Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 T íminn flýgur segjum við. Þeir sem horfa til þess að verða 50 ára stúd- entar taka undir það. En hann flaug ekki endilega alltaf í aðdraganda þess prófs sem húfan fylgdi. Tann- læknastólar þess tíma voru til dæmis ekki tákn fyrir fljúgandi tíma. Sá tími leið hægt og bítandi. Miklu betra en vonir stóðu til Þeir sem útskrifuðust með mismiklum sóma en voru þó jafnglaðbeittir og hinir sem roguðust með verð- launabækur út úr hátíðarsalnum voru með lungun þanin af vonum og vorsins. En hefði einhver spurt þá hvort þeir teldu að sovétkommúnisminn yrði á bak og burt 20 árum síðar hefði enginn gerst sekur um slíka glópa bjartsýni og reyndar hefðu sumir, jafnvel furðumargir í hópnum, flokkað það undir svartsýni að spá þeim ósköpum. Það var ekki vísbending um að piltar og stúlkur sem pottlokið puntaði þennan dag væru svo snauð af spásagnaranda að þau sæju ekki dauft vonarljós um þetta úti við sjóndeildarhringinn. Fróðustu menn um alþjóðastjórnmál með dokt- orsgráður í bak og fyrir voru allir sem einn teknir í sínu fræðilega rúmi, og vissu svo ekki hvort þeir mættu trúa sínum eyrum og augum þegar hið ómögu- lega gerðist fyrir framan nefið á þeim. Sjálfsagt hafa þeir eins og hagfræðingar með hattinn þóst hafa séð eitthvað fyrir og hafa muldrað það í eigin barm. Útrunninn frá upphafi Nú er prentað á flest matvæli hvenær brúkunartím- inn er útrunninn. En þessi kássa sósíalismans var óbrúkleg frá upphafi og það var skrifað á hann allt um kring, en að vísu með ósýnilegu letri. En honum sjálfum var haldið illa þefjandi í hillunum þar sem fátt ætilegt sást, þótt hans nýtingartími rynni í raun og veru aldrei upp. Þeir eru til sem halda því fram að kommúnisminn sé eðlisgóður en hann hafi verið óheppinn með um- sjónarmenn og leiðbeinendur. Þetta segja jafnvel menn sem voru staðnir að því að lofsyngja hina sömu handhafa sannleikans og valdsins og það þótt fyrir löngu væri komið í ljós hverjir væru þar á ferð og uppskriftin öll sem þeir fóru eftir snerist um að búa til óþverra. Einn grimmasti valdamaður veraldar var kvaddur í troðfullu Austurbæjarbíói af útgrátnum Íslendingum og þar töluðu menn eða létu sér nægja að gráta með, sem iðulega fengu þann dóm að vera stórgáfaðir menningarmenn og eftirmælin um illviljann einstaka sem látin voru falla eru þeirra vegna sjaldan rifjuð upp. Jafnvel þjóðarinnar „langbestu menn“ létu sig hafa það að lofsyngja gegn betri vitund hungursneyðina ógurlegu í Úkraínu. Þeir vitnuðu um að þar sem logið væri upp á menn hungursneyð hefðu borð svignað svo að við lá að þau brotnuðu svo hlaðin væru þau veisluföngum oft á dag fyrir alþýðuna. Því væru það mikil ósköp þegar skrökvað væri upp að þar, mitt í vellystingunum, hefði fólk fallið í þúsundatali, gott ef ekki í milljónatali sem lifandi beinagrindur ofan í frjósömustu gróðurmold veraldar! Þetta var löngu áður en sorgin heltók menn út af þeirri ómynd tilverunnar að barnavinurinn mesti, Jósef Stalín, hefði ekki fengið að verða eilífur engill svífandi yfir alþýðu þjóðanna í krafti góðverka sinna og leiðsagnar, sem þeir í Austurbæjarbíói töldu þó einboðið að hann myndi verða alla tíð í huga og ást rétthugsandi manna, ekki bara á Íslandi heldur hvar sem hjarta bærðist í heiðarlegu fólki. Ekkert þungunarrof á steinbörnum Það var enginn hér á landi látinn sitja uppi með þátt- töku sína í þessum ógeðfellda blekkingarleik og þótt sumir reyndu vissulega að þurrka dálítið af, þá hafa hvorki þeir né hinir auðvitað gert hreint fyrir dyrum sinnar eigin lífssögu sem reyndist dýrkeypt lífslygi. En þótt sú umgengni við sögu, nýliðna sem eldri, sé vel þekkt, þá var ekki hægt annað en að hnjóta um það hvernig sumir reyndu að útskýra og réttlæta hvers vegna „múrinn hrundi“ og Sovétríkin í kjölfarið. Þau fóru ekki með braki og brestum heldur lypp- uðust þau niður í saman súrraðan blóðvöllinn, þegar slagurinn á milli frelsisins og fangelsunar hugarfars- ins tapaðist, svo allir máttu sjá. Í umræðu hér á landi í tilefni svo sögulegra tíma- móta gáfu sumir sér þá kenningu með nokkrum þrótti að það hefðu ekki síst verið „mótmælahreyf- ingar“ gegn kjarnorkuvopnum sem ráðið hefðu úr- slitum um þessa niðurstöðu! Og þá ekki síst að slík mótmæli hefðu verið leyfð austan múrs, sem þar með höfðu gefið tóninn um að nú gæti almenningur mótmælt! Mótmælahreyfingar af þessu tagi voru vissulega þekktar víða frá og helstu forsprakkar komu sjaldn- ast ókunnuglega fyrir sjónir. Það er ekki lengur um það deilt að þær voru fjármagnaðar að drjúgum hluta til úr hirslum í Moskvu. Mótmælin austan múrs sem nefnd hafa verið voru skipulögð af yfirvöldum þar og beindust eingöngu gegn vestrænum lýðræðisríkjum. Þar væru kjarn- orkuvopnin sem þyrfti að fjarlægja. Þær voru því sams konar „mótmælagöngur“ og fóru fram reglu- bundið í gamla sovétinu, móðurstöðinni og lepp- ríkjum hennar, hvort sem var í maí eða nóvember. Hlutur Gorbatsjovs Ýmsir vildu helst þakka það einum manni hvernig fór. Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Og hann er vissulega stórmerkilegur maður og þegar fall múrs- ins nálgaðist þá skipti það miklu að svo skyldi hittast á að hann stóð í brúnni og raunsæismaður um margt en ekki kommúnisti af skóla Stalíns. Gorbatsjov varð 8. og síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Allir fyrirrennarar hans nema Nikita Krústsjov dóu í embætti. Krústsjov var bylt af félögum sínum í Æðstaráðinu og bjó í útlegð í eigin landi en þó við bærilegri aðstæður en flestir landa hans þó að nafn hans væri afmáð úr 30 binda alfræðiriti Sovétríkj- anna. Um margt var þrengt að Gorbatsjov í heimalandinu eftir fall hans, en utan þess naut hann vinsælda sem „maðurinn sem bjargaði heimsfriðnum“. Í Bandaríkjunum og svo síðar víðar varð hann eftir- sóttur fyrirlesari og var á meðal þeirra allra hæst- launuðu. Hann hefði getað orðið stórauðugur af því og sölu bóka sinna en notaði lungann af fénu sem inn kom til félagslegra verkefna á vegum stofnunar þeirra Raisu konu hans. Nýi maðurinn Gorbatsjov var yngri og önnur manngerð en síðustu forverar hans. Bresnjev sat næstlengst sovétleiðtoga í embætti eða í 18 ár. Hann lést í nóvember 1982 en hafði þá verið áberandi hrumur í nokkur ár. Reagan hafði verið forseti í tæp tvö ár þegar Bresnjev kvaddi. Næstur kom Andropov, fyrrverandi yfirmaður KGB og hann lést eftir aðeins eitt ár og þrjá mánuði sem leiðtogi. Þá kom Tsjernenkó og hann dó eftir eitt ár og einn mánuð. „They keep dying on me,“ sagði Bandaríkjaforseti þegar honum var sagt andlát Tsjernenkó. Og þá loks fengu Sovétríkin ungan og frískan leið- toga, rétt rúmlega fimmtugan. „Nú getur hafist öfl- ugt tímabil fyrir Sovétríkin, því að þessi leiðtogi gæti setið við völd í 25 til 30 ár,“ var sagt í fréttum. En leiðtoginn ungi sat aðeins í 6 ár og seinasta árið var hann í rauninni forseti yfir engu. Hann sagði af sér og gantaðist með það að hann hefði eiginlega sjálfur sagt sér upp sem forseta hins nýja sam- bandsríkis, sem varð til eftir að Yeltsin lagði niður Sovétríkin og kommúnistaflokkinn í einni og sömu sveiflunni. Gorbatsjov ætlaði sér vissulega að verða maður breytinganna þegar hann varð leiðtogi Sovétríkjanna og hann áttaði sig á að ríkið stóð á brauðfótum. Þá varð sífellt erfiðara að fela það fyrir almennum íbúum Sovétríkjanna að lífskjör á Vesturlöndum voru önnur og miklu betri en í sæluríkinu sjálfu. Hægara sagt en gert Orðin perestrjoka (enduskipulagning) og glasnost (opnun) voru lykilorð hans og á hvers manns vörum í Sovétríkjunum og umheiminum frá og með valdatöku hans. Valdatíminn á undan Gorbatsjov, hrörlegur og haltrandi Bresnjev á lokametrum, og stuttur valda- tími tveggja hinna næstu, sem báðir tveir þjáðust af elli og veikindum á stuttum valdatíma sínum á toppn- um, hlaut að leiða af sér mikla óvissu og stöðnun. Næst kom andstæðan, hinn ákafi maður nýrra Múrinn sem fór langleiðina ’Jafnvel þjóðarinnar „langbestu menn“létu sig hafa það að lofsyngja gegn betrivitund hungursneyðina ógurlegu í Úkraínu.Þeir vitnuðu um að þar sem logið væri upp á menn hungursneyð hefðu borð svignað svo að við lá að þau brotnuðu svo hlaðin voru þau veisluföngum oft á dag fyrir alþýðuna. Reykjavíkurbréf15.11.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.