Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 14

Morgunblaðið - 27.11.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Spilafíkn erandstyggi-legt fyrir- bæri. Í Morgun- blaðinu og á mbl.is hefur Anna Lilja Þórisdóttir undanfarna daga fjallað um spilafíkn og afleiðingar hennar og verður framhald á þeirri umfjöllun á komandi dögum. Þess eru dæmi að heilu fjöl- skyldurnar hafi verið á vonar- völ vegna spilafíknar. Um sex þúsund Íslendingar munu eiga við verulegan spilavanda að glíma. „Amma spilafíkill. Það er ég,“ sagði 65 ára gömul kona í einu viðtalinu. Hún áætlar að hafa eytt 30 til 50 milljónum í spilakassa á tíu ár- um. Alma Hafsteinsdóttir, við- skiptafræðingur og fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sér- hæfingu í spilafíkn, þekkir sjúkdóminn af eigin raun. Hún segir að skortur á úrræðum fyrir fíkla sé alvarlegt mál. Alma er með heimasíðuna spilavandi.is þar sem hægt er að finna upplýsingar um spila- fíkn og fara í sjálfspróf með því að svara spurningum um fjárhættuspil og hegðun. Spilakassar hafa verið sagðir skæðastir þegar kemur að spilafíkn. Í einum kassa er hægt að tapa 360 þúsund krón- um á klukkustund að sögn Ölmu og bætir hún við að ekki sé óalgengt að langt leiddir spilafíklar spili í tveimur kössum samtímis. Hér á landi reka tvö fyrirtæki spila- kassa, Happdrætti Háskóla Ís- lands og Íslandsspil, sem er í eigu Rauða kross Íslands (64%), Landsbjargar (26,5%) og SÁÁ (9,5%). Í fyrra voru tekjur þessara fyrirtækja af spilakössum rúm- ir 12,2 milljarðar króna að því er fram kom í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, fyrr á árinu. Að nafninu til er þessi starf- semi í þágu góðs málstaðar. En spyrja má hvort málstaðurinn sé orðinn að aukaatriði. Í fyrra var hagnaðurinn af spilaköss- unum 1,9 milljarðar. Það er vissulega álitleg upphæð, en þó aðeins um 15% af heildartekj- unum. Hætt er við að góð- gerðarfélag sem aðeins tækist að nýta 15% aflaðs fjár í þágu málstaðar yrði fyrir gagnrýni og myndi jafnvel missa stuðn- ing. Ætti eitthvað annað að gilda um spilakassa? Fórnarkostnaður þessarar fjáröflunarleiðar er gríðar- legur. Og þegar milljónirnar eru flognar getur spilafíkillinn ekki einu sinni huggað sig við að peningarnir hafi runnið til góðs málefnis því að þeir fóru að mestu í að viðhalda og reka spilakassana. Spilafíkn getur valdið miklum skaða}Allt lagt undir Nú þegar rúmurhálfur mán- uður er til kosninga í Bretlandi er Íhaldsflokkurinn með töluvert for- skot á Verka- mannaflokkinn. Þó er ekki hægt að ganga út frá því að Íhaldsflokkurinn nái meiri- hluta, jafnvel þó að kannan- irnar séu nærri lagi, sem vita- skuld er óvissu háð. Spennan er þess vegna mikil enda mikið í húfi, einkum það sem snýr að útgöngu Breta úr Evrópusam- bandinu, Brexit. Leiðtogi Verkamannaflokks- ins, Jeremy Corbyn, hefur tek- ið mjög undarlega afstöðu í því máli, sem er að taka ekki af- stöðu. Slíkt afstöðuleysi er vita- skuld afar ótrúverðugt fyrir leiðtoga flokks og mann sem sækist eftir að verða forsætis- ráðherra og hefur veikt hann í samanburðinum við Boris Johnson, leiðtoga Íhaldsflokks- ins, sem hefur verið skeleggur og afgerandi. En það er fleira sem flækist fyrir Corbyn, meðal annars það að hann stillir sér upp yst á vinstri væng stjórnmálanna og væri eflaust stimplaður öfga- maður væri hann hinum megin á pólitíska litróf- inu. Hann vill til að mynda þjóðnýta flesta innviði Bret- lands, en hug- myndir um svo víð- tæka þjóðnýtingu eru óþekktar meðal flokka sem vilja láta taka sig alvarlega á Vesturlöndum. Annað sem flækist fyrir Cor- byn og er ekki heldur til fyrir- myndar er að hann og fleiri í flokknum hafa þótt hallir undir gyðingaandúð. Ýmis dæmi hafa komið upp um slíkt og þetta hefur orðið til þess að æðsti rabbíni Bretlands hefur stigið fram og lýst því yfir að Corbyn sé óhæfur til að gegna valda- stöðu. Slíkur maður hefur aldr- ei fyrr tjáð sig með þessum hætti um stjórnmál, sem sýnir hve alvarlegum augum þetta er litið. Allt hefur þetta ýtt undir efa- semdir um að Corbyn geti leitt nýja ríkisstjórn að kosningum loknum og hafa efasemdirnar jafnvel heyrst innan úr hans eigin flokki. Því má þó ekki gleyma að Verkamannaflokk- urinn hefur hálfan mánuð til að styrkja stöðu sína með ein- hverjum aðgerðum og ekki er útilokað að það takist. Afstöðuleysi, öfgar og gyðingaandúð eru ekki hjálpleg í kosningabaráttu} Corbyn í vanda 2 6. nóvember 2017 Fulltrúar flokka með sameiginlega fortíðarsýn skál- uðu í kampavíni í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að loknum árekstra- lausum stjórnarmyndunarviðræðum. 1. desember 2017 Formenn stjórnarflokk- anna mættu til Gísla Marteins sem sagði eftir þáttinn: „Þau voru reyndar alls ekki drukkin, heldur bara afslöppuð“. Þetta mun vera í síð- asta sinn sem slík yfirlýsing hefur verið gefin. 22. desember 2017 Samþykkt tillaga for- manns Sjálfstæðismanna um að hækka fjár- magnstekjuskatt um 10%. Á sama tíma var ákveðið að falla frá ákvörðun fyrri ríkisstjórnar um hækkun á kolefnisgjöldum, enda umhverf- ismálin undir forystu VG. 10. apríl 2018 Ljósmæður og BHM „lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðis- ráðherra“ sem „benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna“. 18. júlí 2018 Hátíðarfundur á Þingvöllum að við- stöddum hátt í 200 manns, að meðtöldum ferðalöngum, ljósamönnum og Piu Kjærsgaard, sérstökum gesti forseta Alþingis. Ekkert var til sparað í ljóskösturum á þessum sumardegi og talið að þingmenn hafi aldrei verið eins vel upplýstir. Lýsingin, sem kostaði 22 milljónir króna, er tal- in dýrasta þinglýsing sögunnar. 8. september 2018 Heilbrigðisráðherra lýsir því yfir að það „hjálpaði ekki parkinsonssjúklingi á Þórshöfn ef opn- uð yrði ein stofa taugalæknis í Reykjavík“. 1. desember 2018 Af því að búið var að eyða 86.985.415 kr. í lýsingu og fleira við þingfundinn á Þingvöllum var enginn peningur eftir í hitalampa fyrir dönsku drottninguna við stjórnarráðið. Hún fékk þó ullarteppi. 5. desember 2018 Fram komu upplýsingar um greiðslur til þingmanna, meðal annars fyr- ir flug og akstur, ágæt nálgun við kolefnisspor þeirra. Þingmenn VG náðu þremur af fimm efstu sætum þetta ár, en í ljós kom að margir þingmenn eru sífellt úti að aka. 11. desember 2018 Að frumkvæði VG var samþykkt að lækka veiðigjöld á útgerðar- menn. 19. ágúst 2019 Forsætisráðherra lýsti því yfir að hún gæti ekki hitt varaforseta Banda- ríkjanna vegna þess að hún hefði lofað að flytja ávarp á þriggja daga fundi Norræna verka- lýðssambandsins og „sæi ekki ástæðu til þess að breyta því“. Varaforsetinn var ekki jafn upptekinn og átti auðvelt með að breyta sinni dagskrá. 13. nóvember 2019 Fjármálaráðherra: „Auðvitað er rót vandans í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera einhvers konar und- irrót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Á afmælinu er við hæfi að yrkja til stjórnarinnar í anda listaskáldsins góða: Stjórnin er hvorki sterk né góð stundum lin og ekki beitt. Hún er hvorki hress né móð. Hún er svo sem ekki neitt. Benedikt Jóhannesson Pistill Tvö tíðindalítil ár í stjórnarráðinu Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Unnið er við smíði húsanna, sem flutt verða á staðinn þegar sökklar hafa verið reistir, en unnið er við að grafa fyrir þeim núna. Þá er nú unnið við lagnir í Ægisgarð- inum, en þær þarf að endurnýja og jafnframt að fjarlægja lagnir sem eru á byggingasvæði húsanna. Vinna við að innrétta húsin hefst þegar þau eru komin á staðinn og verður unnið í þeim öllum sjö talsins í vetur, að sögn Guðmundar. Eitt húsanna er tækjahús sem reist er fyrir tæknibúnað og þar verður enn fremur salernisaðstaða. Gata og gangstéttir verða síðan endurgerðar og pallar útbúnir milli húsanna. Arkitektar eru Yrki arkitekta- stofa ehf. og verkfræðistofan Hnit ehf. sér um burðarþolshönnun. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna í haust var staðfest tillaga skipu- lagsfulltrúa um úthlutun smáhýs- anna og var hafnarstjóra heimilað að ganga frá afnotasamningum með fyrirvara um að viðkomandi fyrir- tæki uppfylli kröfur reglna um afnot smáhýsanna. Óskað var eftir umsóknum um aðstöðu í nýjum söluhúsum frá áhugasömum aðilum sem eru nú starfandi í hafsækinni ferðaþjónustu við Miðbakka og Ægisgarð. Níu um- sóknir bárust í mars 2019. Lagt var til að gerður yrði afnotasamningur við eftirfarandi fyrirtæki vegna nýrra söluhúsa við Ægisgarð: Special Tours, Elding, Sea Sa- fari, Seatrips, Reykjavík by Boat, Happy Tours og Katla Whale Watch- ing. Samhliða þessu er unnið að því að koma fyrir nýjum brimbrjóti í Suðurbugtinni austan við Ægisgarð, þ.e. fyrir framan grænu verbúðirnar. Flotbryggjum verður komið fyrir í bugtinni og var hún jafnframt dýpk- uð til að tryggja viðunandi dýpi. Króli ehf. útvegar flotbryggjurnar og kemur þeim fyrir. Landgangar verða endurnýjaðir og verða útbúnir samkvæmt ítarlegri kröfum en áður. Gamlir skúrar víkja fyrir nýjum húsum Morgunblaðið/sisi Ægisgarður Gömlu skúrarnir eru nú horfnir á braut og byrjað að slá upp fyrir grunnum undir nýju söluhúsin. Tölvumynd/Yrki arkitektar Nýju húsin Mikil breyting verður á Ægisgarði þegar þau verða komin upp. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ægisgarður í Gömluhöfninni í Reykjavíker að taka stakka-skiptum. Skúrar sem sett hafa svip sinn á svæðið hafa ver- ið fjarlægðir. Skúrarnir hafa verið aðsetur hvalaskoðunarfyrirtækja undanfarin ár. Næsta sumar verður búið að koma fyrir nýjum söluhúsum á svæðinu, þar sem ferðamenn geta keypt sér miða í hvala- og lundaskoð- unarferðir og aðrar slíkar ferðir. Þá hefur tækifærið verið notað til þess að endurnýja lagnir í jörðu. Ægisgarður liggur í beinu fram- haldi af Ægisgötu. Hann er austan Slippsins og hafa hvalbátar Hvals hf. haft viðlegu við Ægisgarð í áraraðir. Umferð erlendra ferðamanna hefur stóraukist á svæðinu undanfarin ár og tími kominn til að endurnýja það og fegra. Faxaflóahafnir skrifuðu undir verksamning við E Sigurðsson ehf. þann 15. maí 2019. Samnings- upphæðin er tæplega 400 milljónir. E. Sigurðsson er að smíða söluhúsin og sér fyrirtækið um allt verkið, þ.m talið jarðvinnuna við Ægisgarð. Verkinu á að ljúka 30. apríl 2020. Vetraraðstöðu hefur verið kom- ið upp fyrir þá aðila sem halda úti hvalaskoðun yfir vetrarmánuðina og hafa aðrir skúrar verið fjarlægðir, samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Eiríkssonar, forstöðumanns tæknideildar Faxaflóahafna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.