Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2020, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.02.2020, Qupperneq 26
myndina standa þeir félagar enn við þessa fullyrðingu og aðspurðir staðfesta þeir að öll atriðin eigi sér stoð í raunveruleikanum. Örn Marinó: „Auðvitað tökum við okkur skáldaleyfi til að tengja söguþráðinn og atburði saman og stílfæra.“ Þorkell: „En þetta hefur allt gerst. Oft. Og á eftir að gerast aftur.“ Eins og heyra má gengur ýmislegt á þegar hópur karlmanna kemur saman til að skemmta sér í nokkra daga fjarri ábyrgð hversdagsins en „veiðidellan“ fræga lætur ekki að sér hæða. Þorkell: „Ég hitti einmitt á dög- unum eiginkonu veiðimanns sem er nú sérlega dagfarsprúður maður og háttsettur í opinbera geiranum. Hún hafði séð trailer myndarinnar og fundist hann óþægilega líkur því sem hún héldi að gengi á í þessum ferðum. Hún sagði mér svo sögu af því þegar hún og maðurinn voru ung og blönk með nýfætt barn. Hann hefði átt bókaða veiði en þar sem þau hefðu verið skítblönk hefðu góð ráð verið dýr. Hann hefði þó reddað 200 þúsund króna yfir- drætti fyrir ferðinni og skilið hana eftir með ekki neitt. Hún þurfti svo að fá lánaðan pening hjá foreldrum sínum fyrir bleyjum og mat. Í mat- arbúðinni hitti hún svo eiginkonu annars veiðimanns í sama túr og sagði henni söguna. Sú tók þá upp gjafabréf í matarbúðina sem hún hafði fengið hjá móður sinni enda svipað ástatt á því heimili.“ Og þessi hjónabönd hafa haldið? Þorkell: „Já, enda ágætis prófraun svona strax í upphafi.“ Örn Marinó: „Þetta er bara svona. Menn þrá að fara út í nátt- úruna að hlaða batteríin á misskað- legan hátt.“ Þorkell: „Mín skoðun er sú að hægt sé að rekja þessa þörf allt aftur til þess tíma þegar við vorum apar, konurnar sáu um af kvæmin og karlarnir fóru að veiða til matar. Nú í dag vinnum við bara venju- lega vinnu og verslum í matinn í Bónus eða Hagkaup eða pöntum frá Eldum rétt en erum enn að díla við þessa þörf. Það talar enginn um þetta. Það að fara í Bónus veitir enga útrás fyrir veiðieðlið og svo erum við orðnir svo úrkynja að þetta endar allt í vitleysu eins og í myndinni.“ Örn Marinó: „Það þarf líka að vera veisla og það er pressa á þeim sem sér um matinn.“ Þorkell: „Við fórum einn til tvo túra á ári með miklum veiði- manni. Svo klúðraði hann matnum eitt sinn. Þá var hann settur á skil- orð. Árið eftir klúðraði hann aftur matnum. Við erum hættir að veiða með honum.“ Örn Marinó: „Yndislegur maður. En klúðraði matnum.“ Veiðimynd um konur næst Er von á f leiri myndum um efnið? Örn Marinó: „Já, það er planið, að gera nokkrar myndir. Nú eru kon- urnar líka mikið farnar að veiða og við erum búnir að viða að okkur mörgum sögum frá þeim ferðum sem eru alveg að ná að fylla í eina góða ræmu.“ Þorkell: „Þær eru alveg jafn „verri“ og við. Ég er tengdur konu sem hefur mikið verið í veiði og tókst að sannfæra hana, gegn því að ég viðhaldi nafnleynd, um að segja mér aðeins hvað er búið að vera í gangi. Ég ætlaði varla að trúa þess- um frásögnum. Þær þurfa greinilega húsmæðraorlof! Þeirra rugl er með aðeins öðrum keimi þó það sé í raun alveg það sama. Það er bara aðeins meira dresskód.“ Örn Marinó: „Það lúkkar betur – meiri stíll yfir því.“ Þorkell: „Ég heyrði af kvennaholli sem kom við á brúðarkjólaleigu á leið í veiðitúr og leigði sér kjóla. Eina vaktina ákváðu þær svo að hittast í hyl sem var nálægt húsinu og auð- veldur aðkomu þar sem þær veiddu í marenstertubrúðarkjólum með kokteil.“ En óttist þið ekki að verða óvin- sælir hjá veiðifélögunum eftir frum- sýningu myndarinnar? Sex íslenskum stórleikurum var gert að búa saman í veiðihúsi í tvær vikur við tökur myndarinnar og er ekki laust við að kofaveiki hafi komið upp. gista í húsinu á tökutímanum. Við bjuggum til eins konar útihátíðar- stemningu þar sem trailerar og fellihýsi voru líka nýtt fyrir starfs- fólkið okkar, áhöfnina sem gerði okkur kleift að koma þessari mynd alla leið á hvíta tjaldið. Án þeirra og samstarfsaðila hefðum við aldrei náð þessu.“ Leikarar með kofaveiki Myndin var tekin upp á alls sautján dögum með tökudögum í bænum enda skipti máli að láta tímann vinna með sér og spara þannig fjármuni. Myndin hlaut ekki náð fyrir augum Kvikmyndasjóðs en þó nokkrir einkaaðilar lögðu verk- efninu lið og eru þeir félagar þakk- látir fyrir það. Þorkell: „Það er nefnilega mun erf iðara að sækja styrki fyrir gamanmynd hjá Kvikmyndasjóði heldur en fyrir þyngra stöff. Við erum miðaldra karlar í krísu að gera kvikmynd um sex miðaldra karlmenn í krísu. Sjóðaumhverfið er ekkert rosa jákvætt út í þá hug- mynd. Við erum búnir að vera að vinna í kvikmyndabransanum frá því um tvítugt og höfum lært í hvað peningurinn fer og hvað skilar sér svo á tjaldið í lokin. Með ákveðn- um aga hjálpar sú reynsla við að gera mynd fyrir minni upphæðir án þess að það komi niður á inni- haldinu.“ Örn Marinó: „Það var mikill kostur að hafa alla á einum stað og sparaði mikinn tíma þó vinnu- dagarnir hafi ekki verið langir enda ekki stefna okkar að hanga of lengi yfir hlutunum. Það myndaðist góð orka enda allir all-in.“ Þorkell: „Það bjuggu líka allir leikararnir í veiðihúsinu sem þeir dvelja í, í myndinni.“ Örn Marinó: „ Sem skapaði ákveðna kofaveiki. Það er ekkert auðvelt að vera allir saman allan daginn svona lengi. Það er alveg erfitt að vera saman í þrjá daga í veiði en þetta voru tvær vikur.“ Þorkell: „Þeir voru nú f ljótir að rjúka í bæinn þegar þeir fengu leyfi. Þá voru þeir farnir. Þetta var ekki búið degi of snemma. Það voru allar tilfinningar komnar út og menn bæði grátandi og hlæjandi á sömu mínútunni.“ Skuldum þjóðinni gamanmynd Þeir félagar eru, eins og heyra má, búnir að skipuleggja ekki bara næstu mynd heldur þriðju, fjórðu og fimmtu. Þorkell: „Það verður leyst úr ýmsu í næstu og þarnæstu mynd.“ Þorkell: „Maður hefur heyrt af heilu hópunum sem ætla að gera sér glaðan dag. Jafnvel bjóða konunni út að borða áður. Kannski ágætt að mýkja hana aðeins upp fyrir myndina.“ Að sögn þeirra félaga hafa yfir 45 þúsund manns skoðað trailer myndarinnar sem birtur var á Vísi, en það þykir nánast einsdæmi með íslenska kvikmynd. Þorkell: „Svo verður gaman að sjá hvort þetta fólk skili sér í bíó.“ Þorkell: „Ég held að það sé mjög þakklátt að gera góða gamanmynd.“ Örn Marinó: „Sérstaklega eftir svona vetur.“ Þorkell: „Það á að gera alls konar myndir. Áherslan hefur þó verið á þyngri myndir og mér finnst við skulda þjóðinni góða gamanmynd. Við erum komin í mínus. Þetta eru þakklátar myndir sem horft er á aftur og aftur. Fólk elskar gaman- myndir.“ Er erfiðara að gera gamanmyndir? Örn Marinó: „Já og nei. Ég held að þetta sé bara spurning um að gera þetta. En maður er svolítið varnar- laus og afhjúpaður því um leið og þú mætir með verkið í bíósal og ef enginn hlær þá hefur þér mistekist.“ Þorkell: „Það er bara eitt skot í byssunni. Þú annaðhvort hittir eða ekki. Þú færð ekkert stig fyrir að skjóta nálægt. Það er kannski þess vegna sem það er ákveðin hræðsla í garð gamanmynda.“ Örn Marinó: „Ætli við séum ekki bara nægilega vitlausir til að ákveða bara að gera þetta.“ Þeim félögum finnst þjóðin eiga skilið góða gamanmynd, ekki síst nú á þessum harða vetri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ÞAÐ VIRÐIST OFT VERA ÞANNIG AÐ MENN KOMIST Í EINS KONAR VILLI- MANNAGÍR ÞEGAR ÞEIR KOMAST ÚT FYRIR BORGARMÖRKIN. Þorkell Örn Marinó: „Við sögðum vissum aðilum hvað við værum að fara að gera og að þeir gætu stoppað þetta fyrir ákveðna summu.“ Þorkell: „Við vorum falir.“ Örn Marinó: „Menn hugsuðu málið og íhuguðu að henda í söfnun en ég held að samstaðan hafi ekki verið nægileg. Þeir hafa bara verið of nískir. Fólk mun þó vonandi bara hafa gaman af þessu. Þegar við for- sýndum myndina fyrir nokkra veiðimenn og konurnar þeirra fyrir norðan var hlátur karlanna aðeins pínlegri á meðan konurnar gjör- samlega góluðu. Það heyrðist varla í myndinni fyrir þeim.“ Þorkell: „Ég held að eiginkonur veiðimanna velti því oft fyrir sér hvað sé eiginlega um að vera í þess- um ferðum. Hvað sé svona spenn- andi við að vera í hóp úti á landi umvafinn fiski- og táfýlu. Þarna sjá þær loksins hvað er að gerast.“ Örn Marinó: „Þetta er dulinn heimur að ákveðnu leyti.“ Þorkell: „Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er ákveðin sam- félagsþjónusta sem við erum að inna af hendi.“ Örn Marinó: „Það var kominn tími á að gera mynd um þetta eins og svo margt annað.“ Þeir félagar hafa eins og fyrr segir farið í ansi marga veiðitúra í gegnum árin og hlæja að því að þróunarvinnan hafi verið rándýr. En auðvitað þarf ákveðið innsæi í efnið til að geta fjallað um það. Örn Marinó: „Þessi hugmynd er búin að malla með okkur í góðan áratug. Svo fórum við að veiða fyrir norðan í Mýrarkvísl og sáum fram á að við gætum leigt ána og veiðihúsið í tvær vikur. Þannig gátum við gert þetta á stuttum tíma og á ódýrari hátt með því að láta alla leikarana 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.