Fréttablaðið - 22.02.2020, Síða 70

Fréttablaðið - 22.02.2020, Síða 70
myndina svo eitthvað sé nefnt. Þannig að þetta er orðinn nokkur fjöldi, en enginn þeirra sem ég hef unnið með áður tók verðlaunagrip- inn með sér heim, þannig að þetta ár hefur einnig verið mjög sérstakt fyrir sjálfan mig. Það er ekki nóg með að ég hafi hannað útlitið á tilnefndri mann- eskju heldur líka stelpunni sem hlaut verðlaunin! Sem er svooooo svalt. Alveg meiriháttar og Dr. Hauschka heimurinn allur nötrar líka af spenningi, vegna þess að þetta eru snyrtivörurnar okkar sem Hildur bar á sviðinu í þessum líka stórkostlega flokki.“ Sagan skrifuð í tónum „Hildur er fyrsta konan sem sigrar þennan f lokk, þannig að hún var þarna að skrifa söguna, vegna þess að þarna hafa karlar drottnað yfir, en hún rauf það með sigri sínum.“ Karim segir vissulega sérstakt að fá tækifæri til þess að farða kvik- myndatónskáld og sigurvegara í þessum f lokki þar sem konur hafa verið ósýnilegar og tónskáld kannski ekki almennt mjög upp- tekin af sviðsljósinu og útlitinu. „Það er kannski ekki það fyrsta sem þér dettur í hug að manneskja sem er mest á kafi í hljóðheimi þurfi meiköpp eða kæri sig jafnvel ekk- ert um förðun hjá atvinnumanni,“ segir Karim. „Þetta eru hins vegar Óskarsverðlaunin, sem beina að sjálfsögðu kastljósinu að henni og ég tel nálgun okkar hafa verið mjög náttúrulega.“ Karim leggur áherslu á að ekki sé nóg að velja rétta farðann og til- heyrandi, þar sem allt verður að smella saman þegar á hólminn er komið. „Það þarf að horfa til þess hverju hún klæðist og allt verður þetta einhvern veginn að renna saman í eina sannfærandi heild; kjóll, hár, skór, veski og farði. Þann- ig að þetta snýst ekki bara um að velja meiköpp og fókusinn er miklu meira á því hver hannar kjólinn og síðan unnið út frá því.“ Óskar utan tískustrauma Og í þeim efnum stjórnast allt af stund, stað og tilefni. „Grammy- kjólinn var til dæmis hávær og frjálslegur og andlitsmálningin miklu sterkari en á Óskarnum, þar sem kjóllinn var miklu klass- ískari þannig að förðunin þurfti að vera miklu tímalausari. Þetta er Óskarinn og hún verður að geta horft á myndirnar af sér eftir 25 ár og hugsað „ó já!“ en ekki í sjokki yfir því hvað hún hafi eiginlega verið að pæla,“ segir Karim og lýkur þessu skyndinámskeiði í Óskarslúkki. „Þannig að það er í raun ekki mikið svigrúm í þessu á viðburðum af þessu tagi og stærðargráðu. Ég myndi ekki eltast við helstu tísku- strauma fyrir Óskarinn vegna þess að þetta þarf að vera eitthvað sem endist að eilífu. Við brugðum miklu meira á leik á hinum viðburðunum og vorum meira í því að gera tilraunir. Til dæmis á Critics Choice, sem var fyrsta skiptið okkar og afslöppuð samkoma bauð upp á mjög nátt- úrulegt lúkk.“ Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir og alþjóðlegi förð-unar f ræðing urinn Karim Sattar búa bæði í Berlín og þótt þau hafi bæði lifað og hrærst í hinum stóra heimi kvikmyndanna hittust þau ekki fyrr en á rauða dreglinum á Golden Globe í byrjun janúar. Sameiginlegur áhugi á náttúru- legum snyrtivörum frá þýska fram- leiðandanum Dr. Hauschka varð til þess að þessi fundur markaði upp- hafið á fallegri vináttu, svo gripið sé til líkingamáls frá Hollywood. „Ég elska Ísland. Þú ert að tala við einn ákafasta aðdáanda Íslands. Ég er viss um að þú hefur heyrt þetta þúsund sinnum áður en ég meina þetta. Þetta er raunveruleg ást,“ sagði Karim þegar Fréttablaðið náði sambandi við hann, nýkom- inn heim til Berlínar frá Los Ange- les, hvar verðlaunahraðlest Hildar Guðnadóttur nam staðar, í bili að minnsta kosti, og landaði síðasta og eftirsóttasta verðlaunagripnum í þessari umferð. „Ég hef komið nokkrum sinnum til Íslands, aðallega til Reykjavíkur, þótt ég hafi auðvitað séð eitthvað aðeins af landsbyggðinni. En ekki nóg, þannig að planið hjá mér er að skoða og uppgötva meira af landinu næst og ég er enn spenntari núna eftir að ég ég hef eiginlega tengst landinu fjölskylduböndum í gegn- um Hildi, “ segir Karim sem þrátt fyrir f lugþreytu var enn skýjum ofar eftir sjö ævintýralegar vikur í verðlaunaföruneyti Hildar. Gleðilestin brunar áfram „Þeir Chandler og Thomas sem sáu um kynningarmál Hildar í Bandaríkjunum á verðlaunatíma- bilinu eru mjög nánir vinir mínir og Thomas kynnti okkur á rauða dreglinum á Golden Globe,“ segir Karim um þá Thomas Mikusz og Chandler Poling hjá White Bear Public Relations sem reyndust þarna miklir örlagavaldar. „Ég sver það, þetta var frábært og Hildur er svo innilega ánægð með náttúrulegu vörurnar frá Dr. Hauschka, þannig að við höfðum strax eitthvað að tala um og náðum samstundis vel saman. Eitt leiddi svo af öðru og þessi sjö vikna rússí- banareið hófst,“ segir Karim upp- numinn og bætir við að frá, en eðli- lega ekki með, Golden Globe, hafi hann séð um förðun og útlit Hildar gegnum alla sigurgönguna. „Ævintýrið okkar hófst á Critics Choice viku seinna, síðan Grammy, þá BAFTA og loks kom Óskarinn og hún fór heim með öll verðlaunin. Guð minn góður, þetta var svo spennandi! Og ég er svo stoltur af henni og því sem hún hefur áorkað,“ segir Karim og dregur hvergi úr hrifningu sinni. „Hildur er svo dásamleg og hlý manneskja. Svo vingjarnleg, örlát og traust. Ég meina ég gæti haldið svona endalaust áfram. Ég hljóma eins og ég sé ástfanginn,“ hlær Karim og bætir síðan í ef eitthvað er. „Hún er svo jarðbundin og mikil fjölskyldumanneskja sem er í svo miklum og góðum tengslum við uppruna sinn. Hún elskar landið sitt þótt hún búi í Berlín og ég held að það setji einmitt mikilvægi Íslands fyrir hana í ákveðið samhengi.“ Sigur fyrir land og kvenþjóð Þið eruð þjóðrækin sem er frábært og árangur Hildar hittir ykkur beint í þá taug. Ég meina, ræðum aðeins hvað hún hefur afrekað. Þetta er ekki bara Joker-tónlistin, heldur líka Chernobyl, sem er varanlegt og nú þegar sígilt stórvirki þann- ig að ég geri ráð fyrir að núna bíði hennar ótrúlegt líf. Tilboðum á eftir að rigna yfir hana. Þessi viðurkenning er líka frábær fyrir Ísland og það sem hún sagði um konur og stelpur … bara valdefl- ingin sem fylgir því að vera fyrsta konan sem er tilnefnd í þessum flokki, ég meina, þetta er sögulegt.“ Karim er síður en svo að mæra Hildi út í bláinn enda talar hann af þekkingu og talsverðri reynslu þegar Óskarinn er annars vegar. „Ég er búinn að mæta núna á Óskars- verðlaunahátíðina fimm ár í röð og hef á hverju ári farðað einhverja sem eru tilnefndir, ýmist einstakl- inga eða hópa, fyrir bestu erlendu myndina, og fyrir bestu heimildar- Tískuforingi Hildar enn í sigurvímu Hildi Guðnadóttur og Karim Sattar varð svo vel til vina á Golden Globe að hann stökk um borð verðlaunahraðlestar Hildar sem varð skömmu síðar fyrsti Óskarsverð- launahafinn sem hann hefur notið þess heiðurs að farða fyrir stóru stundina. Karim Sattar og Hildur Guðnadóttir með hnöttinn gyllta og góða, sem markaði upphaf vináttu þeirra, á milli sín. Á Óskarnum er klassíkin öruggust og sterkur leikur að mæta í Chanel og svörtu. NORDICPHOTOS/GETTY Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is ÉG MYNDI EKKI ELTAST VIÐ HELSTU TÍSKU- STRAUMA FYRIR ÓSKAR- INN VEGNA ÞESS AÐ ÞETTA ÞARF AÐ VERA EITTHVAÐ SEM ENDIST AÐ EILÍFU. Umhverfisvæni andlitsmálarinn Þjóðverjinn Karim Sattar hefur starfað sem alþjóðlegur förðunarfræðingur um langt árabil. Hann lærði í New York en hefur einnig sótt sér þekkingu og reynslu um víða veröld og hefur stjórnað ljósmyndatökum fyrir þekkt glanstímarit eins og Vogue, Marie Claire, Cosmopo- litan og Glamour. Karim er réttnefndur förð- unarmeistari fræga fólksins en þekkt andlit úr heimi kvik- mynda, íþrótta og stjórnmála hafa, auk konungborinna, nýtt sér hæfileika hans og má til dæmis nefna Jane Fonda, Annie Lennox og Charlene Mónakó- prinsessu. Karim er hugsjónamaður og í störfum sínum heldur hann sig alltaf þeim megin í lífinu sem allt er vænt og grænt, svo hann gekk til liðs við Dr. Hauschka 2012, eftir fimmtán ár hjá The Body Shop. Karim hefur undanfarin ár farið með penslum sínum og blýöntum um andlit tilnefndra gesta á Óskarsverðlauna- hátíðum, en Hildur Guðnadóttir er fyrsti sigurvegarinn á þeim vettvangi sem hann státar af að hafa málað. 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.