Morgunblaðið - 27.11.2019, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2019
Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, grillkjöt,
lúxus hamborgarar, bacon og pylsur í brönsinn
Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími 7.30-16.30
Sími 557 8866
pantanir@kjotsmidjan.is
Komdu við
eða sérpantaðu
Umferðarvandinn á
höfuðborgarsvæðinu
hefur aukist hratt á síð-
ustu árum. Umferð-
artafir á hvern bíl eru
orðnar svipaðar og á
borgarsvæðum með 1-2
milljón íbúa.
Mælingar
á umferðartöfum
Fyrirtækið TomTom
framleiðir GPS-leiðsögutæki og safn-
ar upplýsingum um umferðarástand
víða um heim frá 550 milljón tækjum.
Með því að gúgla með leitarorðunum
„TomTom traffic index“ getur les-
andinn fundið hvernig TomTom rað-
ar 403 borgum eftir umferðarástandi.
Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) er
nýkomin á listann hjá TomTom og er
nr. 309 í röðinni með tafastuðulinn
18%. Það þýðir að ökuferðir sem taka
10 mínútur í frjálsu flæði umferðar
taka að meðaltali 10x1,18=11,8 mín-
útur. Ef tafastuðullinn er reiknaður
sérstaklega fyrir álagstíma umferðar,
þá er hann 41% fyrir álagstíma ár-
degis og 45% fyrir álagstíma síðdegis.
Sömu ökuferðir taka að því að með-
altali 10x1,45=14,5 mínútur á álags-
tíma síðdegis.
Samanburður við aðrar borgir
Meginreglan er að umferðarástand
versnar eftir því sem borgir stækka.
Mumbai á Indlandi er efst á listanum
hjá TomTom með tafastuðulinn 65%.
Íbúafjöldi Mumbai-svæðisins er um
20 milljónir. Íbúafjöldi Los Angeles-
svæðisins er um 12 milljónir og taf-
astuðullinn 41% (80 % ef einungis er
reiknað fyrir álagstíma síðdegis).
Neðarlega á TomTom-listanum eru
10 bandarískar bílaborgir með tafast-
uðul á bilinu 9-12%. Íbúafjöldi þess-
ara borgarsvæða er á bilinu 600 þús-
und til tvær milljónir.
Af þessu má ráða að umferð-
arástandið í bandarískum borgum af
svipaðri stærð og höf-
uðborgarsvæðið er að
jafnaði mun betra en
hér. Hvers vegna er það
svo? Jú, skýringin er
einföld. Þjóðvegirnir á
höfuðborgarsvæðinu
eru burðarásinn í gatna-
kerfinu og að mestu
fjármagnaðir af ríkinu.
Við búum í mjög strjál-
býlu landi, sem hefur
ekki haft efni á því að
koma vegakerfinu í jafn
gott horf og þau lönd
sem við viljum bera okkur saman við.
Þess vegna hafa fjárveitingar til vega-
gerðar á höfuðborgarsvæðinu verið af
skornum skammti. Þrátt fyrir að
mestum hluta fjárveitinga til nýbygg-
ingar þjóðvega hafi á síðustu áratug-
um verið varið til vegagerðar utan
höfuðborgarsvæðisins, þá hefur það
hvergi dugað til. Til skamms tíma
vorum við í hópi þjóða með fæst
dauðaslys miðað við höfðatölu, en síð-
ustu árin höfum við dregist hratt aft-
ur úr. Vegna sívaxandi umferðar, m.a.
vegna aukins ferðamannastraums, er
fyrirséð að næstu áratugina þarf að
veita áfram mikið fé í endurbætur
þjóðvega á landsbyggðinni. Auk þess
er líklegt að fjárveitingar til jarð-
gangagerðar á landsbyggðinni verði
af stærðargráðunni 10 milljarðar á ári
í fyrirsjáanlegri framtíð.
Samgöngusáttmálinn
Í sáttmálanum, sem nú bíður af-
greiðslu Alþingis, er gert ráð fyrir að
uppbygging samgönguinnviða á höf-
uðborgarsvæðinu, sem í sögulegu
samhengi séð hefði dreifst á 50 ár,
verði lokið á 15 árum. Auk þess er
stefnt að samkomulagi um legu
Sundabrautar, en óvissa ríkir um
tímasetningu framkvæmda. Hugur
samgönguráðherra stendur til þess
að lokið verði við Sundabraut fyrir
2030. Ef það verður niðurstaðan þá
erum við að tala um nálægt 200 millj-
arða kr. í uppbyggingu samgöngu-
innviða á höfuðborgarsvæðinu til árs-
ins 2033. Það yrði auðvitað fagnaðar-
efni, en segir ekki alla söguna. Svona
miklum fjármunum verður að for-
gangsraða eftir hagkvæmni.
Snjallvæðing umferðarljósa og aðr-
ar tiltölulega ódýrar framkvæmdir
sem bæta umferðarflæðið eru lang-
hagkvæmasti hluti sáttmálans. Fjár-
veiting upp á nokkra milljarða kr.
mun skila sér margfalt til baka í formi
tímasparnaðar vegfarenda, minni
eldsneytiskostnaði og síðast en ekki
síst minni mengun. Þessar ódýru að-
gerðir duga því miður ekki til að leysa
umferðarvandann, sérstaklega ekki
til lengri tíma litið, auk þess sem
huga þarf að fleiri þáttum, s.s. um-
ferðaröryggi, umhverfisáhrifum bíla-
umferðar o.fl. Að mínum dómi tekur
samgöngusáttmálinn vel á þessum
þáttum, með þremur undantekn-
ingum. Í fyrsta lagi er mikilvægt að
tryggja að framkvæmdum við Sunda-
braut verði lokið sem fyrst. Í öðru
lagi er áætluð fjárveiting til innviða
hraðvagnakerfis (borgarlína) upp á
50 milljarða kr. til ársins 2033 langt
frá því að vera nægilega hagkvæm
fjárfesting. Áætlaður kostnaður við
fullgerða borgarlínu er 70 milljarðar
kr. Ódýrt hraðvagnakerfi upp á 15-25
milljarða kr. myndi gera nánast sama
gagn og valda mun minni umferðar-
töfum á framkvæmdatíma. Í sam-
gönguáætlunum fyrir borgarsvæði af
svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið
er sjaldgæft að gert sé ráð fyrir um-
fangsmiklu sérrými fyrir hraðvagna
(Bus Rapid Transit, BRT). Yfirleitt er
ekki gert ráð fyrir neinu hrað-
vagnakerfi eða þá að gert er ráð fyrir
ódýru kerfi (BRT-Lite). Í þriðja lagi
hefði mátt spara um 10 milljarða kr.
með því að láta Miklubraut í um helm-
ingi styttri stokk, þ.e. milli Rauðar-
árstígs og Stakkahlíðar. Auk þess
myndu framkvæmdir taka styttri
tíma og valda minna raski fyrir íbúa í
grenndinni og umferðartafir á fram-
kvæmdatíma yrðu miklu minni.
Að lokum vil ég hvetja alþingis-
menn til að fara vel yfir samgöngu-
sáttmálann, áður en hann verður
afgreiddur frá Alþingi.
Umferðarvandinn og samgöngusáttmálinn
Eftir Þórarin
Hjaltason » Af þessu má ráða
að umferðarástandið
í bandarískum borgum
af svipaðri stærð og
höfuðborgarsvæðið
er að jafnaði mun betra
en hér.
Þórarinn Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og MBA.
thjaltason@gmail.com
Heiðmörk er
stærsta útivistar- og
skógræktarsvæði okk-
ar Reykvíkinga.
Næsta sumar eru 70
ár liðin frá því að
borgarstjóri Reykja-
víkur, Gunnar Thor-
oddsen, vígði Heið-
mörkina, en það hrinti
af stað mestu sjálf-
boðavinnu sem hefur
verið unnin í umhverfismálum hér á
landi.
Við Rauðavatn blasir í dag við
skógur sem framsýnir einstaklingar
höfðu gróðursett fyrir um 120 ár-
um. Þegar Gunnar Thoroddsen
friðlýsti Heiðmörkina og afhenti
Skógræktarfélagi Reykjavíkur
hafði þessi tilraun til skógræktar
sem sagt staðið í rúm 50 ár. Við
sem erum fæddir á öndverðri síð-
ustu öld könnumst við umtalið um
skógræktarsvæðið við Rauðavatn,
en það þótti ekkert vit
í því að rækta barr-
skóga hér á landi mið-
að við þann árangur
skógræktar sem blasti
þar við. Trén sem voru
sett þar niður höfðu
lítið stækkað í þessi 50
ár frá því þau voru
sett niður. Þannig var
hugur meginþorra
landsmanna til skóg-
ræktar fyrir um 70 ár-
um.
Heiðmörkinni var
skipt niður í hæfilega reiti sem síð-
an var úthlutað til félagasamtaka
og fyrirtækja, en starfið var skipu-
lagt af Skógræktarfélagi Reykja-
víkur. Eitt af þeim félögum sem
fengu úthlutaðan reit var Akóges
og hóf þar skógrækt strax á fyrsta
ári. Mikill skógur hefur vaxið frá
því að ég fór sem lítill gutti í skóg-
ræktarferðir með föður mínum upp
í Heiðmörk að gróðursetja tré með
Akóges og að vinna hjá Skógrækt
Reykjavíkur í sumarvinnu.
Með ótrúlegri seiglu frammá-
manna í skógrækt um allt land hafa
verið ræktaðir skógar sem við erum
stolt af og þessir skógar hafa valdið
hugarfarsbreytingu og velkist eng-
inn í vafa um að hægt sé að rækta
skóg hér á landi.
Það er líka ótrúlegt að vera feng-
inn til að meta aspir í burðarvið
sem óx í landi Vallarness á Austur-
landi, sem síðan var notaður til að
reisa hús þar á staðnum. Ásatrúar-
menn munu reisa Hof í Öskjuhlíð-
inni úr íslenskum viði. Þetta er að
gerast og eftir nokkur ár verða
starfandi sögunarmyllur hér á landi
til að fletta bolum til húsbygginga.
Starf okkar í Heiðmörk í 70 ár og
allra þeirra sem fóru af stað í skóg-
rækt um land allt á þessum tíma er
lóðið á vogarskálar við að breyta
hugarfarinu í trú á skógrækt og að
við getum ræktað tré til nytja. „Við
erum ekki lengur skóglausa þjóðin í
skóglausa landinu,“ sagði Árni
Friðriksson sem var formaður
Skógræktarfélags Íslands. „Auð-
legð okkar þjóðar og velmegun má
sjá á því hvernig við yrkjum landið
í dag,“ sagði Halldór Laxness. Því
skiptir það okkur miklu máli, sem
höfum unnið þetta frumkvöðlastarf,
að jólatréð sem skreytir Austurvöll
um jólin verði séð sem boðberi þess
skógræktarstarfs sem hefur verið
unnið hér á landi og beri nafn Heið-
merkur til heiðurs.
Tréð á Austurvelli er til heiðurs
skógræktarstarfi hér á landi
Eftir Eirík
Þorsteinsson » Jólatréð sem
skreytir Austurvöll
um jólin er boðberi þess
skógræktarstarfs sem
var unnið hér á landi
og ætti að bera nafn
Heiðmerkur til heiðurs.
Eiríkur Þorsteinsson
Höfundur er trétæknir.
eiki@timbur.is
Ljósmyndari óþekktur
Skógrækt Akóges í skógrækt í Heiðmörk fyrir 70 árum.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?