Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019
LESBÓK
MÁLMUR Ozzy gamli Osbourne er allur að koma til eft-
ir að hafa veikst heiftarlega af lungnabólgu og hrasað í
þokkabót á heimili sínu síðasta vor með þeim afleið-
ingum að hann aflýsti öllu tónleikahaldi út árið. Nú er
kappinn búinn að stilla upp Evróputúr næsta haust, sem
hefst í Newcastle 23. október og lýkur í Helsinki 7. des-
ember 2020. Upphitunaratriðið verður ekki af lakara
taginu; sjálf málmtröllin í Judas Priest. „Ég get ekki
beðið eftir að rífa mig upp á rassinum og keyra mig í
gang,“ sagði í yfirlýsingu frá Ozzy, „en þið verðið að
sýna smá meiri þolinmæði. Ég vil vera 100% tilbúinn til
að rokka af ykkur helvítis sokkana. Ég er ekki að setjast
í helgan stein; giggin bíða mín áfram, auk þess sem ný
plata er á leiðinni.“ Guð sé Ozz næstur.
Rokkar af okkur sokkana
Reuters
Hættur, farinn?
Ekki aldeilis.
MIÐLAR Enska leikkonan Helena Bonham
Carter fékk skilaboð frá Margréti prinsessu
áður en hún tók að sér hlutverk hennar í nýju
seríunni af The Crown sem kemur inn á efn-
isveituna Netflix í dag, sunnudag. Það sætir
tíðindum í ljósi þess að Margrét sálaðist árið
2002. Frá þessu greindi Bonham Carter í
sjónvarpsþætti Grahams Nortons á dög-
unum. Komu skilaboðin fram gegnum miðil
sem Bonham Carter leitaði til og hafði Mar-
grét á orði, að sögn miðilsins, að hún væri
betur til þess fallin að leika hlutverkið en hin
leikkonan sem kom til álita. Ekki fylgir sög-
unni hvaða ágæta leikkona það er.
Fékk skilaboð frá Margréti prinsessu
Helena Bonham Carter átti góðan miðilsfund.
AFP
Kerry King í essinu sínu á tónleikum.
Drekkur alla
undir borðið
BLÓÐ Niðurtalningin heldur
áfram; nú eru aðeins tvær vikur
þangað til hið goðsögulega málm-
band Slayer heldur sína allra síð-
ustu tónleika. Af því tilefni var
bandaríska rokktímaritið The
Aquarian Weekly með sérstaka um-
fjöllun á dögunum um feril sveit-
arinnar. Ýmsir leggja þar orð í
belg, þeirra á meðal Frank Bello,
bassaleikari Anthrax, sem margoft
hefur túrað með Slayer gegnum
tíðina. Hann kveðst munu sakna
þess að standa í sviðsvængnum og
reyna að láta Tom Araya hlæja,
sem hann geri aldrei á tónleikum,
en ekki þess að drekka Jägermeis-
ter með Kerry King – enda drekki
sá ágæti maður alla undir borðið.
Dómsmálmur er regnhlíf-arhugtak yfir nokkrargerðir af öfgarokki og ein-
kennist af hægum takti, þungum tón
í hljóðfærum, háværu andrúmslofti
og textum sem fjalla um geiminn,
dulspeki, endalok heimsins og margt
fleira,“ segir Jónas Hauksson, tals-
maður tónlistarhátíðarinnar Doom-
cember, sem fram fer á Gauknum á
föstudag og laugardag í næstu viku.
Hátíðin var fyrst haldin árið 2016
og var upprunalega eins dags tón-
leikar með hljómsveitum frá Íslandi.
Síðan þá hefur henni vaxið fiskur
Sunnata frá Pól-
landi kemur fram
á hátíðinni í ár.
Ljósmynd/Aleksandra Burska
Ort um endalok heimsins
Tónlistarhátíðin Doom-
cember fer fram á
Gauknum dagana 22.
og 23. nóvember næst-
komandi. Svo sem
nafnið gefur til kynna
er hátíðin helguð svo-
nefndum dómsmálmi
(doom metal).
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blindar konur eru áberandi í ís-
lensku sjónvarpi um þessar mundir
en tveir þættir með slíka persónu í
aðalhlutverki hafa verið teknir til
sýningar á þessu hausti; annars veg-
ar finnski gamanþátturinn Donna
blinda á RÚV og hins vegar banda-
ríski spédramaþátturinn Í myrkrinu
(In the Dark) í Sjónvarpi Símans.
Lundarfar persónanna tveggja,
hinnar finnsku Donnu og hinnar
bandarísku Murphy, er býsna ólíkt;
sú fyrrnefnda er glaðlynd og mann-
elsk en sú síðarnefnda alvörugefinn
einfari. Báðar búa þær þó að tals-
verðri kaldhæðni og gera óspart grín
að fötlun sinni.
Donna er í basli. Unnusti hennar
til sex ára tekur einn morguninn
bara hatt sinn og slaghörpu og yfir-
gefur svæðið – án þess að hafa fyrir
því að segja Donnu frá því eða gera
henni grein fyrir ástæðum. Donna
hefur uppi á kauða hjá nýrri ástkonu
og áttar sig á því að ekki verður aftur
snúið. Hefst þá leit að nýjum unnusta
enda er Donna óforbetranlegur róm-
antíker af gamla skólanum og getur
ekki bugsað sér að pipra ein og
óstudd í þessu lífi.
Eftir nokkur púðurskot, þar sem
hún fór meðal annars á stefnumót
með blindum manni, sem hún getur
ekki hugsað sér að búa með, taldi
Donna sig loksins vera komna í feitt í
seinasta þætti með Hermanni. Til að
fyrirbyggja allan misskilning þá var
maðurinn veitingamaður en ekki
Kotrosknar og
kaldhæðnar
Donna er glaðlynd og uppátækjasöm
og sárvantar nýjan kærasta.
YLE
BLINDAR KONUR ÁBERANDI Á SKJÁNUM