Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Qupperneq 29
um hrygg og verður nú í tvo daga á
Gauknum og mun skarta tíu hljóm-
sveitum, innlendum og erlendum.
„Markmið hátíðarinnar er að
halda árlega samkomu fyrir unn-
endur dómsmálms, þar sem boðið er
upp á það besta í íslensku senunni,“
segir Jónas. „Dómsmálmur hefur
aldrei verið á toppi undirsenunnar á
Íslandi. Aðrar öfgastefnur eins og til
dæmis dauðarokk, svartmálmur og
harðkjarni hafa notið meiri hylli.
Dómsmálmur hefur hins vegar verið
að sækja í sig veðrið undanfarið með
fleiri og betri hljómsveitum.“
Tvær erlendar sveitir
Að sögn Jónasar leitast Doom-
cember við að finna góðar og fjöl-
breyttar hljómsveitir sem hæfa tón-
listarþema hátíðarinnar.
Tvær erlendar hljómsveitir, Sun-
nata frá Póllandi og Saturnalia
Temple frá Svíþjóð, munu spila á há-
tíðinni í ár. Stærstu íslensku hljóm-
sveitirnar eru Plastic Gods, oft talin
besta dómsmálmshljómsveit Ís-
lands, að sögn Jónasar, en hún hefur
ekki troðið upp í tvö ár og Katla,
sem kemur fram í fyrsta sinn á Ís-
landi af þessu tilefni. Aðrar hljóm-
sveitir á hátíðinni eru Slor, Kvelja,
Nornagal, Godchilla, Dynfari og
Morpholith.
Þrjár síðastnefndu sveitirnar hafa
spilað utan landsteinanna í löndum á
borð við Bretland, Bandaríkin,
Þýskaland og Rúmeníu.
Miðar fyrir báða dagana eru til
sölu á tix.is en einnig verður hægt
að kaupa miða á Gauknum sjálfum
fyrir annan daginn eða báða.
Saturnalia Temple frá Svíþjóð mun einnig koma fram á Gauknum í næstu viku.
17.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu
götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun-
verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun.
Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35
NÝTT BYLTINGARKENNT
ÆFINGAHJÓL
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
BÍÓ Breska leikkonan Emilia Clarke, sem
kunnust er fyrir leik sinn í Game of Thro-
nes-þáttunum og jólamyndinni Last
Christmas, sem nú er í kvikmynda-
húsum, staðfestir í samtali við tímaritið
Empire Magazine áhuga sinn á því að
leika njósnara hennar hátignar, James
Bond, eftir að Daniel Craig gefur það
senn frá sér eftir þrettán ár. „Að
sjálfsögðu. Mikil ósköp. James Bond
er eitt af þessum
merkjum sem eru aldr-
ei ekki svöl,“ segir hin
33 ára gamla Clarke.
Væri alveg til í að leika Bond
AFP
BÓKSALA 6.-12. NÓVEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason
2 Þögn Yrsa Sigurðardóttir
3 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson
4 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir
5 Hnífur Jo Nesbø
6 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason
7 Systa bernskunnar vegna Vigdís Grímsdóttir
8
Vigdís – bókin um fyrsta
konuforsetann
Rán Flygenring
9 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson
10 Hvítidauði Ragnar Jónasson
1
Til þeirra sem málið
varðar
Einar Már Guðmundsson
2 Mislæg gatnamót Þórdís Gísladóttir
3 Mamma má ég segja þér? Eyrún Ósk Jónsdóttir
4 Þvottadagur Jónas Reynir Gunnarsson
5 Heimskaut Gerður Kristný
6 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson
7 Leðurjakkaveður Fríða Ísberg
8 Bestu limrurnar Ragnar Ingi Aðalsteinsson
9 Sólardansinn Þóra Jónsdóttir
10 Þetta er ekki bílastæði Brynjólfur Þorsteinsson
Allar bækur
Ljóðabækur
Ég er alltaf með nokkrar bækur
og tímarit á náttborðinu. Ég er
ekki sérstaklega mikill lestr-
arhestur en mér finnst ákveðin
slökun í því að lesa, stundum
ekki nema nokkrar síður, fyrir
svefninn. Ég les ekkert síður
tímarit en bækur. Þar sem ég
starfa á bókasafni hef ég góðan
aðgang að tímaritum og fæ þau
reglulega lánuð með mér heim.
Vinnufélagarnir gera góðlátlegt
grín að mér fyrir að lesa tíma-
ritið Hello en ég hef mikinn
áhuga á að fylgjast með bresku
konungsfjölskyld-
unni.
Sem barn man
ég að pabbi minn
las fyrir mig og
yngri bróður minn
á kvöldin og man
ég að bækurnar
um Salómon svarta
heilluðu mig mikið. Síðan þegar
ég var farin að lesa sjálf voru
það Öddu-bækurnar sem voru í
miklu uppáhaldi. Fyrsta skáld-
saga sem ég las
sem unglingur
var Maður og
mold. Ég fékk
hana í jólagjöf og
las hana nokkr-
um sinnum.
Einnig las ég
bækur eftir
Agöthu Christie, Phyllis A.
Whitney og Barböru Cartland
svo einhverjir séu nefndir.
Í dag les ég og skoða mikið af
bókum um heimili og húsbúnað.
Bækur eins og Heimsóknir eftir
Höllu Báru og Gunnar Sverris-
son, The Scandinavian Home
eftir Niki Brantmark og Life
Unstyled eftir Emily Henson.
Einnig fjölmörg tímarit svo sem
Bo bedre, Bolig liv, Alt interiør
o.fl. Mín gæðastund er að setjast
niður með kaffibolla og fletta
húsbúnaðartímaritum.
Fyrir ekki svo löngu fór ég að
lesa bækurnar
hennar Guðrúnar
frá Lundi sem mér
finnast feikigóðar
en eins og margir
vita áttu bækurnar
hennar ekki upp á
pallborðið þegar
þær komu fyrst út
en nú eru þær vinsælar og eiga
sér dyggan aðdáendahóp.
Óhemjumikið magn af nor-
rænum spennusögum hefur ver-
ið gefið út undanfarin ár og er
Sandhamn-serían eftir Vivecu
Sten í uppáhaldi
hjá mér. Mat-
reiðslubækur fæ ég
reglulega lánaðar á
bókasafninu og
bækur um útivist
og ferðalög.
Þessa dagana er
ég að lesa bæk-
urnar Glæpur við fæðingu eftir
Trevor Noah og
Leading With
Happiness eftir Al-
exander Kjerulf.
Bókaútgáfa er
núna í mikilli sókn
og hafa aldrei verið
gefnar út fleiri
bækur. Ég fæ alltaf
nokkrar bækur í jólagjöf og veit
fátt betra á aðfangadagskvöldi
en að skríða undir sæng með
nýja bók í hendi og berast inn í
töfraheim bókarinnar.
SIGRÚN INGIMARSDÓTTIR ER AÐ LESA
Slökun í því að lesa
Sigrún Ingi-
marsdóttir er
settur amts-
bókavörður á
Akureyri.
hermaður. Hann heitir bara þessu
ágæta nafni. Hermanni var vingjarn-
legur og virtist ýmsum kostum bú-
inn. Þess vegna kól hjarta Donnu
þegar á daginn kom að hann taldi það
bara frábæra viðskiptahugmynd að
ráða hana, blinda konuna, til starfa
sem vínþjón á veitingahúsinu sem
hann erfði eftir föður sinn. Fauk þá í
okkar konu, sem kvaðst mundu
íhuga atvinnutilboðið í öðru lífi og
henti kappanum öfugum út. Þannig
að leitin heldur áfram.
Vantreystir svo til öllum
Þessu er þveröfugt farið hjá Murphy
blessaðri. Hún vantreystir svo til öll-
um, sérstaklega karlmönnum, og
hefur engan áhuga á föstu sambandi.
Situr eigi að síður uppi með kærasta
– sem í þokkabót leggur stund á
glæpamennsku. Er nema von að
aumingja Murphy þurfi á allri sinni
kaldhæðni að halda.
Í myrkrinu er öðrum þræði glæpa-
saga en ungur vinur Murphy (einn af
sárafáum) er myrtur og þar sem lög-
reglan virðist hafa litla burði til ann-
ars en að snúast í hringi tekur
Murphy rannsóknina í sínar hendur.
Gengur þar á ýmsu.
Inn í söguna fléttast févana hunda-
spítali foreldra hennar sem furðu-
fuglinn á svæðinu, Felix að nafni,
bjargar óvænt frá glötun. Þarf
Murphy nú skyndilega að fara að
taka við fyrirmælum frá þeirri lufsu.
Haldiði að það sé nú? orri@mbl.is
Murphy Mason kallar ekki allt ömmu sína. Hún er engum háð og hikar ekki við
að hefja eigin rannsókn á morðmáli þegar lögreglan virðist komin í öngstræti.
CBS
Emilia Clarke
er eftirsótt
leikkona.