Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 6

Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 6
Stór hluti leikskóla er rekinn í lélegu og úr sér gengnu húsnæði. Starfsaðstæðurnar eru óviðunandi. Guðrún Jóna Thorarensen Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2019. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta bæði tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 17. mars nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornarradid.is/kudungurinn Kuðungurinn 2019 Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Utanríkisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Félagsmálaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stjórnarráð Íslands Umhverfi s- og auðlindaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stjórnarráð Íslands Mennta- og menningarmálaráðuneytið Merki að neðan í raðauglýsiungar fyrir ráðuneytin miðað við ca. 2 dálka auglýsingar.... Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2020 Garðabær, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Suðurnesjabær og Vogar Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launa­ greiðslu fyrir það starf. Í ár verða eftirtaldar ferðir í boði: Ítalíuferð - Bella Italia 1. – 8. júní Aðventuferð til München í Þýskalandi 25. – 29. nóvember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma, 24. – 28. febrúar, á milli kl. 17:00 og 19:00. Svanhvít Jónsdóttir........ 565 3708 Ína D. Jónsdóttir ............. 421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir .....422 7174 Sigrún Jörundsdóttir .... 661 3300 Sólveig Jensdóttir .......... 861 0664 Sólveig Ólafsdóttir ... ......698 8115 Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR MENNTAMÁL „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af stöðu leikskóla Reykja- víkurborgar. Leikskólakennurum í leikskólum borgarinnar fækkaði um 98 frá 2015 til 2018. Hlutfall starfandi leikskólakennara inni á deildum, af heildarfjölda starfs- manna, er tæp 20 prósent,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen, leik- skólastjóri og samráðsfulltrúi leik- skólastjóra í Reykjavík. Samkvæmt lögum á tveimur þriðju stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna að vera sinnt af menntuðum leikskóla- kennurum. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni var þetta hlutfall um 28 prósent á landinu öllu árið 2018. Guðrún bendir á að inni í tölum Reykjavíkurborgar séu aðstoðar- leikskólastjórar sem margir vinni lítið sem ekkert inni á deildum. Hlutfall leikskólakennara sem vinni inni á deildunum sé því enn lægra. „Ef þetta hlutfall lækkar enn meira og fer kannski nálægt tíu prósentum þurfum við bara að endurskilgreina þessa stofnun. Við getum þá ekki staðið undir þessum kröfum. Þetta er mjög alvarlegt mál og það verður að vera einhver samstaða um rót- tækar aðgerðir,“ segir Guðrún. Reykjavíkurborg rekur 63 leik- skóla og á þeim eru 294 deildir. Rétt rúmur helmingur deildarstjóra, eða 164, hefur leikskólakennara- menntun. Þess utan eru fimm leik- skólar þar sem enginn faglærður leikskólastjóri starfar fyrir utan stjórnendur. Þær breytingar urðu um áramót að nú er aðeins eitt leyfisbréf gefið út og gildir það fyrir kennslu í leik- skóla, grunnskóla og framhalds- skóla. „Það er líka skortur á grunnskóla- kennurum og skólastjórar vita vel að leikskólakennarar hafa nýst mjög vel í yngstu bekkjum grunn- skólans. Leikskólakennarar sækja auðvitað líka í betri vinnuaðstæður og það á eftir að koma í ljós í vor og sumar hversu margir færa sig yfir í grunnskólana.“ Þá sé endurnýjun í stéttinni nán- ast engin. Háskóli Íslands útskrif- aði aðeins 22 leikskólakennara á árunum 2016-2019. Til viðbótar útskrifuðust 42 á sama tímabili með M.ed.-próf í menntunarfræði leik- skóla, sem er viðbótarnám fyrir þá sem hafa aðra grunnmenntun. „Af leiðingin af því hvað þetta ástand hefur varað lengi er sú að meðalaldur leikskólakennara fer mjög ört hækkandi. Nú eru aðeins fjögur prósent leikskólakennara yngri en 32 ára og 42 prósent eru eldri en 56 ára.“ Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík skilaði í febrúar 2018 skýrslu og 33 tillögum til úrbóta. Guðrún segir að fátt af því hafi komist til framkvæmda. „Það voru margar góðar tillögur þarna. Þær kostuðu um milljarð í framkvæmd en það voru settar rúmar 200 milljónir í þetta. Starfs- hópurinn talaði þá um neyðar- ástand sem strax þyrfti að bregðast við. Staðan í dag er enn verri.“ Guðrún segir einnig að borgin hafi vegna sparnaðar lítið sinnt við- haldi leikskóla í rúman áratug. „Stór hluti leikskóla er rekinn í lélegu og úr sér gengnu húsnæði. Starfsaðstæðurnar eru óviðun- andi. Það eru mörg dæmi þess að leikskólastjórar hafi þurft að kalla til Vinnueftirlitið til að knýja á um bættar aðstæður starfsmanna, þar sem húsnæði hefur ekki staðist lág- markskröfur.“ Guðrún bendir einnig á þá stað- reynd að um níu prósent félaga í Félagi leikskólakennara hafi leitað eftir ráðgjöf og þjónustu hjá Virk starfsendurhæfingu í kjölfar lang- tímaveikinda. Það hlutfall sé fimm prósent hjá grunnskólakennurum og tvö prósent hjá framhaldsskóla- kennurum. „Þessar tölur endurspegla það álag sem er í störfum leikskólakenn- ara,“ segir Guðrún. Borgin spari sér líka háar fjár- hæðir í launakostnað þar sem menntaðir leikskólakennarar fáist ekki til starfa. Þá séu nú um 400 laus pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki sé hægt að nýta sökum skorts á starfsfólki. Lausu plássin hafi verið 370 á síðasta ári og um 200 fyrir tveimur árum. „Ég skil ekki af hverju leikskólinn þarf alltaf að vera svona fjársveltur. Þetta er örugglega ódýrasta stofn- unin miðað við þjónustuna sem hún veitir. Vegna þess launaum- hverfis sem leikskólinn býr við og vinnuaðstæðna starfsmanna er hann ekki samkeppnisfær við aðrar atvinnugreinar.“ sighvatur@frettabladid.is Róttækra aðgerða sé þörf á leikskólunum Leikskólastjóri og samráðsfulltrúi leikskólastjóra í Reykjavík segist hafa áhyggjur af stöðu leikskóla í borginni. Breytingar á útgáfu leyfisbréfa geti leitt til enn frekari fækkunar leikskólakennara og endurnýjun sé lítil sem engin. Reykjavíkurborg rekur 63 leikskóla víðs vegar um borgina og á þeim eru nærri 300 deildir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI  VERKFALL Í ljósi þess að ótímabund- ið verkfall Ef lingar stendur yfir, brýnir Reykjavíkurborg fyrir fólki að skilja ekki poka með blönduðum úrgangi eftir við grenndarstöðvar. Af því skapist óþrifnaður og hætta á að sorpið dreifist. „Á endurvinnslustöðvum SORPU má losa sig við allan f lokkaðan úrgang og blandað heimilissorp, sé ófremdarástand að skapast í sorp- geymslum,“ segir á vef borgarinnar. Reynt var að hirða sem mest af heimilissorpi áður en verkfallið skall á, en veður hafði áhrif á sorp- hirðuna. Ljóst er að ef sorp verður ekki hirt um lengri tíma gætu áhrifin á umhverfið og heilsu fólks farið að segja til sín. Blandaður og lífrænn úrgangur er gróðrarstía gerla og skorkvikinda og því hætta á sýk- ingum meiri en ella. Þá er einnig meiri hætta á slysum, sérstaklega ef oddhvassir hlutir eru í ruslinu. – khg Fólk skilji ekki blandaðan úrgang eftir Hætta er á sýkingum og slysum ef rusl fer að flæða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.