Morgunblaðið - 27.11.2019, Page 6

Morgunblaðið - 27.11.2019, Page 6
SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ný umferðarlög, sem að óbreyttu taka gildi 1. janúar næstkomandi, kveða m.a. á um heimild til að tak- marka eða tímabundið banna um- ferð þegar mengun er yfir heilsu- farsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Til grundvallar slíku banni skal liggja fyrir rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna meng- unar, studdur mæliniðurstöðum og mengunarspám. Ljóst má vera að lokun vega og svæða, þ.m.t. stofn- æða, á höfuðborgarsvæðinu kallar á víðtækt samstarf sveitarfélaga, lög- reglu og Vegagerðar. Þeir bæjar- stjórar sem Morgunblaðið ræddi við í gær eru allir á einu máli; götu- lokanir koma vart til greina. „Mín fyrstu viðbrögð eru nei. Að loka fyrir bílaumferð hugnast mér alls ekki,“ segir Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og heldur áfram: „Þetta er ekki spenn- andi kostur og í raun ólíklegt að hægt verði að framkvæma hann.“ Aðspurð segir Rósa nauðsynlegt að horfa til „hófstilltari og vægari úrræða“ í stað þess að banna bíla- umferð almennings. „Einhver boð og bönn í þessu samhengi hugnast manni bara alls ekki þó færa megi rök fyrir því að tilgangurinn sé góð- ur. Við hljótum að geta gripið til annarra leiða til að bregðast við stöðunni,“ segir hún. Götuþrif hafa reynst vel Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir menn þar glíma við svifryksmengun með götuþrif- um. Slíkt hafi skilað góðum árangri. „Okkar helsta æð er Vesturlands- vegur og það væri ekki skynsamlegt að loka honum. Það væri mun mál- efnalegra að þrífa veginn og ryk- binda þegar aðstæður eru með þeim hætti,“ segir hann og bætir við að götusópun hafi dregið úr mengun innan marka sveitarfélagsins. „Þessi mál eru þó alltaf til skoð- unar hjá okkur og það má til að mynda nefna að við höfum áhuga á að setja upp mæli til að fylgjast með loftgæðum í sveitarfélaginu. Og það er í raun í undirbúningi,“ segir hann. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, tekur í svipaðan streng. Götulokanir á stofnæðum og vegum sveitarfélagsins eru ekki inni í myndinni, að hans mati. „Við höfum tekið á þessu máli með því að þrífa vegina okkar. Það hefur breytt mjög miklu þar sem okkar helsta vandamál er, til að mynda í Kópavogsdal. En að loka götum vegna mengunar – ég sé það bara ekki gerast. Ég reikna því ekki með að Kópavogur beiti þessu heimildar- ákvæði,“ segir hann. Þá segir Ármann ljóst að götulok- un vegna mengunar muni einungis leiða til verra ástands. „Ég veit ekki hvernig í ósköpunum við ættum að fara að því að loka til dæmis Nýbýla- vegi. Ef lokað er á einum stað þá eykst bara álagið á öðrum stað. Þetta er mjög flókið samspil og það er alls ekki hlaupið að því að fara að loka götum,“ segir hann. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir „hættuástand“ þurfa að skapast áður en gripið er til rót- tækra aðgerða á borð við götu- lokanir á höfuðborgarsvæðinu. „Menn ættu ekki að gera svona nema í ýtrustu neyð og svona þarf að vera vel ígrundað,“ segir hann. „Við munum auðvitað taka þátt í þessu samtali og skoðum það með öðrum sveitarfélögum hvað hægt sé að gera. Ég á ekki von á því að eitt sveitarfélag taki af skarið og loki einhvers staðar án samráðs.“ Ekki náðist í Ásgerði Halldórs- dóttur, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi. Útfærslan ekki á hreinu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður um- hverfis- og heilbrigðisráðs Reykja- víkurborgar, segir ekki búið að út- færa nákvæmlega hvaða úrræði það eru sem sveitarfélög gætu gripið til þegar kemur að því að koma bönd- um á loftmengun vegna umferðar. „Strangt tiltekið vitum við ekki enn útfærsluna. En við ætlum að skoða hvað hefur heppnast best í kringum okkur. Við þurfum aftur á móti að vera tilbúin með ákveðið verklag og geta stutt það með tölu- legum gögnum þegar stefnir í svif- ryks- og mengunardaga,“ segir hún. Þá segir Líf mikla þörf á því að bregðast við mengun á höfuðborg- arsvæðinu. „Ég held við getum öll verið sammála um að við viljum ekki svona ástand og að þörf sé á að ná þessu niður. Þetta er ekki einkamál Reykvíkinga,“ segir Líf og bendir á að samvinna sé lykillinn í þessu. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að engin vinna væri haf- in þar í tengslum við umræddar heimildir í nýjum umferðarlögum. Bæjarstjórar gegn götulokunum  Ný umferðarlög kveða á um heimildir til að takmarka eða banna umferð ökutækja þegar loft- mengun er mikil  Bann kallar á víðtækt samstarf sveitarfélaga, lögreglu og Vegagerðarinnar Morgunblaðið/RAX Loftmengun Svifryk og útblástur frá ökutækjum er orðið að miklu vandamáli á höfuðborgarsvæðinu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og teymis- stjóri hjá Umhverfisstofnun, segir svifryk valda slæmum áhrifum á heilsu fólks. „Það er jafn viðurkennt innan vísindaheimsins að svifryk skaðar heilsu fólks eins og reykingar skaða heilsu fólks. Þó höfuðborgarsvæðið sé kannski ekki stórt í samhengi við stórborgir erlendis, þá koma oft slæmir dagar hér sem eru áþekkir þeim sem koma upp í stórborgum á borð við Lundúnir og París,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Ragnhildar hafa auknar innlagnir á sjúkrahús vegna lungna- og hjartasjúkdóma verið tengdar við svifryk. „Það sama á við um heilablóðföll. Einnig er búið að finna samband á milli svifryksmengunar og dauðsfalla,“ segir hún enn fremur og bætir við að börn séu sérstaklega útsett fyrir svona mengun. Mengun í anda stórborga SÉRFRÆÐINGUR HJÁ UMHVERFISSTOFNUN www.fi.is Myndakvöld Ferðafélags Íslands Þá er komið að myndakvöldi í kvöld, miðvikudag, 27. nóvember. Þemað er að þessu sinni snjór og ís á framandi slóðum. Ragnar Th. Sigurðsson sem er löngu kunnur fyrir myndir sínar frá Íslandi og framandi slóðum sýnir myndir frá Svalbarða. Þá sýna Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson myndir frá ferð sinni með skútu og á kayak um Scoresbysund á Grænlandi. Ljósmyndir þeirra Þóru Hrannar og Sigurjóns prýða m.a. árbók FÍ 2019 um Mosfellsheiði svo og nýútkomna gönguleiðabók um sama svæði. Myndakvöldið er í sal FÍ í mörkinni 6 og hefst kl. 20:00. Boðið er upp á kaffiveitingar í hléi. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Myndakvöld verður í sal FÍ í Mörkinni 6 miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20.00 Höskuldur Daði Magnússonhdm@mbl.is „Þetta er bæði rosalega ánægjulegt og fyllilega verð- skuldað,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld. Þeim áfanga var fagnað í gær að spennusagnahöfund- urinn Ragnar Jónasson hefur selt eina milljón eintaka af bókum sínum. Hefur hann selt 500 þúsund bækur í Frakklandi, 250 þúsund í Bretlandi, 100 þúsund í Banda- ríkjunum og 65 þúsund á Íslandi. Að sögn Péturs hafa vinsældir Ragnars úti í heimi aukist hratt undanfarið og síðasta árið lætur nærri að á tveggja mínútna fresti hafi verið seld bók eftir Ragnar einhvers staðar í heiminum. „Þetta er frábær árangur hjá Ragnari. Það tók auðvitað tíma að vinna þessi lönd erlendis og það var ekki fyrr en svona 2016 að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru,“ segir Pétur Már. Fyrsta bók Ragnars kom út 2009 og hefur hann gefið út nýja bók á hverju ári síðan. Bækur Ragnars hafa verið gefnar út í rúmlega tuttugu löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada og flestum Evrópulöndum. Þá hafa bækurnar komið út í Japan, Suður-Kóreu og Ástr- alíu auk þess sem útgáfuréttur hefur verið seldur til Eþí- ópíu. Nú í haust komu bækur út á spænsku og kata- lónsku í fyrsta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda er tyrknesk útgáfa væntanleg í desember og á næsta ári bætast við Holland, Noregur, Makedónía, Arg- entína og Mexíkó. Þá verða bækurnar komnar út í 30 löndum. Um helgina valdi The Sunday Times nýjustu bókina á ensku, Drunga (The Island), sem eina af fimm bestu glæpasögum ársins í Bretlandi. Dimma var í sumar til- nefnd sem bók ársins í Svíþjóð. Í Frakklandi og Svíþjóð hafa bækur Ragnars náð efstu sætum metsölulista á árinu. Nýjasta bókin, Hvítidauði, var seld til risaforlags- ins Macmillan í Bandaríkjunum áður en hún kom út. Ragnar Jónasson rýfur milljón eintaka múrinn  Miklar vinsældir í Frakklandi  Útgáfa í yfir 20 löndum Ljósmynd/María Margrét Jóhannsdóttir Milljón bækur Hólmfríður Helga Jósefsdóttir keypti milljónasta eintakið af bókum Ragnars Jónassonar (t.h.) í gær og fékk að launum myndarlegan blómvönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.