Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Síða 14
TÍÐARANDI
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019
„Þar tröllríður úr öllu hófi svokallað popp, rokk og nýbylgjurokk, bárujárns- og gaddavírspopp og
hver fj ... allt þetta heitir,“ skrifaði öskureiður lesandi árið 1982 og átti við Ríkisútvarpið og dag-
skrána þar á bæ. Bubbi Morthens var þá tónlistarmanna vinsælastur meðal íslensks æskufólks.
Morgunblaðið/Einar Falur
R
eiði, pirringur, gremja, röfl, um-
vandanir, ábendingar, prédikanir,
hól, almennur lífsleiði og auðvitað
líka lífsgleði – á köflum. Hvert í
ósköpunum sneri fólk sér með allt
þetta áður en Þjóðarsálin, Útvarp Saga, blogg
og samfélagsmiðlar komu til sögunnar? Jú, auð-
vitað átti það öruggt skjól hjá Velvakanda í
Morgunblaðinu. Um áratuga skeið var Velvak-
andi helsti farvegur fyrir „virka í athugasemd-
um“ í þessu landi.
Dálkurinn „Velvakandi skrifar“ birtist fyrst í
Morgunblaðinu 1. ágúst 1951 og þá sem yfir-
skrift yfir eldri dálki „Úr daglega lífinu“ sem
hóf göngu sína árið 1935. Á þeim tíma kom efnið
frá blaðamönnum á ritstjórn Morgunblaðsins.
Ekki leið þó á löngu þangað til þessir tveir þætt-
ir voru skildir að og Velvakandi stóð eftir það á
eigin fótum. Var hann lengi vel mjög framarlega
í blaðinu, til að byrja með á blaðsíðu 6 en seinna
á blaðsíðu 4. Engin tilraun var gerð til að fela
efnið – enda ekki ástæða til. Velvakandi hefur
að líkindum verið stríðlesinn. Sannkölluð al-
þýðusprauta í æð.
Bálreið húsmóðir
Fljótlega fóru Velvakanda að berast bréf, 30.
desember 1951 stakk „geðspök kona“ til dæmis
niður penna. Og var bersýnilega heitt í hamsi:
„Kæri Velvakandi. Hér skrifar reið húsmóðir
– mjög reið. – Verst, ef þú hefur ótrú á fram-
burði reiðra kvenna, sem kvarta yfir náung-
anum. Hér kemur tilefnið.
Klukkan 6 í gærkvöldi keypti ég 9 metra af
grófri silkisnúru í búðinni S. hér í bæ. Þegar
heim kom, reyndist liturinn ekki heppilegur. Kl.
9.30 í morgun hringdi ég í búðina og mæltist til
að fá vöruskipti. Bauð ég að greiða andvirði
tveggja metra aukalega, svo að víst væri, að
varzlunin skaðaðist ekki stórum fjárhagslega af
mínum völdum. (Var ekki orðin reið þá, og bauð
þetta kurteislega og í mínum blíðasta tón!) Af-
greiðslustúlkan svaraði: Tökum aldrei búta, það
væri nú laglegt. Svona snúrur eru ónýtar, þegar
búið er að mæla þær af. Þér gátuð athugað lit-
inn áður. Ég benti kvenmanninum á, að 9 m
væri enginn bútur og sagðist ekkert hafa að
gera við ónýta snúru. En hún sat við sinn keip.
Þá fauk nú í undirritaða, (sem er mjög stilltur
kvenmaður). Og er ég enn reið, bálreið einkum
vegna þess, að mitt ágæta boð – að gefa búðinni
2 metra af silkisnúru, – var hunzað með öllu.“
Frosti kóngur ríkir
Ekki voru allir sem rituðu Velvakanda bréf bál-
reiðir, eins og „einn harður af sér“ um miðjan
janúar 1955. Ekki er hægt að segja annað en vel
hafi legið á honum – enda var hann loksins laus
við jólin:
„Finnst ykkur þetta ekki skemmtilegir dag-
ar? – í gær og dagana þar á undan hafa verið
fagurlagaðar og fjölbreytilegar frostrósir á
gluggarúðunum og himinninn skafheiður. Kl. er
næstum fjögur og samt myndi vera hægt að
taka ljósmyndir úti. Og svona er öll tilveran –
stálgrá og björt, ekki lengur dimm og drunga-
leg, full af kvíða fyrir öllum innkaupum jólanna
og styzta sólarganginum. Nú er þetta allt af-
staðið og á morgnana, þegar við komum út í
tært og hressandi andrúmsloftið, þá látum við
eins og ekkert sé. Okkur langar helzt til að fara
langt upp á fjöll til að skoða alla þessa vetrar-
dýrð. Já, það má nú segja, að lífið er gott og
skemmtilegt þessa dagana, þegar Frosti kóng-
ur ríkir og Vindkarlinn hefir lokaðan munninn
og Snjókarlinn er svo elskulegur að mylja sama
og ekkert af ísnum sínum yfir okkur.“
Þjófheldir öryggislásar
Bílstuldir færðust óvænt og skyndilega í vöxt
árið 1960 og af því tilefni skifaði Viggó Oddsson,
formaður Reykjavíkurdeildar Bindindisfélags
ökumanna (er það ennþá til?), í Velvakanda um
vorið:
„Í sunnudagsblaðinu skrifið þér um hina tíðu
bílstuldi sem á þessu ári hafa verið tíðari og
valdið meira tjóni en menn muna áður hér á
landi. Oft er þessum bílum stolið af ölvuðum
unglingum sem eyðileggja bæði mannorð sitt og
bíla sem kosta hundruð þúsunda, einstakir eða
samanlagt, og valda eigendum bílanna tjóni á
verðmætum sem oft hefur tekið áratugi að afla.
Bindindisfélag ökumanna hefur í nokkur ár
reynt að vekja áhuga bílaverzlana á tilveru þjóf-
heldra öryggislása á bíla en með litlum árangri.
B.F.Ö. á Norðurlöndum hafa í vor vísað mér á
viðurkennt fyrirtæki í Svíþjóð sem framleiðir
gírlása á um 200 tegundir bíla. Lásarnir kosta
um 30 sænskar kr., eða nálægt 500 kr. ísl. úr
búð. Þessir lásar hafa meðmæli sænskra trygg-
ingafélaga og lögreglu og eru sömu aðilar á Ís-
landi mjög hlynntir innflutningi á þessum ör-
yggislásum. Bráðlega geta því bíleigendur
fengið sér aukatæki í bíl sinn sem kostar um
einn af hundraði eða þúsundi af verðmæti bíls-
ins, til að koma í veg fyrir gjöreyðingu verð-
mæta.“
Sænskar klámmyndir
Ófáir hafa fengið útrás fyrir áhyggjur sínar í
Velvakanda gegnum tíðina, eins og þessi sem
skrifaði einfaldlega undir bréf sitt „Áhyggju-
fullur“ snemma árs 1963:
„En það er annað, sem eitrað hefur þjóðlíf
okkar á síðustu árum. Þar á ég við kvikmynda-
farganið. Ég lýsi yfir fyllsta vantrausti á kvik-
myndaeftirlitið. Allir vita að kvikmyndir hafa
mikil siðferðileg áhrif og ekki er að efa að stór
hluti þeirra siðferðisbrota, sem hér eru framin
eiga rót sína að rekja til kvikmyndanna. Ætli
kvikmyndaeftirlitið álíti að amerískar glæpa-
myndir eða sænskar klámmyndir séu siðbæt-
andi fyrir unglingana? Í myndum þessum eru
sýnd rán, morð og drykkjuskapur, en út yfir
tekur þó þegar sýndar eru grófar samfarir, eða
þar sem menn hjálpast við að nauðga ungum
stúlkum. Ég tel að saurlifnaður sé ærið nógur
og nægir þar að benda á hina almennu
skemmtistaði hér á landi eða kringum þá. Það
er hægt að skilja gróðafúsa kvikmyndahúseig-
endur að þeir vilji sýna myndir sem „trekkja“,
en það er erfitt að skilja kvikmyndaeftirlitið, því
varla er hægt að ætla því hagnað af þessu?“
Enga plastpoka, takk!
Velvakandi svaraði lengi vel gjarnan bréfum
lesenda eða lagði út af þeim, eins og sjá má á
þessari klausu, sem birtist í blaðinu haustið
1969. Óhætt er að fullyrða að Velvakandi hafi
þarna verið langt á undan sinni samtíð:
Alþýðu-
sprauta í æð
Vandfundin er betri heimild um sálarlíf þessarar þjóðar
á hverjum tíma en Velvakandi í Morgunblaðinu. Óhætt
er að segja að tíðarandinn stökkvi beinlínis á mann upp
af gulnuðum síðunum þegar þeim er flett. Hvernig
væri að gera smá stikkprufu og kanna hvað þjóðinni
hefur legið á hjarta gegnum tíðina?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
„Áhyggjufullur“ sem býsnaðist yfir amerískum glæpamyndum og sænskum klámmyndum í bíó árið
1963 og húðskammaði kvikmyndaeftirlitið hefur ugglaust ekki skellt sér á Psycho eftir Hitchcock.
„Einn harður af sér“ var hæstánægður með
veturinn 1955 í bréfi til Velvakanda. Ekki fylgdi
þó sögunni hvort hann tók þátt í þessu skauta-
móti á Reykjavíkurtjörn fimm árum áður.