Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Qupperneq 10
VETTVANGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 Sú hugmynd að fyrirtæki berisamfélagslega ábyrgð hefurrutt sér til rúms á und- anförnum árum og áratugum. Hún hefur þó oft verið umdeild, kannski að hluta til vegna þess að ekki hefur verið alveg skýrt hvað er átt við. Mörgum hefur þótt það stríða gegn réttmætu hlutverki fyrirtækja að velta fyrir sér öðru en því að hagnast sem mest. Í þeim flokki fer líklega Milton Friedman fremstur. Nálgun Friedmans Friedman sagði meðal annars: „[Því] er haldið fram að fyrirtæki eigi að styrkja góðgerðarmál og alveg sér- staklega háskóla, en slíkar gjafir eru óeðlileg ráðstöfun á fjármunum þeirra í samfélagi hins frjálsa fram- taks.“ Og á öðrum stað: „Fyrirtæki bera þá einu samfélagslegu ábyrgð að há- marka hagnað sinn, svo lengi sem þau fara eftir reglunum, þ.e.a.s. keppa í frjálsri og opinni samkeppni og hvorki blekkja né svíkja.“ Þar sem gjafir og styrkir væru ekki til þess fallin með beinum hætti að auka hagnað fælu slík útgjöld í raun í sér svik við hluthafa, að hans mati. Nokkru síðar áréttaði Friedman samt að siðlaust framferði væri ekki forsvaranlegt af hálfu fyrirtækja jafnvel þótt það væri löglegt. Stjórn- endum bæri nefnilega skylda til þess að hámarka hagnað „eftir því sem unnt er innan ramma grunnreglna samfélagsins, bæði þeirra sem hafa verið lögfestar og einnig þeirra sem helgast af siðferðilegri venju“. Arðbær fjárfesting í ímynd? Þessum rökum Friedmans hefur verið mótmælt með því að benda á að stuðningur við samfélagsverkefni geti einmitt aukið hagnað fyrirtækja með því að bæta ímynd þeirra, bæði meðal neytenda og starfsmanna. Góð ímynd sé líkleg til að auka sölu sem og að laða að hæfasta starfs- fólkið og hámarka afköst þess. Þann- ig sé samfélagsábyrgð sannarlega arðbær og skynsamleg frá sjónarhóli hluthafa, rétt eins og hvert annað markaðs- og ímyndarstarf. „… heldur hvernig þú aflar þeirra“ En gallinn við umræðuna sem er lýst hér að framan er að hún byggist á gamaldags skilgreiningu á sam- félagsábyrgð fyrirtækja. Styrkir til góðgerðarmála og tilviljanakenndra samfélagsverkefna hafa færst hratt út á jaðarinn í skilgreiningum á sam- félagsábyrgð og þykja í raun algjört aukaatriði í dag. Mads Øvlisen, sem hefur m.a. verið forstjóri Novo Nordisk og stjórnarformaður Lego, orðaði þetta best þegar hann sagði: „Sam- félagsábyrgð fyrirtækja snýst ekki um hvernig þú eyðir peningunum heldur hvernig þú aflar þeirra.“ Með þessari einföldu og snjöllu setningu er kastljósinu snúið í hundrað og áttatíu gráður, þráðbeint að því sem skiptir mestu máli. Í eigin þágu Mögulega erum við með þessari skynsamlegu endurskilgreiningu á samfélagsábyrgð á síðari árum kom- in með hugtak sem jafnvel Milton Friedman hefði getað samþykkt og stutt. Spurningin í dag snýst því varla lengur um hvort fyrirtæki beri sam- félagslega ábyrgð eða ekki heldur fremur hvar mörk hennar liggi. Til dæmis að hvaða marki fyrirtæki beri ábyrgð á því óhreina mjöli sem birgj- ar þeirra – og þeirra birgjar og svo framvegis – kunna að hafa í poka- horninu. Þróunin virðist öll vera í eina átt; til meiri útvíkkunar á þessum mörk- um. Hvaðan kemur hráefnið? Við hvaða aðstæður er það framleitt? Hvað verður um vöruna við lok líf- tíma hennar? – Neytendur spyrja þessara spurninga í vaxandi mæli. Það er í besta falli áhætta fyrir fyrir- tæki að hafa ekki svör við þeim. Það er líka í besta falli áhætta að taka ákvarðanir sem standast ekki siðferðisviðmið þótt þær standist lög. Fá ef nokkur fyrirtæki hafa í reynd efni á því til lengdar að byggja rekstur sinn á ákvörðunum sem ekki er hægt að svara fyrir opinberlega. Þess vegna er vaxandi umræða um samfélagsábyrgð réttmæt. Ekki vegna þess að fyrirtækin þurfi að vera einhverjir dýrlingar – þau eiga kannski ekkert að vera það og líklega myndi hvort sem er eng- inn trúa þeim ef þau þættust vera það – heldur vegna þess að það er í þeirra eigin þágu að hafa sitt á tæru. Ekki hvernig þú eyðir peningunum … Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Mads Øvlisen orðaðiþetta best þegar hannsagði: „Samfélagsábyrgðfyrirtækja snýst ekki um hvernig þú eyðir pening- unum heldur hvernig þú aflar þeirra.“ Trúin flytur fjöll!Vilji er allt sem þarf!Þetta eru orðtök sem við höfum oft heyrt. Hugarfar (e. mindset) og þraut- seigja (e. grit) eru til staðar í grund- vallarhugsun Aristótelesar (384-322 f.Kr.) um siðfræði: maður verður að trúa á framþróun (grósku) til að þróast og maður verður að öðlast reynslu til að öðlast þekkingu. Þetta endurspeglast í nýlegum rann- sóknum á hugarfari sem sýna að trú- in á grósku veitir betri árangur í líf- inu. Þó að Aristóteles sé sennilega ekki sá fyrsti sem kom fram með hugtökin þrautseigju og hugarfar, var hann líklega fyrstur til að inn- leiða þau í heimspeki og sálfræði náms. Prófessor Carol Dweck við Stan- ford University kom fram með kenn- ingu sína um hugarfar í kringum árið 1986. Dweck flokkar einstaklinga í tvær gerðir eftir hugarfari. Annars vegar eru þeir sem hafa festuhug- arfar (e. fixed mindset) það er að segja þeir eru fastir í þeirri hugsun að þetta geti þeir ekki, hafa ekki trú á eigin möguleika á grósku. Hins vegar eru þeir sem hafa gróskuhugarfar. Þeir hafa trú á eigin möguleika á þró- un. Niðurstöður rannsókna Dwecks sýna að gróskuhugarfar er lykillinn að velgengni í leik og starfi. Hún seg- ir að lykilinn sé að hugsa „ekki enn þá“. Ef einstaklingur er spurður hvort viðkomandi kunni eða geti eitt- hvað þá á viðkomandi að svara, ef svarið er neikvætt: Ég kann þetta ekki enn þá eða ég get þetta ekki enn þá. Í því felst sú trú að maður geti náð að breyta þróun sinni til að bæta sig og öðlast kunnáttu eða ákveðna færni með þjálfun og tíma. Til að verða framúrskarandi þurfa eftirfarandi atriði að vera til staðar: Mikil þjálfun eða reynsla (eða eins og Ericsson segir fæðast sérfræðingar ekki heldur verða til), ástríða, það er að segja gríðarlegur áhugi á ákveðnu sviði sem viðkomandi vill eyða mikl- um tíma í að verða betri í, þraut- seigja, það er að segja viljinn og sam- viskusemin til að vinna vel, gróskuhugarfar, það er að segja að hafa trú á eigin möguleikum. Fræði- maðurinn Mihaly Csikszentmihalyi nefnir í þessu samhengi einnig mik- ilvægi þess að einstaklingar takist á við réttar áskoranir. Ég hitti félaga minn Arne fyrir nokkrum dögum í æfingarmiðstöð- inni við Háskólann í Þrándheimi. Ég spurði hann hvernig gengi og hann svaraði: „Ég lifi, þannig að það geng- ur fínt með mig. Nú er ég að fara í viku æfingabúðir til Innsbruck þar sem ég verð með alveg frábæran hol- lenskan skautaþjálfara og mun æfa tvisvar á dag í skautahöllinni. Tak- markið er að ná að bæta tæknina þar sem erfiðara er að bæta líkamlegu þættina (úthald og styrk). Markmiðið er að vinna allt á heimsmeistara- mótinu því nú er ég á yngsta árinu í mínum aldursflokki.“ Arne segir að galdurinn sé að stoppa ekki, alltaf að halda áfram að æfa og vera líkamlega virkur og það allra mikilvægasta sé að setja sér háleit markmið. Arne, sem klárlega hefur gróskuhugarfar, er fæddur árið 1934. Eflum gróskuhugarfar. Ég vil, ég skal og ég get. Hugarfar grósku – lykillinn að velgengni í leik og starfi ’ Arne segir að gald-urinn sé að stoppaekki, alltaf að haldaáfram að æfa og vera lík- amlega virkur og það allra mikilvægasta sé að setja sér háleit markmið. Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is Morgunblaðið/Eggert Galdurinn við að halda sér gangandi er að stoppa ekki, alltaf að halda áfram að æfa og vera líkamlega virkur. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum BROTINN SKJÁR? Við gerum við allar tegundir síma, spjaldtölva, og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.