Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 22.02.2020, Qupperneq 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Því ber að fagna hug- myndum um stórauknar innviðafjár- festingar ríkisins til að sporna við enn frekari kólnun hagkerfisins. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Í mars árið 2017 bankaði kanadísk leikkona, Sarah Edmondson, að dyrum á einbýlishúsi í Albany-borg í Bandaríkjunum. Sarah var félagi í sjálfs- styrkingarsamtökum sem kölluðust Nxivm. Það átti að vígja hana inn í DOS, sérstaka kvennahreyfingu Nxivm sem var aðeins fyrir útvaldar. Hinum megin við dyrnar beið martröð. Nxivm var stofnað árið 1998 af Keith Raniere. Keith var sagður haldinn undragáfum. Hann kvaðst hefði verið altalandi eins árs, vera með margar háskóla- gráður og spila á píanó eins og konsertpíanisti. Yfirlýst starfsemi Nxivm var að hjálpa fólki að ná árangri í lífi og starfi. Raunveruleikinn var þó annar. Í júní í fyrra dæmdi alríkisdómari í Bandaríkjunum Keith Raniere sekan um fjölda glæpa, þar á meðal fjár- glæfrastarfsemi, kynlífsþrælkun og mansal. Við rétt- arhöldin var Nxivm lýst sem sértrúarsöfnuði þar sem konum var gert að stunda kynlíf með leiðtoganum, þær voru sveltar, féflettar og heilaþvegnar. Konurnar í kvennahreyfingunni DOS voru auk þess brenni- merktar með upphafsstöfum Raniere. En hvernig gat starfsemi sem Nxivm þrifist óáreitt í tvo áratugi? Raniere nýtti sér sígildar sálfræðiað- ferðir til að hafa stjórn á félögum samtakanna. Hann skikkaði þá auk þess til að láta sér í té viðkvæmar per- sónuupplýsingar, svo sem nektarmyndir og leyndar- mál, sem nýta mátti gegn meðlimum ef þeir yfirgæfu söfnuðinn. En þá er ekki allt talið. Eftir að Sarah Edmondson var brennimerkt árið 2017 gekk hún úr söfnuðinum. Í kjölfarið kærði Nxivm Söruh til lögreglu fyrir að valda fyrirtækinu fjárhags- og orðsporshnekki. Árum saman hafði Nxivm notað málaferli til að kveða niður gagnrýnisraddir. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu samtakanna ofsótti Raniere þá sem gengu úr félagsskapnum, sem og blaðamenn sem fjölluðu gagnrýnið um Nxivm, með tilhæfu- lausum ásökunum. Málaferlin sem einnig áttu að vera öðrum víti til varnaðar leiddu ósjaldan til þess að hinir ákærðu urðu gjaldþrota vegna lögfræðikostnaðar. En Sarah hugðist ekki láta Raniere kúga sig. Hún fór til lögregluyfirvalda og greindi þeim frá vafasamri starfsemi Nxivm. Söruh til furðu aðhöfðust yfirvöld ekkert. Það var ekki fyrr en Sarah leitaði til dagblaðsins The New York Times sem fjallaði um málið að yfirvöld rannsökuðu loks Nxivm og handtóku Raniere og aðra forsprakka samtakanna. Samherji og kynlífs-költið Í vikunni sem leið bárust fréttir af því að sjávarútvegs- fyrirtækið Samherji hefði hótað RÚV málshöfðun vegna fréttar um „meintar“ mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Sagði lögfræðingur fyrirtækisins umfjöllun- ina „refsiverða“ og geta haft í för með sér fangelsisvist. Þá sagði í bréfinu að „framganga af þessu tagi“ gæti valdið tjóni sem væri bótaskylt og réðust fjárhæðir „af þeim viðskiptahagsmunum og orðspori sem er undir“. Áskildi Samherji sér „rétt til að höfða mál“. Vel má vera að hrein sannleiksást knýi Samherja áfram í bréfaskiptum sínum við RÚV. En annar mögu- leiki er þessi: Samherji er eins og kynlífs-költið. „Tjáningarfrelsið er grundvallarmannréttindi,“ sagði Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í kjölfar efna- hagshrunsins árið 2008, í blaðaviðtali stuttu eftir hrun: „Það má alltaf gera ráð fyrir því að þeir sem mögulega hafa framið efnahagsbrot og eiga hagsmuna að gæta haldi uppi vörnum með ógnunum og tilraunum til þöggunar.“ Sagan af Nxivm er dæmi um tvennt. Annars vegar hvernig fjársterkir aðilar nota dómstóla til að kveða niður gagnrýni og hræða aðra til þagnar. Hins vegar hversu mikilvægt er að fjölmiðlar beini kastljósinu að misgeðfelldum starfsháttum þessara sömu fjár- sterku aðila þrátt fyrir hótanir. Því rétt eins og Sarah Edmondson komst að: Það er svo oft sem yfirvöld kæra sig kollótt um réttlætið fyrr en óréttlætið hefur verið afhjúpað á forsíðum blaðanna. Sannleiksást eða þöggun? DAGAR Mikið úrval af vönduðum Helly Hansen fatnaði í verslunum Icewear Magasín fyrir herra, dömur og börn. Skuggi hvílir yfir íslensku efnahagslífi. Ekki hefur dregið jafn mikið úr útflutningstekjum í þrjá áratugi og atvinnuleysi hefur þann tíma ekki verið meira, að undanskildu árinu 2008. Landsframleiðsla vex hægt og talið er að svo verði áfram næstu árin verði ekkert að gert. Samkeppnisstaða hagkerfisins hefur versnað. Laun hafa hækkað meira hér en víða annars staðar. Að auki er launakostnaður mjög hátt hlutfall verð- mætasköpunar flestra atvinnugreina. Þungar fregnir af stöðu áliðnaðarins eru graf- alvarlegar enda var útflutningur álvera 230 millj- arðar króna árið 2018, þar af fóru 86 milljarðar í innlend útgjöld. Það er grafalvarlegt að Rio Tinto í Straumsvík kunni að hætta starfsemi sem hefur skapað um 500 vel launuð störf hjá fyrirtækinu og 750 afleidd störf. Því ber að fagna hugmyndum um stórauknar innviðafjárfestingar ríkisins til að sporna við enn frekari kólnun hagkerfisins. Með þeim verði hag- kerfið reist við og byggt undir framtíðarhagvöxt. Óveður vetrarins sýna svo ekki verður um villst að styrking raforkukerfisins er mjög aðkallandi. Uppbygging Landsnets á nýrri byggðalínu er risa- framkvæmd og mun kosta tugi milljarða. En þar verður einnig að einfalda leikreglur og tímaramma sem framkvæmdum eru settar eins og forsvarsmenn Landsnets hafa ítrekað bent á. Fjárfestingarþörf í samgöngum er gríðarleg. Sá listi er því miður allt of langur: vegir, brýr, hafnir eða göng. Dæmi um slík verkefni eru Sundabraut og að ráðast þarf í að byggja nýja flugstöð og flughlað Akureyrarflugvallar. Forsætisráðherra hefur einnig talað fyrir fjár- festingum í nýsköpun og vísindum til að efla sam- keppnishæfni landsins. Nýsköpun knýr vöxt og fleiri hugmyndir komast á legg og verða verðmæt fyrirtæki. Ríkið áætlar að verja 2,5 milljörðum króna til stofnunar Kríu, nýs hvatasjóðs nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Þar ættu að fylgja rýmri heim- ild ir líf eyr is sjóða til fjár fest inga í nýsköpun. Það kann að hljóma eins og þverstæða, en á sama tíma og hvatt er til opinberra fjárfestinga í innviðum er ástæða til að vara við ofþenslu ríkisútgjalda og að steypa ríkissjóði í milljarða rekstrar halla. Nóg er samt. Standi vilji til þess að koma atvinnulífi af stað er skynsamlegt að draga úr álögum á atvinnu- líf. Lægra tryggingargjald og lægri fasteignagjöld sveitarfélaga eru hér ofarlega á blaði. Þá væri skynsamlegt að umbreyta eign ríkisins í Íslandsbanka í innviði. Þótt slík sala geti vart verið þáttur í skammtímaátaki á fjármögnun nauðsyn- legra innviðaframkvæmda, væri eignasalan skyn- samleg – og ætti að skapa rými og tækifæri. Séu lán tekin til innviðafjárfestinga ættu menn að skoða þátttöku lífeyrissjóða. Undanfarin ár hefur ríkið dregið mjög úr skuldabréfaútgáfu, en með útgáfu markaðshæfra skuldabréfa með ríkisábyrgð ættu sjóðir á nýjan leik að geta fjárfest í slíku. Þörf fyrir uppbyggingu innviða er mikil. Ekki myndi skaða ef fjármunirnir væru innlendir. Gegn kólnun 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.