Morgunblaðið - 27.11.2019, Page 2

Morgunblaðið - 27.11.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Á endanum erum við öll á sama báti og blaðamenn líka og verkefni næstu daga eru að finna leið til þess að blaðamenn geti orðið hluti af þessari stóru heild lífskjarasamn- inganna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en kjara- samningur Blaðamannafélags Ís- lands og samtakanna var felldur í atkvæðagreiðslu í gær. Alls greiddu 147 atkvæði eða 38,7% fé- lagsmanna. Þar af sögðu 36 já, eða 24,5% og 105 sögðu nei eða 71,4%. Sex skiluðu auðu. Halldór segir að SA geti lítið bor- ið að samningaborðinu til viðbótar, þau hafi spilað sínum ásum út. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir að blaðamenn hafi sent skýr skilaboð um að þeir vilji hóflegar breytingar á kjörum sínum sem henti starfsstéttinni og að hann voni að á þá verði hlustað. Blaðamenn felldu samning  SA vilja sam- þykkt um lífs- kjarasamninginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Talning Atkvæði voru talin í húsnæði Blaðamannafélagsins í Síðumúla. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tilkynnt Joy – Eyjagleði ehf. í Vest- mannaeyjum að starfsleyfi fyrir- tækisins verði afturkallað næstkom- andi föstudag, ef þá hafi ekki verið gerðar útbætur á aðstöðu fyrir- tækisins og starfsemi. Joy er veit- ingastaður með ísbúð. Fjölmargar athugasemdir eru gerðar við aðstöðu á veitingastaðn- um í bréfi sem Heilbrigðiseftirlitið sendi fyrirtækinu 13. nóvember sl. eftir að málið var kynnt á fundi heil- brigðisnefndar Suðurlands. Varða athugasemdirnar húsnæði og búnað, þrif, meindýravarnir, hreinlæti, vörn gegn mengun og mælingar á hita- stigi matvæla. Jafnframt kemur fram að hluti at- hugasemdanna hefur verið gerður eftir þrjár skoðanir á síðasta ári og í ár án þess að nokkur viðbrögð hafi borist eða tímasettar áætlanir um framkvæmdir. Hóta að loka ísbúð í Eyjum  Engin viðbrögð við athugasemdum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Embætti landlæknis flytur á Höfðatorg og verður í Katrínartúni 2, 6. hæð. Stefnt er að því að opna þar á morgun klukkan 10. Undanfarið hefur emb- ættið verið til húsa á Rauðarárstíg 10. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra svar- aði nýlega fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni al- þingismanni sem spurði m.a. um kostnað við hús- næði landlæknisembættisins. Fram kom í svarinu að greiðslur til leigusala húsnæðis embættisins á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi námu samtals 110 milljónum frá 1. janúar 2011 til 28. febrúar 2015. Meðaltalsleiga á fermetra á tímabilinu var 1.692 krónur. Greiðslur fyrir rafmagn og hita námu 7,6 milljónum á tímabilinu. Eftir að Lýðheilsustöð og embætti landlæknis voru sameinuð varð húsnæðið við Austurströnd of lítið. Landlæknisembættið fékk aðsetur á Barónsstíg 47 árið 2011. Greiðslur til leigusala þar frá 1. júní 2011 til 9. maí 2019 námu samals 370,7 milljónum króna og greiðslur fyrir rafmagn og hita námu samtals 13,8 milljónum á tímabilinu. Mygla fannst á Barónsstíg 47 samkvæmt úttekt tveggja aðila. Kostnaður vegna myglunnar, þ.e. húsaleiga í Skógarhlíð frá febrúar 2018 til apríl 2019, þrif í Skógarhlíð, úttekt verkfræðistofu, skýrsla óháðs matsmanns og sendibílakostnaður nam samtals 18,7 milljónum. Einnig kemur fram að leiga fyrir Barónsstíg 47 sé ógreidd frá því að riftun var lýst yfir. Áfallinn kostnaður komi til skuldajafnaðar við leigukröfu frá því að riftun var lýst yfir og þar til húsnæðið var afhent. Þá hefur embætti landlæknis gert kröfu um endurgreiðslu áfallins kostnaðar á hend- ur leigusala, að svo miklu leyti sem hann verður ekki greiddur með skuldajöfnuði. Landlæknir flytur í Katrínartún  Tíðir flutningar embættisins á síðustu árum  Greiðslur til leigusala námu 110 milljónum frá 2011 til 2015  Kostnaður vegna myglu nam tæplega 19 milljónum Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfðatorg Landlæknisembættið er að flytja í Katrínartún 2 en það hefur verið á Rauðarárstíg. Skrifstofu Spalar, rekstrarfélags Hvalfjarðar- ganga, á Akranesi var endanlega lokað í gær og skilti fyrirtækisins tekið niður. Síðasti starfs- maður félagsins var Anna Kristjánsdóttir en hún fylgdist með því þegar smiðir frá Trésmiðjunni Akri, Baldvin Þór Þórunnarson og Baldvin Þór Guðmundsson, tóku skiltið sem var utan á húsinu niður. Gylfi Þórðarson, einn af frumkvöðlum Spalar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félags- ins, var einnig viðstaddur þessa sögulega stund. Í dag verður síðasta herbergi skrifstofunnar tæmt og þar með lýkur skrifstofuhaldi Spalar sem hófst árið 1996. Eins og flestum er kunnugt eignaðist Vega- gerðin Spöl síðasta vor. Anna Kristjánsdóttir var þá framkvæmda- stjóri félagsins en hefur eftir það verið starfs- maður Vegagerðarinnar. Skiltið sem tekið var niður í gær er eign Vega- gerðarinnar líkt og annað sem Spölur lætur eftir sig. Magnús H. Ólafsson, arkitekt á Akranesi, hannaði merki Spalar. Það sást fyrst á bygging- arteikningum sem hann vann að fyrir Spöl í að- draganda gangagerðarinnar. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Spölur skellir í lás eftir 23 ára rekstur Tryggja þarf að stjórnir frjálsra félagasamtaka sem eru á samn- ingi við Sjúkra- tryggingar Ís- lands um veitingu heilbrigðisþjón- ustu hlutist ekki til um faglegan rekstur slíkra stofnana. Þetta kemur fram í hlutaúttekt embættis landlæknis á Reykjalundi en í tilfelli Reykjalundar eru það SÍBS sem eru á samningi við Sjúkratryggingar Íslands. „Við tökum ábendingar frá land- lækni alvarlega. Við munum vinna úr þeim eftir bestu getu,“ segir Stef- án Yngvason, formaður starfs- stjórnar Reykjalundar. Samkvæmt úttektinni má rekja óánægju starfsfólks á Reykjalundi til margra samverkandi þátta en starfsfólk taldi að framkoma stjórn- ar SÍBS gagnvart starfsfólki Reykjalundar hefði ekki verið „lip- ur“. thorunn@mbl.is Framkom- an ólipur Stefán Yngvason  Hlutaúttekt birt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.