Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 42

Fréttablaðið - 22.02.2020, Page 42
Forstjóri Vinnumálastofnunar Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun heyrir undir félags- og barnamálaráðherra og fer m.a. með yfirstjórn opinberrar vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annarra vinnumarkaðstengdra verkefna. Stofnunin rekur þjónustueiningar á níu stöðum á landinu. Vinnumálastofnun starfar samkvæmt lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um Atvinnuleysistryggingar, ásamt því að fara með framkvæmd fjölmargra annarra laga. Forstjóri ber m.a. ábyrgð á að Vinnumálastofnun starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Félags- og barnamálaráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára, sbr. 23.gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Miðað er við að skipað verði í stöðuna frá 1. apríl nk. Umsóknarfrestur er til 16. mars 2020 Nánari upplýsingar um starfið má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is Starf hjá Mjólkursamsölunni Búðardal Mjólkursamsalan ehf óskar að ráða aðila til þess að sinna viðhaldi á starfsstöð sinni í Búðardal. Um er að ræða almennt viðhald og umsjón með framleiðslutækjum, ásamt umsjón með viðhaldi á mannvirkjum starfsstöðvarinnar. Starfið getur hentað rafvirkja, vélvirkja, eða manneskju með sambærilega menntun og eða reynslu. Allar nánari upplýsingar veitir Lúðvík ludvikh@ms.is Umsóknir skal senda á netfangið ludvikh@ms.is fyrir 4 mars n.k,. Leiðtogi í sölu, þjónustu og upplifun Um er að ræða framtíðarstarf í fullu starfi. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2020. Umsóknir sendist inn í gegnum ráðningavef Bláa Lónsins storf.bluelagoon.is Nánari upplýsingar veitir Ægir Viktorsson sérfræðingur á mannauðssviði, í síma 420 8800 Helstu verkefni og ábyrgð -Vera leiðtogi og fyrirmynd annarra starfsmanna -Starfsmannasamtöl, ráðningar og vaktaplön Menntunar- og hæfniskröfur -Þekking og skilningur á verslunarrekstri - reynsla af verslunarstjórnun kostur -Framúrskarandi samskiptahæfileikar og áhugi á ólíkum menningarheimum Sæktu um á storf.bluelagoon.is Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum verslunarstjóra í verslun okkar við Laugaveg sem er tilbúinn að veita starfsfólki hvatningu og viðskiptavinum hámarks upplifun með framúrskarandi þjónustu. -Hefur skilvirkni og hagkvæmni í rekstri að leiðarljósi -Markaðsdrifinn og hámarkar sölu -Menntun og sérþekking sem nýtist í starfi -Góð íslensku- og ensku kunnátta er skilyrði - önnur tungumálakunnátta er mikill kostur 8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 2 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.