarbanni á mengunardögum  Bann við bílaumferð aldrei annað en „allra síðasta úrræði“ og „í ýtrustu neyð“ MBæjarstjórar gegn … »6 Markaðsherferðin svartur föstudag- ur virðist ná sífellt betur til lands- manna. Á meðan veltan hjá raftækja- versluninni Elko, sem hefur verið áberandi í tengslum við herferðina frá árinu 2015, hefur þrefaldast frá því að fyrirtækið bauð fyrst upp á til- boð á þessum degi, hyggjast forsvars- menn Kringlunnar, Smáralindar og Hafnartorgs m.a. lengja afgreiðslu- tíma sína. Í verslunum á Hafnartorgi í mið- borg Reykjavíkur verður opið til mið- nættis, í Kringlunni verður opið til kl. 21 og opið verður til kl. 22 í Smára- lind. Forsvarsmenn Kringlunnar bú- ast við 25 þúsund gestum á föstudag og á undanförnum árum hafa 17 til 20 þúsund manns farið í Smáralind á þessum degi. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tilboð Svartur föstudagur heillar. Búast við 25 þúsund manns  Rithöfund- urinn Ragnar Jónasson náði í gær þeim áfanga að hafa selt millj- ón eintök af bók- um sínum. Af bókunum milljón hefur Ragnar selt minnst hérlendis eða 65 þúsund eintök. Bækur hans hafa selst vel erlendis en flestar bækur hefur Ragnar selt í Frakk- landi eða 500 þúsund eintök. »6 Milljónasta bók Ragnars seldist Ragnar Jónasson  Níu þingmenn úr sex stjórn- málaflokkum á Alþingi vilja afnám 70 ára aldurstakmörkunar í starfs- mannalögum ríkisins og hafa þeir lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. Er þar lagt til að fjár- mála- og efnahagsráðherra, ásamt félags- og barnamálaráðherra, hefji viðræður við samtök opin- berra starfsmanna um afnám þeirra ákvæða úr lögum sem tak- marka starf opinberra starfsmanna við 70 ára aldur. Samninganefnd sveitarfélaga samdi á dögunum við iðnaðarmannafélög í ASÍ um heim- ild til að framlengja ráðningar starfsmanna sem náð hafa 70 ára aldri en ríkisstarfsmenn eiga ekki kost á svipuðum lausnum að óbreyttum lögum. »4 Vilja afnám 70 ára aldurstakmörkunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.