Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Side 17
tíma. Gorbatsjov var ljóst að stefna hans var hættu-
spil, því ef að hann veikti tök valdhafanna á fólkinu of
fljótt og það án þess að tryggja bættan efnahag um
leið þá yrði ekki mikið eftir af valdastrúktúrnum sem
Lenín og Stalín byggðu upp og reiddu sig á, eins og
eftirmenn þeirra gerðu allir.
Krústsjov linaði nokkuð tökin og afhjúpað glæpa-
verk Stalíns að nokkru, en endurbótum hans var að
mestu snúið við á Bresnjev-tímanum og sjúklingarnir
sem tóku við af Bresnjev höfðu ekkert afl til að
hreyfa við einu né neinu.
Gorbatsjov ætlað sér aldrei að „stúta“ Sovétríkj-
unum. Það áréttaði hann í viðtölum vegna afmælis
falls múrsins nú síðustu daga. Hann kennir ýmsu um
hvernig fór, svo sem byltingunni sem gömul sovét-
klíka gerði gegn honum og svo framgöngu Borisar
Yeltsins.
Kremlarbóndinn komst í tísku
En öðrum þræði vill Gorbatsjov þó augljóslega ekki
kasta frá sér þeirri aðdáun sem Vesturlandabúar
hafa sýnt honum sem „manninum sem bjargaði
heimsbyggðinni“.
Friðarverðlaunum Nóbels varði hann til að koma
upp 6 sjúkrahúsum í Rússlandi og á síðari tímum
verulegum fjárhæðum til þeirra félagslegu verkefna
þeirra hjóna sem áður hafa verið nefnd. En á rúss-
neskan, svo ekki sé talað um sovéskan mælikvarða, er
gamli kommúnistaleiðtoginn vel efnaður gamall
maður.
Sovétríkin töpuðu keppninni við Vesturlönd sem
bjuggu við óvenjulega sterka leiðtoga á þeim tíma,
bæði Reagan og Thatcher og Jóhann Pál II. hinn
stórbrotna páfa í Róm. Vestur-Þýskaland var þá und-
ir öflugri forystu Kohl kanslara og hafði alla burði til
að taka að sér hina fátæku bræður úr austri þegar
múrinn brast.
Þar þykir þó ýmsum sem þeir hafi ekki enn að öllu
leyti fengið þann hlut í sameiningunni sem þeim hafi
verið lofað.
Hreyfingarnar „gegn kjarnorkuvopnum“ og „geim-
vopnum“ sem KGB og aðrir friðarhöfðingjar fjár-
mögnuðu, náðu ekki markmiðum sínum. Sovétríkin
áttu ekkert í neina keppni við Bandaríkin undir for-
ystu Reagans og bandamanna hans. Sovétríkin koðn-
uðu því undan sjálfum sér og voru úr leik sem slík.
Hnýtt í Nato
Fagnaðarhátíðin um fall múrsins í Berlín, sem var að-
eins stuttur spotti, er ekki síst svo mikilvæg af því að
hann var táknmynd um illskuna. Slíkir múrar og
girðingar á landamærum ríkja sem beinast að því að
halda sinni þjóð inni eru fangelsisgirðingar en ekki
landamæravörn. Og þær dugðu ekki til og því þurfti
einnig að halda andófsmönnum innan gúlagsgirðinga
milljónum saman í sæluríkinu, sem glatað hafði allri
tiltrú fólksins, alþýðunnar, sem fullyrt var að ríkið
snerist um.
Í umræðunni um fall múrsins hefur því verið haldið
á lofti að Nato hafi einhvern veginn dagað uppi með
falli hans. Að Nato hefði átt að leggja niður um leið og
múrinn féll. Í sömu umræðu er hamrað á því að efna-
hagur Rússlands sé ekki annar og meiri en efnahagur
Ítalíu, eða ríkja á borð við Holland og Belgíu saman.
Enn er það samt svo að hervarnir og styrkur landa
Evrópu eru ekki nægjanleg til að standa Rússlandi
svona löskuðu á sporði. Þess vegna óskar Pólland ein-
dregið eftir því nú að Bandaríkin opni herstöð þar.
Alllöngu eftir fall múrsins brast á styrjöld í gömlu
Júgóslavíu sem var grimmileg og mannfall var mikið.
Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði að þetta bál
væri í bakgarði Evrópubandalagsins og ríkja þess og
þau yrðu að stöðva þennan ófrið. Bandalagið reyndist
algjörlega ófært um það og Bandaríkin ákváðu því
nauðug að skakka leikinn eins og þau eru vön.
Í umræðunni er jafnframt reynt að gera 5. grein
sáttmála Nato, öryggisgreinina, tortryggilega. Sú
grein segir fyrir um að árás á eitt ríki bandalagsins sé
um leið árás á bandalagið. Í leiðinni fór fram bjálfaleg
umræða um það að Nato-ríki væru orðin svo misjöfn
og mörg að eitt þeirra gæti farið með stríði á hendur
öðru ríki og þá yrðu önnur ríki bandalagsins nauðug
að elta.
Þetta er augljóslega endaleysa sem nær ekki máli.
Það eina sem er augljóst í umræðunni er að þegar
sáttmálinn var gerður var andstæðingurinn sem
kynni að gera árás sem virkjaði 5. greinina algjörlega
þekktur. Sumir spyrja með merkilegheitum: Ef
Rússland ákveður að leggja undir sig eitthvert
Eystrasaltsríkja eða öll þeirra hvað ætlar Nato að
gera þá? Þessi spurning er röng. Það er sjálfsagt rétt
að vegna nálægðar gæti Rússland komist upp með
það tímabundið að leggja undir sig þessi ríki. En þá
væri það komið í stríð við Nato. Því ástandi lyki ekki
fyrr en Rússland hefði neyðst til þess að hverfa frá
þeim löndum á ný. Sá þrýstingur og það stríð gæti
tekið tíma en úrslitin eru þekkt. Flóknara er málið
ekki.
Þetta er munurinn á því þegar Rússar tóku Krím-
skaga sem lengi hafði verið hluti af því dæmi öllu. Þá
beittu ESB-ríki sér fyrir málamynda efnahagsþving-
unum. Öllum stórviðskiptum var þó haldið áfram t.d.
á milli Þýskalands og Rússlands. Íslendingar (skrif-
stofumenn hér og í Brussel) álpuðust með í leiðang-
urinn með stórtjóni fyrir Ísland og gagnsleysi fyrir
meintan málstað. Engin umræða fór fram áður í land-
inu! Engum dettur í hug að þessi gerviviðbrögð ESB
muni hagga stöðu Krímskaga. Sú staðreynd er orðin
raunveruleg þótt ekki hafi fundist leið til að koma sér
út úr flumbruganginum.
En þótt múrinn í Berlín hafi fallið fyrir 30 árum,
öllu góðu fólki til innilegrar gleði, hafa múrbrot áfram
leynst í hugskoti furðu margra.
Þess vegna verður umræðan svona skrítin.
Það þarf svo lítið til.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
17.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17