Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Side 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 Á hraða snigilsins, eitt skref í einu Guðný Ragnarsdóttir er tæp-lega fertug kona, hjúkr-unarfræðingur og tveggja barna móðir. Hún er hreystin upp- máluð og ekki að sjá á henni að löng og erfið ár séu að baki. Hún greind- ist aðeins 35 ára með Hodgkins- eitlakrabbamein en hafði verið veik og með einkenni í mörg ár áður. „Einkennin voru til staðar; það fylgir þessu kláði, mæði og hjart- verkir. Það var bæði léttir og áfall þegar ég greindist,“ segir Guðný, sem segir engan lækni hafa sent sig í rannsóknir fyrr en loks að einn kveikti á perunni. „Ég leit alltaf svo vel út, en þegar ég greindist var ég búin á því. Ég var þá 35 ára með tvo litla stráka. Þegar ég var svo loks rannsökuð kom í ljós tólf sentimetra langt og sex sentimetra breitt æxli sem þrýsti á vinstra lungað og hjarta. Þetta var orðið eins og auka lunga. Eins og stórt vatnsglas að stærð,“ segir Guðný. Þar sem Guðný er hjúkrunar- fræðingur skoðaði hún strax sjálf röntgenmyndina og hélt fyrst að þetta væri ekki sín mynd. „Það fór ekki á milli mála að þarna væri æxli. Ljósið grípur mann Ég hafði mjög sterka lífslöngun. Það eru 90% lífslíkur en það þarf mjög harða lyfjameðferð. Ég var á stanslausum ferðum milli Blöndu- óss, þar sem ég bjó, og Reykjavíkur og á einu ári fór ég níu sinnum til Danmerkur í jáeindaskanna. Það var ekki hægt að skera meinið í burtu heldur þurfti að bíða eftir að það hjaðnaði. Þetta var mikið álag. Ég fór í háskammtameðferð og stofnfrumuskipti. Þetta var ár öfg- anna. Þetta var jafn gott og það var slæmt, því svona áfall færir fólk nær hvað öðru. Ég náði að njóta tímans; eftir svona áfall nýtur mað- ur alls. Bara kaffibollans til dæm- is.“ Meðferðin gekk vel og Guðný á að vera laus við sjúkdóminn. „Æxlið er núna eins og hýði en það er engin virkni í því lengur. Vorið 2019 fékk ég til baka líkamlega heilsu, eftir töluverða endurhæfingu,“ segir Guðný og segist enn vera að vinna í andlegu hliðinni. Hún flutti í höfuðborgina árið 2017 og byrjaði þá strax að mæta í Ljósið. Guðný segist hafa ákveðið að taka það eins og hverja aðra vinnu og mætti daglega. „Ég fór í Hreyfingu í samráði við sjúkraþjálfara Ljóssins. Ég hafði eitt mottó; að gera bara alltaf það besta hverju sinni, en ég hef þurft að sýna mikla þolinmæði í þessari end- urhæfingu. Ég hef þurft að virða takmörk líkamans, sem var mjög krefjandi,“ segir Guðný og segir að áður en hún veiktist hafi hún verið afar orkumikil og alltaf á hreyfingu. „Ég mætti daglega í Ljósið og fór í málun og keramik. Það kviknaði í mér löngun til að fara og gera eitt- hvað. Og ekki undir neinni pressu nema frá sjálfri mér. Hjá Ljósinu er maður gripinn hvar sem maður er staddur í ferlinu, sem er einstakt. Þverar landið ein Ljósagangan er í raun vitundar- vakning um starfsemi Ljóssins. Þarna eru starfsmenn frá Ljósinu sem fylgja fólki. Það er ekki nauð- synlegt að fara alla leið upp að steini,“ segir Guðný og nefnir að einnig sé hægt að koma og horfa á ljósafossinn kom niður hlíðarnar. „Ég hef farið tvisvar áður. Á bak við einn krabbameinssjúkling eru fjöl- skyldur þannig að gangan er fyrir alla og það eru allir velkomnir. Ég reima á mig skóna á með glöðu geði og fer í gönguna.“ Guðný er sannarlega ekki óvön göngum en um þessar mundir vinn- ur hún í því að þvera landið ein. „Þegar ég var í einangruninni í há- skammtameðferðinni fór ég að hugsa um hvað mig langaði að gera ef ég næði líkamlegri heilsu. Þá reikaði hugurinn til göngu sem ég hafði farið í sautján ára með for- eldrum mínum yfir Fimmvörðuháls. Þessi ganga hafði verið toppurinn á mínu lífi. Ég vissi að mig langaði að vera í fjallamennsku ef ég næði heilsu. Ég ákvað þá að labba ein Laugaveginn og hafði pantað gist- ingu í fimm skálum á leiðinni. Ég vildi fara ein af því ég vildi fara á mínum hraða. Ég labbaði þrjátíu hænuskref upp brekkuna og tók svo fimmtán sekúndur í pásu. Þannig fer ég upp brekkur, en ég er með löskuð líffæri eftir þessa meðferð og treysti mér ekki til að ganga í hópi. Ég gekk yfir Laugaveginn á hraða snigilsins með einu stoppi; ég gisti bara í Hvannagili. Þegar ég kom inn í Þórsmörk varð ég fyrir upp- ljómun, því ég hafði bara tekið eitt skref í einu og fór svo hægt!“ segir hún. Þegar hún var að pakka niður göngudótinu kviknaði löngun til að halda áfram og skráði hún sig í hóp- inn Vesen og vergang. „Þar kynntist ég fólki sem hafði þverað landið og ákvað að prófa og byrjaði á Reykjanestanga,“ segir Guðný. „Þá hljóp kapp í mig.“ Síðan þá hefur Guðný gengið fleiri hluta landsins og hyggst klára að þvera landið á næsta ári. „Ganga er það besta sem ég geri fyrir hjartað.“ „Ljósagangan er í raun vitundar- vakning um starfsemi Ljóssins. Þarna eru starfsmenn frá Ljósinu sem fylgja fólki. Það er ekki nauð- synlegt að fara alla leið upp að steini,“ segir Guðný Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Þórdís Reynis Hjúkrunarfræðingurinn og göngugarpurinn Guðný Ragnarsdóttir greindist með Hodg- kins-eitlakrabbamein árið 2016. Hún notar göngu til þess að bæta líkamlega og andlega heilsu og ætlar ekki að missa af ljósafossgöngu Ljóssins sem fer nú fram í tíunda sinn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað í dag, laugardaginn 16. nóvember. Í ár fagnar Ljósið 10 ára afmæli Esjuævintýr- anna. Ljósafossgangan er opin öllum. Hist verður við Esj- ustofu og hitað upp klukkan þrjú. Ari Eldjárn stígur á svið og von er á fleiri góðum gestum. Lagt verður af stað klukk- an fjögur og gengið verður upp að Steini. Á niðurleið ganga göngugarpar með höf- uðljós og mynda fallegan Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á. Gangan er til þess að vekja athygli á mikilvægi Ljóssins sem er endurhæfingar- miðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra. Opið verður í Esjustofu fyrir þá sem vilja koma og berja fossinn augum og eiga notalega vetrarstund. Ljósafoss- gangan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.