Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Page 19
Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður býr ásamt eiginmanni sínum, Gian Franco Pitzalis, og sonum þerra Hauki Angelo og Kára Francesco á dásamlega fallegu heimili í Hafnarfirði. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Notalegt í hverju rými Þessa dagana er Anna Þórunn að leggjalokahönd á vefverslun fyrir eigið hönn-unarfyrirtæki ANNA THORUNN. Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði. Spurð hvað sé eftirlæti í hverfinu segist Anna Þórunn heillast af óspilltri náttúrunni allt um kring. „Svo er Hvaleyr- arvatn á næstu grösum sem við nýtum á öllum árstímum í göngutúra. Ég elska þessa óspilltu náttúru í kringum hverfið mitt.“ Heimilið liggur vel við birtu og hátt er til lofts. Stofa og eldhús eru í opnu rými sem er sérlega fallega innréttað. „Stíllinn minn er breytilegur og sífellt í þróun eins og lífið sjálft en í grunninn er hann líklega alltaf sá sami þar sem ég vel að blanda nýjum og eldri hlutum saman. Ég læt hluti sem mér þykir vænt um passa inn í heildarmyndina. Ég vel frekar að hafa ljósa liti í kringum mig en hef einnig gefið dökkum litum séns,“ útskýrir Anna Þórunn og segist jafnframt vera forfallin bastkona, „en einnig er ég mjög hrifin af marmara, viði og gylltu í hófi“. Nýjar vörur væntanlegar Spurð hver sé eftirlætishlutur Önnu á heimilinu segir hún nýjustu hönnun sína, vasann Bliss og ullarteppið úr Cowboy dream-línunni vera í al- gjöru uppáhaldi. „Þar á eftir er það glerkúpull- inn með táskónum mínum sem minnir mig á góða og eftirminnilega tíma. Mér þykir líka ótrúlega vænt um öll listaverkin sem strákarnir mínir hafa gert í gegnum árin.“ Spurð um eftirlætisstað á heimilinu segir Anna tvo staði í miklu uppáhaldi. „Annar þeirra er í sófanum við gluggann, en þar get ég horft beint upp í himininn og gleymt mér í því að fylgjast með skýjunum og flugumferð sem mér finnst alltaf jafn heillandi. Hinn staðurinn minn er í bleika legubekknum við vegginn en þar er eins og ég sé í vernduðu skjóli hvort sem ég er að vinna í tölvunni eða bara hvíla mig.“ Anna hefur bersýnilega gott auga fyrir hönn- un og segir mikilvægt við innréttingu heimilis- ins að það sé notalegt í hverju rými hússins. „Mér finnst mikilvægt að fólkið mitt nái að hvíl- ast og endurhlaða sig fyrir næsta dag. Lýsing skiptir miklu máli til að ná góðri stemningu á heimilinu en ég er enn að vinna að henni og elska borðlampa sem gefa frá sér hlýja birtu. Þægilegur og kósí sófi sem má borða í og hafa það notalegt er ómissandi, eins fallegar mottur og grænar plöntur,“ útskýrir Anna og bætir jafnframt við að gólfsíðar gardínur myndi mikla hlýju og geri heimilið enn notalegra. Hvað varðar að versla inn á heimilið segist hún kaupa þá hluti sem heilla þegar hún sér þá, óháð ákveðnum verslunum. „Annars versla ég helst í Epal, H&M Home, Góða hirðinum og IKEA.“ Borðstofuborðið í uppáhaldi Griðastað fjölskyldunnar segir Anna Þórunn hiklaust vera við borðstofuborðið sem Franco smíðaði fyrir um 17 árum og hefur fylgt fjöl- skyldunni síðan. „Við eldum á hverju kvöldi og leggjum fallega á borð með dúk og kertaljósi, þannig búum við til notalega stemningu eftir langan og annasaman dag,“ útskýrir Anna. Spurð hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimilið segir Anna að sig bráðvanti leslampa. „Leslampinn eftir Arne Jacobsen framleiddur af Louise Poulsen er ofarlega á listanum ásamt borðlömpum eftir Achille Castiglioni. Ég er bú- in að ganga með hugmynd að barvagni í höfðinu í nokkur ár og vonast til að hann verði bráðlega að veruleika. Arinn er á sameiginlegum óska- lista okkar hjóna sem verður einn daginn aftur að veruleika,“ segir Anna að lokum. Stofan er ákaflega björt og fallega innréttuð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Anna Þórunn hefur einstakt auga hvað við- kemur hönnun og innréttingu heimilisins. Feed Me-skálin er eftir Önnu Þórunni en verkið á borð- inu keypti hún á útskriftarsýn- ingu LHÍ.  17.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 SINFONIA er einstaklega þægileg dýna með 7 hægindalögum. Lögin eru samsett úr hágæða svampi og lagi úr náttúrulegu Talalay-latexi sem saman gefa mýkt og stuðning á réttum svæðum. Sinfonia er með 5 svæðaskiptu pokagormakerfi og stýrist hreyfing gormanna af mismunandi þunga líkamssvæða. Þannig veitir dýnan alltaf hárréttan stuðning. Gormakerfið er mýkra á axlasvæðum og við mjóbak til að halda réttri sveigju á líkamanum alla nóttina. Steyptar kantstyrkingar gefa þér um 25% meira svefnrými og eykur það endingu dýnunnar. Áklæðið utan um dýnuna er úr 100% bómull og andar einstaklega vel. Í tilefni 25 ÁRA AFMÆLIS BETRA BAKS höfum við í náinni samvinnu við sérfræðinga SERTA, stærsta dýnuframleiðanda veraldar, sérhannað og framleitt Sinfoniu, einstaka heilsudýnu fyrir viðskiptavini sem kjósa gæði og gott verð. S TÆRS T I DÝNU- FRAMLE IÐAND I VERALDAR SERTA SINFONIA VÖNDUÐ Á JÓLAVERÐI STÆRÐ FULLT VERÐ STÖK DÝNA JÓLAVERÐ MEÐ COMFORT BOTNI OG FÓTUM 120x200 cm 89.900 kr. 127.900 kr. 140x200 cm 99.900 kr. 139.900 kr. 160x200 cm 109.000 kr. 159.900 kr. 180x200 cm 119.000 kr. 179.900 kr. 180x210 cm 129.900 kr. 199.900 kr. 192x203 cm 134.900 kr. 203.900 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.