Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 4

Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 LEIKFÖNG úr silki Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Ástu Dóru Finnsdóttur, 12 ára píanó- leikara, sem í næstu viku tekur þátt í stórri árlegri tónlistarkeppni í sjón- varpi fyrir unga tónlistarmenn í Rússlandi. Keppnin gengur undir nafninu Nutcracker og er hún haldin í 20. sinn. Þar verður hún meðal 16 þátttakenda sem keppa á píanói og komst Ásta Dóra í úrslitakeppnina eftir forval. Þetta er í annað sinn sem Ásta Dóra tekur þátt í þessari keppni, en í fyrra lenti hún í 4.-6. sæti. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ásta Dóra þegar vakið athygli fyrir hæfi- leika sína og hlotið ýmis verðlaun. Næsta laugardag mun Ásta Dóra koma fram á tvennum jólatónleikum Barratt Due-tónlistarskólans í Ósló og leikur sem einleikari eitt verk á báð- um tónleikunum. Þessir tónleikar hafa notið vinsælda en þeir fara fram í Dómkirkjunni í Ósló og var Ásta Dóra valin til þátttöku eftir forval. Á ferð og flugi Haustið 2018 hóf Ásta Dóra nám við Menntaskólann í tónlist og er kennari hennar Peter Máté. Í gærkvöldi tók hún þátt í tónleikum MÍT í Hann- esarholti. Ásta Dóra er einnig nem- andi við Barratt Due-tónlistarskól- anum í Ósló og þar er Marina Pliassova frá Rússlandi kennari hennar. Þar er Ásta Dóra á náms- braut fyrir hæfileikarík ungmenni og hefur hún farið 22 sinnum til Óslóar frá september 2017 til að sækja einka- tíma, meistaranámskeið og fyrir- lestra. Hún hefur á þessu ári einnig farið til Danmerkur, Finnlands og Grikklands til að sækja meistara- námskeið og einnig til að koma fram á tónleikum. Keppninni í Rússlandi verður að hluta sjónvarpað um allt Rússland og verður einnig á netinu. Keppt verður í þremur umferðum og verður fyrsta umferðin 2. desember. Átta kepp- endur komast áfram í 2. umferð, sem verður 3. desember. Aðeins þrír kom- ast í lokaumferðina 9. desember. Ungt tónlistarfólk 14 ára og yngra frá 22 löndum og 36 svæðum í Rúss- landi tók þátt í forkeppninni. 48 kom- ust áfram og eiga 18 lönd fulltrúa í úr- slitunum, en þar keppa 16 ungir tónlistarmenn í þremur flokkum; píanó, strengjahljóðfæri og blásturs- og ásláttarhljóðfæri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tónlist Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari heldur til Rússlands í næstu viku og tekur þátt í stórri tónlistarkeppni. Árið viðburðaríkt hjá 12 ára gömlum píanóleikara  Ásta Dóra keppir í Rússlandi og verður einleikari í Ósló Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Umræða færist í aukana um að opn- að verði á sveigjanlegri starfslok op- inberra starfsmanna og að þeim verði gert kleift að starfa áfram eftir að þeir ná 70 ára aldri. Í kjarasamningum Reykjavíkur- borgar við viðsemjendur borgarinn- ar hefur um skeið verið í gildi ákvæði um að heimilt sé að endurráða starfs- menn þegar þeir ná 70 ára aldri í allt að tvö ár en aðrir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga kveða hins vegar á um 70 ára ald- urshámark starfsmanna. Að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfé- laga, er til umræðu þessa dagana í yf- irstandandi kjaraviðræðum að opna á þessa heimild. „Við erum svona að þoka því inn núna og reyna að opna á þessa heimild.“ Sveitarfélögin sömdu á dögunum við iðnaðarmannafélög í ASÍ um heimild til að framlengja ráðningar starfsmanna sem náð hafa 70 ára aldri í nýgerðum kjarasamningum við iðnaðarmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum. Þar segir að vinnuveitanda sé heimilt að fram- lengja ráðningu eða endurráða starfsmann, sem hefur náð 70 ára aldri og látið hefur af föstu starfi, í annað eða sama starf í allt að tvö ár óski starfsmaður þess. Komið tilefni til að meta starfs- mannalögin í heild sinni? Ríkisstarfsmenn eiga ekki kost á að semja um sveigjanleg starfslok við ríkið þar sem lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kveða fortakslaust á um að opinberir starfsmenn skuli láta af störfum við 70 ára aldur. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, segir ljóst að þetta sé ekki kjarasamningsmál hjá ríkinu heldur sé mælt fyrir um þetta í lögum. „En mér finnst að orðræðan um þetta og ýmislegt fleira bendi til þess að það sé mögulega að verða tilefni til að leggja mat á núverandi starfs- mannalög í heild sinni,“ segir hann. Breyttir tímar Níu alþingismenn úr sex stjórn- málaflokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um af- nám 70 ára aldurstakmörkunar í starfsmannalögum ríkisins. Leggja þingmennirnir til að fjármála- og efnahagsráðherra, í samráði við fé- lags- og barnamálaráðherra, hefji viðræður við samtök opinberra starfsmanna um afnám þeirra ákvæða úr lögum sem takmarka starf opinberra starfsmanna við 70 ára aldur. Bjarkey Olsen Gunnars- dóttir, þingmaður VG, er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar en meðflutn- ingsmenn koma úr þingflokkum VG, Framsóknarflokks, Pírata, Flokki fólksins, Samfylkingu og Sjálfstæð- isflokki. „Markmiðið með tillögunni er að veita opinberum starfsmönnum möguleika á vera áfram í starfi eftir að 70 ára aldri er náð, ef þeir vilja og treysta sér til,“ segir í greinargerð tillögunnar. Rifjað er upp að þegar aldurshá- mark var lögfest í starfsmannalögum árið 1954 voru skoðanir skiptar í greinargerð um hvort lögbjóða skuli aldurshámark opinberra starfs- manna og þá við hvaða aldur skuli miðað. „Eru þar tíunduð þau rök með ald- urstakmörkuninni að 60-70 ára gaml- ir menn væru yfirleitt ekki lengur fullgildir starfsmenn, að sjaldnast viðurkenndu þeir það sjálfir og að veita þyrfti ungum mönnum færi á að komast til starfa,“ segir í greinar- gerð þingsályktunartillögunar. Benda þeir á að lífsgæði og aðstæður hafi breyst mikið frá því að lög um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins voru sett. Auknar lífslíkur og bætt heilsa fólks hafi gert því kleift að starfa lengur en það gerði áður. SNS semur um sveigjanleg starfslok  Þingmenn 6 flokka vilja afnám 70 ára reglunnar hjá ríkinu „Fyrir mig er þetta náttúrlega alveg stórkost- legt,“ segir söngvarinn Ragn- ar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna. Hann komst í gær á lista lista- manna sem hljóta heiðurslaun. Raggi segir þau mikla viðurkenningu. „Ég bjóst engan veginn við þessu og var lengi að átta mig á þessu þeg- ar umboðsmaðurinn minn hann Ein- ar hringdi og sagði mér frá þessu í dag [í gær]. Ég var í raun hálfhissa en ég er auðvitað voða þakklátur.“ Við þessi tímamót rifjar Raggi upp byrjun ferilsins. „Ég er búinn að vera í þessum bransa eiginlega stanslaust í 65 ár. Ég byrjaði að spila á trommur þegar ég var fimmtán ára með pabba mínum, Bjarna Böðvarssyni. Ég man að þegar ég söng í fyrsta skipti þá hafði ég verið að raula eitthvað inni í stofu og svona og ég hélt að enginn væri heima en svo kallar pabbi á mig og segir: „Heyrðu, nú áttu að syngja dúett með Sigurði Ólafssyni.“ Ég man alltaf fyrstu línuna í textanum: „Ég gef þér koss mín kæra“,“ syngur Raggi undurfagurt fyrir blaðamann. ragnhildur@mbl.is Gleymir aldrei fyrstu sönglínunni  Raggi hlýtur heiðurslaun listamanna Ragnar Bjarnason Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við finnum fyrir þessari fækkun,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga á Landspítal- anum. Komum erlendra ósjúkratryggðra einstaklinga á bráðamóttökuna í Fossvogi hefur fækkað nokkuð á síð- ustu misserum. Í nýliðnum október komu 163 ósjúkratryggðir útlend- ingar á bráðamóttökuna en í sama mánuði árið 2017 voru þeir 211. Í september síðastliðnum voru slíkar komur 209 samanborið við 251 árið 2018. Erlendum ferðamönnum hefur sem kunnugt er fækkað nokkuð hér frá fyrri árum. Jón Magnús segir í samtali við Morgunblaðið að skýring á fækkun koma á bráðadeild liggi að líkindum helst í færri ferðamönnum. „Hluti skýringarinnar gæti reyndar verið að við réðumst í aukið samstarf og kynningu á Læknavaktinni og bráðatímum heilsugæslunnar. Kannski leita fleiri í þá góðu þjón- ustu.“ Hann segir aðspurður að starfs- fólk bráðamóttöku finni vel fyrir um- ræddri fækkun. „Það munar um þetta vegna allra skráningar- og tryggingarmála sem þeim fylgja. Umsýsla við hvern og einn slíkan sjúkling tekur miklu meiri tíma en við sjúkling með íslenska kennitölu. Því munar meira um þessa fækkun en sams konar fækkun á íslenskum sjúklingum.“ Komur erlendra einstaklinga á MBT í Fossvogi Fjöldi ósjúkratryggðra erlendra einstaklinga 2017-2019 400 300 200 100 0 2017 2018 2019 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 163 127 Heimild: LSH 323 Færri ótryggðir útlendingar á slysó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.